Morgunblaðið - 10.02.1968, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.02.1968, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1968 Norrænar konur unnu eftir- minnilegan sigur í Grenoble Skipuðu 5 fyrstu sætin í göngu kvenna sem Rússar hafa einokað NORRÆNAR konur unnu eftir- minnilegan sigur í 10 km. skíSa göngu í Grenoble í gær. Skip- uðu þær sér í 5 fyrstu sætin í keppninni en á tveimur siðustu OL-leikjum haaf sovézkar val- yrkjur hreppt öll verðlaunin, gull, silfur og brons. Það var sænsk stúlka, Inger Gustavsson, sem gullið hreppti nú ag var að því komin, því hún tók forystu í upphafi og hélt henni til loka. Færði hún þjóð sinni fyrsta Olympíutitil í kvennagrein vetrarleika, frá því að þær voru teknar á dagskrá 1952. Það urðu miklar sveiflur í þessari keppni kvennanna. Fær- ið í brautinni var misjafnt og nú reyndi mjög á það í upphafi hvemig til tókst með val skíða áburðar. Tókst það misjafnlega hjá keppendum og haiði sín áhrif. En ekki drógu þær af sér, því svo útkeyrðar vom sumar þeirra í markinu, að flytja varð þær á brott á börum, en allar jöfn- uðu þær sig fljótt og áreynslan mun engin eftÍTköst hafa. Inger Gustavsson tók for- ystuna í upphafi sem fyrr seg ir. Eftir 5 km. hafði hún 15 sek. forskot. Þá var Majos- maa Finnlandi í 2. sæti, Aufl es, Noregi í 3. sæti. Síðan komu rússnesku valyrkjurnar tvær, þá Martinson Svíþjóð og loks Berit Mördre frá Nor egi. Nú tók Berit aldeilis til fót anna og gekk framúrskarandi vel og kröftuglega. Á næstu þremur km. fór hún fram úr fjórum öðrum en þreytu- merki tóku að sjást á henni. Engin gat ógnað sigri Ing- er — og þó. Mördre hafði dregið mjög á hana á tíma en hafði ekki endalausa krafta. Þrotin að kröftum kom^ Mördre að marki og hné nið ur af þreytu. Henni varð ekki meint af og jafnaði sig fljótt. Ljóst var að Norðurlönd höfðu unnið frækilegan sig- ur. Inger Gustavsson ©r 29 ára gömul, kennari að starfi og fædd í Finnlandi. Hún hefur í mörg þó vantað herzlumuninn til að ár verið í hópi hinna beztu en vinna hinar rússnesku, þar til í fyrra að hún vann 4 keppnir sínar af 8. Úrslit: 1. Inger Gustavsson, Svíþjóð 36.46.5 mín. 2. Berit Mördre, Noregi 37.54.6 min. 3. Inger Aufles, Noregi 37:59,9 mín. 4. Barbro Martimson, Sviþjóð 38:07,1 mín. 5. M. Kajosmaa, Finnlandi 38:09,9 mín . 6. G. Koulakova, Sovét 38:26,7 mín. 38:52,9 mín. 7. Koltjina, Sovét 8. Enger Damon Sovét 38:54,4 mín. Jean-Claude Killy á fulli ferð í tii hlífðar. bruni með hjálm og gleraugu Frakkar unnu gull og silfur — og uppfylltu allar vonir frönsku þjóðarinnar Hér er sigurvegari í göngu kvenna, Inger Gustavsson borin á háhesti af löndum sínum. Sú til hægri er Barbro Martinsson sem var nr. 4 í keppninni. FRANSKA „þjóðhetjan“ Jean Claude Killy tókst það, sem öll franska þjóðin „krafðist“ af hon um, að vinna gullið í brun- keppni Olympíuleikanna í Gren oble. En þar með er ekki sagan öll sögð, því gamla franska kempan Guy Perrillat vann silf urverðlaunin, svo að brunkeppn in var hreinlega ,,fullkomin“ — í hugum Frakka. Millitímar í brautinni sýna að að Perillat fór hraðar en Killy í efri hluta hinnar miklu braut- ar. en Killy tókst í síðari hlutan- um að ná betra bruni og tryggja sér þau sekúndubrot sem nægðu til sigurs. En sigurinn var enginn yfir- burðasigur. Aðeins munaði 8/100 úr sekúndu á þeim félög- um. En Perillat varð fyrstur til Þetta er ítalinn Franco Nones, sem sigraði í fyrstu keppnisgrein leikanna í Grenoble — öllum á óvart að heita má. Þetta var hans fyrsti sigur á stórmóti, en var samt öruggur og verðskuld- aður vel. Rússinn fékk gullið Bandaríkin 3 silfur í sömu grein, skautahlaupi kvenna SOVEZKRI stúlku tókst að verja Olympíutitil Rússa í 500 m. skautahlaupi kvenna á OL í Grenoble í gær — en það var þó með marningi miklum. Banda rísku stúlkurnar, sem stór orð hafa verið notuð um, uppfylltu glæstustu vonir manna og léku það óvenjulega að vinna allar þrjár silfurpening fyrir önnur verðlaun. Er slíkt siður í skauta hlaupi þar sem aðeins tvær og tvær keppa saman en tími lát- inn ráða að lokum . Rússneskur sigur kom ekki á óvart í þessari grein. En sú sem talin var líklegust til sigurs, Sidorava, varð níunda. Sigurvegarinn, Ludmila Tit- ova er 22 ára gömul og starfar við flugtæknistofnun. Hún vann sinn stærsta sigur á meistara- móti Sovétríkjanna í vetur en var litt sem ekki þekkt áður. Sjálf sagði hún að unnum sigri, að hún teldi 1000 m. hlaup ið sína sterkustu grein — og af því spá henni nú allir gulli í þeirri grein á sunnudaginn. Það var enginn heppni hjá Titovu að sigra .Vindhviða gekk yfir meðan hún hljóp og ísinn var alls ekki upp á sitt bezta. Enda voru engin landsmet sett, hvað þá OL-met eða þaðan af meira. Úrslit: 1. Ludmila Titovaí Sovét 46,1 sek. 2. Mary Meyers, Diana Holum og Jennifer Fish, U.S.A. 46,3 sek. 5. Ellie van dem Brom, Holll. 46.6 sek. 6. Sigrid Sundby, Noregi og Kaija Mustonen, Finnl. 46.7 sek. 8. K. Biermann, Noregi 46.8 sek. að óska landa sínum til ham- ingju og segja: „Sá bezti sigr- aði.“ En honum til verðugs hróss mun hann sjaldan hafa staðið sig betur sjálfur en í gær. Hann hafði rásnúmer 1 og varð því að fara brautina áður en hún var orðin liarðtroðin. Fyrir Austurríkismenn varð keppnin mikil vonbrigði. Ger- hard Nenning sem unnið hefur í tveim stórmótum ársins í bruni varð nú níundi. Heini Messner varð beztur Austurríkismanna varð nr. 4. Hinn 22 ára gamli Svisslend- ingur Jean-Daniel Daetwyler var í raun og veru sá eini sem eitthvað nálgaðist Frakkana. Hann hlaut bronsverðlaun 0,7 sek. á undan Austurríkismannin um ag 0,4 sek. á eftir Perrillat. Úrslit urðu: 1. Jean-Claude Killy, Frakl. 1:59,85 mín. 2. Guy Perrillat, Frakkl. 1:59,93 mín. 3. J. Ð. Deatwyler, Sviss 2:00,32 mín. f ^ jOsk kon- jungs uppfyllt ÞEGAR Odd Martinson Nor- egi varð annar í fyrstu göngu keppni leikanna í Grenoble bárust norska flokknum þar ámaðaróskir frá Ólafi Noregs konungi í skeyti. Lét hann í ljósi óskir um að þetta væri aðeins fyrsti sigurinn — ekki 9á síðari. Óskin rættist rækilega í gær er norskar stúlkur unnu silfur og bronsverðlaun í göngukeppni kvenna. Þetta eru fyrstu verðlaun sem norskar konur fá í göngu- keppni á OL-leikum og í stór mótum yfirleitt. Norðmenn telja þetta þáttaskil í skíða- söigu sinni. Og með þessum frækilega árangri er Noregur efstur á blaði í óopinberri stigakeppni leikanna með 14,5 stig en næstu lönd með 12 stig. 4. Heini Messner, Auisturríki 2:01,03 mín. 5. Karl Scíhranz, Austurríki 2:01,89 mín. 6. Ivo Mahlknecht, ítalíu 2:02,00 mín. 7. G. Prinzing, Y-Þýzkal. 2:02,10 mín. • 8. Bernard Orcel, Frakkl. 2:02,22 mín. Bjarne Strand var fyrstur Norð urlandabúa, nr. 17 á 2:03,20 mín. ÍKF — Ármann í kvöld ÍSLANDSMÓTINU í körtfu- knattleik verður haidið áfram u-m helgina, og verða þá leiknir þrír þýðingarmiklir leikir í fyrstu deild. í kvöld leika ÍKF og Ármann síðari leik sinn í mótinu, en þann fyrri sigraði ÍKF með liti- um mun. Leikið verður á Keflavíkur- flugvelli og hefst keppnin kl. 19.00. Síðdegis á sunnudag fara fram þrír leikir í Laugardalshöllinni, fyrst KFR og KR og síðan ÍR og ÞÓR í 1. deild, en síðan KR og ÍKF í 2. flokki. Keppnin á sunnudag hefst kL 14.00. Íshokkí og sleðakeppni ÍSHOKKÍKEPPNINNI í Gren- oble er haldið áfram daglega og keppt í tveim riðlum. Rús.sar, nú verandi OL-meistarar, eru lík- lega.stir til að verja titil sinn. í gærkvöidi unnu þeir Bandaríkin 10-2. Á það skal minnt, að á OL mega aðeins keppa áhuigamanna iið og koma því Bandarikja- menn, Kanada og fleiri með veik ari lið en þeir eiga heima fyrir í röðum atvinnumanna, en A- Evrópulöndin „eiiga enga at- vinnumenn“ að þeirra sögn. Þá unnu Finnar, Kanada mjög óvænt og Norðmenn unnu Frakka 4-1. Hafin var keppni í bobsleðum tveggja manna og hafa ítalir for ystu að hálfnaðri keppni, Fresta varð hins vegar þotusleðakeppn- inni vegna frostleysie.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.