Morgunblaðið - 25.04.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 25.04.1968, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1998 POUL REUIUERT Ég sendi þ-ér kveðju yfir sæinn, ég sendi hana langt út í geim, og hljóðlega bið ég þess blæinn að bera hana til þín heim. Þessar Ijóðlínur skagfirska skáldsins koma mér nú í huga, er ég minnist Poul Reumerts þegar hann er allur og hefur kvatt okkur og ég í fátækt minni rita um hann nokkur orð. Vorið 1935 söng ég í fyrsta skiptið á hljómsveitar-tónleikum í hljómlistarsalnum í Tívolí í Kaupmannahöfn. Á tónleikum þessum söng ég meðal annars nokkur íslenzk lög, fannst sjálf- um að ég væri sæmilega fyrir- kallaður og viðtökur áheyrenda voru vinalegar og góðar. Eftir hljómleikana birtist mað ut að baki hljómsveitarsviðsins. Yfir honum var mikil reisn og hann vatt sér nokkuð hvatskeyt lega að mér og sagði: „Góðan daginn, ungi maður. Ég heiti Poul Reumert og ég vildi aðeins fá að þakka yður fyrir sönginn og um leið að óska yður til ham- ingju með framtíðina." Síðan kvaddi hann og gekk, að því er mér fannst þá, all snúðugt á brott. Mér varð starsýnt á þennan fyrirmannlega mann, þessar fáu mínútur, sem samtalið átti sér stað, ef samtal skyldi kalla, því að ég held að ég hafi orðið harla hljóður og ekki sagt orð nema vonandi: „Þakka yður fyrir.“ Það kom einhver gustur, einhver vekjandi, hressandi blær með þessum manni. Það var engu líkara en að rafmagnað and- rúmsloft skapaðist umhverfis hann og í návist hans. Ég mun hafa orðið all ráðleysislegur á svipinn og mér virtist sem fólk- ið, er stóð umhverfis okkur, lita til mín með hálfgerðri með- aumkvun eða jafnvel með undr unarsvip. Loks vatt sér einn úr hópnum að mér og sagði: „Þetta var Poul 'Reumert. Þekkð þér hann ekki? „Ég hristi bara höfuð ið, án þess að svara. Maðurinn einibeitti augum sínum til mín og bætti við: „Ég hélt nú sannast sagna að allir vissu, að Poul Reumert er viðurkenndur einn frægasti leikari í Evrópu. Og hann er að minnsta kosti mesti og stærsti leikari okkar í Dan- mörku.“ Og þarna stóð ég og fannst ég minnka stórlega í aug- um allra viðstaddra. Þannig urðu fyrstu kynni mín af Poul Reumert en ég tel það til einnar mestu gæfu í lífi mínu, að þau áttu eftir að verða meiri og varanlegri. Árið 1938 réðist ég sem gest- ur til Konunglega leikhússins í Kaupmannalhöfn. Sem slíkum var mér sá sómi sýndur að ég var látinn fá til umráða eitt af beztu búningsherbergjunum á annari hæð leikhússins. Og það vildi svo til, að þetta herbergi var ein mitt við hliðina á herbergi Poul Reumerts í Konunglega leikhús- inu. Það er í sjálfu sér villandi að tala um herbergi, í sambandi við Poul Reumerts, því að síðar, þeg ar mér var boðið inn til hans, sá ég að þetta var raunveruelga salur, eða öllu heldur stór setu- stofa ríks manns. 1 þessum salar. kynnum var öllu svo smekklega fyrir komið að ekki lék vafi á því, að þar höfðu hendur snill- ingsins ráðið tilhögun allri og ekki fór á milli mála að ýmis- legt, sem þar var inni, hlaut að vera einkaeign Poul Reumerts. í þessari stofu, þessu heillandi Anna Borg og Poul Reumert í „Tovaritsch“ 1938. umhverfi, áttum vð ótalmargar samræður og minnist ég sérstak lega atviks, þegar ég átti að syngja í Cavaleria Rusticana, en Poul Reumert var oft á síðustu æfingunum. Eftir eina æfinguna Þessi mynd var tekin af Önnu Borg og Poul Reumert á Reykja- víkurflugvelli í október 1962, er þau hjónin kvöddu ísland saman í síðasta sinn. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Frábær listamaður Frá fréttaritara Mbl. í Kau pmannahöfn, Gunnari Rytgaard. EINS og skýrt hefur verið frá andaðist danski leikarinn, Poul Reumert á heimili sínu sl. föstudag. Hann varð átta- tíu og fimm ára gamall. Síð- ast kom Reumert fram opin- berlega þann 27. nóvember fyrra árs, er hann las upp. En síðasta hlutverk hans var Kristján IV í „Elverhöj", á hátíðasýningu í tilefni af brúðkaupi Margrétar Dana- prinsessu. Reumert var leikari og listamaður í fremstu röð. En hann var raunar meira, hann var óþreytandi í vísindalegri leit að vizku, og sjálferýni hans var með fádæmum skörp. Hann leit á það sem frumskilyrði þess að vinna listaafrek væri að þekkja sjálfan sig og þekkja aðra. Hann fylgdi ekki þeirri stefnu að leika einvörðungu á „innblæstri" og láta per- sónuna birta það, sem andinn inngefur leikaranum hverju sinni. En að sjálfeögðu hefði hann ekki orðið sá mikli lista maður, sem raun bar vitni um, ef hann hefði ekki vejjið gæddur þessum eiginleika og getað notað hann sér til stuðnings. Hann átti þá trú, að honum sjálfum hentaði betur skoðun og íhygli held- ur en auðveld lausn skyndi- legs innblásturs. Með náðar- gáfu snillingsins skynjaði hann persónur sínar og túlk- unarmöguleika þeirra og hann gerði strangar kröfur til sjálfe sín, meðan hann vann að mótun og uppbygg- ingu persónanna, svo að þær féllu að honum sjálfum og inn í heildarmynd leikrits og sviðs. Otast urðu persónur hans til í ærnu striti en janframt beitti hann kunnáttusamleg- um aðferðum við sköpun þeirra. Til dæmis má nefna er hann átti að leika Daniel Hejre í leik Ibsens. Nafnið Hejre — hegri — gaf honum á síðasta augnabliki þá hug- mynd að sjá fuglinn í Dýra- garðinum. Og frumsýningar- kvöldið birtist Daniel Hejre áhorfendum sem illgjarn mað ur og beizkur — að þessari túlkunarniðurstöðu hafði Reumert komizt, er hann virti fyrir sér hætti fuglsins í Dýragarðinum. Á löngum og gifturíkum leikferli gefur að skilja, að Reumert lék margar og marg slungnar manngerðir og iðu- lega gat áhorfendum virzt samruni leikarans og persón- unnar svo alger, að hann tók huga þeírra gersamlega fang- inn. Þar kom snilli Reumerts í túlkun ekki aðeins til, held- ur og að hann var öðrum fremri í að búast hinu ytra gervi. Svo mikill var per- sónuleiki hans, að ósjálfrátt virtist athyglin beinast að honum, þótt hann segði ekki eitt orð, en hann gat einnig gert sjálfan sig ósýnilegan, ef svo má að orði komast, og snúið athyglinni að öðrum persónum. Poul Reumert lék einkum rómantiskar óperuhetjur í byrjun leikferils sins, en sneri sér síðar að skapgerðar- hlutverkum og Jék bæði i frægum klassiskum leikjum og nútímaleikritum. Vissu- lega átti hann sín takmörk og ástríðumikil elskhugahlut- kom hann inn til mín í búnings- iherbergi mitt og sagði: „Fyrir- gefðu, trufla ég kannske? „Auð- vitað svaraði ég um hæl neitandi „Sjáðu til, mér datt í hug núna Framh. af bls. 23 verk voru ekki hans sterka hlið. í skapgerðarhlútverkun um auðgaði hann danskt leik- húslíf öðrum framar, bæði með frábærum hæfileikum sínum, mannþekkingu sinni, stórkostlegri framsögn og innri þunga. Poul Reumert fékk þann vitnisburð á leikskóla kon- unglega leikhússins 1901, að hann væri litlum leikhæfi- leikum gæddur. Um svipað leyti var hann ráðinn við Folketeatret. Næstu 35 árin lék hann í flestum leikhús- um höfuðborgarinnar, og var um sinn annar stjórn- andi Dagmarleikhússins. Hann fór og leikferðir um landið, lék sem gestur í flest- um Norðurlandanna og iét sig og hafa það að leika á frönsku leiksviði — á frönsku — með hinum mesta glæsi- brag. Síðan árið 1937 var Reumert fastráðinn leikari við Konunglega leikhúsið, en hann hélt áfram að leika mörg gestahlutverk í öðrum leikhúsum, bæði heima og er- lendis. Einnig gat hann sér mikið orð sem frábær upp- lesari og var sótzt eftir hon- um sem slíkum. Árið 1910 lék hann i myndinni „Afgrund- en“ með Asta Nielsen og var það fyrsta danska kvikmynd in, sem einhverjum veruleg- um tíðindum þótti sæta. Á langri ævi var Reumert sýndur margs konar sómi, hann var heiðursfélagi fjölda leikarafélaga og listamanna- samtaka og þá ýmis heiðurs- merki og viðurkenningu ann- ars konar fyrir leiklistarafrek sin. Þegar hann kvæntist Önnu Borg tengdist hann íslandi sterkum böndum og sjálfur kallaði hann sig ætíð tegnda- son íslands. Hann kom oft til Islands og lék sem gestur, og hann eignaðist góða vini á íslandi, bæði úr röðum lista- manna og annarra. Poul Reumert í „Swedenhjelms".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.