Morgunblaðið - 10.04.1968, Page 28

Morgunblaðið - 10.04.1968, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1968 skemmtilegt? Þegar mann loks- ins langar til að skemmta sér, er allsstaðar lokað. Svona hafði hún aldrei heyrt hann tala áður. Þau höfðu dansað saman einusinni, á ein- hverri sumarhátíð sem var hald- in fyrir einhverja rússneska lækna, sem voru í heimsókn. þau höfðu fengið til að haga sér eins og ungt ástfangið fólk. Það hafði verið farið á bátum í tunglsljósinu til vínkjallar- anna í Budafok, svo var mikil móttaka og dansleikur í hljóm- listarsalnum. Hvorugt þeirra hafði áður tekið þátt í neinu þvílíku, en þarna fór hvort þeirra, vegna þess að það vissi að hitt mundi koma á samkom una. — Manstu eftir hvítvíninu í Budafok? sagði hann. — Jafn- vel ungfrúnni sjálfri hefði get- að þótt það gott. Ungfrúin — kennslukona A1 exu — hafði sem sé látið sér fátt um ungversk vín finnast og við því var vitanlega ekkert að segja, þar eð hún var sjálf upp- alin í miðju Bourgognehéraðinu. — Heldurðu, að við komumst nokkurntíma til Venezía saman? spurði hún. Nú tók einhver í snúruna í baðherberginu og samstundis var rétt eins og Venezia væri á einhverri annarri reikistjörnu. — Já . . . ég á við ef við sigrum í byltingunni, hélt hún áfram. — Og ef landamærin til vesturs verða opnuð og hægt verður að ferðast eins og fyrir stríð. Hann svaraði eftir stutta þögn: — Ég er nú að vinna að því. Til Venezia. Eða þá kannski eitthvað annað. Eða til París. Eða þá til New York. Þú vilt fara vestur. Hún talaði um þetta eins og ákveðna stað- reynd. — Já, sagði hann. Viltu koma með mér. Henni fannst svimi koma yfir sig. — Hvort ég vil koma með þér? Veiztu það ekki? Til Kína, Timbuktu, Suðurpólsins. Hvert svo sem þú vilt fara. — Bara burt héðan. Það er það, sem ég vil. Bara burt héð- an. — Hvenær? — Hversu fljótt? — á morgun í dag í gær? Hann stóð upp og tók að ganga um gólf. Ekki á morgun. Og heldur ekki hinn daginn. Nema ef Lendevai prófessor og dr. Foster skjóti upp. En það held ég varla, að verði. Líklega eru þeir á þessari stundu í Austur- ríki. Og ég get ekki trúað, dr. Soos fyrir allri deilðinni. Það væri ekki sanngjarnt. Þessvegna verðum við að bíða þangað til Balint prófessor er búinn að finna mann í staðinn fyrir mig. Ég er þegar búinn að tala um það við hann, og hann tók vel í það. 34 Já, en svo lengi getum við ekki beðið, sagði hún. Hvað veiztu hversu lengi landamær- in verða opin enn? Þú verður nú einstöku sinnum að hugsa ALLT GENGUR BETUR MEÐ CQCA-COLA PRAMUCITT AP VERKBMICJUNNI VÍPILPELL i UMBOÐI THE CDCA-CDLA EXPqRT CDRPDRATION (hvar sem er og hvenær sem er • við leik og slörf - úti og inni og á góðra vina fundum - ) drykkurinn sem hressir bezt, léttir og gerir lífið ánægjulegra. skapið svolítið um sjálfan þig og ekki alltaf um aðra. Hann leit glettnislega á hana. Það er naumast þér er allt í einu farið að liggja á. Fyrir einni mínútu hafðirðu ekki hug- mynd um, að við ætluðum neitt að fara. Ég er eiginlega hissa á, að þú skulir ekki þegar vera farin að taka saman dótið þitt. Segðu bara til og þá byrja ég á því strax. Hann gekk út að glugganum og stóð þar kyrr og sneri í hana baki: Þú ert rétt eins og ég hefði bara sagt, hvort við ættum ekki að fara eitthvað út að skemmta okkur. En það, sem ég sagði var: þessu bölvaða landi. Og ég bað þig að koma með mér. Og það ættirðu að taka með í reikning- inn. Nefnilega vegna hans gamla karlsins, sem heldur, að ég hafi kálað henni Önnu. Hún starði á hann, orðlaus. Svo herti hún sig í að mótmæla þá bara svona illkvittinn, æpti hún. fauskur. Og talsvert sniðugur. Þú yrðir hissa, ef þú vissir, hvað hann er mikið lesinn. Af lögreglumanni að vera. Og heil- brigð skynsemi hans er alveg aðdáunarverð. Hún varð eitthvað undarlega óróleg. Ef hann er nú ein- hver Sherlock Holmes. Þú myrt- ir hvort sem er ekki konuna þína. Það er ekki það, sem mál- ið snýst um. Ef hann kemst að þeirri niðurstöðu, að ég hafi gert það hver getur þó afsannað það? Þú sjálfur. Hver annar. Hann settist á legubekkinn, hugsi, og kveikti sér í vindl- ingi. Það var Camel. Og hann reykti hana með sýnilegri vel- þóknun. Já, en ég get bara ekki afsannað það. Ég get bara full- yrt, að ég hafi ekki gert það. Þáð verður bara fullyrðing gegn fullyrðingu. Með öðrum orðum verður það eilíft vandamál hjá þér, hvorum þú eigir að trúa. Hún gat ekki skilið, hvert hann var að fara. — Heyrðu nú! Hvernig get- ui- hann haldið því fram, að þú hafir drepið hana? Hvernig get- ur hann vitað, hvað ykkur hjón- unum fór í milli? Ekki var hann viðstaddur. Það varst þú heldur ekki, og samt gengur þú út frá því sem gefnum hlut, að ég hafi ekki gert það. Skilurðu þetta ekki? Við getum vel farið burt, það er sama, hvar við verðum niður komin, þá getur alltaf komið bréf eða skeyti eða stefna þess efnis, að nú hafi af tilvilj- un komið fram vitni, sem haldi því fram, að ég hafi framið glæp inn. Það kemur ekkert skeyti. Þrátt fyrir allt, er nú nokkuð til, sem heitir sannleikur. Hann drap í vindlingnum. Nei, það er það ekki. Að minnsta kosti ekki í þeim skilningi, sem þú leggur í það orð. Á laugar- dagskvöldið gerðist nokkuð sem sýnilega aðeins tveir hafa orðið sjónarvottar að, sem sé morðinginn og fórnarlambið. Og fórnarlambið er dautt. Og morð- inginn þegir um þetta. Með öðr- um orðum á það við um hann, gamla fauskinn og þig og allan umheiminn, að sannleikurinn er það sem við höldum vera sann- leika. Ég get fullyrt, þangað til ég verð blár i framan, að ég hafi ekki myrt hana, en nema því aðeins ég hafi möguleika á að sanna það, hef ég engan mögu leika ó að vita, að svona sé mólinu farið. Og eins og nú er ástatt, hef ég engan möguleika á að sanna það og mun aldrei hafa. Hann talaði lágt og rólega, og eitthvað í þessari köldu ró hans gerði hana órólega. Þetta er mesta vitleysa, sem ég hef nokkurntíma heyrt, gaus upp úr henni. Bara það eitt að tala um þetta ... já, það er . .. allt saman. Þú skilur mig alls ekki. Við höfum ekki verið sam- an í heilan óratíma og hamingj- an má vita, hvenær við hittumst aftur og svo eyðir þú dýrmætum tíma okkar. Hann kveikti í nýjum vindl- ingi. Hún tók eftir því, að hann keðjureykti. Við viljum gjarna fara burt 10. APRIL. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Þú átt í nokkrum fjárhagserfiðleikum í dag, láttu það ekki hafa áhrif á þitt góða skap. Þú mætir hlýju og skilningi hjá ástvinum þínum. Nautið 20. apríl — 20. maí. Þú verður einn að fást við örðugleikana og Skalt ekki búazt við stuðningi frá öðrum. Mundu að þegar neyðin er stæst er hjálpin næst. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Þér býðzt gott tækifæri til að greiða úr misskilningi, sem risið hefur milli þín og starfsfélaga þinna. Skemmtu þér i kvöld. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Gerðu þér ekki miklar vonir um að einhver ákveðin niður- staða fáist í bráð. Taktu á þolinmæðinni og vertu hugprúður. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Hætt við að einhver misklíð komi upp I dag, annað hvort á heimili eða vinnustað. Skelltu ekki alltaf skuldinni á aðra, þú átt sjálfur þinn þátt 1 þessu. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Láttu ekki ginna þig til að kaupa einhverjar þær vörur sem þú hefur ekki þörf fyrir. Leitaðu ráða hjá vini þínum í máli sem þér liggur þungt á hjarta. Vogin 23. september — 22. oktober. Óskhyggja og draumlyndi einkennir þig í dag. Þú átt í ein- hverjum kröggum í peningamálum og skalt reyna að finna nýjar fjáröflunarleiðir. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Dugnaður og einbeitni eru nauðsynlegir eiginleikar í dag og máttu hafa þig allan við til að standast þær kröfur sem til þín eru gerðar. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Þú skalt um fram allt gæta þín í umferðinni í dag og gleymdu ekki að fylgjast með yngstu meðlimum fjölskyldunnar. I kvöld skaltu hitta góða vini og skemmta þér með þeim. Steingeitin 22. desember — 19 janúar. Þú skalt reyna að innheimta skuldir þínar í dag og sýna skuldunautum þínum enga miskunn, þeir hafa nógu lengi lofað upp í ermina á sér. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Það er óvenjulegt að þú sért hikandi og óákveðinn og eigir bágt með að taka ákvörðun, en þetta kemur fyrir þig I dag. Það er alltaf fróðlegt að kynnast sjálfum sér nánar. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Ókyrrð á vinnustað i dag og mun hafa truflandi áhrif á af- kastagetu þína. Þú skalt ljá bón vinar þíns eyra og rétta honum hjálparhönd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.