Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 1
32 SiÐUR
83. thl. 55. áre. FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sumardagurinn fyrsti hefur u n langt skeið verið helgaður æsku landsins sérstaklega. Þessa mynd af tápmiklum og lífs-
glöðum bömum tók Ólafur K. Magnússon í porti Miðbæjarskól ans nú í vetrarlokin.
Suður-Afríku neitaö um þátt-
töku í Olympíuleikunum
Lausanne, Sviss, 24. apríl
AP-NTB
SUÐUR-AFRÍKU verður
ekki leyft að taka þátt í Ol-
ympíuleikunum í Mexíkó í
sumar, að því er Olympíu-
nefndin ákvað á fundi síminiv
í gær. Þar var samþykkt með
41 atkvæði gegn 13 að úti- !
loka Suður-Afríku frá þátt- '
töku.
Atkvæðagreiðslan var látin
fara fram að nýju, þar eð 50
ríki af 71 höfðu lýist yfir ein-
dreginni andstöðu við fyrri
stefnu undirbúningsnefndarinn-
ar, að S-Afríka fengi að senda
lið til keppninnar. Nægilegt
hefði verið, að sex ríki hefðu
greitt atkvæði gegn þátttöku
S-Afríku.
Hvirfilbylur
banar12
— 200 slösuðust
Cincinnati, Ohio, 24. apríl
NTB-Reuter
TÓLP manns biðu bana og yfir
tvö hundruð slösuðust í miklum
hvirfil'byl, sem gekk yfir Ken-
tucky, Ohio og Tennessee í
fyrradag. Eignatjón er metið á
yfir tuttugu milljónir dollara.
Mestir skaðar urðu í smábæn-
um Falmouth í Kentucky, þar
sem þriðji hluti bæjarins var í
rústum eftir óveðrið og 700 íbú-
ar af 2600 eru heimilislausir.
Forseti Alþjóða Óiympíunefnd
arinnar, Avery Brundage, segir
í orðsendingu ,sem hann las upp
að fundinum loknum, að nefnd-
in hefði ekki beygt sig fyrir hót
unum af neinu tagi af hendi
þeirra, sem ekki skilja hinn
sanna Olympíuanda, en Brun-
dage lagði áherzlu á, að undir-
búningsnefndin hefði staðið and
spænis djúpstæðum ágreiningi
meðal almenningsálitsins í heim
inum, sem hefði getað stofnað
starfsemi Olympíunefndarinnar
í voða og eyðilagt leikana í
Mexíkóborg í sumar.
Suður-Afríku var einnig mein
uð þátttaka í leikunum í Tókíó
1064. í ár hafði S-Afríika. ákveð-
ið að senda bæði hvíta íþrótta-
menn og þeldökka saman til leik
anna, þegar nefndin lýsti því
yfir í febrúar, að landinu væri
heimilt að senda lið til keppn-
innar.
Þegar hafa mörg ríki lýst
ánægju sinni með þessa niður-
stöðu nefndarinnar og er ákvörð
un hennar víða fagnað.
Sovézk skdld
toko mótmæli
uftur
Moskvu, 24. arpíl — NTB
ALLMARGIR sovézkir rithöf-
undar ,sem skrifuðu undir mót-
mælaskjal gegn Ginsburg-réttar
höldunum, hafa fengið aðvörun
frá sovézku rithöfundasamtökun
um um, að þeim verði ef til vill
meinað að starfa i þeim fram-
Frarnh. á bls. 31
París val- '
in fundar-
staöur ?
U Thant skorar
á deiluaðila
New York, Washington, 24.
apríl. AP—NTB.
U THANT, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, skoraði í ♦
dag á stjórnir Bandríkjanna og
Norður-Vietnam að komast að
samkomulagi um fundarstað, þar
sem undirbúningsviðræður um
frið í Vietnam gætu farið fram.
Hann skoraði á deiluaðila að
draga úr styrjaldaraðgerðum og
bæta þannig andrúmsloftið. Hann
sagði, að loftárásir Bandrfkja-
manna á Norður-Vietnam hefðu
harðnað að undanförnu þótt þær
takmörkuðust við minna svæði
en áður og margt benti til þess
að átökin í Suður-Vietnam
mundu harðna á næstunni, en
! s'líkt ástand væri óheillavænlegt
i við upphaf friðarviðræðna. U
Thant kvaðst telja, að Varsjá
| eða París gætu orðið góðir fund
i arstaðir.
f Was!hington sagði talsmaður
utanrikisráðuneytisins í dag, að
Bandaríkjastjórn hefði aftur sett
sig í beint samiband við Norður-
Vietnamstjórn síðustu daga til
þess að reyna að ná samkomu-
lagi um fundarstað og ný orð-
sending hefði verið send til
Hanoi síðan Dean Rusk utan-
rí'kisráðherra stakk upp á 15
fundarstöðum í síðustu viku.
Johnson forseti hefur létið svo
um mælt í viðtölum við diipló-
mata, að hann viti ekki hvort
Hanoistjórnin hafi raunverulega
áhuga á samkomulagi um fund-
arstað eða hvort eitttovað annað
vaki fyrir henni, hermir AP.
Gefið hefur verið í skyn í Was-
hington, að það eina sem vaki
Framh. á bls. 2
Ætlaöi að myrða Kurt Kiesinger
Missti kjarkinn á síðustu stundu
Freiburg, V-Þýzkalandi,
24. apríll. — NTB
| LÖGREGLAN í Freiburg í
I Vestur-Þýzkalandi handtók á
1 þriðjudagskvöldið 29 ára
13 Pólver jum til
viðbótar vikið frá
A.m.k. 80 menn, aðallega Cyðingar,
hafa fallið í ónáð
Varsjá, 24. apríl. — NTB
13 HATTSETTIR pólskir em-
bættismenn hafa verið sviptir
störfum, og þar með hafa 80
menn fallið í ónáð síðan hreins-
anirnar í Póllandi hófust eftir
stúdentaóeirðirnar í vetur. AFP
hermir, að talið sé í Varsjá að
flestir þeirra, sem sviptir hafa
verið störfum séu Gyðingar.
í hópi þeirra, sem hafa verið
sviptiir störfum og reknir úr
kommúnistaflokknum, er Wil-
heim Strasser, fyrrveirandi skrif-
stofustjóri í ritskoðunarráðinu.
Framh. á bls. 2
Kurt Kiesinger
gamlan niann, Arthur Wil-
helm Buhlinger, eftir að
hann hafði látið af hendi
hlaðna skammbyssu og lýst
því yfir, að hann hefði haft
í hyggju að skjóta Kurt
Kiesinger. kanzlara.
Kiesinger var i heimsókn í
Freiburg og hafði farið inn á
veitingahús, ásamt föruneyti, til
að fá sér hressingu. Buhlinger
sagði lögreglunni, að hann hefði
verið staðráðinn í að skjóta
kanzlarann. 1 þvi augnamiði
leigði hann sér bifreið, stal
skammbyssu og veitti Kiesinger
eftirför. Buhlinger elti kanzlar-
an síðan inn á veitingahúsið og
stóð aðeins fáeina metra frá
honum, þegar hann hætti við
fyrirætlan sina og gaf sig fram
við nærstadda lögreglumenn.
Hann kvaðst hafa misst kjark-
inn, er hann horfðist í augu við
kanzlarann.
Lögreglan segir, að um per-
sónulega hefnd Buhlingers gegn
þjóðfélaginu hafi verið að ræða.
Buhlinger vsir hinn reiðasti yfir
því, að fyrr í þessum mánuði
var hann dæmdur í 15 mánaða
fangelsi fyrir svik, en sá dóm-
ur hefur þó enn ekki verið stað-
festur. Lögreglan segir jafn-
framt, að ekki leiki neinn gxrun-
Framh. á bls. 2