Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUI 80 APRÍL 1968 5 Hofsjökull aftur í heimahöfn eftir langa útivist Rœtt við tvo skipverja, annan sem fer nú í tri, en hinn siglir með skipinu nœstu sex mánuði HOFSJÖKULL kom tii Reykja- víkur um helgina, en skipið hef- ur verið í siglingum erlendis í nær 3 ár. Áhöfnin er ÖU íslenzk, og voru skipverjar i sjöunda himni yfir því að fá tækifæri til að sigla heim, en fyrirskipun um heimsiglingu kom þeim mjög á óvart. Fréttamaður Morgunblaðsins brá sér um borð í Hofsjökul, þar sem það lá við Ægisgarð í gær. Rætt var Iítillega við tvo af áhöfninni. Fyrstan hittum við að máli Gunnar Kristinsson, annan stýrimann. — Það kom okkur heldur bet- ur á óvart að við skyldum fá skipun um að sigla heim, og það var mikill fögnuður meðal áhafn arinnar. Við vorum í Dublin, þegar skipunin barst, en við átt- um þá helzt von á því að sigla til Bandaríkjanna. Hérna tökum vi'ð fisk fyrir Sambandið og sigl- um með hann tíl Bandaríkj- anna. — Er skipið á leigu hjá er- lendu fyrirtæki? — Nei, Jöklar h.f. reka þess- ar siglingar skipsins erlendis sjálfir. — Og hvernig gengur að fá mannskap á skipið? — Mjög vel. Eftirspurnin hef- ur verið svo mikil, að faerri kom ast að en vilja. Mannskapurinn er líka mjög góður, oig okkur helzt vel á honum. Þetta hafa verið mikið söjnu mennirnir upp á síðkastið. Að vísu gekk mönn- um nokkuð erfiðlega að sætta sig vi’ð þetta í fyrstu, en vöndust þessu svo brátt, enda eru þetta mikið lil ungir menn, sem faxa Gunnar Kristinsson í brúnni á Hofsjökli. i siglingar af ævintýraþrá. Gunnar er f jölskyldumaður, og við spyrjum hann, hvort eigin- konan sætti sig fyllilega við 'þetta. — Það er ekki um annað að ræða fyrir hana. Þetta starf hef ég lænt, og kann *kki annað. En ég er að fara í tveggja mánaða frí núna, því fyrirkomulagið á skipinu er þannig, að menn eru yfirleitt 6 mánuði í siglingum, en fá eftir þann tíma tveggja mánaða frí hér heima. Það hef- ur miki'ð að segja. Loks spyrjum við Gunnar, hvort áhöfnin fái greitt sérstakt álag fyrir þessa löngu útivist, og hvort skipið hafi ekki kom- ið víða við. — Áhöfnin fær greidd 20% af kaupi í álag vegna þessara löngu siglinga, og hefur það talsvert að segja. Varðandi síðarnefnda atriðið, þá höfum við aðaUega verið í siglingum milli Evrópu og austurstrandar Bandaríkj- anna, en skipið hefur einnig far- ið til Kóreu, S-Afríku, Perú, Kúbu og Marok'kó, þannig a'ð segja má, að það hafi gert nokk- uð víðreist á þessu 2 M> ári, en héðan fór það 9. september 1965. í eldhúsi skipsins hittum við að máli Einar Friðfinnsson, bryta, en hann fer nú út með skipinu eftir að hafa verið í tveggja mánaða fríi. Hann hef- ur verið í siglingum að mestu sl. 18 ár, og nú síðustu ár hefur hann veri'ð eingöngu í siglimgum erlendis — bæði á Lamgjökl'i, Drangajökli og nú á Hofsjökli. — Við gerum ráð fyrir að fara héðan til Keflavíkur í kvöld, en halda svo til Bandaríkjanna á morgun. Munum við losa í Gloster. — Hvernig eru þessar löngu siglingar erlendis liðnar af áhöfn inni? — í fyrstu var þetta illa lið- ið, en menn eru nú orðnir van- ir þessu. Þegar -við byrjuðum í þessum siglingum höfðum við heldur ekki yfir eins góðum mannskap að ráða og nú orðið. Núna eru þetta mest ungir og skemmtilegiir strékar, sem ætla að nota tækifærið og sjá sig um í heiminum. — En valda þessar löngu úti- legur ekki leiðindum hjá fjöl- skyldum ykkar? — Jú, þetta er eðlilega illa liðið hjá þeim. Ungu strákarnir eru þó flestir ókvæntir, svo að 'þetta kemur ekki eins niður á fjölskyldum þeirra, en yfirmenn irniir eru á hinn bóginn flestir kvæntir. Að vísu hefur verið þó nokkuð um þ*ð, að við kvæntu mennirnir höfum konur okkar og börn með okkur hér um borö nokkurn tíma, og það gerir þetta al.lt þolanlegra. Ég hafði t.d. konu mina og tvo syni okkar með mér í förum, þegar ég var síðast á skipinu. — Kom það þér á óvart, að skipið skyldi koma heim núna? — Já. Það átti enginn von á þessu, og satt að segja var ég búinn að fá mér farseðil með flugvél, þegar ég frétti að skip- ið væri á leiðinni heim. Einar Friðfinnsson í eldhúsinu. EINANGRUINiARGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS er heimsþekkt fyrir gæði. Verð mjög hagstætt. Stuttur afgreiðslutími. 10 ARA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 2-4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTF.1N SSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. H-PANILL LOFT- OC VEGGKLÆÐNING Vér höfum nú byrjað sölu á fyrsta flokks íslenzkum harðviðar panil undir nafninu H-PANILL. H-PANILL er framleiddur í seríum, þannig að hvert borð er númerað til þess að tryggja samfellt mynstur á spæninum. H-PANILL er fulllakkaður. H-PANILL er ódýr. H-PANILL er ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA H-PANILL fæst í eik, Oregon pine, furu, guilálmi, teak, aski, palisander, mahogni o. fl. LEIÐIN LIGGUR TIL H. IMÝJIING: L + L ELDTRAUSTUR PANILL. Vér höfum nú tryggt oss söluumboð á hinum velþekkta danska L + L ELDTRAUSTA PANIL L + L PANILL er fáanlegur í öllum viðartegundum s.s. eik, aski, gullálmi, Oregon pine, furu, teak, pali- sander etc. L + L PANILL er sérstaklega hentugur í vegg- og loft-klæðingar á bönkum, sjúkrahúsum, skrifstofum og raunar alls staðar, þar sem verja þarf verðmæti og mannslíf gegn eldsvoða. SYNISHORN eru fyrir hendi. Verðtilboð gerð með stuttum fyrirvara. LEIÐIN LIGGUR TIL H. Söluumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun Hallveigarstíg 10, Sími: 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.