Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 196« J=====*BftJVL*/eJUf VÍ\/L@7/3P Rauðarárstíg 31 S'imi 22-0-22 sími -]_44_44 mmrnR Hverfisgötu 103. Sími eftir lokon 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 SigurSur Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRALT NÝIR VW 1300 SENDUM StMI 82347 FJAÐRIR Trader M. Benz Commer Damdrover Willys Cortina Opel Skoda Taiunus Wauxhall. Ávallt fyrirliggjandi mikið úrval varaihlu'ta V flestar gerðir bíla. Athugið okkar hagstæða verð. kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27 - Sími 12314. Skolphreinsun Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. ^ Prestsembættið í Kaupmannahöfn og viðbrögð al- mennings Séra Hannes Guðmunds- son í Fellsmúla skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Það fór, eins og ég vissi fyrir fram, að viðbrögð þeirra, sem kynnzt hafa af eigin raun því merka starfi, sem íslemzka kirkjan vinnur í Kaupmanna- höfn og reyndar á Norðurlönd- um, urðu á einn veg. Bæði opinberlega og í einkabréfum lýsa menn harmi sínuim og undrun yfir þeiri ákvörðun að leggja embættið niður. Ég hef í höndum afrit af bréf um, sem biskuipsskriCstofunni hafa borizt í þessu tilefni, m. a. frá dr. med. Riishede, prófessor við Taugaskurðardeiid Ríkis- spítalans í Kaupmannaihöfn, en í bréfi sínu lýsir prófesorinn áhyggjum sínum, ef hið þýð- ingarmikla starf, sem prestur- inn í Kaupmannahöfn vinmur í þágu sjúklinga, yrði lagt niður. Á sama hátt skrifa starfs- bræður hans hérlendir, þeir: Haukur Þórðarson, yfirlæknir á Reykjalundi, Þórður Möller, yfirlaeknir á Kieppi, og Páll Sigurðsson, tryggingaryfirlækn ir. Þó þykir mér miest til um bréf Tryggva Péturssonar, úti- bússtjóra Búnaðarbankans í Hveragerði. Á hreinskllinn og drengilegan hát skýrir banka- stjórinn frá því, að þegar em- bættið var stofnað, hafi honuim fundizt það með öllu þarfiLaus náðstöfiun og sóun á fjármun- um. Þá fyrst, er náinn ástvinur hans átti íhlut og hann kynnt- ist starfinu af eigin raun ,varð honum ljós þýðing þeis og mikil- vægi. Ég get þessa hér, þvi að mig grunar, að svo sé uim marga fleiri. Af mikilli fraimsýni og skiln- ingi á hlutverki kirkjunnar til þess að mæta knýjandi þörf í nútíma þjóðfélagi barðist biskup landsins fyrir stofnun þessa embættis. Mætti hann vel vilja og áhuga núverandi kirkju málaráðherra og annarra ráða- manna. Ráðstöfun þessi miætti þegar 1 uipphafi tvenns konair andstöðú, — annars vegar þeirra, sem ekki var ljóst, hve geysiþýðingarmikið starfið var, ef vel til tækist í byrjun, og hins vegar þeira, sem leyn/t og Ijóst berjast gegn öllu því, sem kristin kirkja vill vinna. Nú hefði maður haldið, að sú reynúLa, sem fengizt hefur af starfi presfcshjónamna í Kaup- mannahöfn og vakið hefur at- hygli á Norðurlöndum og orðið íslendingum til sæmdar, opnaði augu xáðaimanna hér heima fyrir naiuðsyn þess og hefði orðið þeiim hvatning, ekki að- eins til að sú litla fjárveiting, sem veitt er til embættisins á fjárlögum, fengi að starnda áfram óskert, heldur að hún yrði aukin til að mæta sívax- andi þörf. En hér fór á annan veg en margu'r hugði. Fátækt okkar íslendinga og umkomu- leysi á því herrans ári 1968 er svo átakanlegt, að nuðsynlegt er talið að augiýsa hana á hin- um Norðurlöndunum með því að fella embættið niður. Þegar hér vax komið, var hafizt handa um almenna fjár- söfnun, ef koma mætti í veg fyrir, að starfið legðist niður. Var því vel tekið í orði, m.a. í leiðara Morgunblaðsins 17. apr. s.l. Þó kvað við annan tón í Þjóðviljanum 9. apr. s.l. Ambáttin í hallargarðinum forð um birtist þar afturgengin og ljósli'fandi, eins og hennar var von og vísa, og þó ekki til einskis, ef hún yrði til þess að opna augu almenningps fyrir innræti og eðli hins heiðna heimspekikerfis kommiúnismans og bera það saman við mann- gildishugsjón kristindómsins Fólk veitti því athygli, að það var rödd ambáttarinnar, sem hljómaði í sölum Alþingis til mótmæla, þegar embættið var stofnað, og skelfdi ýmsa menn, og það er hin sama röddin, sem hlakkar nú í dag, þegar em- bættið er lagt niður. En það sé öliktm góðum mönnum Ijóst, að í hvert sinn, sem englair ljóss- ins vinna sín líknar- og má'ttar- verk, — þá iáta raddir myrkurs ins til sín heyra. Heyrzt hefur, að fjárveiting til embættisins verði tekin upp að nýju á næsta ári, og jafn- vel að koistnaðurinn í ár verði greiddur Utan fjárlaga, vegna hinna jákvæðu viðbragða al- mennings til miálsins. Þetta er ekki rétt og að engu hafandi, eftir það, sem á undan er gengið. Aðeins opinbera og ský lausa yfirlýsingu fjármálaráð- herra um að svo verði gert get- um við tekið trúanlega. Meðan sú yfirlsýing er ekki fyrir hendi, er um það eltt að velja, að þeir, sem hafa skilning á því fórnarstarfi, sem íslenzka kirkjan rekur á Norðuirlöndum, sýni vinarhug sinn í verki og leggi fram það fé, sem þarf til þeiss að starfrækja embættið. Ég heiti á alla góðviljaða menn og félagasamtök að bregða nú skjótt við og leggja þessu máli lið. Hér er verðugt verkefni fyrir kristileg félÖg, kvenféiög Og önnur líknarféliög. Jákvæð viðbrögð ykkar í verki eru ein þes megnug að korna í veg fyrir, að fram hjá þessu starfi verði gengið í náinni framtíð. Hér með fylgja kr. 1000,— til starfsirHS. Vir ð ing arf yllst, Hannes Guðmundsson, Fellsmúla, Rang.“. Þúsund krónurnar eru kornn- ar í réttar hendur. Mannúðar- og líknarstarf Ólafur Albertsson, Bþge- hþj, 48, Hellerup, skrifar: „Fyrir þremur árum var ég staddur á íslandi í stuttri heimn- sókn. Þá var ætLun mín að heimsækja biskup íslands til að þakka honum fyrir, að hann hefði verið frumkvöðull að því, að íslenzkt prestsembætti var stofnað í Kaupmannahöfn, en þar haf ég átt heimili í 40 ár. Því miður náði ég ekki fundj biskups þá, því að ég þunfti fyrst að fara til Vesttfjarða, en biskup var farinn í vísitaziu- ferð, þegar ég kom atftur til Reykjavíkur. Ég lét þó boð ganga til hans, um að ég þakk- aði honum fyrir stofnun þessa prestsembættis og bað boðber- ann jatfnframt um að segja bi'skupi, að þetta væri það bezta sem ísland heíði gert fyrir ísiienzku nýlenduna í Dan- mörku, jafrit á andlegu sem á menningarlegu sviði. Ég hefi enn sömiu skoðun á gildi þessa embættis fyrir okk- ur íslenidinga í Kaupmanna- höfn. En nú sé ég í fréttum frá Alþingi, að nú eigi að faira að spara vegna fjárkreppu. Þetta er að margra áliti án efa rétt. En ég og fjöldi fastbúanda hér í Kaupmannahötfn, biðjum eins innilega og við getum: Endunskoðið frumvarpið, áður en það kemur til afgreiðslu á Alþingi, hvort ekki sé hægt að spara á öðru sviði, sem ekki er jafrj-nauðsymlegt að hafa á fjárlögum. íslenzki presturinn í Dan- mörku vinnur hið mesta mann- úðar- og þjónustustarf, ekki að eins í hinu venjulega prests- starfi, sem séra Jónas Gísilason rækir af framúrskarandi dugn- aði, og gefur mörgum lönduom trú á lífinu, heldur vinnur hann jafntframt startf, sem ekki á sér hliðstæðu á íslanidi. Hann tekur á móti sjúku og veiku fólki, sem kemur að heiman til að leita sér lækninga, sem ekki er unnt að veita á íslandi. Hann er tengiliður milli sjúklinga og Lækna og sjúkrahúsa, en margir sjúklingar eru ekki mælandi á danska tungu. Hann huggar og hressir þá, sem haía um sárt að binda í ástvinamissi. Hann er alltaf tii staðar, þegar þörf er á hjálp. Flytur þá, sem fengið hafa heillsuna afitur, ann- að hvort á flugvöll eða skips- fjöl, — oft og tíðum veitir hann peningalega hjálp. Hann huggar og hressir einmana, gamla landa, sem orðnir eru lúnir og þreyttir á Langri ævi, já, oft er hann tengiliður milli yfirvalda hér o,g eldra fólksins, sem á við erfiðleika að etja í einstæðings- skap. Ég get fullvissað ykkur um, að séra Jónas Gíslason hefur sameinað marga fastbúandi ís- lendiaga, — íslendinga, sem Lítið ber á í daglega lífirau og mundu aftut bverfa úr hópi Landa, einmana, gleymdir og yfirgefnir, fjarri fósturjörðinni, sem þeir þó í hjarta sínu elska til hinztu stundar, — ef starfs hans nyti ekki við. Við, sem ennþá hötfum ekki reynt, hvað það er að vera lið- andi í framandi landi, — and- lega eða likamlega, — getum varla gert okkur grein fyrir því mannúðar- og Líknarstartfi, sem séra Jónas hefur unnið hér í Danmörku. Slíkt starf getur sá einn unnið, sem er fæddur til að vera prestur, — í orðsins fyWista skilningi, — og það er séra Jónas. Betri manni hefi ég varla mætt á leið minni. Ég býst einnig við, að flestir, sem þarfnast huggiunar, óski eftir að hafa prest sér við hlið. Ég mælist til þess að skora á alla, sem séra Jónas hefur verið boðinn og búinn til að hjálpa í þessi ár, sem hann hetf- ur verilð starfandi hér, að taka höndum saman til að tryggja, að framháld megi verða á þessu starfi. Ég mælist til að skora á hátt- virta ríkisstjórn íslands og Al- þingi, að prestsembættinu í Kaupmannahöfn verði haldið áfram, svo að við fáum að halcLa séra Jónasi hér enn utn hríð. Ólafur Albertsson Bögehöj 48 HeLLerup". Jc „Sabat mater“ og sjónvarpið „Skagamaffur" skrifair: „Heiðraði Velvakandi! Til þín er leitað með allt nöldur, og ætla ég að gena það í þetta sinn. Þannig er mál með vexti, að nokkru fyrir hvítasunnu 1967 fór kvennakór Akraneskirkju í sjónvarp með „Stabat mater“ eftir G. B. Pergolesi ásamt söngstjórá og fleirum. Nú, þetta var síðan flutt í sjónvarpi á hvitasuinnu- kvöld (að mig minnir). Þannig stóð á, að á Akranesi var feirmt þennan dag, og því tiltöluilega fáir, sem gátu notið þessarar útsendingar. Ekkert er við því að gera, en þar sem þetta verk er ætlað til flu'tnings á föstu- daginn langa, því að það fjallar um þjáningar Ma'rfu, er Kristur var krossfastur, bjuggust all- flestir, er að þessu stóðu, við, að þetta yrði endurtekið á langa frjádag síðast'liðinn. En viti menn, ráðamenn sáu ekki ástæðu til að flytja þetta yndis- lega verk, er, aftur á móti sá maður „Cocktailparty" (geista- boð), sem er á sinn hátt gott verk, en óneitanlega f innist mér hitt verkið („Stabat mater“) betur hæfa tii flutn- ings þennan dag. Nú langar mig til að spyrja: Hvað veldur? Skagamaður". STÓitFELLD VEKDLÆkkllM Ný sending af HUDSON Pasalong sokkabuxum komin í verzlanir. Úrval lita — lægra verð. HUDSON-merkið tryggir meiri vörugæði. DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO. H.F. Sími 24-333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.