Morgunblaðið - 10.04.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.04.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1968 17 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR BÚKASAFN AB i. ALMENNA bókafélagið hóf fyr ir nokkru útgáfu sérstaks bóka- flokks, sem bókasafn AB kall- ast. Fimm bækur hafa nú verið prentaðar af flokki þessum: ein fornritaútgáfa, sögur úr Skarðs- bók undir umsjón Ólafs Hall- dórssonar; eitt sautjándu aldar rit, Píslarsaga Jóns Magnússon- ar; eittritgerðasafn, líf og dauði eftir Sigurð Nordal; og loks tvær skáldsögur, Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta og Kristrún í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín. Eins og sjá má af þess- ari upptalning, hafa ljóð ekki enn verið tekin upp í þennan bókaflokk, hvað sem síðar verð ur. Ætla má, að með útgáfu þess- ara fimm bóka sé mörkuð nokk- ur stefna, þannig að þegar sé hægt að geta sér til um, hvað fyrir forráðamönnum útgáfunnar vaki. Almenna bókafélagið gefur út margar bækur ár hvert. Þegar félagið hóf útgáfu þessa bóka- flokks, varð manni á að spyrja: Hvers vegna réðst félagið í út- gáfu sem þessa til hliðar við aðra útgáfustarfsemi sína? Hví eru þessar bækur ekki sniðnar eftir öðrum bókum félagsins að gerð og útliti, svo dæmi sé tekið? Er einungis verið að bjóða upp á fjölbreyttari kili til að þekja með hillur og veggi? Er þetta sölubragð — er verið að höfða til söfnunarnáttúru, því sá, sem byrjaður er að safna slíkum flokki, heldur auðvitað áfram til að eignast hann allan, komplet? Eða er þessi útgáfa hreint út sagt þjónusta, er aðeins verið að gefa fólki kóst á sígildum bók- menntum íslenzkum í vönduðum en ódýrum útgáfum? Svona lagaðar spurningar kunna nú að bögglast fyrir brjósti manns, en ekki er bein- línis nauðsynlegt, að þeim sé svarað. Höfuðtilgangurinn skipt ir líka minnstu máli, ef tiltækið heppnast og aðrir njóta góðs af. Hingað til hefur allvel til tekizt, og vonandi verður svo hér eftir. Náttúrlega er ekki við því að búast, að undantekningarlaust allir séu á einu máli um, hvaða verk skuli velja til útgáfu af þessu tagi. En sé að valinu fundið, verður að hafa í huga, það sem Ijóst virðist vera, ef dæma skal af útgáfu þessara fimm fyrstu bóka, að bókasafni AB mun ekki ætlað að verða samsafn eintómra öndvegisverka t.d. beztu verka okkar mestu höfunda, heldur mun þessum flokki ætlað að verða eins konar stofn að heimilisbókasafni, alveg eins og nafnið gefur til kynna: bókasafni, sem sýnir ekki aðeins mestu ris íslenzkra bókmennta, þar sem þær gnæfa alhæst, held- ur fyrst og fremst breidd þeirra, fjölbreytni fá fyrstu tíð til þessa dags. Hitt kann að vera einskær til- viljun, að fjórar þessara fimm fyrstu bóka, sem út eru komnar, eru t.d. meira eða minna trúar- legs efnis, þannig að hver þeirra endurspeglar kristna trú frá sjónarhorni þeirra tíma séð, þeg- ar bókin var í letur færð. Tök- um sem dæmi sögur úr Skarðs- bók. Þær eru í senn frumkristi- legt rit og miðaldalegt. Hvort sem áhrif slíkra rita hafa verið hér meiri eða minni við upphaf ritaldar og kristni, eru sögurnar að minnsta kosti dæmi þess, hvernig kristin trú var þá aug- lýst með þjóðinni. Píslarsögu Jóns Magnússonar mundu víst margir nefna hjátrú- arrit fremur en trúarvit. Ekki verður þó framhjá því gengið, að Píslarsagan var samin og færð í letur af presti, sem í áratugi þjónaði kalli sínu, einum af mörg um drottins þjónum þessa lands. Ef Píslarsagan er lélegur túlkari kristninnar, þá lýsir hún samt því tímabili kristinnar kirkju, þegar myrkravöldin urðu ljóss- ins máttarvöldum yfirsterkari. Og svo kemur Kristrún gamla í Hamravík, í senn forneskjuleg og hversdagsleg, en þó svo ná- læg nútímanum, að hún er búin að standa af sér allar kreddur, heilagra manna sögur og galdra- brennur jafnt sem meistara Jón. Hún er nokkurs konar frum- manneskja, brjóstvitsvera, þjóð- arsál á mótum gamalla og nýrra tíma. Hún er ofar stund og stað og gæti því talizt til hvaða ald- ar, sem vera skal. Hún er krist- in í orði að því einu leyti, sem henni sjálfri þóknast. Trú sína rækir hún einkum í verki, og trúarofsa fyrri alda blæs hún frá sér, sem hann sveimar í kring um hana í holdtekinni mynd son arnefnu hennar — arkarkrumma sem hún svo kallar. Síðast kemur svo Nordal með erindi sín um líf og dauða. Vís- indamaður og heimsborgari stíg- ur í stólinn. Nordal heldur próf á barna- trú sinni. Hvers virði var hún? Eða skil ég ekki rétt, að það sé hún, sem höfundur er að meta og virða í ljósi þeirrar þekking- ar, sem hann hefur síðar áunn- ið sér? Sigurður Nordal hefur verið öðrum mönnum skyggnari á sögu íslenzkrar menningar. Hann er maður tveggja tíma. Honum gef ur sýn aftur og fram eins og Lj ósvetningagoðanum forðum. Slíkur maður fleygir ekki sakn- arlaust frá sér sínum gamla á- trúnaði. Og enn síður tekur hann hugsunarlaust við nýjum. „Hvað getum við,“ segir Nor- dal í upphafi þessara erinda sinna, „vitað eða hugsað réttast um tilgang mannlegs lífs og hvernig þeim tilgangi verði náð? Hvað eigum við að meta mest í lífinu? Hverjar eru leiðirnar til þess að verða sem farsælastir, til sem mestrar gæfu sjálfum okk- ur og öðrum? Þetta er í mínum augum merkilegasta vandamálið fyrir hvern mann, mikilvægasta málið í mannheimi." Sjötta og síðasta erindið um líf og dauða (Nordal flutti er- indin í útvarp endur fyrir löngu) er dæmisaga, Ferðin, sem aldrei var farin. Erindunum fylgir svo eftirmáli, nokkuð langur, og lýk ur með þessum orðum. „Ef við tökum þann kostinn að lúta lægra en forfeður okkar, í stað þess að líta hærra, vitum við ekki fyrr en okkur getur farið að bregða enn lengra í ætt- ir fram og erum komnir á fjóra fætur.“ Þessar „stólræður" Nordals hafa líklega vakið meiri athygli en nokkuð annað, sem hér hef- ur verið skrifað um trúmál á þessari öld, og gegnir það, í sann leika sagt, engri sérstakri furðu, því erindin skírskota ekki aðeins til þeirra, sem trúa, heldur einn- ig til hinna, sem aðeins hugsa. En nú langar mig að víkja ögn nánar að hverri bók fyrir sig í þessu bókasafni Almenna bóka félagsins. n. Ólafur Halldórsson sá um út- gáfu Skarðsbókarsagna og fylg- ir þeim úr hlaði með inngangi. Ólafur er handritamaður. Inn- gangur hans fjallar að talsverð- um hluta um Skarðsbókarhand- ritið, sem bankarnir k eyptu á uppboði í London og gáfu svo Handritastofnuninni (eða þjóð- inni, ef menn vilja heldur hafa það svo). En Ólafur gerir betur en fræða um handritið, því hann leitast einnig við að kynna efni sagn- anna fyrir lesandanum, og veitir ekki af, því „bók sú sem hér birtist er ætluð almenningi á Is- landi,“ segir hann. Og svo gerir hann grein fýrir, hvernig hann valdi efnið. Kveðst í fyrsta lagi hafa valið „það sem skemmtilegast er aflestrar í öðru lagi þá kafla sem bera af að stíl og málfari, og í þriðja lagi hafa verið teknir með fáeinir kafl ar sem gefa góða hugmynd um trúfræðilegar vangaveltur og hug myndaheim þeirra manna sem sömdu sögurnar.“ Ef sögurnar væru lesnar fyrst og formálinn á eftir, væri í W ' ítíN.U • . —4-- —4J fí H —. 'V - ý; 1 /- j< sjálfu sér hægt að komast í gott' skap við að rekast á þá stað- hæfing Ólafs, að hann hefði val- ið „það sem skemmtilegast er af- lestrar“. Hvernig er þá hitt? mundi maður spyrja. Ólafur hefur áður tekið fram í inngangi sínum, að „bókfellið í Skarðsbók er furðanlega hvítt ennþá, og lítur út fyrir að hún hafi ekki verið mikið lesin," seg- ir hann, og eru þau orð stórum trúanleg. íslendingum hafa nefnilega allt af leiðzt helgir menn, nema hvað Guðmundur góði hefur verið vin sæll, einnegin sem þótt hefur hlýða að muna eftir Þorláki helga, þegar skálað hefur verið fyrir minni guðsmannsins á messudegi hans. Það liggur í aug um uppi, að Almenna bókafélag- ið gefur þessar sögur út í því skyni einu að fagna heimkomu Skarðsbókar, og er það ef til vill ærið til- efni. En sögurnar eru leiðin- legar. Það verður ekki af þeim skafið. Ólafur hefur því trauð- lega valið „skemmtilegustu1 þætt ina. Hinsvegar mætti orða það svo — ef við látum eftir okkur að tala vont mál, að hann hafi valið úr bókinni, það sem hann fann þar minnst leiðinlegt. Og sé í sjónhending litið yfir útgáfu þessara fimm fyrstu rita í bókasafni AB, þykir mér prent- un þessara Skarðsbókarþátta ein orka þar tvímælis. En einskis virði er bókin auð- vitað ekki. Inngangur Ólafs Hall dórssonar er bæði ljós og skil- merkilegur og einkar tilvalið dæmi um það, hvernig sérmennt aður maður getur blásið lífi í efni, sem liggur annars utan við áhugasvið flestra manna. En hvað sem allri skemmtun líður, standa sögur úr Skarðsbók í ljómanum af háum aldri sínum. Og með hliðsjón af stíl og máli eru sögurnar auðvitað forvitni- legar fyrir þá, sem á það stunda. Stíllinn á þessum sögum er í sum um greinum frábrugðinn stíl ann arra rita fornra, sem fjalla um óskyld efni, og er gaman að bera það saman. III. Læsilegri og merkilegri en þess ar sögur úr Skarðsbók er Písl- arsaga Jóns Magnússonar, enda þó aldurinn veiti henni ekki hálft. forvígi á við rit, sem svo eru forn, að þau voru í fyrstunni skráð á bókfell. Píslarsaga er einstætt verk. Líklega er erfitt að benda á ann- að rit íslenzkt, þar sem efni og formi lýstur jafn hatrammlega saman. Málflutningur Jóns er jafn sjúklegur og andstyggileg- ur, eins og málfar hans er kraft- mikið, þrungið. Ósjálfrátt skynj- ar lesandinn, hvernig angistin, kvölin knýr fram í huga þessa hrjáða manns þau orð, sem hann veit kröftugust í málinu. Minna þykir honum ekki gagn gera. Hann er meir en glaðvakandi. Hvert skilningarvit hans er yf- irspennt. Þjáning hans er engin uppgerð. Það er ægilegur veru- leiki, sem stendur honum fyrir hugskotssjónum. Og árangurinn verður þessi furðulega kómedía díabólíka, þessi römmu og safa- ríku blóm illskunnar. Ef til vill hefur blekking aldrei verið var- in af innilegri sannfæring. En því aðeins er þessi Píslar- saga svo merkileg, sem raun ber vitni, að hún er meira en rétt og slétt sálgreining eins sturlaðs prests. Hún er skýrsla um ástand sinnar aldar. Og var það nokkur hending, að þvílík skýrsla skyldi vera samin á slíkri öld? Var það tilviljun, að eitt af meiri háttar lausamálsverkum sautjándu aldar skyldi vera sam- ið af hálfgeggjuðum manni? En Píslarsaga er líka braut- ryðjandavp.rk. A sautjándu öld þurfti í sýálfu sér talsvert ímynd unarafl i il að láta sér hugkvæm- ast svo fjarstæðan hlut eins og að sknfa ævisögu sína. Jafnvel lengi síðan mátti telja íslenzkar sjálfsævinsögur á fingrum sér. Eigurður Nordal sá um þessa útgáfu Píslarsögu fyrir Almenna Vókafélagið, og fylgir henni, auk ’ormála, ritgerð hans, Trúarlíf síra Jóns Magnússonar. IV. Anna frá Stóruborg (ég nefni verkin eftir aldri) er hvorki bezta né mesta skáldverk Jóns Trausta. En sé éinvörðungu litið á söguleg skáldverk hans, mun Anna frá Stóruborg að minnsta kosti álítast þeirra vinsælast, og verður ekki bent á aðra skáld- sögu Jóns Trausta'sem almennari hylli hafði notið, ef undan er skilið hans mesta verk, Halla og Heiðarbýlið. Anna frá Stóruborg er líka sömu kostum búin og önnur beztu skáldverk Jóns Trausta, hún er spennandi og sann- færandi jafnframt því sem hún er fágað skáldverk og skírskotar til lesenda á öllum aldri. Fáum höfundum á þjóðin meiri skuld að gjalda en Jóni Trausta. Misjöfnu gengi hafa íslenzkir rit höfundar átt að fagna, fyrr og siðar. En hafi nokkru sinni átt að níða niður höfund, þá má segja, að svo hafi átt að fara með Jón Trausta. „Guðmundur Magnússon er og verður leiðinlegur," skrifaði Ein ar Ben. Linar þótti honum nú ekki hlýða að orða það. En hví- líkt öfugmæli! Því öllu meiri fjar stæðu var ekki hægt að segja um skáldverk Jóns Trausta. Kannski var hann einum of dug- legur. En það er annar handlegg- ur. Málfar sitt hefði hann á stöku stað getað vandað betur. Hann hefði líka getað „klippt" betur efni sitt. En allt voru það þó smámunir hjá ótvíræðum kost um hans sem skáldsagnahöfund- ar. Og að segja að hann væri leiðinlegur — það var nánast að segja hvítt vera svart, fjarstæð- ari gat ósanngirnin tæpast orðið. En þeir voru fleiri en Einar Ben., sem hreyttu ónotum að Jóni Trausta. Óhætt er að full- yrða, að enginn íslenzkur rithöf- undur hafi áður né síðar goldið svo einhliða fordóma né heldur átt færri málsmetandi formæl- endur, það er að segja á fyrsta og síðasta skei'ði sínu sem rithöf- undur. En almennum vinsældum hafa sögur hans aldrei glatað. Þvert á móti hafa þær notið meira geng- is og almennari útbreiðslu með hverju ári og má auðvitað, meðal annars, þakka það ágætri heild- arútgáfu, sem verið hefur á markaði óslitið síðustu tuttugu árin. Þessi sérstaka útgáfa á Onnu frá Stóruborg ætti þó ekki að liggja kyrr, því átta binda ritsafn er ekki á hverju strái, þó útbreitt sé. Fróðlegt er að minnast þess, um leið og hliðsjón er höfð af öllum þeim mótblæstri, sem Jón Trausti varð fyrir, meðan hann var að senda frá sér verk sín, að fá skáldverk frá sama tíma munu hafa reynzt varanlegri að áhrif- um nema ef til vill kvæði Einars Benediktssonar. Sögur Jóns Trausta eru auðvitað misjafnlega mikill skáldskapur. En bezta verk hans, Halla og Heiðarbýlið, er og verður öndvegisverk í íslenzkum bókmenntum, jafnvel þó fáum einum sé skipað til þess öndveg- is. V- Kristrúri í Hamravík er í sumu tilliti meistaraverk Hagalíns. Vandalaust er að vísu að benda á önnur verk frá hendi hans, sem fágaðri sé og sléttari, gallalaus- ari. Síðasta skáldsaga Hagalíns, Márus á Valshamri, tekur þann- ig fram Kristrúnu í Hamravík. En séu leituð uppi þau skáld- verk Hagalíns, þar sem hann hef- ur náð beztum tökum á efni sínu og jafnframt gætt ákjósanlegs hófs í stíl, munu ekki einu sinni beztu skáldsögur hans verða efst ar á blaði, heldur smásögurnar. En jafnvel niðurstaðan af slíkri athugun mundi ekki rýra hlut Kristrúnar í Hamra- vík. Hún stæði fyrir sínu, eftir sem áður. Til dæmis er engum vafa undirorpið, að sú saga er hagalínskari en nokkur saga Hagalíns, enda þó með séu taldar smásögur hans. Hún er líka býsna merkilegur áfangi á ritferli hans. Hagalín hafði snúið heim frá Noregi fáeinum árum áður en hann færði hana í letur. Þar hafði hann kynnzt frjálsum sagna stíl Hamsuns í réttu umhverfi. Og þar hafði hann líka verið á slóð- um sértrúarflokka og trúarofsa, eins og hvort tveggja gerist hvim leiðast. Ennfremur hafði hann tek ið að gefa gaurn að því, sem var að gerast á vettvangi stjórn- málanna, en þar mátti nú segja að undur og stórmerki væru i vændum. Allt, sem verið hafði að brjót- ast um í höfundinum, leitaði út- rásar í þessari sögu. En þar með var líka bundinn endi á þroska- feril hans sem ungs höfundar. Við horf hans voru ráðin, stíllinn fall inn í skorður, aðferðin þaulpróf- uð. Og svo reyndist kröftug per- sóna Kristrúnar gömlu, að lengi síðan var hún höfundi sínum hálf gerður ofjarl. Hún gekk aftur £ seinni skáldsögum Hagalíns, þar sem honum tókst lakar upp, og varð honum þá til engrar frægð- ar. Sá, sem endilega vildi fiska eft- ir veilunum í skáldsögum Haga- líns frá fimmta áratugnum (Móð- ir ísland; Konungurinn á Kálf- skinni), ætti því ekki að ganga fram hjá Kristrúnu í Hamravík, því fyrirboða þess sem Hagalín átti eftir að senda frá sér lakast, er einnig þar að finna. En svo áleitin sem Kristrún reyndist vera í skáldsögum Haga- líns, verða spor hennar ekki að sama skapi auðrakin í smásögum hans. Langt er því frá, að Krist- rún í Hamravík sýni allar hliðar hans sem skáldritahöfundar, enda þó hún sýni fleiri hliðar hans en nokkurt annað verk hans, út af fyrir sig. Eg nefni sem dæmi — fyrst minnzt er á smásögur Haga- líns — söguna um Hóla—Jónu. Móðir barnanna heitir hún. Sá sem hefði ekki spurnir af þeirri sögu, teldist ekki vel lesinn í Hagalín. Ég nefni líka Strandið á heiðinni og Staddur á Lágeyri. Ef maður hefur ekki komizt í kynni við þær sögur, verða þau kynnisleysi ekki bætt upp með neinum skáldsagnalestri. En allt um það er Kristrún í Hamravík, eins og raunar Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.