Morgunblaðið - 25.04.1968, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRIL 1968
19
Robert Kennedy og einn aðalstuðningsmaður hans, Larry
O'Brien, sem til skamms tíma var póstmálaráðherra Johnson.
- ERLENT YFIRLXT
Fram/hal daf bls. 14.
Það er því engin furða þótt
áhrifamenn í Demókrataflokkn
um séu tregir til að lýsa yfir
stuðningi við einhvern ákveð-
inn frambjóðenda og kjósi held
ur að bíða og sjá hverju fram
vindur. Þessi hlutleysisaf-
staða hefur komið harð-
ast niður á Kennedy, og
margir leiðtogar demókrata,
sem hann taldi sig geta
treyst, hafa enn ekki komið til
liðs við hann. Kennedy nýtur
mjög mikils stuðnings meðal
blökkumanna og ungs fólks
enda skilja fáir vandamál þeirra
betur, en hins vegar er margt
eldra fólk mótfallið honum og
finnst hann of róttækur, of
óútreiknanlegur, af ungur og í
of nánum tengslum við unga
fólkið.
Þess vegna verður Kennedy
að sýna það í prófkosningum,
að hann njóti víðtæks stuðnings
meðal almennings, og fyrsta próf
raunin verður prófkjörið í Ind-
íana 7. maí. Þar á hann í höggi
við McCarthy og ríkisstjórann,
Branigin, sem upphaflega gaf
kost á sér til að styðja John-
son. Kennedymenn segja, að
Branigin sé ósigrandi, þar sem
hann hafi töglin og hagldirnar
í demókrataflokknum í Indiana,
og þess vegna segja þeir að aðal-
markmiðið sé að sigra McCart-
hy. Þrátt fyrir þetta sýna skoð
anakannanir, að Kennedy hafi
meira fylgi en bæði Branigin
og McCarthy, og er ekki ör-
grannt um, að Kennedy 'vilji
koma á óvart með því að sigra
Branigin en tryggja sig fyrir-
fram gegn ósigri, svo ekki komi
á óvart þótt hann bíði lægri
hlut.
Ef McCarthy bíður ótvíræð-
an ósigur fyrir Kennedy í Ind-
iana og í prófkjörinu í Nebr-
aska, sem fer fram viku síðar
á hann naumast annarra kosta
völ en að draga sig í hlé. Ekki
er ólíklegt að Branigin ríkis-
stjóri komi til liðs við Humph-
rey, þótt síðar verði, og ef rík-
isstjórinn sigrar mun varaforset
inn að öllum líkindum líta á
sigurinn sem stuðning við Viet-
namstefnu stjórnarinnar. Ef
Kennedy sigrar munu stuðnings
menn Humphreys halda því fram
að þeir hafi hvergi nærri próf
kjörinu komið.
Samtímis þessu aukast sífellt
líkurnar á því að Nelson Rocke-
feller, ríkisstjóri í New York,
gefi kost á sér sem frambjóð-
andi repúblikana í forsetakosn-
ingunum. Hins vegar hefurræða
sem hann hélt nýlega á fundi
með bandarískum ritstjórum,
veikt stöðu hans nokkuð, en
hún vakti litla hrifningu og
fannst mönnum að hann hefði
talað af litlum sannfæringar-
krafti. Hins vegar hlaut Ric-
hard Nixon mjög góðar undir-
tektir á þessum fundi, og þótti
honum takast vel að sameina
alvöru og gamansemi í ræðu
þeirri, sem hann hélt, og hrein
skilni og gætni í svörum við
spurningum sem fyrir hann
voru lagðar. En það sem enn
háir Nixon er, að fáir hafa
gleymt ósigri hans fyrir John
F. Kennedy í forsetakosningun
um 1960.
Verða aftur
oeirðir 1. maí?
HARKAN í stúdentaóeirðun
um í Vestur-Berlín og Vestur-
Þýzkalandi hefur leitt til þess,
að þeir stúdentar, sem vilja
beita friðsamlegum aðferðum
hafa náð yfirhöndinni, en al-
menningsálitið, sem er mjög and
snúið stúdentunum, hefur orð-
ið til þess, að borgarstjórnin í
Vestur-Berlín og stjórnin í
Bonn hafa boðað aukna hörku
gegn stúdentum og öðrum, sem
efna til mótmælaaðgerða.
Um næstu helgi fara fram
fylkiskosningar í Baden-Wurt-
j emberg í Suðvestur-Þýzkalandi,
og er búizt við að flokk-
ur nýnazista, NPD, vinni
mikið á vegna reiði almennings
í garð stúdenta og herskárra
vinstrisinna, sem staðið hafa fyr
ir óeirðunum. Margir Þjóðverj-
ar eru minnugir síðustu ára
Weimar-lýðveldisins, þegar óttí
við herskáa vinstrisinna kom
mörgurrt til þess að kjósa naz-
ista, þar sem talið var að þeir
mundu halda uppi lögum og
reglu. Kiesinger kanzlari og
Brandt utanríkisráðherra óttast
báðir að verða borin linkind á
brýn, og þess vegna hafa þeir
lagt á það áherzlu í kosninga-
ræðum í Baden-Wúrtemberg, að
herskáir vinstrimenn verði beitt
ir hörku.
Ein af aðalástæðunum fyrir
óeirðunum — og uppgangi ný-
nazista — er sú, að raunveru
teg þingræðisleg stjórnarand-
staða hefur horfið úr sögunni í
Vestur-Þýzkalandi síðan sam-
steypustjórn kristilegra demó-
krata og jaínaðarmanna var
mynduð, en hún nýtur stuðn-
ins 90% kjósenda. Þá hefur þjóð
ternisstefna átt sífellt auknu
fylgi að fagna, og hefur blaða-
hringur Axel Springers ýtt und
ir þessa þróun. Aukin þjóðern-
ishyggja hefur einnig aukið
áhrif nýnazista.
Búizt er við, að 1. maí muni
aftur draga til tíðinda, en þá
munu hinir nýju vinstrisinnar
fara í sérstaka kröfugöngu til
aðaltorgsins í Berlín, þar sem
verkamenn koma saman á þess-
um degi. Þá verður páskaleyf-
um stúdenta lpkið og þúsundir
stúdenta bætast í hóp þeirra,
sem ekki hafa farið heim til sín
í fríunum, en líklegt er að marg
ir þeirra séu ósammála hinum
nýju vinstrisinnum.
Takið eltir
llið nýstofnaða kvenfélag á Seltjarnarnesi efnir til
kaffisölu í Mýrarhúsaskóla sumardaginn fyrsta
25. þ.m kl. 3.00.
Lúðrasveit barna úr Mýrarhúsaskóla leikur.
Komið og njótið fagurs útsýnis af Valhúsahæð
um leið og þér styrkið gott málefni.
STJÓRNIN.
Vegna flutnings
verzlunarinnar
verður öll Vara hennar sett niður um 30% — 50%.
Kjólaefni frá 15 kr., lakaléreft á 40 kr. m.,
röndótt Bonnie- and Clyde-efni á 60 kr. m.
Allt á að seljast.
DÍSAFOSS. Grettisgötu 57.
Síðasta lotan
Nýlenduvöiuverzlun
Gott húsnæði fyrir nýlenduvöruverzlun óskast.
Verzlun í fullum gangi kemur einnig til greina.
Tilboð merkt: „Verzlun — 8011“ sendist Mbl. fyrir
29. þ.m.
GpsMGI 2-24
SiMAfi: 30280-3 262
LITAVER
Pilkinton9s tiles
postulínsveggflisar
Stærðir 11x11, 7V2xl5 og 15x15
cm. _
Mikið úrval — Gott verð.
H
M
M
N
BILL
OG
BOBBIE
IRVINE
Sýning fyrir almenning aðeins laugardaginn 27. í Lidó. Aðgöngumiðasala í Lídó fostudaginn
26. og laugardaginn 27. kl. 16—18 báða dagana.Borð tekin fr áfyrir matargesti.
Sérstakar sýningar verða fyrir nemendur Dansskóla lleiðars Ástvaldssonar og geta fyrrverandi
nemendur fengið miða á þær í Brautarholti 4 í dag og á morgun frá kl. 20—23.
Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar.