Morgunblaðið - 22.02.1968, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.02.1968, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1968 13 Þau leiddust hönd í hönd í grærdag, stóra Lilly og litli Charlie, eiginmaöurinn sem var nýkominn af sjónum. Hann sagði við hana: „Ég er stolt- ur af þér“. Þetta var í fyrsta skipti sem litli Charlie hitti Lilly sína eft ir að hún öðlaðist heimsfræðð fyrir forgöngu sína í kröfum um aukið öryggi togarasjó- manna. Charlie vinnur í vélar- rúmi flutningaskips og þegar slysin urðu var hann í þriggja vikna siglingu til Svíþjóðar. Og frú Bilocca, sem fór frá heimili sínu í Hull, til Sunder- land til að taka á móti honum sagði: „Eg var miklu hræddari við að hitta hann, en ég var stóra lilly..litli cliarlie.. Þau eru aftur saman: Stóra Lilly og litli Charlie þegar ég tók fyrst til máls á fundum um öryggismálin." En eftir koss og faðmlög var allt í lagi. Charlie sagði: „Hún er skrýtin stúlka. Ef hún á- kveður að gera eitthvað get- ur ekkert stöðvað hana. Fyrst þegar strákarnir á skipinu sögðu mér hvað hún væri að fást við að þessu sinni ætlaði ég ekki að trúa þeim. Nú hef ég séð hana og veit að þetta er rétt. Og ég er eins stoltur af henni og ef hún væri drottn ing Englands. Ég fór tvær ferð ir með togara fyrir nokkrum árum og það var nóg fyrir mig. (Daily Express) Brezkir togaramenn óánægðir mei bannið — telja það heimskulegt að * takmarka veiðar á islandsmiðum ÖRLÖG brezku togaranna vlð Island urðu til þess að fjöl- margir aðilar kröfðust aukins öryggls fyrir sjómennina. Sú ráð stöfun sem mesta athygli hefur vakið er ákvörðunin um að senda skipið „Weather Report- er“ á miðin og iáta það um að stjórna veiðum togaranna. T.d. mega þeir ekki stunda veið ar á svæðinu frá ísafirði aust- ur að Langanesi, nema með leyfi eftirlitsskipsins. Þessi öryggisráðstöfun hefur vakið miklar deilur og eru brezkir togarasjómenn síður en svo hrifnir af henni. f blaðinu „Fishing News“ tal ar gamall vinur okkar, Bernard Newton, fyrir hönd 42 skip- stjóra þegar hann segir að bannið sé móðgun við brezka togaraskipstjóra. „Brezkir togarar stunda víða veiðar á norðurslóðum. Það er alveg eins líklegt að þar verði mannskæð óveður og sú stað- reynd að svo hefur ekki orð- ið ennþá er engin trygging. Eig um við þá að hafa eftirlits- skip dreifð um öil heimsins höf til að fylgjast með okkur og segja til um hvar og hvenær við megum veiða. Við getum ekki séð að slíkt skip geti vit- að fyrir um yfirvofandi óveð- ur en íslenzka veðurstofan, eða aðrar veðurstofur annarsstaðar Bréf til ritstjórans - úr Daily Express Herra.ritstjóri. Eins og þér vitið höfum við styttu á Hessel vegi, til minn- ingar um fiskimenn. Væri ekki hægt að benda fólki á þessa styttu ef það vill sýna samúð sína vegna sjóslysanna hræði- legu. Ég veit um marga sem vildu senda blóm vegna þeirra, en vita ekki h'vert þau eiga helzt að fara. Mér finnst þessi stytta góður staður. J.M. Davidson, 6 Esthers Avenue, Eastbourne Street, Hull. Herra ritstjóri. Ég vildi gjarnan spyrja frú Lilly Bilocca og hinar konurn-. ar hvað þær ætli að gera núna, eftir að hafa náð því takmarki að loka Islandsmið- um fyrir togurum okkar. Er hún reiðubúin að horfast í augu við það að togarar ann- arra landa sækja nú þessa björg okkar og jafnvel selja hana í Hull? Fisksölunum er sama hver kemur með fiskinn, svo lengi sem hann kemur, og það skiptir þá ekki máli hvort tekjur eiginmanna okkar eru sama og engar. Fiskimennirnir sjálfir hljóta að eiga að ráða því hvert þeir fara og hvenær. Það neyðir þá enginn til að fara á sjóinn og þeir vita hvað þeir eru að gera. Frú h. Harling, 787 Hessel Road, Hull. Herra ritstjóri. Mér finnst frú Bilocca dá- samleg. Hún hefur til að bera mikið hugrekki í baráttu sinni fyrir öryggi hetjanna okkar og ef hún sneri sér til mín myndi ég veita henni alla þá aðstoð sem ég gæti. Mér finnst fiski- menn ekki hafa nógu góðar tekjur. Fólk segir að enginn biðji þá að fara á sjóinn. Þeir geri það af frjálsum vilja. Nú, námumenn fara líka af frjáls- um vilja niður í námugöngin. Einhver verður að koma með kolinn og einhver verður að koma með fiskinn. Og mér finnst þeir sem gera það eiga viðurkenningu skilið fyrir hug rekki sitt. Eins og aðrar konur lifi ég í stöðugum ótta þegar sonur minn er á sjónum. Faðir minn var fiskimaður í 35 ár og ég veit að það þýðir ekkert að biðja þá að fara ekki aftur. Við skulum þessvegna reyna að koma vel fram við þá. Frú S. Dolan, 67, Ticket. Grove, Hull. (Daily Express) Úranus í IIull. í heiminum. Það hefur aldrei fyrr þótt þörf fyrir slík skip öll þau ár sem brezkir togarar hafa stundað veiðar á íslands um margra ára skeið og unnið okkar störf vel. Vissulega hafa togarar farizt, því ber ekki að neita. En flutningaskip og strandferðaskip hafa líka farizt á því tímabili, og það á veður- sælli stöðum.“ Daily Mail fjallar um þetta 13. febrúar undir fyrirsögn- inni: „Heimskulegt bann, segir Hull skipstjóri“ og fer fréttin hér á eftir: — Eini togarinn sem landaði f'ski í Hull í dag var íslenzkur. Það var Úranus, sem fékk 8,814 sterlingspund fyrir afl- ann, en það er mun meira en nokkur brezkur togari sem land aði þann dag. Brezku togararn- ir höfðu verið við veiðar undan ströndum Noregs, Úranus var við suðvesturströnd íslands. Andstaða við þessu banni fer vaxandi í Hull. Leonard Whur, skipstjóri á Kingston Andalus- ite, sem strandaði í mynni ísa- fjarðar í sama óveðri og varð Syggða svæðið efst á kortinu er bannsvæði fyrir brezku togarana, nema með sérstöku leyfi frá „Weather Reporter". Ross Cleveland að fjörtjóni sagði í dag: — Mér finnst þetta bann vera heimskulegt. Ríkis- stjórnin getur ekki bannað okk ur að veiða á þessu svæði, það er það sem við lifum á. Við förum á miðin þar sem fisk- urinn er, vegna þess að við förum á sjóinn til að veiða eins mikið og við getum á eins skömmum tíma og við getum. ÍSLENZKUR TOGARI KEMUR Sun í fyrirsögn 13 febrúar. Og í fréttinni segir: íslenzki togarinn Úranus lagð íst að bryggju í Hull í gær- kveldi með um 126 tonn af fiski. Þetta er jafn mikið og afli fjögurra togara sem voru kallaðir heim af íslandsmiðum eftir sjóslysin. Úranus, sem er fyrsti íslenzki togarinn sem landar í Hull eftir að bannið kom til sögunnar átti auðvelt með að selja aflann. Þetta ergði brezka skipstjóra sem verð- ur ekki leyft að fara aftur á miðin við ísland fyrr en eftir- litsskip er komið þangað, sem líklega verður á morgun. Einn þeirra sagði: — Hverskonar eftirlit með þessum miðum er alger óþarfi. Við vitum fullvel hvað við erum að gera, og hve nær veðrið er of slæmt fyrir veiðar. ERLEND FISKISKIP GRÆÐA MEÐAN BRETAR SIGLA HEIM“ segir Daily Express í fyrirsögn. Og í fréttinni: Erlend fiskiskip sigldu hrað- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.