Morgunblaðið - 25.04.1968, Side 13

Morgunblaðið - 25.04.1968, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1968 13 ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM K1 riKi IKYNDIR ■ ■ \ i STJÖRNUBÍÓ LORD JIM Mynd þessi er gerð eftir sögu James Conrad og á að gerast um aldamót. Segir hún sögu ungs sjómanns, sem gerist stýri maður, þykir efnilegur vel og dreymir mikla drauma. Hann dreymir um að standa í brúnni á úrslitastundu og bjarga skipi og áhöfn, og að hljóta fyrir mikla dýrð. Sennilega ekki óal- gengir draumar hjá ungum mönn um. Úrslitastundin kemur. Hann er á ryðkláf lélegum, sem nefnist Patna, að flytja pílagríma um Indlandshaf til Mekka. Þeir lenda í óveðri, leki kemur að skipinu, og ásamt skipverjum og skipstjóra fer hann í bátana og skilur pílagrímana eftir til að deyja án hjálpar. En skipið sökk ekki og náði höfn. Aðrir skipsmenn flúðu en Jim gaf sig fram og skýrði frá framkomu sinni, til þess að hegna sjálfum sér fyrir. Svipt- ur öllum leyfum og réttindum gerðist hann flsekingur við margs konar störf. Eitt sinn var hann að vinna við uppskipun púðurs, er kveikt var í bátnum sem hann stýrði, aðrir stungu sér fyrir borð, en hann sýndi frábært hugrekki og slökkti eldinn. Upp úr því tób hann að sér að flytja púður og skotfæri inn í land, þar sem þess var þörf til að verja innbyggj- ana ágengni óaldarmanna. Og enn hætti Jim lífinu, hvað eftir annað, og lagði á sig ótrúlega áreynslu, til hjálpar þessu fólki. Hlaut hann fyrir ást þess og að- dáun, en þó fór svo að hann brást aftur á úrslitastundu. Gekk síðan vitandi mót dauða sínum, þó að honum hafi verið boðið líf. Mynd þessi er mikil að vöxt- um og ber þess öll merki að hafa verið dýr í framleiðslu. Ætlunin er að taka til afgreiðslu erfið hugtök eins og hugrekki og ragmennsku. Helst er að sjá sem ætlunin hafi verið að út- koman yrði í samræmingu v ið setningu í myndinni, sem seg- ir, að enginn munur sé á hug- rökkum og rögum mönnum, held- ur ráði augnabliks ákvarðanir úrslitum. Ekkert er þó að finna í myndinni, sem styður þessa skoðun á sannfærandi hátt. Enda mun það flestra skoðun, sem hugsað hafa málið, að hug- re'kki, ekki sízt þegar það er tengt siðferðilegum skyldum, sé alla vega uppalið, og jafnvel að einhverju leyti meðfætt. Sem studia í siðferði og hugrekki nær myndin ekki markinu. Það breytir ekki því að mynd- in er á köflum spennandi, þó að hún sé í lengsta lagi. Leik- arar eru nær undantekninga- laust góðir. Peter 0‘Toole leik- ur Lord Jim, og gerir það á sinn venjulega viðkvæmnis og einhverju leyti meðfaett. Sem dýpi tilfinninga og sársauka get- ur skinið úr þessum bláu aug- um. James Mason leikur leigu- morðingja og illmenni af mikilli fágun að vanda. Jack Hawkins leikur skipstjóra, á sama hátt og hann alltaf leikur skipstjóra, sem er sérlega vel. Eli Wallach og Hugh Griff- ith gera sínum hlutverkum ágæt skil. En ásamt leik O'Toole, ber hæst leik Kurt Jurgens, sem leikur gerspilltan kaupmann, þorrinn öllum siðferðisstyrk, en ágjarn og svikull. Skapar Jurg- ens þarna ógleymanlega persónu, með hófsamlegum og sönnum leik. f heild má segja að mynd þessi sé sæmileg skemmtun, en vafasöm að öðru leyti. Höfund- ur og leikstjóri er Richard BrookB sem hefur skrifað handrit að mörgum góðum kvikmyndum. Virðist þessi mynd benda til að hann eigi heldur að hafa hús bændur en að vinna sjálfstætt HÁSKÓLABÍÓ: BOLSHOI BALLETTINN Það má telja öruggt að hætt verði að sýna þessa mynd, þeg ar þessi grein birtist, en samt finnst mér hæfa að geta hennar að nokkru. Þegar mynd er sýnd um ball- et, er nokkuð tryggt að hún fær takmarkaða aðsókn, vegna þess að hópur áhugamanna um ballet er takmarkaður. Ekki er ég þó viss um að það sé eina ástæðan, heldur vantar kannski eitthvað á, hvernig ballett er sýndur á tjaldi. Ein ballettmynd hefur hlotið frábæra aðsókn um alla nheim, sem er „Rauðu skórnir“ með Normu Shearer. Má draga af því nokkurn lærdóm, því að hún er ólík öllum öðrum ballettmyndum. Flestar eru þessar myndir þann- ig að teknar eru kvikmyndir af dönsurum á sviði og sýnt hvað þeir eru að gera. Oft eru sviðin mun stærri og íburðarmeiri en rúm er fyrir á leikhússsviði, en samt er í eðli sínu um sviðsverk að ræða. „Rauðu Skórnir“ var ekki kvikmyndun á sviðsverki, heldur „orginalt" kvikmynda- verk, sem ekki hefði getað skeð á sama hátt á sviði. Myndin sem hér um ræðir, hefur þó nokkra sérstöðu, því Framhald á bls. 20. 1 ' ROAMER 111:: er nú sem fyrr bezta fermingar- wr - gjöfin. 1 & Kaupið úrin hjá jíL úrsmið. MAGNÚS ÁSMUNDSSON B Þingholtsstræti 3. Kaffisala í K.F.U.M. Sumardaginn fyrsta gangast Skógarmenn K.FU.M. fyrir kaffisölu í húsi K.FU.M og K. við Amt- mannsstíg til ágóða fyrir Sumarbúðirnar í Vatna- skógi. Reykvíkingar, drekkið síðdegiskaffið hjá Skógar- mönnum í K.F.UM. Samkoma Um kvöldið kl. 8,30 verður samkoma í húsi félag- anna, þar sem Skógarmenn tala, syngja og lesa upp. Allir velkomnir. Stjórn Skógarmanna K.FU.M. ÍSLENDINGAR /Q\ OG HAFIÐ Fyrirtæki eða aðrir aðilar, sem hafa hug á að fá veggrými til auglýsinga á sýn- ingunni, verða að gefa sig fram við skrifstofuna hið fyrsta, þar sem slíkt rúm er takmarkað og senn á þrotum. Skrifstofa sýningarinnar í Hrafnistu — símar 83310 og 83311 — gefur allar nánari upplýsingar. Frd tækniiræðingaiél. ísl. Áður boðaður félagsfundur um byggingarmál verð- ur haldinn í Hótel Loftleiðum mánudaginn 29. apríl n.k kl. 20,30. Fyrirlesari: Björn Emilsson, byggingartæknifr. STJÓRNIN. B Ú S L w O Ð SKATTHOL með spegli og skrifborðsplötu. Sent heim meðan á fermingu stendur. ÚC l Höggdeyfarnir SEM HAFA SANNAÐ MEÐ REYNSLU UNDAN- FARIN ÁR AÐ BEZT REYNAST HÉRLENDIS. Ath. Framleiddir með einkaleyfi á ýmsum patent- um þar á meðal á ventlum og þéttingum. Velja má um mismunandi gerðir: MONRO-MATIC, SUPER DUTY, SUPER 500 og LOAD LEVELER, með gormum sem gera bifreiðina enn stöðugri. Ávallt fyrirliggjandi í flestar tegundir bifreiða. Höfðatúni 2 — Sími 20185. B Ú S L w O Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SlMI 18520

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.