Morgunblaðið - 25.04.1968, Síða 21

Morgunblaðið - 25.04.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1968 21 Málverk eftir Braque selt á 16 milljónir London, 24. apríl NTB-Reuter BANDARÍSKI listaverkasalinn Sidney Janis, festi í gær kaup á mlveárki Georges Braque „Hommage a J. S. Bach“ á mál- verkauppboði hjá Sotheby í London og greiddi fyrir það 115 þúsund sterlingspund, og er það næsthæsta verð sem greitt hef- ur verið fyrir nútíma málverk, höggmyndir o gteikningar á Sotheby-uppboðL (O)heppilegt orðaval Aþenu, 19. apríl (NTB) BREZKI þingmaðurinn John Frazer lagði í morgun blóm- sveig að styttu stórskáldsins Byrons, en stytta þessi stend- ur í miðborg Aþenu. Borði fylgdi blómsveignum, og á hann var letruð svohljóðandi tilvitnun í eitt verka skálds- ins: „Mig dreymdi að enn gæti Grikkland orðið frjálst“. Frazer, sem er einn af full- trúum Verkamannaflokksins í Neðri málstofu brezka þings- ins, var þegar handtekinn er hann hafði lagt frá sér blóm- sveiginn, og fluttur til aðal- stöðva öryggislögreglunnar. Þar sat Frazer í eina klukku- stund, en var látinn laus strax og lögreglan komst áð raun um að hann væri þingmaður. Frazer tók sér far heim til Englands með fyrstu flugvél. Kosygin kominn heim... Moskvu, Nýju Delhi, 22. apríl — NTB—AP — ALEXEI Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, er nú kom- inn heim úr ferðalagi sínu. Hann fór í opinbera heimsókn til Pak- istan og kom óvænt við í heim- leiðinni í Nýju Delhi og ræddi við Indiru Gandhi, forsætisráð- herra þar, m.a. um Vietnamdeil- una og samninginn um bann við dreifingu kjarnorkuvopna, sem Indverjar hafa ekki viljað ger- ast aðilar að. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að þau hafi rætt um þref stjórnanna í Hanoi og Wash ington um fundarstað til að ræða um Vietnam, Bandaríkjastjórn hefur stungið upp á Nýju Delhi sem fundarstað og haft er fyrir satt að Hanoi-stjórnin sé að at- huga þann möguleika, enda þótt hún kjósi fremur, að viðræð- urnar fari fram í Varsjá eða Pnom Penh. Fréttastofan „Press Trust of Indian“, sagði í gær- kveldi, að þau Kosygin og Ind- ira Gandhi hefðu orðið ásátt um að Varsjá hlyti að vera ákjós- anlegur fundarstaður. Kosygin sagði við fréttamenn í Nýju Delhi, að hann vildi vinna að því, að draga úr spenn unni milli Indverja og Pakist- an en þó mundi Sovétstjórnin ekki hafa frumkvæði um frek- ari viðræður milli stjórna ríkj- anna. í opinberri tilkynningu sem gefin var út í Pakistan, að lokn um viðræðum við Ayub Khan, forseta, kom fram, að Sovét- stjórnin hefur heitið tækni- og efnahagsaðstoð við að reisa stál iðju í Vestur-Pakistan og orku- veitu i Austur-Pakistan. Enn- fremur munu stjórnirnar halda áfram samvinnu við leit að jarð gasi og olíu. Bandsög Vil kaupa notaða bandsög strax . Upplýsingar í síma 52042, á föstudag og mánudag. Húseign til sölu Hluti húseignarinnar Lækjarteigur 2 (horni Lækj- arteigs og Borgartúns) er til sölu ef viðunandi til- boð fæst. Þeir sem hefðu áhuga fyrir kaupum eða óska upplýsinga góðfúslega sendi nafn og heimilis- fang til Björgvins Frederiksen, Lindargötu 50. Ríkistryggð skuldabréf Önnumst útvegun og sölu á ríkistryggðum skulda- bréfum og venjulegum fasteignatryggðum skulda- bréfum. Málflutnings og fasteignastofa, Agnar Gústafsson, hrl., Björn Pétursson, fasteignaviðskipti, Austurstræti 14. Sími 22870 og 21750. Nýlenduvöruverzlun Höfum til sölu litla nýlenduvöruverzlun með gamalgróin og góð viðskiptasambönd í fullbyggðu borgarhverfi. Lítill vörulager, og ódýrar innréttingar. Til greina kemur sérsala á vörulager, og innrétt- ingum og leiga á húsnæðinu. Þarf kaupandi þá aðeins að geta greitt i peningum 200—300 þús. kr og sett tryggingu fyrir álíka upp- hæð til greiðslu innan eins árs. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Málflutnings og fasteignastofa, Agnar Gústafsson, hrl., Björn Pétursson, fasteignaviðskipti, Austurstræti 14. Fasteignasalan Garðastræti 17 símar 24647 — 15221. Til sölu við Grettisgötu, 5 herb. endaíbúð á 1. hæð (130 ferm.) í vönduðu steinhúsi, 2 samliggjandi stofur, 2 svefnherbergi, rúmgott forstofuherbergi, með sér- snyrtiherbergi. Tvöfalt gler, teppi á stofum og gangi, sérhitaveita. íbúðin verður til sýnis föstudag og laugardag n.k. (kl. 2 til 5 e.h) Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Árni Guðjónsson hrl., Þorsteinn Gíslason hrl., Helgi Ólafsson sölust., kvöldsími 41230. MEÐ M'S CULLFOSSI 20 daga vorferð frá Reykjavík 18. maí til LONDON, AMSTERDAM, HAMBORGAR, KAUP- MANNAHAFNAR og LEITH. VERÐ AÐEINS KR. 10.7S0.oo Fæði, þjónustugjöld og söluskattur innifalið. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.