Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 86. tbl. 55. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1968 Prentsmiðja Morgiinbl.'iðsins, Yfirmaöur tékknesku leyniþjönust- unnar leysir frá skjdðunni — Mikoyan sviðsetti réttarhöldin ytir Slansky — Einn yfirmanna tékknesku lögregiunnar fremur sjálfsmorð Prag, 29. apríl, AP-NTB. | Ceteka, frá því í dag, að yfir- FYRVERANDI yfirmaður maður leyniþjónustudeildar tékknesku leynilögreglunnar, lögreglunnar í Prag, Josef Karol Bacilek, sagði á sunnu- Podcepicky, hafi framið sjálfs dag, að Stalín hefði sjálfur : morð. Fréttastofan segir, að fyrirskipað hreinsanirnar---------------------------- málið sé í rannsókn og engar frekari upplýsingar verði gefnar á þessu stigi. Podcepic ky fyrirfór sér í smáborg í V estur-Bæheimi. Karol Bacilek skýrði í viðtali við dagblaðið Smena í Bratis- lava, frá hlutverki Stalíns í réttarhöildummi gegn fyrrv. að- alritara tékkneska kommún- istaflokksins og tíu öSrum kommúniis'taforingj'Um, sem dæmdir voru liflausir og hengdir fyrir njósnir og föður- landssvik. Er hér um að ræða lið í nýjum uppljóstrunum tékkn eskra yfrrvalda, sem gefa ber- j lega í skyn, að Sovétríkin hafi átt frumkvæðið að hryðjuverk j unum í Tékkóslóvakíu eftir stríð. ! Bacilek, sem var vikið frá störf- . um einu ári eftir Slansky-réttar höldin, sagði að tékknesk yfir- ! völd hefðu á sínum tíma mót- mælt fyrirskipunum Stalíns en j að lokum orðið að láta undan og setja réttarhöldin á svið. Mikoyan óánægður. Bacilek sagði, að Mikoyan Framhald á bls. 31 Anastas Mikoyan. meðal tékkneskra kommún- j istaleiðtoga árið 1952 og sent ; Anastas Mikoyan, fyrrum ; forseta Sovétríkjanna, til Prag til að hafa yfirumsjón með sýndarréttarhöldunum | bar. í>á skýrir hin opinbera j fréttastofa Tékkóslóvakíu, i Mótmæla- aðgeröir i ÍUSA I New York, 29. apríl. AP. UM 160 manns voru handteknir \ í New York um helgina í mót- mælaaðgerðum gegn kynþátta- aðskilnaði og Vietnam-stríðinu. Samskonar mótmælaaðgerðir fóru fram í Chicago. í New York söfnuðust um 100.000 manns saman í Central Park og hlýddu á ræðu, sem ekkja dr. Martins Luther King, Coretta hélt. í Chicago beitti lögreglan kylfum og táragasi gegn 5.000 manns og um 50 voru handtekn- ir. Efnt var til mómælaaðgerða í Washington og San Francisco og kom þar einnig til nokkurra átaka milli stúdenta og lögreglu. Mikill kosningasigur vesturþýzkra þjóðernissinna í Baden-Wurttemberg Juku fylgi sitt úr 2,2 í 9,8% Kiesinger kanzlari kennir óeirðum vinstri sinnaðra stúdenta um Stuttgart, 29. apríl NTB. FLOKKUR þjóðernissinna í Vestur-Þýzkalandi, NTP vann mikinn sigur í sam- bandsríkinu Baden-Wiirttem- berg, en fylkisþingkosningar fóru fram þar um helgina. Jók flokkurinn fylgi sitt úr 2,2% í kosningunum til sam- bandsþingsins 1965 í 9,8% nú. Flokkur þessi er af mörgum talinn flokkur nýnazista. Kiesinger kanzlari hefur þeg- ar lýst því yfir. að þessi úrslit hljóti að valda mörgum mikl- um vonbrigðum og spilla áliti Vestur-Þýzkalands erlendis. Sá flokkur. sem tapaði mestu fylgi í kosningunum nú, voru sósíaldemókratar, en fylgi þeirra minnkaði úr 37.3% í þessa aukningu Adolf von Thadden leiðtogi vesturþýzkra þjóðernissinna. fylkisþingkosningunum 1964 í 29,1% nú. Flokkur kristilegra demókrata : samstarfsflokks sósíaldemókrata í ríkisstjórn landsins, missti einnig fylgi eða úr 46.2 í 44.1% j en flokkur frjálsra demókrata jók fylgi sitt úr 13.1 í 14.4%. 'Þjóðernissinnaflokkurinn tók 'ekki þátt í fylkisþingkosningun um 1964, en með þessum kosn- ingasigri á sunnudaginn vaæ hef- ur flokkurinn skipað sér sess með þeim flokknum, sem reikna verður með í vestur- þýzkum stjórnmálum, er kosn- ingar til sambandsþingsins fara fram á næsta ári. Eitt aðvör- unarmerkið enn kom frá nýjum flokki ýzt til vinstri. Vihstri sinnaða lýðræðisflokknum (Dem okratische Linke), sem nú tók í fyrsta sinni þátt í kosningum og fékk 2.3% atkvæða. Urslit kosninganna voru sam starfsflokkunum í ríkistjórninni kristilegum demókrötum og sós- íaldemókrötum mikil vonbrigði. Talsmenn beggja flokkanna hafa lýst yfir þeirri skoðun slnni, að fylgi þýzkra þjóðernis- sinna sýni viðbrögð, einkum á meðal millistéttanna, gagnvart ó eirðum vinstri sinnaðra stúdenta í Berlín og öðrum borgum um Framhald á bls. 31 Humphrey tilkynn- ir framboð sitt Nasser segir stríð við ísrael dhjákvæmilegt Öryggisráðið mótmœlir hersýningu í Jerú salem 2. maí n.k. Beirut, Jerúsalem, 29. apríl, AP-NTB. í RÆÐU sem Nasser Egypta- landsforseti hélt á fundi yfir- manna og óbreyttra her- manna í herbækistöð skammt fyrir utan Kairó í dag, sagði hann, að sérhver tilraun SÞ til að leysa deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs hefði reynzt ár angurslaus og atburðarásin sýndi, að óhjákvæmiJegt væri að hefja bardaga á ný. Sagði Nasser, að ekki yrði komizt hjá nýrri styrjöld hvað svo sem SÞ gripu til bragðs. Þá kvað hann hersýningu ísraels manna, sem fram á að fara í Jerúsalem 2. maí sýna glöggt hvernig ísraelsstjórn hefði ályktanir SÞ að engu og stork aði ÖIIu mannkyninu. Nasser hvatti allar Arabaþjóð- Framhald á bls. 31 Washington, 29 apríl, AP-NTB. HUBERT H. Humphrey, vara forseti Bandaríkjanna til- kynnti sl. laugardag, að hann mundi gefa kost á sér sem forsetaefni demókrata. Hump hrey sagði í sjónvarpsviðtali eftir að hann hafði tilkynnt ákvörðun sína, að hann mundi fylgja þeirri stefnu, sem mótuð hefði verið af John F. Kennedy og Lyndon Johnson. „Ég er sjálfstæður maður,“ sagði Humphrey," en ég sé enga ástæðu til að snúa baki við því, sem þegar hefur verið gert.“ Stjárnmálafréttaritarar í Wash ington telja, að Humhrcy hafi meira en 50% möguleika til að verða útnefndur forsetaefni demókrata á flokksþinginu í Chicago í haust. Þetta er í annað sinn, sem hann tekur þátt í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Hann hóf kosningabaráttuna með því að lýsa sig mótfallinn andstöðu keppinauta sinna, Kennedys og McCarthys, við stefnu Johnsons forseta, en Humphrey hefur veri'ð einn mesti stuðningsmaður forsetans í Vietnam-málinu sem öðrum málum. Humphirey hefur þegar hlotið stuðning áhrifamikilla þjóðfélags hópa. Þannig hafa flestir forystu menn AFL-CIO, bandarisku verkalýðssamtakanna, lýst yfiir stuðningi sínum við hann, þ. á m: formaður samtakanna, Geonge Meany. Ýmsir kaupsýslumenn hafa þegair lagt fram fé í kosn- ingasjóð Humphreys. Hann nýtur einnig fylgis í Suðurríkjunum, þrátt fyrir frjálslyndisstefnu sina í kynþáttamálum, en Suðurríkja- menn hafa yfiirleitt rótgróna and- úð á stefnu Kennedys í þeim mál um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.