Morgunblaðið - 10.04.1968, Síða 16

Morgunblaðið - 10.04.1968, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRTL 199» flsCírgílltlMU-tíÍlr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. NÝ VINNUBRÖGÐ í OPINBERUM REKSTRI IT'yrir nokkrum árum stóðu * Bretar frammi fyrir því vandamáli, að gífurlegur rekstrarhalli var á brezku járnbrautunum, sem eru í ríkiseign. Við þeim vanda var brugðizt á þann hátt, að nýr forstjóri var ráðinn að járn- brautarfyrirtækinu, og var það einn af forstjórum eins þekktasta atvinnufyrirtækis í einkaeign í Bretlandi. Mað- ur þessi, sem síðar var aðlað- ur fyrir störf sín hjá brezku járnbrautunum gerði svo rót- tækar breytingar á starfsemi járnbrautanna, að síðan hefur það verið kennt við nafn hans í Bretlandi, þegar róttækar ráðstafanir eru gerð ar til bóta í rekstri ríkisfyrir- tækja þar í landi. í Bandaríkjunum hefur það lengi tíðkazt, að kaup- sýslumenn, sem náð hafa góð- um árangri í starfsgrein sinni hafa ráðizt til opinberra starfa í stuttan tíma og þannig eru vandasömustu ráð herraembætti í Bandaríkja- stjórn yfirleitt falin þekktum kaupsýslumönnum, eins og t.d. embætti landvarnarráð- herra og embætti fjármála- ráðherra. Reynsla Breta og Bandaríkjamanna og vafa- laust fleiri þjóða sýnir því glögglega, að það er mikils- vert fyrir hið opinbera að fá í þjónustu sína, þótt aðeins sé um skamma hríð, menn sem hafa sýnt og sannað hæfileika sína og getu í einkarekstri. Þeir koma til starfa með annan hugsunarhátt en þeir, sem alla tíð hafa starfað í op- inberri þágu. Þessi fordæmi frá Bretum og Bandaríkjamönnum leiða hugann að því, hvort ekki væri ástæða til þess fyrir opin bera aðila hér á landi, bæði ríki og sveitarfélög, sem hafa yfirleitt umfangsmikinn at- vinnurekstur með höndum að fá í sína þjónustu, þótt ekki væri nema um skamma hríð, einkaatvinnurekendur, menn sem hafa byggt upp eða starf- rækt myndarleg atvinnu- fyrirtæki á eigin ábyrgð eða ábyrgð hluthafanna, og stað- ist þá raun með sóma. Eng- inn vafi er á því, að slíkir menn mundu koma með allt annan hugsunarhátt til starfa í þágu opinberra fyrirtækja og líta á rekstrarvandamál þeirra frá allt öðrum sjónar- hóli en hinir, sem aldrei hafa staðið í atvinnurekstri upp á eigin spýtur og eigin ábyrgð. Það er alveg ljóst, að sá að- stöðumunur, sem ríkir hér- lendis milli einkafyrirtækja og opinberra fyrirtækja er næsta fráleitur. Opinber fyr- irtæki greiða yfirleitt ekki opinber gjöld af rekstri sín- um. Verði halli á rekstri þeirra er sá halli greiddur úr ríkissjóði, eða sjóðum sveitar- félaga, eða þá að þjónustu- gjöld eru hækkuð, án þess að þörfin fyrir þá hækkun sé athuguð af verulegri gagn- rýni eða hvort tveggja. Þessi aðstöðumunur opinberra fyr- irtækja og einkafyrirtækja er auðvitað fráleitur, og enginn vafi er á því, að reyndir at- vinnurekendur úr einka- rekstrinum gætu blásið nýju og fersku andrúms- lofti inn í rekstur opinberra fyrirtækja og tekið þau þeim tökum sem þarf, líkt og hinn brezki forstjóri gerði með brezku járnbrautirnar á sínum tíma. Það er jafnvel ekki endi- lega nauðsynlegt, að einka- rekstursmennirnir ráðist til fastra starfa í þágu ríkis eða sveitafélaga. Ef hægt er að fá þá til þess að athuga mjög gaumgæfilega rekstur ein- stakra opinberra fyrirtækja þá sérstaklega á þeim svið- um, sem þeir hafa sérstaka þekkingu á og gera tillögur til úrbóta væri það vafalaust skref í rétta átt. Með þeim hætti væri tryggt, að einka- reksturssjónarmið ríktu í rekstri opinberra fyrirtækja, þ.e.a.s. sjónarmið, sem byggja á því, að reksturinn verði að standa undir sér, að hann verði að greiða opinber gjöld og að hann geti ekki hækkað vörur sínar eða þjónustu hve- nær sem honum sýnist. ERLEND LÁNTAKA Oíkisstjórnin hefur nú lagt **■ fram á Alþingi frum- varp um heimild til lántöku vegna framkvæmdaáætlunar fyrir árið 1968 og mun vekja mesta athygli það ákvæði frumvarpsins að ríkisstjórn- inni verði heimilt að taka er- lend lán, allt að 275 millj. króna. Að auki er svo gert ráð fyrir, að seld verði spari- skírteini fyrir allt að 75 millj. króna, og að tekin verði innlend eða erlend lán, allt að 90 millj. króna vegna smíði tveggja strandferða- skipa, svo og er óskað heim- ilda til ýmissar smærri lán- l\!fj UTAN ÚR HEIMI Telja Masaryk hafa verið myrtan Ný vitni að 20 ára morðmáli Prag, 7. apríl (NTB). TVÖ tékknesk dagblöð, „Smena" í Bratislava og „Mlada Fronta" í Prag, birtu á sunnudag- viðtal við fyrrver andi starfsmann tékkneska utanríkisráðuneytisins, sem var að störfum í Cernin- höllinni aðfaranótt 10. marz 1948, þegar Jan Masaryk þá- verandi utanríkisráðherra beið bana. Til þessa hefur því verið haldið fram í Tékósló- vakíu að Masaryk hafi framið sjálfsmorð með því að varpa sér út um glugga á annarri hæð Cernin-hallarinnar, en nú er hafin rannsókn á því hvort ráðherrann hafi í raun- inni verið myrtur. Pavel Straka segir í viðtal- inu við tékknesku blöðin áð Masaryk hafi komið til Cern- in-hallarinanr um klukkan níu að kvöldi hinn 9. marz 1948, og farið til íbúðar sinn- ar í höllinni, þar sem hann settist að vinnu. Voru þá að- eins fjórir menn aðrir í höll- inni að Straka meðtöldum. „Um 11 leytið heyrði ég há- vaða í forsalnum, bifreiðar námu sta'ðar fyrir framan höll ina, og síminn varð óvirkur“, segir Straka. „Stundarfjórð- ungi síðar varð allt hljótt. Um tvöleytið heyrði ég enn í bif- reiðum úti fyrir. Að þessu sinni var síminn virkur“. Straka ségist nú hafa farið til að ræða við húsvörðinn, sem sagði honum að ganga út í hallargar'ðinn. Hljóp Straka Jan Masaryk. þá út og fann lík Masaryks um þremur metrum frá hallar veggnum. Allir gluggar í svefnhergi ráðherrans uppi á annarri hæð voru lokaðir. Stuttu seinna hringdi Straka til vinstúlku sinnar, Olga Scheinpflugova, og bað hana að hlusta á útvarpið, en alls ekki trúa því ef sagt væri að Masaryk hefði framið sjálfs- morð. Við yfirheyrslu á sunnudag sagði Olga, að frásögn Straka væri rétt. Bætti hún því við, að tveimur dögum eftir lá't Másaryks hefði Straka heim- sótt sig og endurtekið frásögn ina. Eftir það hefðu þau ekki hitzt, en hún hinsvegar frétt að Straka hefði verið fangels aður. Straka var vikið úr em bætti í utanríkisráðuneytinu árið 1949, og síðar var hann dæmdur til 12 ára þrælkunar- vinnu fyrir landráð. Hann var leystur úr haldi árið 1960, og starfar nú við ölgerðarhús. Blaðið „Mlada Fronta“ seg- ir að lögreglan muni nú yfir- heyra Straka og kanna sann- leiksgildi frásagnar hans. Á laugardag skýrði Karel Kacl, prófessor við háskólann í Prag, frá því, að læknirinn, sem skoðaði lík Masaryks fyr ir greftrun, hefði verið sann- færður um að ráðherrann hefði ekki framið sjálfsmorð. Læknir þessi, Hajek prófess- or, var náinn vinur og sam- starfsmaður Kacls, en lézt fyr ir tíu árum. Hann benti Kacl á ýms atríði varðandi lík Masaryks, sem hann taldi sanna að ráðherrann hefði ekki framið sjálfsmorð. „Eg hef aldrei minnzt á þetta fyrr“, sagði Kacl. „Ég hef jafn vel ekki sagt fjölskyldu minni frá þessu. Ég vildi halda verndarhendi yfir Hajek og fjölskyldu hans. Nú hefur stjórnmálaástandið batnað í Tékkóslóvakíu, svo nú má ég tala“. Kvenfélagið á Egils- stöðum tuttugu ára EGILSSTÖÐUM, 5. apríl: — Kvenfélagið Bláklukkan í Egils- staðahreppi minntist 20 ára af- mælis síns með samfcvæmi í Vala skjálf sl. sunnudag. Félagskonur sáu um skemmtiatriði og ræður voru fluttar. Sigríður Fanney Jónsdóttir, fyrsti formaður fé- töku innanlands og erlendis. Af þeim 275 millj. króna, sem ráðgert er að taka að láni er- lendis, er ætlunin að endur- lána Framkvæmdasjóði allt að 113 millj. króna vegna fjár festingarlánasjóða og fyrir- tækja. Ástæðan til þess, að ríkis- stjórnin hyggzt taka svo stórt erlent lán, er sú, að vegna efnahagsástandsins í landinu er sýnt, að framboð lánsfjár innanlands á þessu ári mun ekki mæta lánsfjárþörf vegna framkvæmdaáætlunar yfir- standandi árs. Eins og menn muna tóku íslendingar stórt erlent lán á árinu 1963, sem þá var boðið út á hinum opna fjármagnsmarkaði í Lundún- um. Enginn vafi er á því, að þessi lántaka mun verða til lagsins rakti sögu þess. Sagði hún m.a., að þótt aldur félagsins væri efcfci hór og það teldist enn á æskuskeiði, hefði það tölu- vert látið til sín taka á þessum árum, hvatt til margra framfara- mála í hinu unga sveitarfélagi og beinlínis stutt þau með fjár- framlögum. þess að örva mjög efnahags- og atvinnulíf í landinu. Verð- fallið á hinum erlenda mark- aði okkar og aflabrestur hef- ur gert það að verkum, að veruleg peningaþröng hefur verið í landinu um skeið og ýmis atvinnufyrirtæki átt í verulegum erfiðleikum af þeim sökum. Vafalaust munu atvinnu- rekendur fagna því, að ríkis- stjórnin hyggst ekki nota allt hið erlenda lán í opinberar framkvæmdir, þótt það fjár- magn, sem í þær fer komi að sjálfsögðu atvinnurekstrinum til góða með einum eða öðr- um hætti, heldur er ætlunin að veita verulegum hluta þess til atvinnufyrirtækj- anna, ýmist í formi fjárfest- ingarlána eða með öðrum hætti. Fram fcom í söguyfirlitinu, að aðaláhugamál félagsins hefði verið, að upp skyldi rísa kirkja á staðnum. Til framdrátar því málefni hefur félagið lagt í sjóð, sem nú nemur um 200 þús. kr f tilefni af afmælinu bárust félaginu góðar gjafir, blóm og skeyti. Fyrsti formaður félagsins var eins og áður segir frú Sigríður Fanney Jónsdóttir, og gegndi hún því starfi í 12 ár. Aðrir formenn hafa verið Friðfeorg Nielsen og Laufey Valdimars- dóttir Snævarr, en núverandi stjórn sfcipa Margrét Gísladóttir, formaður, Elín Stepíhensen og Magna Gunnarsdóttir. 87 námskeið í norrænum lýðháskólum NORRÆNU FÉLÖGIN hafa boð- ið íslendingum 87 námsstyrki á norræna lýðháskóla næsta vetur. Tuttugu og fimm þessara náms- styrkja eru til Danmerkur (D.kr. 1.000.00 hver), tuttugu og fimm til Svíþjóðar (S.kr. 25.00 á viku) þrjátíu og fimm til Noregs (N.kr. 900.00 hver) og tveir til Finn- lands (500 mörk hvor). Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18—22 ára og sýna vottorð um siðprýði og góða hegðun frá tveim aðilum, t. d. kennara, presti eða vinnuveit- enda. Tekið verður á mótí um- sóknum til 1. maí í skrifstofu Norræna félagsins, Hafnarstræti 15 (opin kl. 4—7 e. h. virka daga).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.