Morgunblaðið - 09.04.1968, Page 22

Morgunblaðið - 09.04.1968, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1968 Margrét Guðlaugs- dóttir — Minningarorð 9.- 11. 1922 d. 29. - 3. 196« Kveðja frá frænku (K.Þ.) Sannlega verstu mér systir í reynd, saman því undum svo veL í gleði og sorgum við fylgdumst í ferð, fagnandi reyndi hve sönn var þín gerð og vermandi þýðlyndisþel. Og aldrei neinn skuggi á fundi okkar féll og fjarlægðin var ekki löng. Ég geymi í mynni þann góða dag, glöð hjá mér raulaðir ylmjúkt lag, þú laugaðir sál þína í söng. Og sólin hækkaði í himni sinn gang svo hjarnbreiður klökknuðu við. Svo bjart var það líka með batann hjá þér, unz burt varztu kölluð — og og skuggi fer svo óvænt um ástvina svið. Ég þakka þér vina kve varst okkur góð, er við gengum tregaþyngst spor, svo Alfaðir lífsins nú leiði þig heim, t Hjartkær móðir mín, tengda- móðir og amma, Jónína Jónsdóttir, lézt á sjúkradeild Hrafnistu 7. apríl. Erla Guðjónsdóttir, Stefán Gunnarsson og dætur. t Mó'ðir okkar og fósturmóðir, Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Grund, Vesturhópi, andaðist í sjúkrahúsinu, Hvammstanga, sunnudaginn 7. apríL Ragnheiður Ingvarsdóttir, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Friðbjörn Jósafatsson. t Maðurinn minn, Þóroddur Oddgeirsson, Bekanstöðum, sem lézt 4. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju laugardaginn 13. apríl kl. 14. Valgerður Vestmann. t Utför elsku sonar okkar, unn- usta og bróður Valgeirs Jóns Jónssonar, stýrimanns, fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 10. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Styrkt- arfélag vangefinna. Þórunn Vilmundardóttir, Jón Þórir Jónsson, Dagný Kristjánsdóttir og systkin. laugandi ánda þinn söngsins hreim. Þar Ljósheima ljómi þér vor. L S. f DAG verður Margrét Guð- laugsdóttir jarðsungin frá Foss vogskirkju en hún andaðist 29. marz sl. eftir stutta sjúkrahús- legu. Þessar fáu línur eru kveðju- orð okkar til hennar. Það er mikið áfall nánum ætt- ingjum er ástrík eiginkona og móðir á bezta aldri fellur frá og skilur eftir autt, opið og vandfyllt skarð í hugum þeirra. En við, sem fjær stöndum höf- um einnig misst mikið. Við sjá- um að baki vinkonu, sem allt frá bernskuárum hefur verið okkur kær, og því kærari er lengra á ævina lieð. Nú er hún ÖIL En í huganum koma minning- arnar, sem ekki verða frá okk- ur teknar. Minningarnar fráhin um Ijúfu og áhyggjulausu bernskudögum á AkureyrL frá æskuárunum, tíma hinnar fölskvalausu gleði og björtu vona, minningarnar frá hinu hlýja og þokkafulla himili henn ar og eiginmannsins, Aðils Kemp að Grænuhlíð 18 hér í borg, og síðast en ekki sízt minningarnar um tryggðina og vináttuna, sem traustust var, er mest á reyndi. Það liðna verður ekki kallað fram aftur. En við sem eftir stöndum þökkum henni af heilum huga samfylgdina á lífsleiðinni og flytjum ástvinum hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Hinzta kveðja frá móður Drottinn gaf og drottinn tók þeim dómi lútum vér. t Eiginmaður minn, Óskar Hallmannsson, Hátúni 6, Keflavík, ver’ður jarðsunginn miðviku- daginn 10. april frá Keflavík- urkirkju kl. 2. Laufey Finnsdóttir og böm. t Kveðjuathöfn um konu mína, móður, tengdamóður og ömmu, Halldóru Guðjónsdóttur, frá Ingunnarstöðum, fer fram í Fossvogskirkju 10. þessa mánaðar kl. 10.30. Sigurbjörn Jónsson, böm, tengdaböm og baraaböm. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, Jakobs M. Bjarnasonar, vélstjóra, Þórsgötu 29, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. apríl kl. 3 e.h. Blóm vinsamlegast afþökk- uð, en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á Slysavarna- félag íslands. Seinunn Benediktsdóttir og böm. Guðmundur Jó- hannesson — Minning það letrað er í lífsins bók það lýsir jafnan mér. Þá harmur sker, eru huggun mér. minn Herra styrkir mig. 1 dýrðarsali dóttir kær. hans dásemd leiðir þig. Þá hjartans blæðir opin und mín augu skyggja tár, mér finnst þú komir, mjúkri mund. og mínar þerrir brár. Þín einkadóttir elskuleg og ömmubarnið þitt. Ó ljúfi Guð, um lífsins veg þau leiði Hjartað mitt. Og systkinin þín öll sem eitt. Ó elskuð dóttir mín! Þér eiginmaður unni heitt, þau ákaft sakna þín. Við þökkum öll þín ástarhót þín ást var heit og sterk. Það er í hverju böli bót, við blessum öll þín verk. Því traust er sú hönd sem tengir vor bönd við trúum Guðs handleiðslu á. Þar saman byggja sólarlönd þeir sannan kærleik þrá. Kalli dauðans verða allir að hlýða, þegar það ber að, stund- um óvænt og skyndilega, þó að enn séu kraftar og heilsa til starfa. Einn af þeim er skjótt mátti búast til ferðar, var Guðmundur Jóhannesson, bóndi að Arnar- hóli í Gaulverjabæjarhreppi. Hann lézt að heimili sínu hinn 20. febrúar s.l. Útför hans var gerð frá Gaulverjabæjarkirkju 24. s.m. að viðstöddu fjölmenni. Guðmundur var fæddur 9. september árið 1900, sonur hjón- anna Jóhannesar Eggertssonar, vefara, að Ásum í Gnúpverja- hreppi og Margrétar Jónsdóttur frá Álfastöðum. Fjögur af átta systkinum Guðmundar eru enn á lífi. Þau eru Kjartan, hinn vinsæli söngkennari og organ- leikari til heimilis að Stóra— Núpi, Þorgeir, bóndi á Túns- bergi, Soffía Magnea, húsfrú, Reykjavík og Eirikur, starfs- maður við St. Jóseps hosp. Hafnarfirði. Ungum var Guðmundi komið í fóstur að Útverkum á Skeið- um til hjónanna Bjarnþóru Bjarnadóttur og Jóns Guðmunds sonar, er þar bjuggu. Skömmu síðar missti Bjarnþóra mann sinn og tók þá Bjarni sonur þeirra við búsforráðum. Hjá þeim naut Guðmundur góðs uppeldis og minntist hann þeirra ávalt með virðingu og þakklæti. Kona Bjarna var Guðrún Þórðardótt- ir frá Grafarbakka. í æsku vandist Guðmundur venjulegum sveitastörfum, þótti snemma atgervismaður hinn mesti, þrekmikill og vel íþrótt- um búinn, miðað við þá aðstöðu til þjálfunar, sem unglingar bjuggu við á þeim tímum. Árið 1925 giftist Guðmundur heitkonu sinni, Ingibjörgu Árna dóttur, ættaðri úr RangárþingL Þá ráðstöfun forsjónarinnar mun hann hafa talið sína mestu gæfu í lífinu. Hjónaband þeirra var ástríkt og einkenndist af gagn- kvæmri virðingu og umhyggju- semi. Ingibjörg er enn á lífi, mikil mannkostakona, sem vald- ið hefur með sóma hlutverki sínu í lífinu. Þau hjón hófu fyrst búskap á Evra—Velli í Gaulverjabæjar- hreppi og bjuggu þar í nokk- ur ár. Síðar bjuggu þau á Út- verkum á Skeiðum og Brú í Stokkseyrarhreppi, en fluttu að Arnarhóli árið 1944 og bjuggu þar enn er Guðmundur lézt, þó hin síðari ár í félagi við son sinn og tengdadóttur. Var jörð- in stór—bætt í búskapartíð þeirra, bæði að ræktun og húsa- kosti. Guðmundur var í hópi hinna myndarlegustu bænda. Skyldu- rækinn og góður heimilisfaðir. Framhald á bls. 24 Sæmundur Jónsson Minning HANN var fæddur í Efri- holtum undir Vestur—Eyjafjöll- um, Rangárvallasýslu 2 apríl 1888, en lézt hér í Reykjavík 31. marz 1968, og hefði þá orðið áttræður, hefði hann lifað degi lengur. Foreldrar Sæmundar voru Jón Sighvatsson bóksali og kaupmaður í Vestmannaeyjum og kona hans Karólína Kristín Oddsdóttir, Jónssonar bónda að Hellnarfelli í Eyrarsveit vestra. Kona hans var Kristín Magnús- dóttir Þorgilssonar bónda í Fjarðarhorni, Eyrarsveit. Kona Magnúsar var Guðrún Sumar- liðadóttir. Foreldrar Jóns Sighvatssonar voru Sighvatur Árnason bóndi og alþingismaður Rangæinga og Guðný Brynjólfsdóttir bónda Brynjólfssonar á' Miðskála. Sæ- mundur fluttist til Vestmanna- eyja með foreldrum sínum og Systkinum árið 1897, en systkin- in voru: Þorvaldur, sem drukkn- aði ungur á „leiðinni" þ.e. inn- siglingunni í Vestmannaeyjahöfn Oddur, sem fluttist til Ameríku, nú látinn og Þorsteinn, kaup- maður í Vestmannaeyjum, einn- ig látinn, en eftir lifa dæturnar, Kristín gift í Vestmannaeyjum og Jónína ekkja, sem hin síðari ár hefir dvalið mest hjá dóttur sinni í Hafnarfirði. f Vestmannaeyjum stundaði Sæmundur margskonar störf, var nokkur ár við verzlun J.P.T. Bryde, og síðar við verzlun föð- ur síns. Hann var fyrsti útsölustjóri Áfengisverzlunar ríkisins íVest- mannaeyjum, er sú verzlun var stofnsett þar árið 1922, en rak svo verzlun og útgerð þar, um tugi ára. Þá var Sæmundur í stjórn ýmissa samtaka útvegs- manna í Vestmannaeyjum. Árið 1919 — 31. ágúst kvæntist Sæ- mundur eftirlifandi konu sinni Guðbjörgu, dóttur Gísla Stefáns- sonar kaupmanns í Vestmanna- eyjum og konu hans Soffíu And- résdóttur. Þau áttu saman einn son, Jón Karl Sæmundsson, ljós- myndara, en uppeldissonur þeirra er Ólafur Ólafsson lyfja- fræðingur, dóttursonur Guð- bjargar. Árið 1956 varð Sæmundur að hætta störfum vegna heilsu- brests, fluttust hjónin þá til Reykjavíkur og hafa búið hér síðan. Þau áttu indælt heimili, voru mjög gestrisin og öllum leið vel í návist þeirra. Sæmundur var tónlistarunnandi, lék bæði á fiðlu og orgel og samdi einnig lög í tómstundum. Þau hjónin, Sæmundur og Guð björg voru mjög samhent alla tíð, en best kom það-fram þegar aldurinn færðist yfir og heils- unni tók að hnigna. Þá kom það líka í ljós hve dýrmætan fjársjóð þau áttu í syninum og stjúpbörnum Sæmundar — böm- um Guðbjargar frá fyrra hjóna- bandi, mökum þeirra og svo blessuðum barnabömunum. Þegar ég nú við brottför þessa kæra vinar renni huganum til æskustöðvanna í Eyjum og okk- ar fyrstu kynna, minnizt ég lít- iis atviks, sem skeði dag nokk- urn þegar ég var ennþá bam að aldri. Foreldrahús okkar Jónsborg og Vegamót stóðu í kallfæri hvort við annað, en á milli var fiskreitur og þar sat Sæmundur, nokkrum árum eldri og muldi múrstein með brim- sorfnum hnullungs blágrýtis- steini. Ég horfði heillaður á, hve honum veittist þetta auðvelt. Þeg ar hann var farinn mátti ég til með að reyna líka, gat aðeins lyft steininum og látið hann detta, en auðvitað ofan á einn puttann og ber þess menjar síð- an. Eins og ég dáði Sæmund ung- ur, hefi ég síðar sannreynt hve vel hann hefur valdið sínum steinum — þeim verkefnum, sem honum hafa verið falin, eða hann valið sér um æfina — og svo hitt, að það var ekki heiglum hent að gjöra þau eftir. Þeir vom miklir mátar Sæ- mundur og eldri bróðir minn Ágúst, enda báðir með fyrstu knattspyrnumönnum í Eyjum og stunduðu samtímis nám við Verzl unarskólann í Reykjavík. Sæmundur var ekki gefinn fyrir það að láta mikið á sér bera, en hann var traustur og góður samstarfsmaður, sem naut sín vel meðal vina. Hann var virkur félagi I.OO.F — regl- unnar, alt frá stofnun hennar I Eyjum til æfiloka og söknum vér Odd—fellowar nú góðs vin ar og félaga. Við andlátsfregn Sæmundar Jónssonar kom mér í huga þessi vísa Bólu—Hjálmars, sem hann nefndi Mannslát: Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld Ég kem eftir kannske í kvöld með klofinn hjálm og rifinn skjöld Brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Það er nú svo, að þeir sem lengi lifa hljóta að sjá á bak vinum sínum yfir móðuna miklu og vera sjálfir reiðubúnir þegar kallið kemur. Har. Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.