Morgunblaðið - 09.04.1968, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1968
Deilt um kosningalögin
— Lagaákvœðm um flokkaframboð
verði gerð skýrari — Breytingar-
tillaga dómsmálaráðherra
Miklar umræður urðu á Al-
þingi um stjórnarfrumvarpið um
breytingar á lögum um kosning-
ar til Alþingis, en frumvarpið
er enn í neðri-deild. Samstaðan
var innan þingsins um frumvarp
ið eins og það var upphaflega
lagt fram, en deilur risu hins
vegar upp vegna breytingartil-
lögu er Jóhann Hafstein dóms-
málaráðherra flutti við það.
Er frumvarpið kom til 2. um-
ræðu í deildinni mælti Matthías
Bjarnason fyrir nefndaráliti meiri
hluta allsherjarnefndar, en auk
hans Gísli Guðm.son er mælti fyr
ir minnihluta áliti, Jóhann Haf
stein dómsmálaráðherra ogHann
ibal Valdimarsson, sem flutti rúm
lega þriggja klukkustunda ræðu.
Við atkvæðagreiðslu voru til-
lögur ráðherra samþykktar með
23:7 að viðhöfðu nafnakalli. Einn
þingmaður sat hjá.
f framsöguræðu sinni fyrir
meiri—hluta nefndarálitinu rifj
aði Matthías Bjarnason það
upp, að frumvarp þetta væri í
nánum tengslum við frumvarp
til stjórnskipunarlaga er fjall-
aði um breytingu á kosninga-
aldri. Nefndin hefði verið sam-
mála um frumvarpið eins og
það lá fyrir, en auk þess hefði
hún fjallað um og tekið afstöðu
til tveggja breytingartillagna
sem fram hefðu komið.
Önnur tillagan var frá fjór-
um Alþingismönnum, þeim Hall-
dóri E. Sigurðssyni, Ásgeiri Pét-
urssyni, Benedikt Gröndal og
Jónasi Árnasyni. Fjallaði hún
um kjörstaði og lagði nefndin
til að nokkrar breytingar yrðu
gerðar á tillögu þingmannanna
og lögin gerð víðtækari á þann
hátt, að hreppsnefnd væri heim
ilt að fengnu samþykki yfir-
kjörstjórnar að hafa kjörstað
utan hreppsfélagsins.
Þá ræddi Matthías um breyt-
ingartillögu dómsmálaráðherra,
og sagði, að engum þyrfti að
koma á óvænt þótt slík tillaga
væri lögð fram eftir þau miklu
deilumál er urðu við síðustu Al-
þingiskosningar. Þegar umræð-
ur um kjörbréf hefðu orðið á
Alþingi í haust hefði dómsmála-
ráðherra lýst því yfir, að ríkis-
stjórnin mundi beita sér fyrir
því að fyllri ákvæði yrðu lög-
fest á þessu þingi.
Að lokum vék Matthías að
því, að það væri álit meiri hluta
allsherjarnefndar að ástæða
væri til að fram færi heildar-
endurskoðun á kosningalögun-
um. Komið hefði í ljós, að ýms-
ar lagfæringar þyrfti að gera,
t.d. á utankjörfundarkosningum.
Væru það því tilmæli meiri-
hlutans til ríkisstjórnarinnar að
hún léti endurskoða þessi lög
fyrir næsta Alþingi.
Jóhann Hafstein dómsmálaráð
herra rifjaði upp nokkur atriði,
sem hann sagði að skýrðu hvers
vegna hann hefði flutt tillögur
sínar. Sagði ráðherra m.a.:Eins
og kunnugt er, varð ágreining-
ur um hvernig merkja skyldi
framboðslista hér í Reykjavík
á s.l. sumri. Var sá ágreiningur
annars vegar milli manna innan
Alþýðubandalagsins og hins veg
ar milli yfirkjörstjórnar og lands
kjörstjórnar. Niðurstaðan varð í
stórum dráttum sú, að yfirkjör-
stjórn merki lista, sem kenndur
er við Hannibal Valdimarsson,
I-Iista, og var hann talinn utan
flokka, en landskjörnstjórn úr-
skurði listann sem löglegan Al-
þýðubandalagslista, og þau at-
kvæði sem honum yrðu greidd
teldust til lista þess flokks.
Niðurstaðan varð sú, að list-
inn var merktur á kjörseðlum
I-listi og fékk efsti maður list-
ans, Hannibal Valdimarsson, kjör
bréf frá yfirkjörstjórninni sem
slíkur, en við úthlutun uppbótar-
sætanna var hins vegar atkvæði
I-listans og G-listans talin sam-
an og úthlutað. eftir því. Án
NESCAFÉ er stórkostlegt
kvölds og morgna,
- og hvenær dags sem er.
J>að er hressandi að byija daginn með því að fá sér bolla af ilmandi Nes-
café, og þegar hlé verður í önnum dagsins er Nescafé auðvelt, þægilegt og
fljótlegt í notkun, og bragðið er dásamlegt.
Nescafé er einungis framleitt úr völdum kaffibaunum - ioo /o hremt kaih.
Hvenær sem er, og hvar sem er, þá er Nescafé hið fullkomna kaffi.
IMescafé
þess að taka afstöðu til þessa
máls, er ég þeirrar skoðunar að
atvik eins og þetta sé mjög til
þess fallið að villa fyrir kjós-
endum við kosningar. Og eink-
um og sér í lagi, þegar haft var
í huga afstaða umboðsmanna G-
listans, sem borinn var fram af
Alþýðubandalaginu.
En í greinargerð þeirra telja
þeir I-lista Hannibals Valdimars
sonar sér allsendis óviðkomandi.
Rakti ráðherrann greinargerð Al-
þýðubandalagsins, en þar kom
m-a. eftirfarandi fram: „Aðeins
30 af meðmælandahópnum (með
lista Hannibals) eru meðlimir
í Alþýðubandalaginu. Þetta er
því utanflokkaframboð að lang
mestu leyti, sem eru að koma
fram sprengiframboði gegn Al-
þýðubandalaginu. Rétt skýringa
á lagaákvæðum er sú, að þau
eru heimildarákvæði fyrir stjórn
málaflokk að bera fram fleiri
en einn framboðslista í sama
kjördæmi, ef flokknum þykirþað
henta. Þessi ákvæði hreyfa ekki
við sjálfræði flokkanna um fram
boð sín. Og síðar í sömu sam-
þykkt: „Jafnframt tekur stjórn-
in (Alþýðubandal.) fram að aðr-
ir framboðslistar í kjördæminu
eru Alþýðubandalaginu í Reykja
vík óviðkomandi og lýsir yfir,
að samkvæmt lögum Alþýðu—
bandalagsins getur enginn annar
aðili en að framan segir borið
fram framboðslista í Reykjavík
í nafni Alþýðubandalagsins.“
Dómsmálaráðherra kvaðst ekki
ætla sér að leggja dóm á þessa
deilu, en það lægi nærri að á-
lykta að þessi ágreiningur og
yfirlýsingar hefði orðið til þess
að villa mjög um fyrir mönnum
í kosningunum. Þá rifjaði ráð-
herra einnig upp ummæli sín í
haust, er umræður um kjörbréf
fóru fram, en þá sagði hann
m.a.: „Það er efalaust vafamál
frá lögfræðilegu sjónarmiði, eins
og ráð má af því hversu mjög
kjörstjórnin hefur greint á, þó
hvernig eigi að skera úr þessari
deilu, og enda þótt almenningi
sé fengið hið endanlega úrskurð
arvald um gildi kjörbréfa er það
eðli málsins samkvæmt ekki stofn
un, hvort sem mönnum líkar bet-
ur eða verr, sem talin væri frá
lögfræðilegu sjónarmiði til dóms
úrskurðar fallin. En Alþingi get
ur stemmt stigu fyrir að vafi leiki
áfram á um það, hvernig skilja
beri eða framkvæma skuli á-
kvæði kosningalaga. Þess vegna
eru stjórnarflokkarnir ráðnir í
því að beita sér fyrir breytingu
á þeim lögum, í því skyni að
girða fyrir að nokkuð sambæri-
legt og gerst hefur geti endur-
tekið sig.
Þá rifjaði ráðherra upp að
Húseigendafélag Reykjavíkur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga
formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins hefði gefið efnislega
samhljóða yfirlýsingu og einnig
að form. þingflokks Framsóknar
flokksins hefði lýst því yfir sem
skoðun sinni, að breyta þyrfti
umræddum ákvæðum.
Síðan sagði ráðherra m.a.: í
framhaldi af þessu lagði ég svo
fram breytingartillögu er þing
kom saman aftur eftir áramótin,
til þess að koma í veg fyrir
slíkt, en það skal viðurkennt
að sú breytingartillaga gekk í
sjálfu sér lengra heldur en það,
að girða fyrir, þessa deilu sem
þarna hafði komið upp. Þar var
gert ráð fyrir því, að skrif-
leg viðurkenning hlutaðeigandi
flokkstjórnar þyrfti fyrir því að
listi skuli vera í kjöri fyrir
flokkinn. Og ennfremur var ann
að ákvæði, er fjallaði um að
stjórnmálaflokkur geti ekki boð
ið fram fleiri en einn lista I
sama kjördæmi. Það kom fljótt
í ljós, að nokkur ágreiningur var
um þessar breytingartillögur, og
varð það til þess að breytingar
voru á þeim gerðar. í nýju til-
lögunum er að efni til látið
haldast óbreytt, eins og verið
hefur í kosningalögunum, að
flokkur geti boðið fram fleiri en
einn lista. Hins vegar er hin
breytingin formbreyting, sem hef
ur þó sem slík verulega þýð-
ingu. Það er horfið frá því sem
segir í fyrri tillögunni að þurfi
að fylgja við framboðslista skrif
leg viðurkenning hlutaðeigandi
flokkstjórna fyrir því að listinn
skuli vera í kjöri. Hins vegar
er horfið að því ráði, að ef
komi fram tveir listar fyrir sama
flokk og meðmælendur bjóði
fram fleiri en einn lista, þá skuli
þeir teljast til flokksins, ef ekki
koma fram mótmæli frá þeim að-
ila sem samkvæmt reglum flokks
er ætlað að ákveða framboðs-
lista, eða staðfesta hann endan-
lega.
f lok ræðu sinnar vék svo
Jóhann Hafstein að því sem
komið hafði fram í framsögu-
ræðu Matthíasar Bjarnasonar um
endurskoðun kosningalaganna.
Sagði ráðherra m.a.:
Það voru einkum viss minni
háttar atriði sem framsögumaður
meiri hluta álitsins vék að. Það
munu vera fleiri atriði af slíku
tagi, en þegar hins vegar er tal-
að um heildarendurskoðun
vandast málið auðvitað miklu
meira til þess að unt sé að
láta hana liggja fyrir næsta þing,
því sum ákvæði kosningarlag-
anna, eru þannig að þeim verð-
ur ekki breytt nema með breyttri
stjórnarskrá. Ég tel mjög eðli-
legt að hugað sé að heildarend-
urskoðun kosningalaganna, en
geri mér jafnframt grein fyrir
því að veigamestu breytingarn-
ar hlytu að vera í tengslum við
breytingu á sjálfri stjóm-
arskránni, en segja má að einn-
ig sé orðið tímabært að hugsað
verði fyrir nauðsynlegum breyt-
ingum á henni.
PIERPONT ÖR
MODEL 1900
MARGAR NÝJAR
GERÐIR
AF DÖMU-
OG HERRAÚRUM.
GARÐAR ÚLAFSSON
LÆKJARTORGISÍMI10081