Morgunblaðið - 25.04.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.04.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1968 3 Landsprófsnemendur glíma við dönskuprófið. STAKSTEINAR Þegar Einar var við völd Það er vafalaust verk margra manna að halda Sósíalistaflokkn- um og Alþýðub.l. saman, þrátt fyrir mjög ólík viðhorf margra þeirra, sem innan þessara flokka hafa starfað, en líklega þó einn maður öðrum frepiur heið- urinn eða skömmina af því að hafa gert það og sá maður er Einar Olgeirsson. Því verður ekki móti mælt, að allan þann tima, sem Einar Olgeirsson var í forustu fyrir Sósíalistaflokkn- um tókst að halda þeim flokki saman og meðan hann var einn helzti forustumaður Alþýðu- bandalagsins klofnaði það ekki með öllu. Sumir segja raunar, að Einar hafi alltaf „grátið“ þessi flokkssamtök saman í bók- staflegri merkingu og er það raunar ekki ólíklegt. Reyndust ekki vandanum vaxnir En með sama hætti og það er staðreynd, að meðan Einar <. 1221 nemandi þr eyti landspróf í ár LANDSPRÓFIÐ 1968 hófst kl. 9 í gærmorgun með prófi í dönsku. 1221 nemandi þreytir landspróf að þessu sinni og er það langmesti fjöldi til þessa, að því er Andri ísaksson, formað- ur landsprófsnefndar, tjáði Mbl. í gær. í fyrra þreyttu 1029 nem- endur landspróf. Tvær breyting- ar hafa orðið á skipan lands- , prófsnefndar: Höröur Bergmann . samdi nú dönskuprófið í stað j Ágústs Sigurðssonar áður og' Heimir Áskelsson samdi ensku- prófið, sem Jón heitinn Magn- ússon sá áður um. Landsprófið er nú með mjög breyttu sniði. í stað þriggja vikna upplestrarfrís í byrjun og stutts tíma milli prófa er próf- unum nú dreift á lengri tíma, þannig, að nemendur fá þrjá og upp í fimm, sex daga til lesturs miili prófanna. Hér fara á eftir málfræði- spurningarnar og stíllinn, sem landsprófsnemendur glímdu við í gærmorgun: Málfræði: 1. Setjið lýsingarorðin ung eða gammel inn í eyðurnar i réttri mynd: To . . mænd tog imod os. Den . af dem var cirka femten ár gammel, men den .... var nok lidt over tyve. De spurgte, hvor .... vi var. 2. Setjið forsetningar í eyð- urnar: Jeg er bange . . ., at han ikke har interesse .... det mere. 3. Setjið fallorðin í eftirfar- andi setningum i fleirtölu: Hun kom með sin sön hjem til dig i gár, men der var ingen hjemme. Var det hende, der kom? 4. Breytið í þátíð: Vi ved alle, at selv om han ikke siger noget og trækk- er pá skuldrene, sá for- tryder han det hele. Han tör sikkert ikke bede om forladelse. 5. Skrifið á dönsku: fertug- asti, fimm og tveir þriðju þriðju (hlutar), hálfsextug- ur. 6. Sýnið tvenns konar nútíð þolmyndar af sögninni at finde og skýrið af dæmun- um, hvernig þolmynd myndast í döns'ku. Still: Þegar sólin skín á sumrin, er gott að vera uppi í sveit. Marg- ir eiga þar ættingja og vini, sem þeir geta heimsótt. Þvi miður eru vegirnir oft slæmir og því ekki hægt að aka hratt. íbúar höfuðborgarinnar fá dagblöðin sín snemma á morgn- ana. Aðrir fá þau kannski ekki fyrr en um hádegi eða seinni hluta dags. Áður fyrr lásu ís- lendingar meira en nú, en blöð- in eru þó mikið lesin enn. Það er ekki erfitt að fylgjast með því, sem er að gerast í heimin- um nú á dögum. Auk blaðanna og sjónvarpsins flytur útvarpið fréttir öðru hvoru frá morgni til kvölds. Sennilega hlustar meiri hluti þjóðarinnar á fréttir á hverjum degi. Margir kaupa iika erlend blöð, sem koma hingað, einkum dönsk og ensk. Þau kosta auðvitað miklu minna en islenzku blöðin vegna hinna stóru og dýru auglýsinga, sem þau geta selt. Enda þótt flest fólk hafi nú margt að horfa á heima, fara margir í leikhús og kvikmynda- hús. Öruggt má þó telja, að kvikmyndahúsum fjölgar ekki í náinni framtíð. Olgeirsson var og hét varð ekki algjör klofningur í stjórnmála- samtökum vinstri manna er það og einnig orðin söguleg stað- reynd, að hann hafði ekki fyrr tilkynnt að hann léti af þing- mennsku en fyrst keyrði um þverbak í Alþýðubandalaginu. Þegar unnið var að því að koma saman lista í Reykjavík og al- mennt samkomulag var um, að erfðaprins Einars tæki fyrsta sætið á listanum hlaut það auð- vitað að leggjast á hans herðar að tryggja það samkomulag og þá einingu, sem Alþýðubanda- laginu hefði vafalaust verið hag kvæmust í kosningunum sl. vor. En eftirmaður Einars reyndist ékki vandanum vaxin. í stað þess að ganga til samvinnu við samstarfsaðilann eins og Einar hafði gert gekk Magnús raun- verulega til stríðs við þá, sem myndað höfðu Alþýðubandalag ið með Sósialistaflokknum. Þetta framferði Magnúsar lýsti auðvit að pólitískum vanþroska og um leið þeirri áráttu hans að vilja heldur standa í persónulegu pexi og rexi en málefnalegri haráttu. Þess vegna var I-list- * ánn borinn fram, Þegar til þings kom var ljóst að Lúðvík og Magnús mundu verða helztu forustumenn Sósíalistaflokks- mannanna í þingflokki Alþýðu- bandalagsins en það kom einnig fljótt í Ijós, að þetta tvístirni revndist vandanum ekki vaxið. Þeir misstu fljótlega þrjá þing menn úr þingflokki sínum. Hvað hugsar Einar? Fróðlegt væri að vita hvað Einajri Olgeirssyni finnst um þessa þróun mála. Vafalaust er hann ekkert sérstaklega ánægð . * ur með þá frammistöðu eftir- manna sinna að missa þannig tökin á flokknum svo gjörsam- lega um Ieið og hann sleppti ; liendinni af uppalningum sínum. j Kannski skýtur sú hugsun upp kollinttm hjá hinum gamal- reynda kommúnistaforingja að þrátt fyrir allt hafi hann ekki verið orðinn of gamall til þess að gegna sínum fyrri störfum hver veit? Rrétt eða rangt? Nemendur bera saman bækur sínar eftir prófið. (Ljósm. Mbl.: Ol. K. M.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.