Morgunblaðið - 10.04.1968, Síða 11
MORGUNRT^AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1968
11
Innistæðuaukaiing
Samviimubankans
AÐALFUNDCR Samvinnnbank-
ans va haldinn 6. apríl sl. Fund-
arstjóri var kjörinn Ragnar Pét-
ursson, kanpfélagsstjóri, en
fnndarritari Pétur Erlendsson,
skrifstofustjóri.
Erlendur Einarsson, formaður
bankaráðs, flutti skýrslu um
starfsemi bankans, hag hans og
afkomu á sl. ári og kom þar
fram að vöxtur bankans á árinu
1967 var hægari en á undanföm-
um árum.
Á hluthafafundi 10. júlí 1967
var ákveðið að auka hlutafé
og hlutafjárloforð samtals kr.
15.904 þús.
Bankinn rekur nú 8 útibú á
eftirtöldum stöðum: Akranesi,
Grundarfirði, Patréksfirði, Sauð-
árkróki, Húsavík, Kópaskeri,
Keflavílt og Hafnarfirði, og auk
þess umboðsskrifstofu á Stöðv-
arfirði.
Á árinu tók Samvinnulbankinn
í þjónustu sína tölvu, sem stór-
eykur hraða og öryggi við
færslu viðskiptareikninga.
í bankaráð voru endurkjörnir
þeir: Erlendur Einarsson, for-
stjóri formaður, Hjörtur Hjartar,
frkv.stj. varaformaður, og Vil-
hjálmur Jónsson, frkv.stj., en til
vara Ásgeir Magnússon, frkv.stj„
Hjalti Pálsson, frkv.stj., og Ing-
ólfur Ólafsson, kaupfélagsstj.
Endurskoðendur voru kosnir
þeir Halldór E. Sigurðsson, alþm.
og Ólafur. Jóhannesson, alþm.
(Frá Samvinnubankanum).
Þjóðleikhúsiö fær sýningarrétt
á nýjasta leikriti Arthurs Millers
Þjóðleikhúsið hefur nú fengið
sýningarrétt að nýjasta leikriti
Arthurs Millers, sem frumsýnt
var á Broadway fyrir skömmu.
Skýrði Guðlaugur Rósinkranz
þjóðlerkíhússtjóri Mbl. frá því í
gær, að samningar hefðu verið
undirritaðir þá um daginn.
Eins og fram kom í Mbl. 23.
marz s,l. er birt var viðtal við
Arfchur Miller um leikrit þetta,
er hér um að ræða fyrsta gam-
anhlutverk hans, og stingur
Beitir Hanoistjórn sömu að-
ferðum og heppnuðust 1953
Eftir Stanley Karnow
Stjómin í Hanoi hefur haf
ið diplómatiska sókn með því
að breyta skilyrðum sínum
fyrir viðræðum við Banda-
ríkin og þessi breyting er á
sinn hátt jafn þýðingarmikil
og árásir Víet Cong á borg-
irnar í Suðr Víetnam í febr-
úar.
Þetta atvik sýnir ef til vill
betur en nokkru sinni fyrr,
að á meðan bandamenn heyja
styrjöld í Víetnam, sameina
kommúnistar af kunnattu
hernaðarlegar og stjórnmála-
legar aðferðir, sem sameigin
lega ná yfir það, sem þeir
nefna „byltingarbaráttu",
Er kommúnistar óvænt fyr-
ir nokkrum dögum gripu til
diplómatiskra aðferða, gaf það
fremur til kynna, að þeir hafa
breytt um og tekið upp starfs
aðferðir, sem þeir ef til vill
telja koma meira að gangi nú
heldur en að þeir hafi látið
af endanlegum markmiðum
sínum í Víetnam.
Hvers vegna völdu þeir
einmitt þennan tíma til þess
að koma fram með tilboð, sem
þeir hefðu getað borið fram
við stjórnina í Washington
mörgum sinnum áður?
Sérhver könnun á stefnu
Hanoistjórnar myndi óhjá
kvæmilega leiða í ljós margs
konar ástæður. Leiðtogar
Norður Víetnams eru senni-
lega að vissu marki móttæki-
legir fyrir áhrifum frá Sovét-
ríkjuniun um að draga úr
hörkunni og þeir vita án
nokkurs vafa, að Rauða Kína
hinn trausti bakhjarl þeirra,
hefur verið í upplausn vegna
ókyrrðarinnar af völdum
menningarbyltingar Mao Tse
tungs.
Það virðist samt líklegra,
að Ho Chi Minh forseti og
félagar hans hafi byggt á-
kvörðun sína á því, hvemig
ástandinu er farið í Víetnam,
en einnig á þeim áhrifum, sem
ástandið í Víetnam hefur á
rás atburða innan Banda-
rikjanna.
Fyrirmyndin kemnr fram á ný
f stuttu máli sagt virðist
sem leiðtogamir í Hanoitelji
sig vera að endurtaka svipað
því, sem gerðist 1953, þegar
Ho Chi Minh svaraði spum-
ingum sænsks blaðamanns
með tilboði um viðræður við
Frakka í Genf. Þá hafði úr-
slitabaráttan við Dien Bien
Phu ekki enn hafist, en Viet
Minh, likt og Viet Cong nú,
hafði að miklu leyti tekið
hemaðarfmmkvæðið á jörðu
í sínar hendur.
Trú kommúnista á hernað-
arlega yfirburði þeirra nú
yfir bandamönnum kom glöggt
fram í útvaprstilkynningu
þeirra, þar sem því var lýst
yfir, að Johnson forseti
hefði verið neyddur til þess
að tilkynna, að dregið yrði úr
sprengjuárásum á Norður-Ví
etnam, vegna þess að hann
hefði þegar beðið „Ósigur“.
Ef litið er aftur í tímann
um 15 ár, hljóta kommúnistar
einnig að minnast þess
ágreinings og klofnings af
hans voldum, sem ríkti í
Frakklandi og það kann að
Ho Chi Minh, forseti
Norður-Vietnam.
vera að þeir telji þann stjóm
málaágreining, sem nú verður
vart í Bandaríkjunum, svip-
aðs eðlis. Þá féllust kommún-
istar til mikillar furðu á
samningaviðræður við
frönsku stjómina, sem þá var
undir forsæti Josephs Lani-
els, og afstaða hennar var
eins „haukskennd“ og stjórn-
ar Johnsons. En þeir sömdu
að lokum frið við Pierre
Mendés-France, en afstaða
hans var sláandi lík afstöðu
öldungarleildarþingmann-
anna, Robert Kennedys og
Kommúnistar gættu þess
enn fremur 1953 að forðast
að stinga upp á vopnahléi
sem byrjunarbragði, en kusu
heldur að ganga til viðræðna
og berjast samtímis. Raunin
varð sú, að fréttin um ósigur
Frakka við Dien Bien Phu
barst meira en 5 mánuðum,
eftir að Ho Chi Minh bar
fyrst fram tilboð sitt um frið-
arviðræður.
Markið sett lægra.
Hið sameiginlega með kring
umstæðunum þá og nú er þó
takmarkað, því að Ho Chi
Minh og stuðningsmenn hans
fóri til ráðstefnunnar í Gefn
fullkomlega sannfærðir um, að
lokum myndi fara svo, að þeir
réðu yfir öllu Víetnam. Eins
og málum er nú komið, virð-
ist sem þeir hafi sett markið
lægra.
Eftir viðtölum að dæma,
sem fram hafa farið að undan
förnu við aðila, sem standa
þeim nærri, virðast kommún-
istar í Víetnam vilja fallast
á að þeim verði fyrst um
sinn veitt einhver pólitísk
áhrif í Suður-Víetnam, sem
þeir teldu, að myndu að lok-
um hef ja þá til valda.
Þessi aðfero sem setur
markið ekki eins hátt, á sýni
lega rót sína að rekja til
vitneskju um það, að Banda-
ríkin, gagnstætt Frakklandi
landi 1953, getur enn teflt
fram gífurlegum hernaðar-
mætti. Stjórnin í Hanoi getuT
minnzt þess nú, að Richard
Nixon, sem nú gefur kost á
sér sem frambjóðanda repu-
blikana í forsetakosningunum
var á meðal þeirra, sem voru
því fylgjandi, að Bandarík-
in skærust i leikinn til stuðn
ings Frökkum 1954.
Kommúnistar í Víetnam
kunna einnig að hafa komizt
að þeirri niðurstöðu, enda
þótt þeir haldi áfram að láta
skína í traust sitt á mætti sin
um, að sá hagur, sem unnt
er að hafa af því að sýna
þrákelkni, sé ekki lengurþess
tjóns virði, sem þeir vissu-
lega hafa orðið fyrir af völd-
um sprengjuárása Bandaríkja
manna.
Eitt hið kaldhæðnislega við
það að taka upp diplomatisk-
ar aðferðir er, að kommúnist-
ar voru í miklu betri aðstöðu
til þess að taka þenna kost
fyrir þremur árum. Snemma
árs 1965, þegar skæruliðar
Viet Cong voru á kerfisbund
inn hátt að eyða varaliði Suð
ur-Vietnams og stjórnin í Sai-
gon stóð jafnveikum fótum og
og spilaborg, hefði stjóm
in í Hanoi getað gengið að
tilboði Johnsons forseta um
„viðræður án skilyrða".
Flestir sérfræðingar,
þeirra á meðal úr hópi nú-
verandi stjómarvalda, játa
að hefðu kommúnistar gripið
til þessa ráðs á þeim tíma,
væru þeir nú búnir að ná
undir sig völdum í Saigon.
Nú virðast kommúnistar vera
að beita öðrum aðferðum.Eft-
ir öllu að dæma virðist sem
þeir séu að reyna að kalla
fram friðarviðleitni í þeirri
von, að atburðarásin í fram-
tíðinni mimi leiða til þess, að
það verði þeir, sem nái völd-
um.
Af þessum sökum eru þeir
fúsir til þess að hætta á tæki-
færi, sem þeir voru hikandi
við áður og reiða sig þar
bæði á atstöðu sína í Suður-
Víetnam og hugarástand
Bandaríkjamanna í því skyni
að geta neytt þeirra.
þetta verk, að sögn, að ýmsu
leyti í stúf við fyrri verk höf-
undar.
Þjóðleikhússtjóri sagði, að
þetta yrði fimm.ta verk Mililers
sem tekið yrði til sýningar I
Þjóðleiklhúsinu. Þar hafa verið
sýnd Sölumaður deyr, í deigl-
unni, Horft af brúnni og Eftir
syndafallið. Ekki ef enn hægt
að segja um hvenær leikritið,
„The Prince", verður tekið til
flutnings, en þjóðleikríússtjóri
kvaðst vonast til, að það yrði
einlbvern tíma næsta vetur.
Kennedy vinnur á
— Fylgi McCartyhs dvínar
New York, 8. apríl (AP).
BANDARÍSKA vikuritið „News-
week“ heldur þvi fram að Robert
F. Kennedy hafi nú tryggt sér
858 kjörmanna á flokksþingi
Demókrataflokksins, sem haldið
verður í ágúst n.k., en atkvæði
1312 kjörmanna þarf til að hljóta
útnefningu sem forsetaefni
flokksins við kosningamar í
S-Afríko stöðvar
gullsölu
Höfðaborg, S.-Afríku,
8. apríl (NTB)
DR. NICOLASS Diederichs, fjár-
málaráðherra Suður-Afríku,
skýrði frá því í dag, að ákveðíð
hefði verið að stöðva í bili alla
gullsölu frá Suður-Afríku, og nær
sú stöðvun bæði til frjálsa guli-
markaðsins og þess opinbera.
Ráðherrann skýrði frá þessu á
þingfundi í dag, og aðspurður
kvaðst hann, að svo stöddu, ekk-
ert geta sagt um það hvenær eða
hvar gullsala hæfist á ný. Hann
benti á að engin ástæða væri til
að selja gull erlendis nú sem
stendur, því tvö þúsund tonn
gulls í eigu spákaupmanna væri
til sölu á frjálsa markaðnum.
Þegar því gulli hefði verið ráð-
stafað, gæti hinsvegar Suður-
Afríka hafið sölu á ný. Auk þess
þyrfti Suður-Afríka ekki á aukn-
um erlendum gjaldeyri að halda,
þvi efnahagur landsins stæði í
mWum blóma, viðskiptajöfnuð-
urinn við útlönd væri hagstæður
og fjárfestingar erlendra aðila
miklar.
nóvember. Kennedy hefur sam-
kvæmt þessum fréttum tekið
forustuna í keppninni um fram-
boðið, því „Newsweek“ telur
Hubert II. Humphrey varafor-
seta njóta stuðnings 541 kjör-
manns, en Eugene McCarthy
272 kjörmanna. Á það er þó bent
að Ilumphrey varaforseti hefur
enu ekki gefið kost á sér sem
frambjóðandi til forsetakjörs.
Vikuritið byggir þessar tölur
sínar á könnun, sem gerð var
eftir að Johnson forseti lýsti því
yfir fyrir rúmri viku að hann.
gæfi ekki kost á sér til endur-
kjörs. Alls verða fulltrúar &
flokksþinginu 2.622, og þarf
frambjóaðndi því 1312 atkvæði
til útnefningar. Segir „News-
week“ að 473 kjörmenn séu enn
óbundnir frambjóðendum.
Frá því Johnson forseti neit-
aði endurkjöri hefur Kennedy
samkvæmt upplýsingum „News-
week“ bætt við sig atkvæðum 351
kjörmanns, því áður var talið að
507 kjörmenn hefðu heitið hon-
um fylgi. McCarthy hefur hins-
vegar lítið sótt á, þótt honum
hafi tekizt að tryggja sér fylgi
49 kjörmanna Wisconsin-ríkis i
prófkosningunum þar í fyrri
viku. Telur „Newsweek“ að
dregið hafi úr fylgi McCarthys
undanfarna viku eftir að Kenne-
dy tilkynnti framboð sitt, eink-
um i New York, Pennsylvania,
Maryland og Montana.
ffthi'fSMn&la&ií)
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREiÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍfVII 10*100