Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1M» Ferjað um fjörð Minning um Olaf Guðmundsson frá Dröngum 1885 - 1968 — Melholtabörð Skógarstrandar eru snauð á vorin, meðan þau bíða hrets og blota á víxl og bóndi lítur oft á dag til veðurs. Ég gekk þau í umskiptaglöðum útsynningi 1932 í fyrstu viku sumars og fannst vera viðbrigði, líkust sumri, að hitta grænkaðan varpa, bæ og naust að Dröng- um, þar sem Eiríkur rauði bjó fyrr en að Brattahlíð, og bát sá ég fljóta við naust. Aldrei meiri en á svaldægr- unum löngu er starfselja og hlökkun bóndans við fé sitt, tún og bát. Unglingar á bænumteiga seltukeim úr hafáttinni með eins spenntum vorhug og varpfugl eyjanna fyrir landi. Ákafi fólks til lífsins og bjargræðis- tímans er því meiri sem þræs- ingur veðra og duttlungar sól- ar gera það óvissara, hver ár- t Dóttir okkar, Hrafnhildur Jóhannesdóttir lézt á Borgarsjúkrahúsinu að kveldi 28. þ.m. Nanna Valdimarsdóttir, Jóhannes Arnason, Þórisstöðum. t Maðurinn minn, Ámi Þorsteinsson, Vallargötu 28, Keflavík, lézt að heimili sínu aðfarar- nótt 25. þ. m. Anna Þorleifsdóttir. t Jarðarföir Kristjáns Bernodussonar, Lönguhlíð 23, fer fram í dag kl. 3 frá Foss- vogskirkju. Foreldrar hins látna, dætur ©g systkin. Útför konu t móður okkar og eigin- minnar Edith Rasmus fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. maí 1968, kl. 10.30. Ingibergur Sveinsson og börn. angur fæst af vorönn þess. Þarna er fyrirheitum fagnað, sem geta ekki rætzt nema þrátt fyrir margt, sem móti því kann að hamla, að sumar og arður uppfylli þau. Ef þessar aðstæður hefðu ein- ar mótað bóndann íslenzka, hvern fyrir sig við sitt basl og bú, væri þessi grein ekki skrif- uð. Auk þess hefðu mér gefizt í varpa á Dröngum góðar kaffi- veitingar og samtöl á hversdags- veg, en því næst hefði ég gengi’ð áleiðis meir. En íslenzkur bóndi, margur, kann að eiga víðerni í sér, sem hann hugsar ekkert um að skil- greina né getur samrýmt dags- þörf sinni. Dæmin sýna þess merki, sundurleit og sum fjar- læg efni mínu í dag, hve mjög þessi víðátta hefur stækkað hann sem félagsveru og styrkt lund hans. Á sögulegum snöpum í Gesti Vestfirðingi hafði ég nýrekizt á það, að 1798 hafði Ólafur bóndi Guðmundsson, auknefnd ur Snóksdalín, flutzt að Dröng- um frá Snóksdal, þar sem hann átti kyn sitt að telja til lög- réttumanna staðarins, og um leið til stærri bokka. í náttstað í Dölum kvöldið fyrir heyrði ég rætt um landpóstinn milli Stykkishólms og Hrútafjarðar, Drangabóndann ólaf Guð- mundsson, Ólafssonar, Guð- mundssonar, ólafssonar Snóks- dalíns, sem hver ættfróður landi okkar vitnar til. Við tún hans krækti ég því af vegi upp brekku bak við drangana til að líta yfir býlið. — Var ég að sækja heim þann ættarniðjann, sem ríkur væri og gróinn á óð- ali? Nei, hvorugt var, og til- viljun fyrir 8 árum hafði fleytt honum örfátækum leiguliða þang að. Væri um óðal að ræða í hugtúni hans, fjarlægt forföð- urnum raunar, kom það Dröng- um ekki við. Við komuna blasti við mér hálfreistur bær, úr rifinni rúst hins eidra, en skemma stór hafði ekki verið rifin, og í henni bjó fólkið. Synir bónda og húsmóð- irin tóku mér tveim höndum, norðienzkum landhlaupa, og buðu gisting, rúmt væri um alla fyrir því, en þar var ég búinn að ganga mig skólausan á rás um Húnaþing og allt í byggðir Breiðfirðinga. Þá heilsaði ég Ólafi úti við. Hann fræddi mig strax um, að skip sem ég ætlaði að ganga í veg fyrir í Stykkishólmi og fara á suður, sæist nú á inn- siglingu í höfnina og sneri burt aftur innan fárra stunda, en langur krókur leiðar inn fyrir Álftafjörð tæki mig oflangan tíma, ég næði ekki skipinu. Ég mundi ekki til að hafa orð- ið strandaglópur fyrr. Áður en ég kæmi auga á nokkurt ráð til að draga úr þeirri skömm, bauð Ólafur að flytja mig samstund- is í Hólminn og ná þar skipinu. Útfail um eyjasund fjarðarins var byrjað, vel mundi skríða niður straumana, þó ekki ófær- ir vönum manni enn, og þetta voru 15 km á sjó beinleiðis. t Þökkum auðsýnda hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför móður okkar, Sólveigar Bergmann Sigurðardóttur, Bugðulæk 11. Börnin. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Sigurbjörns Jónssonar frá Smyrlabjörgum. Vandamenn. Andartak virti ég fyrir mér einbeitni og hjálpfýsi Dranga- bóndans og hálflokna smíðina. í hug mér skaut upp einhverjum þeim Breiðfirðingum, sem ég hafði syðra kynnzt, mönnum með stórri lund og hýrri og þoldu lítt að láta smámuni aftra sér, glaðir þegar vel skreið bátur. Ég tók boðinu skjótt, og út var ýtt. Hve gömul hefð lá að baki? Síðan um 1200 hafði fordæmi Hrafns á Eyri kennt það snauð- um sem ríkum vestan lands að ferja um fjörð af slíkri gest- risni. Af hans völdum var sem brú væri forðum yfir Arnar- fjörð og jafnvel Breiðafjörð sjálf an. Hönd og hjarta tengdu fjar- lægðir. Með hverjum sat ég þá í bát, dalapiltur og skólaus landhlaupi að norðan? — Það reyndist hinn venjulegasti maður nema að því, hve ótrúlega fjölþættur hann var og um alla þá hluti svo heilshugar og mótaður, að menning ness hans og fjarðar hefur ætíð síðan staðið mér í bjartara Ijósi fyrir það að ala upp marga slíka. Þessi 47 ára bóndi, sem reyndist stór í sniði í þyngstu mannraunum ævinnar, hafði við fyrstu kynni okkar glettinn léttleik, sem entist til banadægurs, kunni það fyrir- hafnarlaust, sem Stephan G. eignar Kolbeini út undir Jökli og telur fáum hent, „að lepja upp mola af lífsins stig — og láta ekki baslið smækka sig.“ Bát okkar bar niður straum- inn Kolkistung, og rauk foss- löður yfir. í því gerði él móti okkur og æsti upp hnútbrim neðan við straumþrengslin, það minnti á jökulár í foraðsvexti. En Ólafur kunni jafnan að stýra búi og bát, hann smaug milli flestra brimhnúta eins og leikur væri og lét mig annast austur- trogið á meðan, svo ég hefði ekki tíma til að ímynda mér hættur. Þetta endurtókst í Geit- eyingi, næsta straumi, en eftir það heyrðist mikill veðurdynur og foss í _ suðvesturátt, nær Helgafelli. Ég spurði, hvað sá eyjastraumur héti. Hann er nefndur Mannabani, sagði Ólaf- ur. Þegar í Hólm kom, vildi Öl- afur fresta til liggjanda að snúa heim, ekki berja öfuga strauma, en vann á meðan ótrauður að því, að fyrsta koman í fornan höfuðstað amtsins yrði mér mik- ils virði. Áratugina síðan, eftir að ég hafði mægzt frændfólki hans úr Hólminum, áttu margir samfund ir eftir að skýra, en engu að breyta um inntak og stétt- vísi þeirrar reynslu, sem dag- urinn hafði veitt mér. Hafi frumkynningin beint at- hygli minnii að Ólafi sem teg- und, skal ég hins vegar ljúka máli með persónusöguatriðum. Hann virðist hafa borið gæfu í brjósti og hagar hendur frá vöggu til grafar, sem í dag er honum rúmlega áttræðum búin í Fossvogi. En margt reyndi á hann, sem ég tel ekki allt upp, en engum nema styrkum gæfu- manni væri fært að bera. Þau börn eru 13, sem eiga hann að langafa nú, og margt er annarra mannvænlegra niðja. Kona Ólafs var Kristín Stefánsdóttir, giftist honum 1907, lézt 1966. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Guðmunds- son hreppstjóri á Borg í Mikla- holtshreppi og Guðrún Ól- afsdóttir. Fjögur urðu böm þeirra Kristínar: Guðmundur bóndi á Dröngum, kvæntur Val borgu Emilsdóttur ljósmóður, Gunnar bifreiðastjóri, kvæntur Rósu Emilsdóttur, og eru bæði löngu látin, Ragnheiður kenn- ari í Kópavogi, gift Guðmundi Eggertssyni skólastjóra, semlézt 1949, og Siggeir trésmíðameist- ari í Kópavogi, átti Ásdísi Valdimarsdóttur, d. 1955, og síð- ari kona hans er Fanney Tóm- asdóttir. Af systkinum Ólafs er á lífi Ingibjörg Guðmundsdótt- ir, kona Þórðar Kristjánssonar frá Miðhrauni. Þótt Ólafur yrði héraðskunn- ur sem Drangabóndi og í 18 ár sem stórvinsæll landpóstur, með 22 óbrúaðar ár á póstleið sinni framan af skeiðinu, var hann raunar iðnaðarmaður, sem fann ekki brúk fyrir smiðsgetu sína á íslandi þátíðar. Hann lauk sveinsprófi í trésmíði áður en hann giftist, húsaði sér marg- sinnis bæi á stöðum, sem hann gat svo ekki haldið búsetu á vegna féleysis (hafði misst sauð- fé sitt í sjóinn 1908 og búslóð- ina í skiptapa), en 1937, þegar elzti sonur hafði náð orku til að taka við Dröngum, gerðist Ólafui* trésmíðameistari í Stykk ishólmi og byggði þar yfir sig. Vel sextugur (1946) tók hann sér aðsetur í Kópavogi og sum barna hans, og bjuggu þau hjón þar síðan 1955 að Skjólbraut 4 í heimili með Ragnheiði dóttur sinni. Eftir að þreki til trésmíða lauk, lagði Ólafur Guðmundsson mest fyrir sig bókband á átt- ræðisaldrinum, með stakri um- hyggju og lagvirkni, sem eigi brást. Flest gat hann lært og var þó „meiri að greindarafli", eins og um langföður hans var prentað, 1855. LandnSmssöguþasttir eru okk- ur að skapi, og ég stend aftur í varpa á Dröngum við rofna kofa og nýsmíði úr timbri, áður notuðu, því 1932 var öldudal- ur kreppunnar og lánstraust eða peningar fágætir. Sjö árum fyrir þessa nýsmíði hafði hand- bær eign þeirra hjóna þó verið í lágmarki. 1925 áttu þau um það að velja að hrekjast sjötta sinn búferlum eða kaupa o g greiða hátt jarðarverðið út í hönd. Ábyrgðarmenn og lán náð ust, móti vonum einhverra, því Ólafur reyndist snarari til en varfærnir menn höfðu búizt við, þeir sem fannst öruggast fyrir hann, og líklega sveitarsjóðinn, að hann næði ekki kaupunum. Sannorðir Hólmarar fræddu mig um þetta og bönnuðu, að ég hefði orð á, en í dag fyrnist bannið. Þúsundir efnalítilla bænda misstu tækifæri sín framan af 20. öld sökum vantrausts frá þeim jafningjum, sem voru ögn betur stæðir. Skyldi það þjá mjög Is- lending að standa yfir kofa, sem hann átti, rofnum eða brunnum? — Eða þó stærri verðmæti væru? — Sigrar og sigurmissa á víxl veita æfing í jafnaðargeði, án þess að neitt þurfi að draga úr dásemd umskiptagleðinnar, sem lund vor, land og veður er svo ríkt af. Hér er þjóð, sem tekur þau fordæmi eftir gæfumönn- um sínum að staðnæmast aldrei lengi við orðinn hlut, en þó sízt að sakna 9ér til óbóta eftir missu, ef hún var stór. Ég held margir yTðu því glað- ir handan grafar jafnt sem hérna megin, ef þeir mættu þar ferja Ólaf frá Dröngum yfir fjörð. Bjöm Sigfússon Ingimar Finnbogi Jónsson — Minning f dag er kvaddur hinztu kveðju Ingimar Finnbogi Jóns- son, bakarameistari. Fæðast lifa, líða og deyja lögmál hverjum áskapað. Ingimar fæddist 7 júní 1896 i Reykjavík. Hann ólst upp, sem fósturbarn hjá Gísla Þorkels- syni múrarameistara og konu hans Sigríði Guðmundsdóttir voru þau Ingimar, sem beztu for eldrar, enda gæða manneskjur og minntist Ingimar þeirra ætíð með hlýhug og virðingu. Þegar Ingimar hafði aldur til byrjaði hann á bákariðn, sem varð hans æfistarf. Tvisvar fór hann til Kaupmannahafnar og dvaldi þar samanlagt um 4 ára skeið og vann við iðn sína bakarastarfið. Jafnhliða starfi sínu stundaði Ingimar mikið íþróttir bæði í Danmörku og hér heima, hafði hann ætíð brennandi áhuga á íþróttamálum, enda átti hann eft ir langan íþróttaferil, eigi all- fáa verðlaunagripi. Sannur Ármenningur var hann til æfiloka. Oft brýndi Ingimar fyrir þeim, sem yngri voru, að stunda líkamsrækt sér til yndisauka og fullkomnunar. Þegar ég kynntist Ingimar fyrst sem var árið 1925, var hann glæsimenni að vallarsýn léttur og fjaðurmagnaður ísporL Hann var maður gleðinnar og | bjartra framtíðarvona, í eðli sínu var hann bjartsýnismaður. Árið 1930 giftist Ingimar eftir lifandi konu sinni Þorfinnu Guð mundsdóttir ættaðri undan Eyjafjöllum- Þau eignuðust eina dóttur Guðrúnu Sigríði, sem gift er Vigfúsi Ingvarssyni gullsmið. Eiga þau 5 mannvænleg börn. Það var jafnan ánægjulegt að koma á heimili Ingimars og Þóru, eins og hún er að jafn- aði kölluð, og vil ég og fjöl- skylda mín þakka alla vinsemd og tryggð, sem Ingimar sýndi okkur, á liðnum æfiárum. Líf okkar mannanna er oft háð skini og skúrum og fáum við oft þar litlu um ráðið, því Framhald á bls. 24 Hjartanlegar þakkir færi ég ættingjum, venzlafólki og vinum nær og fjær, sem glöddu mig með gjöfum, heim sóknum og heillaóskum á 70 ára afmæli mínu, 20. apríl sl. Guð blessi ykkur ölL Sumarlina Eiriksdóttir, Holtsgötu 17. Þakka innillega öllum nær og fjær, sem sendu mér gjaf- ir og skeyti á sjötugsafmæl- inu. Lifið heii. Benedikt Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.