Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.1968, Blaðsíða 28
IIHEIMTMH Laugavegi 96 _ Sími 19565 FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1968 HEIMILIS TRYOGING t±S^^d ALMENNAR TRYGGINGARíí rÚSTHÚS STHÆTI 3 SlMI 17700 Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, og kona hans, frú Sigríð- ur Björnsdóttir, komu til Reykjavíkur í gær með þotu Flugfélags íslands, en forsætisráðherra sat þing Norðurlandaráðs. í Osló. Myndina tók Ól. K. M. er þau hjónin stigu út úr vélinni. Beðið um fundi um umferðarmál hjá 200 félögum Ná skal til 20-30 þús. Reykvíkinga með þessum hœtti vegna H-dagsins FRÆÐSLU- og upplýsingarskrif stofa Umferðarnefndar og lög- reglunnar í Reykjavík hefur rit- að um 200 félagasamtökum á höfuðborgarsvæði Reykjavíkur bréf, þar sem þess er æskt, að félögin boði til sérstaks fundar um uififerðarmál, og að fulltrú- ar skrifstofunnar séu fúsir að mæta á fundinum og gefa upp- lýsingar. Þá mun fulltrúi frá skrifstofunni einnig annast sér- staka umferðarfræðsludagskrá, sem yrði 10—20 mínútu löng, á einhverjum fundi félagsins. Samkvæmt upplýsingum, er Hreindýr í sjálfheldu í GÆR fóru 4 menn á jeppabíl inn í Kollumúla, fóru þeir inn eftir Jökulsángijúfri. Er Jökulsá á góðu haldi en færð erfið. Vegna skrofa voru þeir aðeins 6 tíma að Höfn í Kollumúlakofa. Ekki sáu þeir neinar kindur en mjög mikið var um rjúpur jg nokkuð af hreindýrum í Eski- Egkifelli. Sáu þeir 1 hreindýr í sjálflheldu milli ísibólstra og virtist aiveg bjargarlaust. — Gunnar. Fundi frestuð SAMNINGANEFND vinnuveit- enda og A.S.f.-nefndin ætluðu að halda fund í gær, en honum var frestað þar til kl. 10 n.k. föstu- dag. Mbl. aflaði sér hjá Pétri Svein- bjarnarsyni, þá hyggst skrifstof- an með þessum hætti reyna að ná beint til milli 20 og 30 þús- und manna á höfuðborgarsvæði Reykjavíkur vegna fyrirhugaðr ar umferðarbreytir.gar 26. maí, og verða fundir þessir nú í marz n.k. Mun skrifstofan hafa sam- band við foráðamenn félaga þessara nú næstu daga tii frek- ari ákvörðunar um þetta mál, og sagði Pétur, að vonast væri eftir góðum undirtektum. (Happdrætti í j Ipáskaeggjum | / Á NÆSTU páskum munu S 7 páskaeggin vinsælu ekki að- 1 1 eins hafa að geyma máls- í 4 hætti, eins og venja hefur / I verið, heldur einnig miða með 7 7 umferðarieiðbeiningum og I 5 happdrættisnúmerum. 4 4 Umferðarnefnd Reykjavík- / i ur og lögreglan í Reykjavík 7 7 hafa fengið leyfi allra þeirra \ I aðila, sem framleiða páska- 4 4 egg til að setja myndskreytt- l i an miða með umferðarátoend- 7 / ingum í hvert einasta páska- \ \ egg, sem framleidd verða- Er 4 4 hver miði tölusettur og gild- i i ir jafnframt sem happdrætt- / / ismiði. Eru vinningarnir tíu 4 5 og allt reiðtojól. Verður dreg- 4 4 ið í happdrættinu 22. apríl. i t Þegar líður að páskum / / munu vinningarnir verða \ 1 sýndir í sýningargluggum á- 4 4 samt stærstu páskaeggjunum, i i sem framlieidd verða í ár. / Atvinnan skiptir mestu — Enginn áhugi á verkföllum Rætt við fréttaritara IVfbB víðsvegar um landið MORGUNBLAÐIÐ hringdi í fréttaritara sína víðs vegar um land í gær og spurðist fyrir um afstöðu almennings til kjarasamninga þeirra, sem nú standa yfir og hugsan- legra verkfallsaðgerða verka- Iýðsamtakanna og fer frá- sögn fréttaritara blaðsins hér á eftir. Yfirleitt töldu þeir verkamenn veigra sér við að heyja harða verkfallsbaráttu á þessum tíma, bæði vegna þess að undanfarið hefur at- vinnuástand verið ótryggt vegna tíðarfars svo og vegna þess að víða virðast atvinnu- horfur vera að glæðast. Fréttaritari Mbl. í Stykkis- hólmi taldi að ef um almenna verkfallsboðun yrði að ræða, þá kæmi hún utan frá, en ekki frá fólkinu í héraðinu. Hann taldi a'ð fólkið þyrfti á öllu sínu að halda og það hefði ekki efni á að fara í verkfall. í jariúarmánuði sagði hann að lítið hefði verið um atvinnu, en það ástand væri nú loks farið að skána. Hins vegar taldi hann það ekki útilokað að samþykkt yrði verkfall vegna beiðni frá Alþýðusambandinu, en kæmisf það á, þyrfti að framkvæma það með lævísi. Hann sagði að ef dregizt hefði að greiða fólki kaup, hefðu vandræði skapazt, svo væri fólkið aðþrengt. Hörður Jóhannsson í Borgar- nesi sagði, að menn hefðu al- mennt ekki verið atvinnulausir þar um slóðir. Á undanförnum árum hefðu borgfirzkir verka- menn verið heldur seinir til að gera verkföll, en hann taldi þó að þeir myndu fylgja með ef um almenna verkfallsboðun yrði að ræða. Einnig sagði Hörður að verkfall hefði ekki mikil áhrif í Borgarnesi. Lítið af atvinnu- fyrirtækjum stö'ðvaðist, en hins vegar gæti það haft alvarlegar afleiðingar, éf mjólkurbílstjórar gerðu verkfall. Högni Torfason á Isafirði sagð ist hafa sáralitla trú á að vest- firzkir og þá sérstaklega ísfirzk- ir verkamenn væru ginkeyptir fyrir verkföllum. Þeir hefðu yf- Framhald á bls. 17 Slysum fækkaöi um 135 á sl. ári Slysum á börnum fœkkaði um 39 aði úr 98 árið 1966 í 59 á sl. SLYSA- og árekstrarskýrslur lögreglunnar fyrir árið 1967 hafa að geyma þær ánægjulegu upplýsingar, að bæði árekstrum og umferðarslysum hefur fækk- að verulega frá árinu 1966. Verður jafnvel að leita allt aft- ur til ársins 1961 til að finna lægri slysatölu í einstökum flokk um, og það þrátt fyrir verulega aukningu ökutækja. Er þessar upplýsingar að finna í bæklingum Ökumaðurinn, sem Fiæðslu- og upplýsingaskrif- stofa Umferðanefndar og lög- reglunnar í Reykjavík gefur út. Sé litið á einstaka flokka kem ur í ljós, að slys á börnum, sem orðið hafa fyrix bifreið, fækk- ári, og þar af voru 36 börn und- BROTIZT var inn í verzlunina Esju á Kjalarnesi í fyrrinótt og var stolið þaðan vamingi, sem metinn er á tugi þúsunda. Ma.. var stolið 84 vindlingalengjum, ir skólaskyldualdri. Farþeguim sem slösuðust í umferðarslysi, fækkaði úr 103 í 58 á sl. ári, slösuðum hjólreiðamönnum fækkaði úr 51 í 37, slösuðum öku mönnum bifreiða úr 86 í 64, kon urri, er urðu fyrir bifreið, fækk- aði úr 35 árið 1966 í 26 á sl. ári, og mönrium, er urðu fyrir bifreið, fækkaði úr 45 í 33 á sl. ári. Þó skyggir þama nokkuð á, að dauðaslysum fjölgaði á árinu — úr 6 árið 1966 í 11 á sl. ári. 260 vindlakössum og 100 pökk- um af píputóbaki, auk þe,ss sem mjög var rótað til í verzluninni. Er málið í rannsókn hjá rann- sóknarlögreglunni í Hafnarfirði. Framhald á bls. 27 Tugþúsunda vöru- þjófna&ur framinn Húsaleigugreiðslur ríkis- sjdðs námu 28,4 millj. kr. — þar af 9,5 millj. greitt milli ríkisstofnanna MAGNÚS Jónsson fjármálaráð- herra svaraði í gær fyrirspurn er komið hafði fram á Alþingi um húsaleigukostnað ríkissjóðs. Kom fram í svari ráðherra að ríkissjóður greiddi um 28,4 millj. kr. í húsaleigu, en af þeirri npp- hæð væri um 9,5 millj. kr., sem ríkisstofnun greiddi í húsaleigu til annarrar ríkisstofnunar, þann ig að um samræmingu í bók- haldi væri að ræða. Fjármála- ráðherra sagði í ræðu sinni, að stærsta átakið sem gert hefði verið í húsnæðismálum rikisins á síðari árum væru kaupin á Borgartúni 7. Þar væri nú mjög mörgum ríkisstofnunum komið fyrir. Ráðherra sagði það vera matsatriði í hversu ríkum mæli það borgaði sig fyrir ríkissjóð að eignast eigið húsnæði fyrir stofnanir sínar, og þýddi ekki að horfa á þessar 20 millj. kr. greiðslur út af fyrir sig. Einnig yrði að skoða hvað það mundi kosta að koma upp húsnæði fyr- ir allar þessar stofnanir. Þórarinn Þórarinsson bar í gær eftirfarandi fyrirspurnir upp á fundi Sameinaðs Alþingis: 1. Hvaða ríkisstofnanir og ríkisskrifstofur eru í leiguhús- næði? 2. Hva'ð borgar hver einstök þeirra fyrir leiguna? 3. Hverjum er hún greidd? Magnús Jónsson svaraði fyrir- spurn þingmannsins og sagði að í fljótu bragði kynni svo að virð ast að henni væri auðsvarað. Eigi að síður væri fyrirspumin nokkuð óljós vegna þess að ekki væri auðvelt að átta sig á því hvort það væri átt vfð leiguhús- næði, sem væri eign annarra heldur en ríkisins eða ríkisstofn- ana, eða hvort væri átt við þær leigur sem bókstaflega væru greiddar. Raunverulega væri ekki hægt að fá þar rétta mynd nema að taka allt með, og einnig þær greiðslur sem ríkisstofnanir greiddu fil annarra ríkisstofn- ana. Nánast væri þó í þeim til- Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.