Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 198« Kosningarnar í Baden-Wurifembsrg: Helzt samvinna kristilegra demókrata og jafnaðarm? Fylgisaukning nýnazista minni en búizt var við ÚRSLIT fylkiskosning- anna í Baden-Wiirttemberg hafa fyrst og fremst vakið athygli vegna hinnar miklu fylgisaukningar nýnazista, sem stuðningsmenn Þjóð- ernissinnaflokksins (NPD) eru almennt kallaðir, en úrslitin eru ekki síður at- hyglisverð vegna þess, að þau geta gefið vísbend- ingu um úrslit sambands- kosninganna, sem fara fram í síðasta lagi á næsta ári. Greinilegt er, að áróður NPD gegn stúdentum og óeirðunum, sem þeir stóðu fyrir um páskana, hefur fall- ið í góðan jarðveg hjá mörg- um kjósendum, og leiðtogar beggja stóru flokkanna, Kristilega demókrataflokks- ins (CDU) og Jafnaðarmanna flokksins (SPD), segja, að fylgisaukning NPD eigi ræt- ur að rekja til stúdentaóeirð- anna. En úrslitin sýna einnig að margir kjósendur eru óánægðir með samsteypu- stjórn CDU og SPD í Bonn, og nú þegar eru uppi raddir um, að fljótlega geti svo far- ið, að þing verði rofið og efnt verði til nýrra kosninga. Kosningarnar í Baden- Wúrttemberg verða einnig að teljast áfall fyrir Kurt Kiesing er kanzlara, sem var forsætis- ráðherra fylkisins um átta ára skeið áður en hann tók 1 við kanzlaraembættinu 19'65. Hann ferðaðist um fylkið þvert og endilangt og skoraði á kjósendur að vísa öfgasinn- um á bug, bæði þeim sem standa lengst til hægri, og þeim, sem standa lengst til vinstri. Þrátt fyrir það minnk aði fylgi CDU í kosningun- um úr 46% í 44,1% atkvæða, og er hér um talsvert fylgis- tap að ræða. Ástæðurnar fyrir þessu fylgistapi eru einkum tvær: CDU hefur misst nokkuð fylgi til NPD, en á hinn bóg- inn hefur flokkurinn senni- lega fengið nokkuð atkvæða- magn frá SPD, samstarfs- flokki sínum í fylkisstjórninni i Stuttgart og sambandsstjórn inni í Bonn. Hin ástæðan er sú, að stefna Bonnstjórnar- innar í iandbúnaðarmálum er mjög óvinsæl í Baden-Wúrtt- emberg. Bændur eru fjöl- mennir í fylkinu og kjósa flestir CDU. Þeir eru mjög íhaldssamir og andvígir Efna hagsbandalaginu, en þó sér- staklega afstöðu Bonnstjórnar innar til þess. SPD hlaut að þessu sinni aðeins 29,1% atkvæða, en 37% í síðustu fylkiskosning- um. Ýmsar ástæður eru fyrir þessu mika fylgistapi. Jafn- aðarmenn hafa aldrei verið vel skipulagðir í Baden- Wúrttemberg, og verkalýðs- hreyfingin hefur ekki verið öflug í fykinu. Þá er mikil- vægt, að í síðustu fylkiskosn- ingum fengu jafnaðarmenn óvenjumikið fylgi frá kjós- sendum, sem vildu mótmæla hinni reikulu stjórn Ludwig Erhards. Þessu fylgi hafa þeir tapað aftur, því að í kosning- Kiesinger unum að þessu sinni var eina leiðin til að mótmæla stefnu sambandsstjórnarinnar sú að kjósa öfgasinna lengst til • hægri, NPD, eða lengst til vinstri, hinn svokallaða Lýð- ræðislega vinstri flokk. Sá flokkur hlaut aðeins 2,3% at- kvæða og kom því engum manni að á fylkisþinginu í Stuttgart, en til þess þurfti hann að fá 5%. En þótt Lýðræðislegi vinstriflokkurinn fengi þann- ig innan við 5% atkvæða, er ljóst, að hann hefur samt spillt mjög fyrir SPD. Margir jafnaðarmenn eru óónægðir með setu flokksins í ríkis- stjórn með CDU, sjálfum höf- uðandstæðingi sínum, og telja það svik við stefnu flokksins. UTAN IÍR HEIMI Eins og kosningaúrslitin leiddu í Ijós, hafa óeirðir stúdenta vakið mikla reiði meðal kjósenda, og í fljótu bragði virðist NPD hafa feng- ið ískyggilega mikið fylgi. Flokkurinn jók fygi sitt úr 2,2% í 9,8% atkvæða. En flokk urinn hafði gert sér vonir um miklú meira fylgi vegna reiði almennings í garð stúdenta, og reyndir stjórn- málafréttaritarar höfðu einn- ig spáð þeim meira fylgi, sum ir allt að 15%. NPD fær 12 Hælt verði við aðskilnað Biafra — áður en friðarviðrœður hefjast — er skilyrði sambandsstjórnar Nigeriu Fnllnst ekki ú Phnom Penh eðo Vnrsjn tU viðræðnn Washington, 28. apríl. NTB. BANDARÍKIN hafa útilokað Phnom Penh og Varsjá sem þá staði, þar sem undirbúningsvið- ræður fyrir friðarviðræður í Víetnam yrðu haldnar. Lýsti Wiliiam P. Bundy, aðstoðarutan- ríkisráðherra þessu yfir á sunnudag. í sjónvarpsviðtali, sagði Bundy, að þetta hefði verið gert fullkomlega ljóst, en hann vildi ekkert um það segja, að hve miklu leyti París kynni að verða valin sem málamiðlunarstóður fyrir undirbúningsviðræðurnar. fulltrúa á fylkisþinginu í Stuttgart, en af um einmenn- ingskjördæmi hefði verið að ræða, hefði flokkurinn ekki komið einum einasta manni að. Það sem mest kom á óvart í kosningunum var að fylgi Frjálsra demókrataflokksins (FDP) hélzt svo til óbreyit. Flokkurinn hlaut nú 14.4% at kvæða, en hafði seinast 13,1%. Síða rv Erich Mende lét af formennsku í flokknum í fyrra, hefur því oft verið spáð að flokkurinn mundi líða und ir lok. f kosningabaráttunni tóku lýmsir leiðtogar flokks- ins undir gagnrýni stúdenta á sambandsstjórnina, en at- hyglisvert er, að þrátt fyrir það virðist flokkurinn ekki hafa glatað fylgi meðal fólss af eldri kynslóðinni. Allt er nú á huldu um stjórnarmyndun í Baden- Wúrttemberg, og er óvíst hvort CDU myndi stjórn með SPD eða FDP. Hálft annað ár er liðið síðan samsteypustjórn CDU og SPD var mynduð í Stuttgart, en það gerðist þeg- ar Kurt Kiesinger fór til Bonn og tók við kanzalraembætt- inu. Áður hafði SDU unnið með FDP. Það þótti á allan hátt eðlilegt að kristilegir demókratar og jafnaðarmenn ynnu saman jafnt í fylkis- stjórninni sem í sambands- stjórninni. Eftirmaður Kiesingers í em bætti forsætisráðherra i Bad- en-Wúrttemberg varð Hans Filbinger, sem áður hafði verið innanríkisráðherra í fylkisstjórninni. Leiðtogi jafnaðarmanna í fylkinu, Walter Krause, varð innan- rikisráðherra í stað Filbing- ers. Kristilegir demókratar urðu að ganga að hörðum skil yrðum áður en jafnaðarmenn fengust til samstarfs við þá í fylkisstjórninni, og fengu jafnaðarmenn marga mikil- væga málaflokka, meðal ann- ars fjármál og atvinnumál. Áhrif fylkiskosninganna á stjórnarsamstarfið í Bonn munu þó vekja öllu meiri at- hygli en áhrif þeirra á stjórn arsamstarfið í Stuttgart. Fleiri fylkiskosningar verða ekki haldnar í Vestur-Þýzka- landi áður en næstu sam- bandskosningar fara fram, í síðasta lagi síðla sumars 1909. Margir telja, að úrslit sambandskosninganna verði í meginatriðum þau sömu og úrslit kosninganna í Baden- Wúrttemberg. Ef það reynist rétt, fær NPD fulltrua á sam- bandsþinginu. En mikilvæg- asta spurning er sú, hvort CDU og SPD haldi áfram sam vinnu sinni í ríkisstjórn, eða hvort CDU taki að nýju upp samstarf við FDP. Norður-Víetnam heldur áfram fast við Phnom Penh eða Varsjá, að því er málgagn kommúnista- flokks Norður-Víetnams, Dan N'han, heldur fram. f grein í blaðinu á sunnudag krefst það þess, að Bandaríkin hætti því, sem blaðið nefnir frestunarbrögð Washingtons og fullyrðir sam- timis, að Bandaríkin hafi ekki sýnt góðan vilja í því skyni að koma á undirbúningsviðræðum. Lagos, 29 apríl AP í dag dró úr möguleikum á því, að friðarviðræður hæfust í Nigeriu á miðvikudag, en vonir í þá átt höfðu vaknað á sunnu- dag, er Yakubu Gowon, æðsti maður sambandsstjórnarinnar lýsti því yfir, að hann væri von- góður um, að friðarviðræður gætu hafizt fljótlega. í dag sagði Gowon hins vegar, að Ojukwu hershöfðingi, leiðtogi stjómar innar í Biafra, yrði að sýna fram á það raunverulega, að hann væri hættur við aðskiln- að Biafra frá Nigeriu, áður en hægt væri að fallast á viðræður um vopnahlé. í tillögu aðskilnaðarstjórnar- innar í Biafra, sem borin var fram á laugardagskvöld, um að senda fjögurra manna nefnd æ'ðstu manna til Dakar til við ræðna við fulltrúa sambands- stjórnarinnar á miðvikudag, voru möguleikarnir á vopnahlé meginþátturinn. Gert var ráð fyr ir, að þessar viðræður færu fram án nokkurra fyrir fram skilyrða, en Biaframenn kröfð- ust þess, að vopanhlé yrði fyrsta umræðuefnið, því að án vopnahlés sem fyrsta umræðu- efnis fundarins myndu önnur umræðuefni verða tilgangslaus. Her sambandsstjórnarinnar er nú innan við 25 km. frá hafnar- borginni Port Harcourt og bein ir afli sínu að því, að ná borg- inni á sitt vald, því að þar er síðasti flugvöllurinn, sem Biafra menn hafa á sínu valdi. Ef þeir missa hann, geta flugvélar þær, sem flutt hafa til þeirra her- gögn erlendis frá, ekki framar lent á yfirráðasvæði þeirra og þeir þá fullkomlega sviptir öll- um leiðum til samskipta við um- heiminn. Nái sambandsherinn Port Harcourt á sitt vald, er talið vafasamt, að sambands- stjórnin ljái máls á viðræðum um vopnahlé. Hjartagræðsla í París Hfiirtsþeginn í lífshættu París, 29. apríl, AP-NTB. FYRSTA hjartagræðsla í Evrópu var framkvæmd í La Pitie-sjúkrahúsinu í París aðfaranótt sunnudags. Var hjarta úr 23 ára gömlum manni, sem lézt eftir upp- skurð á heila, grætt í 66 ára gamlan bílstjóra, Clovis Rob lain að nafni. Hjartagræðsl- una framkvæmdu prófessor- arnir Christian Cabrol og Gerard Guiraudon undir um- sjón yfirmanns skurðlækna deildar sjúkrahússins, próf. Maurice Mercadier. Læknar tjáðu fréttamönmum í dag, að of snemmt væri að meta möguleika sjúklimgsins á að lifa af aðgerðina, en bann hefur nú verið með vitun d arl aus í 40 klukkutíma. Vintust læknarnir ekki bjartsýnir á, að Roblain rauni komast til meðvitundar aftur. Próf. Mercadieir skýrði frá því, að blóðþrýstingur sjúklings ins hefði lækkað skyndilega einni kLukkustund eftir aðgerðina, og hann óttaðist, að Roblain kynni að skaðast á heila. Hins vegair kvað Mercadier ekkert benda til þess, að líkami hans mnndi hafna hinu aðfengna líffæri. í kvööld skýrði eimn læknanna, sem hjartagræðsluna fram- kvæmdi, frá því, að Roblain væri í lífsháska, en heili hans er að nokkiru leyti óstarfhæfur. Sex sinnum áður befur hjarta verið grætt í sjúklinga og að- eins einin þeirra, Philip Blaiberg, hefur lifað aðgerðina af. Var sú aðgerð framkvæmd í Groote Schuur sjúkrahúsinu í. Höfða bong. Þar var einnig skipt um hjarta í Louis Washkansky, en hann lézt eftir 18 daga. Þrisvar sinnum befur hjartagræðsla ver- ið framkvæmd í Bandaríkjumum án árangurs, og einu sinni í Ind- landi, einnig árangurslaust. Á blaðamannafundj í París í dag: Próf. Christian Cabrol (t. v.) og próf. Maurice Mercadier. (AP-mynd). Steindór hættir sérleyiisnkstri UMFERÐAMÁLADEILD pósts og síma hefur auglýst lausar sér- leyfisleiðir frá Reykjavík til Keflavíkur og Sandgerðis og einnig frá Reykjavík til Eyrar- bakka og Stokkseyrar. Þessar áætlunarleiðir hefur Bifreiðastöð Steindórs annazt í fjöldamörg ár, síðan áður en sér- leyfi komu til, en nú hætta áætl- unarbifreiðir Steindórs að aka farþegum á þessari leið. Umsóknarfrestur rann út um helgina, en ekki er búið að veita sérleyfin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.