Morgunblaðið - 22.02.1968, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1968
- ERLENT YFIRLIT
Framhald af bls. 15
Park lagði Cyrus Vance áherzlu
á, að ekki yrði dregið úr stuðn-
ingi við Suður—Kóreu þrátt fyr
ir ástandið í Vietnam, og meðal
þeirra hergagna, sem send verða
til Suður—Kóreu, verða vopn,
sem eru sérstaklega ætluð til
baráttu gegn skæruliðum. Talið
er, að í einkasamtölum hafi Cyr-
us Vance játað, að Bandaríkja-
stjórn hafi í fyrstu ekki talið
Ms. Esja
fer austur um land til Vopna-
fjarðar 27. þ. m. Vörumóttaka
á föstudag og árdegis á laug-
ardag til Breiðdalsvíkur,
Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarð
ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar,
Norðfjarðar, Seyðisfjarðar,
Borgarfjarðar og Vopnafjarð-
ar.
Ms. Herðubreið
fer vestur um land í hringferð
26. þ. m. Vörumóttaka á föstu
dag og árdegis á laugardag til
Patreksfjarðar, Tálknafjarðar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyr.
ar, Suðureyrar, Bolungavíkur,
ísafjarðar, Norðurfjarðar,
Djúpavíkur, Hólmavikur,
Kvammstanga. Blönduóss,
Skagastrandar, Sauðárkróks,
Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Ak
ureyrar, Kópaskers og Bakka
fjarðar.
tíiTtrnfísí
Girling - Lucos
Mikið úrval
HÖGGDEYFA í evrókska
bíla nýkomið
Fiat
Hillman
Singer
Humber
Skoda
o. fl. 273.0»
Austin
Volkswagen
Vauxhall
Volvo
Ford
Opel
Renault
o. H. 278.00
Taunus
Saab
Volvo
Fiat
Vauxhall
o. n. 294.00
Mercedes
Skoda
o. n. 315.00
Land-Rover
Bedford
o. n. 492.00
Blossi si.
Skipholti 35 - Sími 81350
Látið ekki dragast að athuga
bremsumar, séu þær ekki i
lagi. — Fullkomin bremsu-
þjónusta.
StillSng
Skeifan 11 - Sími 31340
ástæðu til að ætla að breyt-
inga væri að vænta á ástand-
inu í Kóreu, en nú væri banda-
ríska stjórnin við því búin að
reynt yrði með stuðningi Kín-
verja að dreifa athygli Banda-
ríkjanna víðar í Asíu, til dæmis
í Burma eða á landamærum Ind-
lands.
Mótmœli trá
menntamönnum
ÞRÍR menntamenn í Moskvu
hafa í skjali, sem þeir hafa
dreift, varað við „hægfara en
markvissri“ endurreisn stalín-
isma í Sovétríkjunum og skorað
á sovézka menntamenn að mót-
mæla þessari þróun. f skjalinu
er einkum ráðizt á „ómannúð-
legar hefndarráðstafanir" gegn
menntamönnum, sem hafa látið
í ljós skoðanir sínar og voru
nýlega dæmdir til langrar fang-
elsisvistar.
Þeir sem undirrituðu skjalið
eru Petr Yakir, sagnfræðingur,
sem er sennilega sonur frægs
hershöfðingja, Iona Yakir, sem
var tekinn af lífi í hreinsunum
Stalíns 1937, Yuli Kim, sem kall-
ar sig kennara, og Ilya Gabai,
kennari og ritstjóri. Talið er, að
skjalinu hafi verið dreift bæði
í Rússlandi og á Vesturlöndum,
og er það sent fólki sem vinnur
„skapandi störf“.
f skjalinu eru rithöfundaréttar
höldin, sem nýlega fóru fram í
Moskvu harðlega gagnrýnd, og
því haldið fram að þau hafi
verið sett á svið. Réttarhöldin
eru talin eitt af mörgum dæmum
um þróun, er stefni í átt til
endurreisnar stalínisma, en önn-
ur helztu dæmin sem nefnd eru
í skjalinu, eru þessi:
• Farið er viðurikenningarorð-
um um Stalín.
• Öll uimmæli um framlag Leon
Trotskys til byltingarinnar eru
neikvæð.
• Rithöfundar eiga í erfiðleik-
um með að fá útgefnar bækur,
þar sem Stalín er gagnrýndur.
• Mörg ágæt bókmenntaverk
fást ekki gefin út á sama tíma
og birt eru verk þar sem Stalín
er hafinn til skýjanna.
• Tartarar á Krímskatga, sem
Stalín treysti ekki, voru flæmd-
ir burtu frá heimkynnum sínum
og hefur ekki verið leyft að snúa
aftur þótt þeir hafi fengið upp-
reisn æru.
• Sovézk lögregla fylgist með
öllu því, sem sovézkir borgarar
aðhafast.
Skjalið ber með sér, að mennta
mennirnir, sem það undirrituðu,
telja ástandið ískyggilegt og
hafa þungar áhyggjur. Þeirtala
sennilega fyrir munn margra ann
arra menntamanna í Sovétríkjun
um. Ef til vill er ástandið ekki
eins uggvænlegt og þeir telja,
og hvað sem því líður þá ber
yfirlýsing þeirra vott um, að and
rímsloftið í Sovétríkjunum er
frjálsara en það var áður fyrr.
En vakið hefur ugg hve áhrif
leynilögreglunnar hafa aukizt
mikið upp á síðkastið.
BÍLAR
66, Volvo Amazon.
68, Volkswagen 1500 vél.
67, Volkswagen.
66, Skoda 1000, ekinn 9 þús.
km.
67, Reno 4 X station.
66, Taunus 17 M 2ja dyra.
66, Taunus 12 M station.
62, Opel Record, 2ja dyra.
66, Benz dísil, fólksbifreið.
58, Opel Caravan.
guðmundap
Bercþórucötu 3. Simar 19032, 20070.
SAMKOMUR
Samkomuhúsið Zíon,
Óðinsgöu 6A. Almenn sam-
koma í kvöld kl. 20,30. Allir
velkomnir.
Heimatrúboðið.
Fyrir nokkru tók Brynja Benediktsdóttir við hlutverki Maríu
i Þrettándakvöldinu, í veikindaforföllum Margrétar Guð-
mundsdóttur. Þessi vinsæli gamanleikur Shakespeares hefur
nú verið sýndur 12 sinnum í Þjóðleikhúsinu við ágæta aðsókn
og verður næsta sýning nk. föstudag. Aðalhlutverk leiksins
eru sem kunnugt er leikin af Kristbjörgu Kjeld, Bessa Bjama-
syni, Rúrik Haraldssyni, Flosa Ólafssyni, Ævari Kvaran o. fl.
Myndin er af Brynju Benediktsdóttur og Flosa Ölafssyni
í hlutverkum sínum.
- SJOSLYSIN
Framhald af bls. 13
byri til íslands í gærkvöldi.
Þeir ætla sér að græða á þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
kalla heim þaðan brezka tog-
ara, eftir sjóslysin. Og meðan
þýzk, belgísk og rússnesk skip
hröðuðu sér á miðin lögðu óá-
nægðir brezkir skipstjórar af
stað heimleiðis með hálffullar
lestar. Að baki þeim var næg-
ur fiskur, yndislegt veður og
háðsyrði annarra togaramanna.
„Þessir útlendingar skellihlæja
að veslings gömlu Bretun-
um“, sagði Dennis Roberts, sem
var skipstjóri á togara í þorska-
stríðinu. Hr. Roberts sem nú
stjórnar hinum stóra Ross flota
í Grimsby sagði:
„Sjórinn þarna er kyrr eins
og stöðuvatn núna. Útlendir sjó
menn eru að vinnu í stutterma
skyrtum og hlægja að okkur
fyrir að fara heim. Og allt
vegna þess að ríkisstjórnin
varð hrædd þegar þrjár konur
byrjuðu að hrópa á öryggi. Ef
þeir hefðu gert minnstu tilraun
til að komast að því hefðu þeir
frétt að veðrið við ísland er
stillt og bjart. Við misstum þrjá
togara en það var ekki vegna
lélegrar sjómennsku eða óör-
uggra skipa. Þeir lentu í sams-
konar veðri og olli dauða 400
manna í flóðunum á austur-
ströndinni um 1950. Þetta bann
er hreinasta guðs gjöf fyrir er-
lenda togara og það má vel
vera að þeir komi til Humber
til að selja aflann.
Talsmaður veiðiflotans sagði:
„Það er dálítið erfitt fyrir
drengina okkar, sem hafa bar-
izt í gegnum óveðrið að fá nú
ekki að vera við ísland þegar
veðrið er gott og aflinn nægur".
Herbert Anderson, borgarstjóri
í Hull, var í dag að reyna að
leysa gátuna um símskeyti frá
íslandi. í skeytinu var hann
beðinn að staðfesta hvort borg
arstjómin í Hull hefði ákveð-
ið að bjóða áhöfn varðskips-
ins Óðins í heimsókn.
Óðinn barðist við óveður og
stórsjóa fyrr í þessari viku,
til að bjarga áhöfninni af Hull
togara við norðurströnd ís-
lands. En í dag sagði Ander-
son: „Við erum að reyna að
komast fyrir þetta, við vitum
ekki um neitt heimboð. Þegar
ég var spurður um þetta í gær
svaraði ég því til að ég gæti
ekki gefið neitt leyfi í þessu
sambandi. Það yrði að koma
samþykkt frá Borgarstjórninni.
(Daily Mail)
- UTAN ÚR HEIMI
Framhald af bls. 14
Stalingrad var skipaður 265
þúsund hermönnum. Af þeim
féllu 80 þúsund. 46 þúsund
særðir hermenn voru fluttir
flugleiðis til Þýzkalands frá
Stalingrad áður en flugvöllum
borgarinnar var lokað. Rúss-
ar tóku rúmlega 100 þúsund
stríðsfanga í Stalingrad, og
þeirra biðu nýjar og meiri
hörmungar þegar þeir voru
reknir í endalausum fylking-
um, öslandi snjóinn norður á
bóginn eftir fall borgarinnar.
Af þessum rúmlega 100 þús-
und föngum, lisfðu aðeins sex
þúsund það að komast heim
eftir lok styrjaldarinnar.
Óriög hinna eru ókunn.
(Observer).
75 ára
afmæli
75. ára er í dag Þorbjörg Guð-
mundsdóttir (ekkja Rögnvaldar
Líndals bónda í Hnausakoti).
Þorbjörg hefur starfað undan
farin 20 ár á Hótel Tryggva-
skála, Selfossi, svo og á öðrum
hótelum áður, og alstaðar hefur
hún kynnt sig, sem dugandi þrótt
mikil kona, samvizkusöm og
húsbóndaholl.
Margir munu hugsa til hennar
á þessum merkisdegi, og senda
henni hlýjar óskir í huga, þó
þeir eigi ekki, sumir hverjir kost
á að heilsa upp á hana.
Þorbjörg dvelst í dag að heim-
ili dóttur sinnar og tengdasonar
Krókahrauni 8 Hafnarfirði.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
RITNINGIN segir: „Vinnið að sáluhjálp yðar með ugg og
ótta". En þér segið, að Guð sé svarið við öllum vanda-
spurningum. Ég álít, að Guð vilji, að við hjálpum okkur
sjálf.
Hóras orðaði svo gamla leikhúsreglu: Látið engan
guð koma fram í leiknum, nema flækjan sé orðin svo
mikil, að guðimir einir geti leyst hana.
Einmitt þetta á sér stað í mannlegri sögu. Flækjan
er slík, vandinn svo stór, að Guð einn getur leyst.
Slíkt var ástandið orðið, að Guð þurfti að skerast í
leik til að bjarga mannkyninu frá sjálfstortímingu.
Vitanlega blandar Guð sér ekki í það í lífi okkar,
sem við getum sjálf ráðið bót á. En til er sá vandi,
sem er okkur ofviða — of flókinn. Þar er það, sem
Guð skerst í leikinn.
Temple, erkibiskup, líkti veröldinni við búðar-
glugga, þar sem einhver prakkari hefði skipt um alla
verðmiðana, sett hæsta verðið á það lélegasta og
öfugt. Menn hafa rangt mat á hlutunum í þessum
heimi. En Guð er þess megnugur að færa allt í lag.
Hann kennir okkur að sjá hið rétta gildi. Þar, sem
syndin ríkir, kemur hann með frið og fyrirgefningu.
Hjálpaðu þér sjálfur, ef þú getur. En þar sem þú ert
hjálparvana, eins og þegar um er að ræða sáluhjálp
þína, skaltu ekki vera of stærilátur til að ákalla Guð.
R.