Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 24
24 MOHGUNBL.AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 198« ■4- Frá athöfninni í Holmenskirk ju. Frá útför Pouls Reumerts Fré útför Pouls Reumerts.... Síðastliðinn fimmtudag var gerð frá Holmens kirkjn í Kaupmannahöfn útför Ponls Reumerts, að viðstöddu miklu fjölmenni. Voru þar m.a. Hen- rik prins, fulltrúar stjórnar og þings, sendimenn erlendra ríkja, m. a. Gunnar Thorodd- sen, sentliherra íslands, og fjöl margir fulltrúar hins danska leiklistarlífs, með konunglegu leikkonuna Clöru Pontoppida í broddi fylkingar. Að lokinni athöfninni í kirkjunni fylgdu einungis ætt ingjar og nánustu vinir kist- unni í Mariebjerg kirkjugarð inn, þar sem eiginkona hins látna, Anna Borg, hvílir. Þar var Poul Reumert jarðsettur við látlausa og hátíðlega at- höfn. Mselti elzti sonur hans, Michei Reumert, hæstaréttar- lögmaður, síðustu orðin yfir kistu föður síns; lagði áherzlu á að þakka bæri hversu auð- ugt lif hins látna hefði verið, hversu vel honum hefði auðn azt að nýta hæfileika sína og ná árangri í lífsstarfi sínu. „Song vor á ekki að vera bit- ur sorg, sagði hann, aðeins angurværð. Á þessari stundu hljótum við að gleðjast yfir því, að hinu litríka lifi hans skyldi ljúka svo fallega...... Það hæfði vel, að hann skyldi ekki falla fyrir stormi, jafn- vel þótt hann yrði oft alvar- lega veikur. Hann fann ekki til neinnar sorgar yfir að dey- ja. Hann dó, þegar hann vildi deyja og var saddur líf- daga.....“ Hblmens kirkja var fagur- lega skreytt, mest me'ð hvít- um blómum og birkilaufi. Fjöldi blómsveiga hafði bor- izt hvaðanæva að, m.a. frá dönsku konungshjónunum, leikhúsum og samtökum leik- ara á Norðurlöndum, sendi- ráði Islands, fjölskyldu Önnu Borg og fjölmörgum samtök- um og einstaklingum öðrum Börge Örsted dr. theol jarðsöng og Öperukór og hljómsveit Konunglega leik- hússins flutti þætti úr Requi- em eftir Mozart. Sumarbúslaður Vandaður sumarbústaður við Eliiðavatn til sölu. Vel einangraður, ræktað land. Tilboð sendist blaðinu fyrir 4. maí merkt: „Sumar-f-vetur — 8026“. Slökkviliðið var í gær kvatt að V esturgötu 10, en þar er Naust til húsa eins og kunnugt er. Þar höfðu börn þá kveikt í kössum og drasli og tókst slökkviliðinu að slökkva bálið þegar í stað. Einnig hafði verið kveikt í drasli við hús Heildverzlunarinnar Ed du við Grófina og tókst einnig að slökkva þar áður en eldurinn náð i sér á strik. — Myndin sýnir slö kkvistarfið við Naust. - MINNING Framhald af bls. 22 svo virðist, sem skapanornirnar stjórni þar mestu. Ingimar fór ekki varhluta af mótlæti lífsins, því að um 30 ára skeið þjáðist hann af þrá- látum sjúkdómi. En með hinum sterka lífsþrótti ásamt léttri lund fleyttu honum yfir alla ervið- leika, ásamt hinni styrku stoð eiginkonunni, sem stóð honum á vallt við hlið í erfiðleikun- um. Lengst af hafði Ingimar sjálf- stæðan atvinnurekstur, og nú síðustu 20 árin rak hann Kex- verksmiðju undir sínu eigiri nafni á Sólbakka í Fossvogi. Þegar farfuglarnir flugu til sumarheimkynna sinna hér á ís- landi, kvaddi Ingimar Jónsson jarðlífið og sveif inn í móðuna miklu. Minningarnar ljúfar lifa og létta böl í sorgarranni. Guð blessi minningu góðs drengs. Aðstandendum öllum votta ég og fjölskylda mín innilega sam- úð. Guðjón Sveinbjörnsson. - AFMÆLI Framhald af bls. 23 hans ágætu starfskrafta. Hann er einn af stofifrndum þess og hefur verið í stjórn frá byrjun og er enfi. Hann er fyrsti heið- ursfélagi Átthagafélagsins. Það er gott að vinna að félagsmálum með Axel Clausen. Hann er til- lögugóður gætinn og samvinnu- þýður, en þó ýtinn, og heldur vel á sínum skoðunum. Honum hafa verið falinn fjöldamörg trúnaðarstörf um dagana, fyrir byggðalög og ýmiskonar félags- samtök, og verður ekki frá því skýrt í fáum orðum. Þó er eitt félag, sem ég get ekki látið hjá líða að minnast á, en það er Góðtemplarareglan. Fyrir hug- sjón hennar hefur hann unnið mikið og óeigingjarnt starf um áraraðir, bæði meðal eldri og yngri. Fyrir hönd Átthaga- félags Sandara færi ég þér árnaðaróskir með 8fl ára aldursdag, og þakka þér gott og gifturíkt starf, í þágu þess. Þegar sólin sezt og gyllir hér sundin blá, og Snæfells- jökull rís við hafsbrún, kannt þú manna best að sýna honum þakklæti og virðing, fyrir tign hans og fegurð, og oft hefur mér fundist sem þú bærir með þér eitthvað af björtu yfirbragði og reisn þessa fjallakonungs okkar heimabyggðar. Sigurður Bjarnason Hjallabrekku 21 Félagsmenn o Viljum minna yður á að sækja veiðileyfin fyrir 4. maí n.k. Skrifstofan er opin kl. 5—7 e.h„ nema laugar- daga kl. 10—12 f.h. Stangaveiðifélag Re.vkjavíkur Bergstaðastræti 12 B. ATVINNA Kvenmaður vanur bókhaldi, getur fengið atvinnu við bókhald og gjaldkerastörf. Umsóknir með upp- lýsingum um fyrri. störf, aldur, menntun, kaup- kröfu ásamt meðmælum ef til eru óskast sent Morgunblaðinu fyrir 5. maí n.k. merkt: „Bókhald — 8114“. Kjöarskrá fyrir Keflavíkurkaupstað til forsetakosninga sem fram eiga að fara 30. júní 1968 iiggur frammi í bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 12, frá 30. apríl til 27. maí 1963. Kærum vegna kjörskrár ber að skila skrifstofu bæjarstjóra í síðasta lagi 8. júní 1968. Bæjarstjórinn. - PLASTIÐ Framhald af bls. 3 — Hvernig er aðstaðan gagn vart erlendum aðilum? — Aðstaðan er dálítið erfið og tollar á sumum efnisþátt- um dálítið einkennilegir, eins og t.d. á járnum í lausblaða- bækurnar, en þeir eru 80% en hins vegar ekki nema 70% á þeim í möppunum fullunn- um, ef þær eru fluttar inn. Islenzku vörurnar eru dýrari en þær útlendu, en þó virð- ast þær meira keyptar, enda teljum við, að þær séu á marg an hátt betri en þær erlendu Við höfðum mikla umsetningu í töskufra-mleiðslu og einnig í regnfatnaði, en með tilkomu frjálsa innflutningsins minnk aði töskuframleiðslan og fram leiðsla á regnfatnaði féll al- gjörlega niður, enda voru fluttar inn regnkápur, sem voru ódýrari en hráefnið okk ar. — Á sumum sviðum höfum við verið þess megnugir að flytja út, þótt í litlum mæli sé. Hafa það verið eldspýtna- hulstur og hulstur undir far- miðaskirteini, sem hafa ver- ið seld til Bandaríkjanna, ír- lands og Noregs. — í útboðum höfum við yfirleitt fengið verkin. Það' er ef til vill öðrum þræði vegna þess, að framleiðendur telja sér oft hagkvæmara að fá vöruna jafnóðum, en ekki alla í einu, ef um er að ræða. Sem dæmi um þess konar út- boð get ég nefnt, að við ger- um möppurnar undir „Vísi í vikulokin." — Hvað eru það margir, sem starfa við plastframleiðsl una hjá ykkur? Það eru milli 15 ag 20 manns sem vinna við plast- ið, margt þeirra öryrkja, enda er fyrirtækið styrkt af S.f.B. S. og rekið á þess vegum. En plastframleiðslan fer mest fram í vélum, sem eru nokk- uð dýrar og fljótar að ganga úr sér. Á ég þar við, að fram farir eru svo miklar á þessu sviði, að þær verða úreltar á tiltölulega stuttum tíma, tveim til þrem árum. En það sem hefur kannski koipið okk ur að mestum notum er, að við erum þeir einu hér á landi, sem fáumst við þessa tegund framleiðslu, svo að vélakostur okkar hefur nýtzt eins vel og kostur var á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.