Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. BJARNI BENEDIKTS- SON SEXTUGUR ¥ íklega gera menn sér al- mennt litla grein fyrir því gífurlega álagi, sem fylg- ir þýðingarmestu stjórnmála- störfum dag hvern, en hitt ætti varla að fara á milli mála, að þriggja áratuga for- usta í hinum þýðingarmestu þjóðmálum krefst meira þreks en okkur er almennt gefið Bjarni Benediktsson vissi það hálf þrítugur jafn vel og allir aðrir, að hann hefði get- að orðið mikill fræðimaður á sviði lögvísinda. Honum hefur vafalaust verið það ljóst, að hann gæti á því sviði vel þjónað þjóð sinni og borið hróður hennar að minnsta kosti á meðal frænd- þjóðanna. Engu að síður valdi hann sér hið erfiðara hlutskipti, stjórnmálin, og eftir því mun hann aldrei hafa séð. Saga stjórnmálaafskipta Bjarna Benediktssonar verð- ur ekki skráð nú, og sjálf- sagt mundu menn ekki telja Morgunblaðið hlutlausan dómara, er fjallað er um áhrif þau, sem Bjarni Bene- diktsson hefur haft í ís- lenzku þjóðlífi. Um hitt geta menn ekki deilt, að fáir eða engir menn höfðu meiri áhrif á það en Bjarni Benediktsson, að lýð- veldi var stofnað á íslandi 1944 og íslendingar skipuðu sér síðar í sveit frjálsra þjóða til að tryggja öryggi sitt og sjálfstæði. Þetta eitt mundi auðvitað nægja til að gera þátt hans í stjórnmála- sögu landsins veigamikinn. Sjálfstæðisflokkurinn bar gæfu til þess að velja Bjarna Benediktsson ungan til mestu áhrifastarfa. Hann stóð síðan við hlið Ólafs Thors til hins síðasta, og hin glæsilega forysta Ólafs og Bjarna tryggði Sjálfstæðis- mönnum mest og heilla- drýgst áhrif í íslenzkum stjórnmáþim. Síðan Bjarni Benediktsson varð forsætisráðherra hefur enn meiri þungi hvílt á hans herðum, og glíman við efna- hagsörðugleika ekki verið honum jafn geðfelld og stór- orusturnar til að tryggja sjálfstæði landsins. En Bjarni Benediktsson valdi sér sjálfur erfiðleikana, og stærstur er hann þegar þeir eru mestir. Þetta vita samherjar hans og þess vegna treysta þeir honum, dómgreind hans og heiðar- leika, allir sem einn, ekki sízt þegar syrtir í álinn. Á sextugsafmæli Bjarna Benediktssonar flytur Morg- unblaðið honum og fjöl- skyldu hans beztu óskir og þakkir fyrir allt það, sem hann hefur fyrir blaðið gert, og öllum íslendingum óskar blaðið þess, að þeir megi enn um langt skeið njóta starfs- orku Bjarna Benediktssonar og einstæðra hæfileika — og við Morgunblaðsmenn vitum hvers við erum að óska. SLYSAVARNA- FÉLAGIÐ 40 ÁRA 1 \ landsþingi Slysavarna- * félags íslands lauk um helgina og var þess m.a. minnzt á þinginu, að 40 ár eru liðin frá stofnun Slysa- varnafélagsins. Starfsemi Slysavarnafélags íslands og deilda þess víðs vegar um landið er einn feg- ursti vottur þess hverju frjáls samtök fólksins, fórnfýsi og einskær dugnaður geta feng- ið áorkað. Meðlimir Slysa- varnafélagsins allt í kringum landið hafa átt þátt í því að bjarga fjölmörgum manns- lífum úr sjávarháska bæði innlendum og erlendum sjó- mönnum. Slysavarnafélagið hefur byggt upp af eigin rammleik öryggiskerfi, sem ekki bregzt, ef nokkur mann- legur máttur getur komið þeim til bjargar, sem í nauð- um eru staddir — og stund- um hefur slysavarnafólkið gert meira en með nokkru móti var hægt að krefjast. Starfsemi Slysavarnafélags- ins hefur ekki sízt sótt styrk og kraft til þeirra fjölmörgu kvenna, um allt land, sem hafa starfað ötullega í þess þágu ekki sízt við fjársöfnun vegna starfsemi félagsins. Þáttur kvennanna er stór og ekki að ástæðulausu. Hverj- ir eiga fremur um sárt að binda, þegar hafið tekur sitt en einmitt konur og börn. Á 40 ára afmæli Slysa- varnafélagsins er ástæða til þess að landsmenn allir muni eftir starfi þess og fyrst og fremst er rík ástæða til að hvetja unga fólkið í landinu til þátttöku í starfi Sly&avarnafélagsins. Eldra fólkið hefur lagt ótrúlega mikið af mörkum til slysa- varna á íslandi og það hefur veitt fordæmi sem hinir yngri eiga vissulega að fylgja. UTAN ÖR HEIMI í fótspor Hemingways um Spán ! - Ekkja hans aðsfoðar við gerð heimildar- kvikmyndar um landið, sem Ernest unni Ekkja rithöfundarins Ern- est Hemingway, Mary, dvel- ur um þessar mundir á Spáni og er það í fyrsta sinn í ára- tug, að hún kemur þangað. Blaðamaður frá International Herald Tribune reit grein um frúna í blað sitt og birtist hún hér í endursögn. Mary Hemingway er orðin hvíthærð, en hún er iðandi af lífi og lífsorku, sem fylgt hef ur henni um viðburðarríka ævi: fyrst sem blaðamaður, er lendur fréttaritari, villidýra- veiðimaður, fiskimaður og síð ast en ekki sízt eiginkona mikils rithöfundar. í fylgd með henni er kvik- myndaframleiðandinn Lester Cooper og kona hans. Þau eru komin til Spánar til að fara í fótspor Ernest Heming way um þetta land, sem hann unni mjög. Þau eru að vinna að heimildarkvikmynd um „Spán Emest Hemingways“ fyrir bandaríkst sjónvarpsfyr irtæki. Eitt kvöidið snæddi hún með Antonio Ardonez, nauta bananum, sem Hemingway dáði mjög og gat hans í verk um sínum. „Það var einkar skemmti- legt,“sagði hún. „Við borðuð- um allar mögulegar tegundir af spönskum smáréttum. Ekki veit ég, hvernig Spánverjar fara að því að innbyrða all- an þennan mat.“ Og venjulega snæðir hún léttan meðdegisverð, en komi gestir til hennar pantar hún samstundis veizlumat og ókjör af víni. Hún fer manna síðust úr samkvæmum, yngri gest- um til óblandinnar undrunar. Hún er tæplega sextug að aldri. Hún segir, að sér reynist erfitt að muna nákvæmlega, hve víða hún fór um á Spáni. En Spánverjar muna efrir henni. Þegar hún kom inn á veitingahúsið E1 Callejon, en þangað sækja gestir aðallega vegna þess að Hemingway var tíður gestur þar á sínum tíma, þá var henni fagnað eins og sigursælum hershöfð- ingja. Hún segir ennfremur, að Spánarferðin sé hvíld frá verki, sem hún er að vinna að. Hún vill ekki útskýra til fulls, í hverju það felst, en að sjálfsögðu snýst það um eiginmann hennar. Hún segir: „Ég veit ekki, hvað verður úr því. Ég hef unnið við það í þrjú ár og á enn miklu ólokið. Hvað viðkemur frek- ari útgáfu á óprentuðum verk um Ernest er að minnsta kosti ein bók óútkomin." Handrit og skjöl Heming- ways verða sett á Minningar og bókasafn John F. Kenne- dys heitins. Hún segist vera stuðningsmaður Roberts Kennedys og mundi leggja honum það lið sem hún mætti í kosningabráttunni í Banda- ríkjunum. Þvínæst beindist talið að styrjöldinni í Viet- nam, sem hún fór um hörðum orðum og sagði að Banda- ríkjamenn væru að leggja landið í rúst til þess að halda fótfestu þar. Henni fannst ekki úr vegi, að hernaðar- kynntu sér verk Sun Tlu, sem skrifað hefði hálfgild- kennslubók í hernaðarlist fyr ir þúsund árum. Mary Hemingway og fylgd arlið hennar fengu kulda og fannkomu á fjöllum Guad- arrama, en þar var Heming- way í spönsku borgarastyrj- öldinni, þegar hann starfaði m.a. sem fréttamaður. Einnig er ferðinni heitið til Pamp- lona, þar sem víðfræg nauta- öt eru haldin. Hemingway notaði þann stað í sögu sína „The Sun also Rises“. Og þau ætla ennfremur að heim- sækja Malaga og Sevilla. Átvinnuflugmenn mæla mei flugvelli á Álftanesi ATVINNUFLUGMENN hafa nú tekið afstöðu til þeirra tveggja tillagna, sem fram komu, er flug vallarnefnd klofnaði um val flug vallar á Álftanesi. Mæla þeir með tillögu minnihluta nefndar- innar, sem lagði til, að flugvöll- urinn lægi á miðju nesinu og að brautirnar mynduðu L, þ.e. væru hornréttar hvor á aðra. Meirihluti nefndarinnar áleit að völlurinn ætti að vera á Bessa- staðanesi, austan við Bessastaði Stóri Jarðborinfli b Biesugróf í sumar HAFNAR eru jarðboranir að nýju með stóra jarðbornum í Blesugróf. í fyrra voru boraðar þar tvær holur með þessum bor, og hefur fyrri holan gefið mjög góða raun, en hin síðari brást. Fyrir hálfum mánuði var svo byrjað á þriðju holunni, og hef- ur nú verið borað niður á 150 metra. Er verið að fóðra holuna ofan til áður en lengra verður haldið. Útilokað er að segja nokkuð til um árangur fyrir- fram, en borinn verður við þess- ar framkvæmdir í sumar og svæðið kannað eins og kostur er. og skyldu brautirnar mynda þar X. Fundarsamþykkt atvinnuflug manna fer hér á eftir: „Almennur félagsfundur í Fé- lagi íslenzkra atvinnuflugmanna haldinn 18. apríl 1968, beinir þeirri eindregnu áskorun til rík- isstjórnar og flugmálayfirvalda, að nú þegar verði hafizt handa við að tryggja land undir fram- tíðarflugvöll á Álftanesi, fyrir Reykjavík og nágrenni. Fundurinn leggur megináherzlu á, að tryggja land þannig, að hægt verði að byggja flugvöll í samræmi við L tilhögun flugvall ar eins og fram kemur í nefnd- aráliti minnihluta flugvallarnefnd ar 1965-1967, og að tryggðir verði fullir stækkunarmöguleikar slíks flugvallar. Sú tilhögun hefir að mati flug manna alla flugtæknilega kosti fram yfir fyrirkomulag X, sem meirihluti nefndarinnar mælir með. Flugmenn líta svo á, að um nægilega erfiðleika sé að ræða vegna staðhátta á ýmsum flug- völlum úti á landi, þó ekki verði vitandi vits byggður flugvöllur á Álftanesi þannig að flugtækni- legir kostir svæðisins séu ekki notaðir til hins ítrasta. Þá krefst fundurinn þess, að af öryggisástæðum verði ekki kreppt meira að Reykjavíkur- flugvelli en orðið er meðan ann ar flugvöllur er ekki fyrir Reykja víkursvæðið". Óhogstæðui vöruskiptu- jöfnuður HAGSTOFAN hefur sent frá sér bráðabirgðatölur um verðmæti út- og innflutnings fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Vöru- skiptajöfnuðurinn er óhagstæður þessa þrjá mánuði um 528.5 milljónir en var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 327.8 milljónir. I marzmánuði var hann óhagstæður um 184.1 milljón, en í fyrra um 89.1 milljón. AUs hefur verið innflutt þessa þrjá miánuði fyrir 1387.9 miillj- ónir, en í fyrra var sambærileg tala 1293.2 milljónir, IninMalinn í þessum tölum er inniflutningur til Búrfelsrvirkjunar og íslenzka álfélagsins. Innflutningur til þessaar aðila nam fyrstu þrjá mánuði þessa árs 111.3 miilljón- um, en í fyrra 35.7 milljónum. Tölur inn- og útfLutnings 1967 eru reiknaðar á því gengi, sem gJlti fyrir 24. nóvemiber 1967, en tölur 1968 eru miðaðar við það gengi, er tók gildi þainn dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.