Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.04.1968, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN . PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA.SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 AUGLYSIHGAR SÍMI SS«4*80 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1968 Vegirnir þola ekki þungann — Vigtarmœlir á ferð nœstu daga KLAKI er nú að fara úr jörð og vegir því erfiðir umferðar víða um land. Þungatakmarkan- ir eru víða og sumir vegir ekki færir neinum bílum nema jepp -um. Samkvæmt upplýsingum Vegamálaskrifstofunnar eru flestir vegir færir á Suðurlandi, en víða mjög slæmir. Þannig eraðeins jeppafært frá Ljósa- fossi og upp að Gjábakkavegi og Grafningsvegur er aðeins fær jeppum. Á öllum Suðurlands- vegi er öxulþungi takmarkað- ur við 7 tonn og 5 tonn á hlið arvegum. Gráðugur hákarl Bæ, Skagafirði, 24. apríl. •GTJNNAR Þórðarson lögreglu- tmaður á Sauðárkróki kom sér tupp hákarlalóð með 6 önglum. •Lagði hann norðvestan af Málm- •ey. Þegar hann vitjaði um ný- lega voru 3 hákarlar á lóðinni, þar af tveir á sama önglinum. Fyrst hafði einn tekið og gleypt öngulinn niður í maga. Svo koma annar og stærri og klippti mag- ann úr þeim sem fastur var og festi sig á önglinum. Nokkrir hákarlar hafa veiðzt á Skagafirði í vetur. Verkamenn þá eins og áður var siður, setja i kös í 6—8 vikur, skera svo niður í beitur og hengja upp og þurrka og er hákarlinn þá hæf- ur til sölu. Er þetta mjög eftir- sótt vara bæði i verzlunum, veit ingahúsum og einstaklingum, og þykir herramannsmatur. Mollorca- lorar kooia ó löstudogskvöld AÐ undanförnu hafa á annað hundrað íslendingar dvalizt á Mallorca á vegum ferðaskrifstof unnar Sunnu. Líður öllum vel og hefur fólkið beðið fyrir kveðj ur til vina og ætfingja heima. Hópurinn kemur til Reykjavik urflugvallar næstkomandi föstu dagskvöld með flugvél Flugfé- lags íslands. Vesturlandsvegur er varla fær fólksbílum allt til Holta- vörðuheiðar, en Borgarnes- braut er sæmilega fær vestur að Hítará. Á Snæfellsnesi voru vegir allir lokaðir fólksbílum, en á Vestfjörðum var fært í Þorskafjörð. Norðurlandsvegur fer heldur batnandi í Húnavatnssýslu og allt til Skagafjarðar, en í Skaga firði er færð slæm og einnig á Öxnadalsheiði. í Þingeyjarsýslum og Múla- sýslum er öxulþungi takmarkað- ur við 5 tonn á öllum vegum, nema á Norðfjarðarvegi um Fagradal. Vegagerðin væntir þess fast- lega að vegfarendur sýni skiln ing á ástandi veganna og geri sér ekki leik að því að fara með ökutæki á bannaða vegi. Vigtarmælir verður á ferð á vegum næstu daga og verður því strahglega framfylgt, að ákvæði um öxulþunga séu ekki brotin. Þung viðurlög eru við brotum á öxulþungatakmörkunum. Neyzluvatn Vestmannaeyinga rennur út í sandinn. (Ljósm. Ottó Eyfjörð). Neyzluvatn til Vest- mannaeyja í júlíbyrjun NEYZLUVATN úr landi mun I úr landi yrði lögð út í Eyjar ná- berast til Vestmannaeyja í byrj- lægt 5. júlí n.k. Þá verður einn- un júlí í sumar, að því er Magn- ig í sumar hafin bygging dælu- ús Magnússon, bæjarstjóri í ! stöðvar á sandinum og vélar Vestmannaeyjum tjáði blaðinu í verða væntanlega settar í þá gær. Sagði Magnús, að leiðslan stöð næsta vetur. Mikið tjón af eldi í félags- heimili Vopnafjarðar Magnús sagði, að í sumar mætti búast við því, að þriðjung ur Vestmannaeyinga fengi vatn en um næstu áramót yrði neyzlu vatnið úr landi komið til tveggja þriðju hluta af íbúum kaupstað- arins- Hins vegar sagði hann, að þess mætti vænta, að vatn yrði ekki ætíð nóg á meðan dælustöð in væri ekki komin í gagnið. Þá verður einnig byrjað á vatnsmiðlunargeymi Vestmanna- eyjum í sumar, sem taka mun 5000 tonn. Magnús tók það fram, að þessi áætlun öll miðaðist við það að fjáröflun til framkvæmdanna brygðist ekki. — Bókasalnið skemmt, en — Bókasafnið stórskemmt, en Vopnafirði 24. apríl: f nótt kom upp eldur í félagsheimili Vopnafjarðar, Miklagarði, og urðu miklar skemmdir á ýmsum hlutum, sem þar voru til húsa. Eldsins varð vart um kl 5 í morgun, er maður var á leið til kinda sinna. Þegar var haft ur, nema hvað gólfið hefur nokk uð skemmzt af vatni. Vélar á efri hæð munu hafa skemmzt af hita. Að sunnanverðu á efri hæð eru verkalýðsfélagsins og geymslur. Yfir aukaálmunni er sýningar- klefi, tvö geymsluherbergi og tvær stofur sveitarstjóra. Skemmdir urðu þær á neðri hæð aukaálmu, að kyndingarklef inn er brunninn að innan, bóka- safnið stórskemmt af vatni og Framh. á bls. 31 Kvenfélag Eyr- arbakka 80 óra KVENFÉLAGIÐ á Eyrarbakka er áttatíu ára í dag, stofnað 25. apríl 1888. Er það annað elzta kvenfélag á landinu, aðeins Thor valdsensfélagið er eldra. Að stofnun Kvenfélags Eyrar- bakka stóðu 16 konur þar á staðnum. Fyrsti formaður fél. var frú Eugenia Nielsen. Félagið hefur beitt sér fyrir ýmsum líkn ar- og mannúðarmálum. r »Héii samband við brunalið staðarins : reyk, en ekki eldi, en skrifstofa og hófst það handa við að | verkalýðsfélaganna er lítið slökkva eldinn eins fljótt og við skemmd. í geymslum félagsheimil isins urðu hinsvegar talsverðar skemmdir og eldhús og borð- stofur er mikið skemmt af eldi. Salur hússins er lítið skemmd- varð komið. Var slökkvistarf— inu lokið um níuleytið í morg- un. Félagsheimilið hér er aðal- álma, 320 ferm. að stærð, og auka álma á tveimur hæðum. Er hæð- in 100 ferm., þar er inngangur í húsið og úr þeim gangi í eld- húsið, borðstofur og sal. I kjall- ara aukaálmunnar er kyndiklefi, bókasafn hreppsins, skrifstofa 500 kr. seðlar í næsta mánaðar PRENTAÐIR hafa verið fimm hundruð króna seðlar, sem í ráði er að taka í umferð í lok næsta mánaðar. Nokkur ár eru liðin síðan slíkir seðlar hafa sézt í umferð. Þá munu einnig hugmynd- ir uppi um að slá fimm króna mynt, en ekki er kunnugt hve nær það kynni a'ð koma til framkvæmda. Tíu króna mynt hefur verið sleginn sem kunn ugt er og munu tíu króna seðlar hverfa úr umferð smám saman. ég væri í pollinum, en var ó eldhúsborðinu heima“ 5 dra dreng á Rauíarhöfn bjargað frá drukknun með snarræði Guðsteinn Gíslason, Keflavík, er lézt af slysförum eins og skýrt var frá í blaöinu í gær. Raufarhöfn, 21. apríl. ÞRIÐJUDAGINN 16. apríl voru börn að leik við hús, sem er í byggingu syðst í þorpinu. Mikið leysingarvatn hafði safnazt í grunninn, því að mikill snjór var umhverf- is og leysing um og eftir pásk ana. I næsta húsi, sem verið er að innrétta, var Þorgrím- ur Þorsteinsson, smiður, að vinna. Heyrir hann allt í einu einhver hróp, og skömmu síðar hrópa börn greinilega á hjálp. Beið hann þá ekki boðanna og þaut út úr hús- inu, og tók strax eftir börn- um, sem voru mjög óttasleg- in, skammt frá hinu húsinu. Er hann kom upp á háan snjóskafl milli húsanna, virt- ist honum hann sjá í hnakka á barni neðan við hið mann- lausa hús, en þar var vatn- ið mest. Óð hann þegar út í vatnið og kafaði upp að öxl- um, þar sem hann þóttist hafa séð barnið, en ekkert sá hann vegna þess hve vatn ið var óhreint. Drenginn fann hann þó strax. Hann var þá orðinn meðvitundarlaus. Uppi á skaflinum lagði Þor grímur drenginn frá sér og hóf lífgunartilraunir með blástursaðferðinni. Eftir að hafa blásið nokkrum sinnum, varð hann lífs var, og eftir litla stund kom mikið vatn og óhreinindi upp úr drengn- um. Þaut nú Þorgrímur með hann inn í húsið, þar sem hann var að vinna, því að þar var hlýtt, og hélt áfram lífgun. Eftir skamma stund var drengurinn úr mestu hættu og bar Þorgrimur hann heim, en það er ör- skammt. Mun drengurinn ekki hafa komizt til fullrar meðvitundar fyrr en um það leyti, því daginn eftir segir drengur við móður sina: ,,Þegar ég vaknaði, hélt ég að ég væri í pollinum, en þá var ég á eldhúsborðinu heima“. S. Ein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.