Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 11
MOHGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR «0. APRÍL 1968 11 ) sína leið. En fjarri fór því að þetta slæi nokkrum skugga á álit mitt á þessum mikillhæfa manni eða veikti traust mitt á honum enda kom það skjótt í ljós að við komu hans hafði Al- þingi bætzt góður starfskraftur. Bjarni Benediktsson hefir nú átt sæti á Alþingi í rúman ald- arfjórðung. Hefir hann á þessu tímabili lagt gjörfa hönd á marga þætti löggjafarmála vorra og ber það allt vott um glöggskyggni hans á þjóðháttum vorum og menningu samhliða því sem stutt er að brautargengi raunsærra framfara bæði til lands og sjávar. Frá formsins hlið er í lögum þeim sem Bjarni Benediktsson hefir lagt hönd að svo Vel til verks vand- að, að trauðla getur orkað tví- mælis um það hvað þar er að atriði hverju sinni. Er Bjarna Benediktssyni alveg sérstaklega sýnt um að gjöra lagasmíð vorri slík skil. Af þeim mönnum sem ég hefi átt sæti með á Alþingi, tel ég þá snjallasta lagasmiði frá þessu sjónarmiði séð, Einar Arnórsson, fyrrverandi lagapró- fessor og hæstaréttardómara, og Bjarna Benediktsson. Það hefir orðið hlutskipti Bjarna Benediktssonar að eiga ríkan þátt í því að marka utan- ríkisstefnu vora, standa að samn ingsgerð við erlend ríki eftir að rétturinn til sjálfstæðra ákvarðana vorra í því efni féll oss í skaut. í byrjun síðari heimsstyrjaldar skeði það er Þjóðverjar hernámu Danmörku, að tengslin við þetta sambands- ríki vort rofnaði gjörsamlega. Þetta bar að höndum mjög skyndilega og okkur að óvörum. En þegar svona var komið, gerð- um vér það eitt sem nauðsyn- legt var og sjálfsagt að taka í okkar eigin hendur þau mál er vér höfðum með sambandslaga- samningnum 1918 falið sam bandsríkinu að fara með um- boði voru, það er utanríkismál og landhelgismál. Enn var ekki liðinn sá tími er áskilinn var áður en vér gætum sagt samn- ingnum upp. En tvisvar á þessu tímabili hafði verið gerð um það ályktun á Alþingi að fs- lendingar tækju þessi mál í sín- ar hendur að samningstímanum liðnum og að þar með væri fyr- ir fullt og allt lokið stjórnar- farslegri sambúð vorri við Dan- mörku. Bjarni Benediktsson hafði er þetta skeði, ekki tekið sæti á Alþingi. Það gerði hann tveimur árum síðar, en var á þessum tíma prófessor í stjórn- lagafræði við Háskóla íslands. Var þá leitað fulltingis hans um lausn þessa máls og var hann mjög til ráðuneytis við ríkis- stjórnina um lagalegan undir- búning þeirra ráðstafana um æðstu stjórn landsins, sem gjöra þurfti og gjörðar voru. Á fyrsta stigi voru þær aðeins til bráðabirgða. Þótt með bráða- byrgðaákvæðum þessum skorti nokkuð á að málefni vor hvíldu á traustum grunni ef út af bæri, var á það fallizt að ráði viturra manna, þar á meðal Bjarna Benediktssonar, að láta við svo búið sitja þar til frestunartima- biiinu væri lokið, en það rann út við árslok 1943. En á árinu 1944 skildi endanlega gengið frá mál- inu með stofnun lýðveldis á ís- landi. Þegar samið var og sett að framvinda málsins skildi falla á þessa lund, fóru á siðustu stundu að heyrast úrtöluraddir um slíka afgreiðslu; var hljóm- urinn í þeim sá, að réttara væri oss að doka enn við og helzt þangað til Danmörk losnaði úr herkví Þjóðverja og færi gæfist á að ræða við ráðamenn Dana- veldis. Skjótt var þessum úr- töluröddum vísað á bug, þær fengu engan hljómgrunn. Bent var á, að frekari frestun á þvi að ganga endanlega frá málinu, gæti orðið sjálfstæði voru hættu- legt og miðað við það hvernig komið var, hefðum vér ótvíræð- an rétt til þessara málaloka. Gekk Bjarni Benediktsson mjög skelegglega fram í því að víkja þessum frestunarkaleik frá oss. Gerði hann þetta í umræðum á Alþingi og með greinum í blöðura og tímaritum. Svall hon- um móður við svo vanihugsaðar tiltektir á úrslitastundu og greiddi þeim þung högg, enda átti hann ekki langt að sækja baráttuhuginn þegar um var að ræða frelsi og fullveldi lands vors. Öllu reiddi þessu vel af eins og kunnugt er. Þá má og minna á hlut Bjarna Benediktssonar í því að vér gjörðumst þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu sem reynst hefir sverð og skjölchir Evrópuþjóða í því eyðilegging- ar og tortímingarstríði sem geysað hefir nú um skeið víða um heim. Herverndarsamningur sá sem vér íslendingar erum aðilar að, ber ótvíræð merki glöggskyggni og hygginda Bjarna Benedikts- sonar við samningagerð. Þar er svo um hnútana búið að herlið hefir ekki aðsetur hér á landi stundinni lengur en vér teljum nauðsynlegt hagsmunum vorum og öryggi. Lausn fiskveiðideilunnar við Breta var mikið afrek. Árásun- um á tólf mílna fiskveiðitak- mörkin var hrundið og nú sækj- um vér enn í okkur veðrið um frekari útfærslu veiðitakmark- ananna og mun eigi af veita, því sakir virðast standa þannig nú hér við land, að ósýnt er hvort meira má sín, veiðitæknin eða frjósemi fiskistofnanna. Hér bíður stjórnarvalda vorra mik- ið verkefni — en sterkasta vopn okkar til sóknar þar eru vits- mundir og hyggindi. Hinar miklu framfarir sem orðið hafa hér á landi síð- ustu áratugina hafa leitt huga vorn að því, að það geti orðið oss fjötur um fót í harð- sóttri umbóta- og framfarasókn vorri í framtíðinni, hve einhæfir atvinnuvegir vorir eru svo mjög sem vér erum háðir utanríkis- verzluninni. Mikið skortir á að Bjarna Benediktssonar sé minnst nú á sextugsafmæli hans svo sem verðugt er ,ef fram hjá því væri gengið að hann hefir verið í forustu fyrir því, að nú hefir með Búrfellsvirkjuninni verið stigið stærra spor en nokkru sinni áður til hagnýtingar nátt- úrugæða lands vors, þeirra sem fólgin eru í vatnsaflinu. Á grundvelli þessarar virkjunar rís jafnframt af grunni iðjuver her á landi, hið stærsta og af- kastamestu sem reist hefir ver- ið á norðurhveli jarðar. Mefð framleiðslu þess er efnt til út- flutnings á verðmætum sem rúm ur sölumarkaður er fyrir. Hér er brotið blað í íslenzku at- vinnulífi. Hér slær ný lífæð til viðbótar öðrum atvinnugrein- um vorum því enginn skyldi vera svo grunnhygginn að sleg- ið verði af þessum sökum slöku við þá framþróun sem nú er í landbúnaði vorum og sjávarút- vegi. Þvert á móti er allur vöxt- ur á þessu sviði til styrktar öðr- um atvinnugreinum og léttir þeim gönguna að sjá farborða hinni öru fólksfjölgun í landinu. En þetta er ekki nema byrjun stórframkvæmda á þessu sviði í landi voru. Vatnsflaumurinn í stórfljótum vorum rennur enn víða, ónýttur til sjávar. Detti- foss, sem lyft hefir andagift skálda vorra til hærra flugs en nokkur annar bræðra hans á landi voru, brýst með dunum og dynkjum fram af þverhníptri bergsbrúninni og minnir á afl það sem í honum býr. Ég get ekki hugsað mér að geta lagt í lófa Bjarna Benediktssonar aðra betri afmælisgjöf en þá, að bera fram ósk um það, að honum mætti auðnast að verða enn svo stórvirkur í stjórnar- forystu sinni, að þess verði ekki langt að bíða að lagt verði beizli við þessa ótemju háfjall- anna, fossinn, sem kveðið var um: „Regnbogalitir titra tærir tröllauknum bárum þínum í“. Þeim mönnum, sem hræddir kunna að vera við það, að erlent fé sé fengið til stórframkvæmda hér á landi, vil ég segja það, að meðan Bjarni Benediktsson stýr ir penna við samningagerð um þau efni, þurfum vér ekkert að óttast, auk þess sem vér getum verið þess fullvissir, að á öllum tímum eiga íslendingar menn sem treysta má í þeim efnum. Bjarni Benediktsson hefur gegnt formannsstarfi í Sjálfstæð isflokknum siðan hinn mikli og ástsæli foringi vor Ólafur Thors lét þar af störfum nokkru fyrir andlát sitt. Sjálfstæðisflokkur- inn hefir borið gæfu til að hafa jafnan haft á að skipa í for- mannssætinu mjög mikilhæfum mönnum hverjum fram af öðr- um. Og er merki flokksins vel og röggsamlega á lofti haldið í höndum núverandi formanns. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur lands vors. Frjálslyndi og víðsýni hef- ir jafnan skipað öndvegi í Sjálf- stæðisflokknum. í anda þessar- ar stefnu er uppvaxandi æsku- fólki landsins ljúft að starfa og taka röksamlega hendinni til við þau verkefni sem hér breiða hvarvetna faðminn á móti oss. Þetta er æska sem hefir mann- dóm og þor vill vinna frjáls en hatar hlekki. Þessi æska viil taka höndum saman um það að sá uppbyggingarmáttur og þjóð- frelsisvarðveizla sem er kjarni og kraftur sjálfstæðisstefnunn- ar, festi rætur í þjóðlífi voru og fái ætíð sem bezt notið sín. Pétur Ottesen. * Ef ég væri að því spurður hvaða ræða væri mér eftirminni- legust um dagana, mundi ég ekki vera í neinum vafa. Það var á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins á Þingvöllum 1943. Höfuðmálið var Sjálfstæðis málið og stofnun lýðveldis á fs- landi, og framsögumaður var Bjarni Benediktsson, borgar- stjóri. Ég man, að í upphafi ræð- unnar hlustaði ég ekki mjög vel, skotraði augunum um salinn í Valhöll, sem var þéttsetinn og var með hugann bundinn við margan merkismanninn, sem þar var að sjá. Ræðumaður talaði í fyrstu hægt og dró nokkuð seim- inn, eins og hans er vandi — en ekki leið á löngu, þar til honum tókst með afburða röksemdarfærslu,, líkingamáli og seiðandi þunga að vekja slíka athygli á efni máls síns, að hann hélt óskoraðri eftirtekt allra fundarmanna töluvert á annan klukkutíma og vakti slík hug- hrif og samhug, að Ólafur Thors sagði réttilega eftir ræðuflutn- inginn, að allir þeir, er hlýtt hefðu á mál framsögumanns, væru sér þess þá þegar með- vitandi að hafa lifað sögulega stund. Ég get ekki komizt hjá því að rifja þetta upp nú á sextugs- afmæli Bjarna Benediktssonar, þótt tilgangur afmæliskveðju minnar sé fyrst og fremst að þakka Bjarna Benediktssyni mikilvæg störf í þágu Reykvík- inga og Reykjavíkurborgar, störf hans sem bæjarfulltrúa og borgarstjóra og nú 1. þing- manns Reykvíkinga. Raunar er ein ástæðan til þess að flestum Reykvíkingum. jafnt andstæðingum sem samherjum í stjórnmálum finnst mikið til Bjarna Benediktssonar koma, sú, að hann hefur aldrei ein- skorðað sig við málefni Reyk- vikinga einna, heldur leyst vanda mál þeirra í samræmi við far- sæla landsmálastefnu og búið yfir þeirri starfsorku að geta í senn afrekað miklu í borgar- og landsmálum. Bjarni Benediktsson hóf fyrst stjórnmálaafskipti sin svo að um munaði á vettvangi bæjarmála. Hann skipaði öruggt sæti á lista Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn- arkosningunum 1934, þá aðeins 25 ára gamall. Þykir mér ekki ósennilegt, að hinn ágæti for- ingi, Jón Þorláksson, þáverandi borgarstjóri, hafi ráðið miklu um það, en með þeim Bjarna tókst mjög gott samstarf, og var Bjarni strax kosinn í bæjarráð og gerðist brátt aðaltalsmaður flokksins bæði þar og í bæjar- stjórn. Við fráfall Jóns Þorlákssonar mun jafnvel hafa komið tií orða að Bjarni Benédiktsson yrði borgarstjóri, en eigi mun hann sjálfur hafa sótzt eftir þvi. Aðrir munu þá hafa haft auga- stáð á embættinu, og varð úr, að Pétur Halldórsson, sem þó var ekki þeirra á meðal, en naut almenns trausts og hylli, var kosinn borgarstjóri. Bjarni Benediktsson er fyrst kosinn borgarstjóri í veikinda- forföllum Péturs og þótti sjálf- kjörinn eftirmaður hans að hon- um látnum. Þá var Bjarni Bene- diktsson 32 ára og yngstur þeirra manna, sem kosnir hafa verið borgarstjórar í Reykjavík. Bjarni Benediktsson þótti at- kvæðamikill sem borgarstjóri og stjórnmálamaður á þessum tíma. Sagan segir, að ýmsir forystu- menn í embættisliði borgarinnar hafi ekki tekið hinum unga borgarstjóra tveim höndum, þótt hann skapmikill og afskipta samur um of. Ekki hef ég fengið þá sögu staðfesta, þvert á móti hafa þeir borgarmálaforystumenn í em- bættisstétt, sem lengst og bezt hafa dugað Reykjavík, lokið upp einum rómi, um að Bjami Benediktsson hafi verið afburða stjórnandi og sanngjarn dugmikill og hreinskiptinn yfir- maður, sem ánægjulegt og lær- dómsríkt hafi verið að starfa með. Á borgarstjóratíma Bjarna Benediktssonar var eigi síður en endranær gott samstarf meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og þrátt fyrir harðar deilur við minnihlutann hef ég heyrt marga andstæðinga Bjarna Benediktssonar í bæjarmál- um hafa orð á því, að hann hafi stjórnað liði sínu í bæjarstjórn af frjálslyndi og tekið tillit til sjónarmiða minnihlutans. Kemur það einnig heim og saman við þjóðmálaforystu hans á síðustu árum. Hér er þess enginn kostur að rekja í einstaka atriðum afskipti Bjarna Benediktssonar af borg- armálefnum, en óhætt mun að fullyrða, að borgarstjóratímabil hans hafi verið eitt mesta fram- faratímabil Reykjavíkur, bæði í verklegum og menningarlegum efnum. Engum einum manni verður þakkað slíkt, en mikilvæg for- senda þess, að vel takist, er að samhentur meirihluti farsælla manna haldi um stjórnvölinn. Það var einmitt gæfa Reykja- víkur, að svo var þá. Borgar- stjóraár Bjarna Benediktssonar voru að ýmsu leyti erfið frá pólitísku sjónarmiði. í kosningunum 1942 voru gerðardómslögin, sem mættumik illi andspyrnu, nýsett, og í kosn- ingunum 1946 áttu kommúnistar hér miklum meðbyr að fagna eins og annars staðar fyrst eftir stríðslok. Síðarnefnda kosninga- baráttan var óvenju löng og hörð og þóttust kommúnistar þá vera búnir að fella meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Er engum vafa undirorpið, að þá var það framgöngu Bjarna Benediktssonar að þakka, að sú fyrirætlun fór út um þúfur. Auk farsællar borgarstjórnar og for- ustuhlutverks á alþingi, skrifaði Bjarni þá nær daglega markviss- ar greinar i Morgunblaðið, og hélt ótrauður ræður, sem kveiktu eldmóð með Reykvik- ingum, sem ákváðu að standa vörð um borg sína. f þessari kosningahríð skrifaði Ólafur Thors, þáverandi for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, grein þar sem hann ræddi framfaramál, sem Sjálfstæðismenn í Reykjavík hefðu komið í framkvæmd og komst svo að orði: „Forystumaður þessara ein- dæma framfara er Bjarni Bene diktsson, borgarstjóri. Andstæðingar hans hafa stundum sagt satt um hann undanfarna daga. Þeir telja hann eljumann og segja að enginn frýi honum vits. Slík lýsing á foringja sögð af andstæðingi, einmitt þegar bardaginn er heitast- ur og það hér á íslandi, þar sem fáir unna andstæðingi sannmælis, er mikið lof. Betur verður eigi Bjarna Benedikts- syni lýst, nema ef vera skyldi með verkum hans. Ungur að aldri hefir hann lengi verið þjóðfrægur atorku- og vits- munamaður. Á Alþingi hefir hann um árabil verið á- hrifaríkastur £ stærsta stjórn- málaflokki landsins og haft sig mest í frammi um laga- setningar. Hafa þau áhrif orð- ið hagsmunum Reykjavíkur að ómetanlegu gagni. í sjálf- stæðismálunum var hann jafn- an og af öllum tilkvaddur er mest reið á. Hann samdi einn eða með öðrum allar þær sam- þykktir og yfirlýsingar, er þing og stjórn gerðu og gáfu og nú marka sporin. Hann var í fámennum hópi þeirra, sem aldrei gugnuðu og lagði einn allra fram þýðingarmikil rök og gögn, er aðrir höfðu eigi þekkingu til eða komu ekki auga á. Þetta er þingsaga Bjarna Benediktssonar, svo langt sem hún enn nær. Þeir, sem gerst þekkja, munu vita, hvort sem þeir játa það eða eigi, að sú saga er þegar orðin óvenju merk. En þó hefir þessi af- kastamaður aldrei látið þing- annir tefja skyldustörf borg- arstjórans, enda myndu þau þá ekki vera með þeim ágæt- um, sem raun ber vitni um.“ Bjarni Benediktsson lét af störfum sem borgarstjóri 1947, en hefur verið áfram þingmaður Reykvíkinga og gegnt ráðherra- störfum alla tíð síðan að und- anteknu 2% ári vinstri stjórnar- innar. Aðrir munu fjalla um þau störf. Hér skulu aðeins þökkuð góð ráð hans, fyrirgreiðsla, og atbeini, þegar unnið hefur verið að hagsmunamálum Reykjavík- urborgar við löggjafa og rikis- stjórn. Ef ég man rétt, var það álit fyrst á Bjarna Benediktssyni, að hann væri fyrst og fremst fræði maður, maður kenninga fremur en athafna. Eftir borgarstjóra- ár hans dró enginn í efa dugn- að framkvæmdamannsins og þótt fáir hafi sýnt meiri stefnufestu eða samræmi í skoðunum á löng- um stjómmálaferli, þá er raun- sæi ef til vill mest áberandi í fari hans sem stjórnmálamanns. Hann kýs heldur að vega og meta og leysa vandamálin á grundvelli heilbrigðrar skyn- semi og aðstæðna hverju sinni en fyrirfram ákveðinna kenni- setninga. Eina meginreglu hefur Bjarni Benediktsson þó, ef fleiri kosta er völ, að velja leið frels- is en hafna höftum. Auk raunsæis Bjarna Bene- diktssonar á menn og málefni, hygg ég, að lykillinn að for- ystúhæfileikum hans og vel- gengni sé sá, að hann hefur í krafti þekkingar sinnar, vits- muna og elju ávallt gert sér far um að vita betur en aðrir menn og haft kjark til að fylgja sann- færingu sinni fram. Eitt sinn var ég meðal ungra Sjálfstæðismanna, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn hafði beðið al- varlegan ósigur, og þvi miður kunni enginn okkar að taka ó- sigrinum. Við gengum þá á fund Bjarna Benediktssonar og feng- um kennslustund í því, sem við ekki áður kunnum. — Ég efast ekki um, að Bjarni Benedikts- son er gæddur því sjálfstrausti sem þjóðarleiðtoga er nauð- synlegt, að hann sé öðrum fremri að stjórna landi, — en ég er jafnviss um, að þótt Bjarni Bene diktsson geti verið örgeðja og skapstór muni fáir betur geta tekið ósigri, og veldur þar raun- sæ söguskoðun, heimspekileg ró og sálarstyrkur, þegar í harð- bakkann slær. Vonandi þarf þó Bjarni sem minnst á þessum hæfileika sinum að halda. En þótt Bjarni hafi öðrum fs- lendingum fremur haft afskipti af og markað stefnu í hinum Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.