Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 10.100 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1968 AUGLYSUMMR SÍMI SS*4*8Q r Ekki mátti miklu muna — segir Stefán Runólfsson, sem bjarg- aði 3/o ára dreng frá drukknun f Eyjum í gœr Vestmannaeyjum, 29. apríl. ÞAÐ slys varð hér í gær, að þriggja ára drengur Baldur Óli Birgisson, féll í sjóinn af Nausthamarsbryggju. Verk- stjóri í Fiskiðjunni, Stefán Runólfsson sá er barnið féli í sjóinn og ók hann hið snar- asta á vettvang, því til hjálpar. Bjargaði hann barn- inu með aðstoð Adolfs Óskars sonar pípulagningarmeistara. Mbl. hafði í gær tal af Stefáni Runólfssyni og sagðist honum svo frá: — Það var hrein tilviljun, að ég var staddur úti við, hjá Fiskiðjunni um það bii 300 m frá bryggjunni. Þá sá ég að barn féll fram af bryggjunni í sjóinn. Ég snairaðist inn í bíl og ók að slysstaðnum og henti mér umsvifalaust í sjóinn. — í sjónum flaut barnið á grúfu og var andlitið í kafi Framhald á bls. 31 Innritun á iðnaðar- ráðstefnuna í dag FIMMTUDAGINN 2. maí næst- komandi hefst 1 Reykjavík þriggja daga ráðstefna fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna um ís- lenzka iðnþróun og er þetta viða mesta ráðstefna um iðnaðarmál, sem haldin hefur verið hér á landi. Þeir sem hug hafa á að taka þátt í ráðstefnu þessari þurfa að láta skrá sig til þátttöku í síma 17100 eða 18192 helzt í dag. Á ráðstefnunni verður m. a. fjallað um áhrif hugsanlegrar aðildar íslands að Fríverzlunar- bandaiaginu á íslenzkan iðnað, svo og flesta þætti iðnaðarmála. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins og borgarstjórinn í Reykja- vík munu taka virkan þátt í ráðstefnunni. Iðnrekendur og Reykur í hóteli SLOKKVILIÐIÐ var i gærmorg- un um kl. 7.30 kvatt að City Hoteli, en þar lagði reyk um all- ar vistarverur, gestum hótelsins til armæðu. Er slökkviliðið kom á vettvang kom í ljós að skamm hlaup hafði orðið í útvarpskerfi gistfhússins og stafaði reykurinn af þvi. áhugamenn um iðnaðarmál sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum eru eindregið hvattir til að láta skrá sig til þátttöku í dag. Egilsstaðalögreglan með smyglv arninginn úr Mánafossi. 1 % OSSl 95 geneverbrúsar og 114 vindlingalengjur ásamt fleiru, inni- hald 12 pakka, er senda átti frá Egilsstöðum til Reykjavikur KOMIZT hefur upp um allmik- ið smygl úr Mánafossi, skipi Eimskipafélags íslands. Var skipið statt á Seyðisfirði síðast- liðinn fimmtudag og á föstudag var reynt að senda með flugi til Reykjavíkur 95 flöskur af gene- ver, 114 vindlingalengjur, 3 Blaupunkt-viðtæki í bila og 12 brúsa af hárlakki ásamt ýmsum fleiri varningi. Sendandi frá Seyðisfirði var vélstjóri á Mána- fossi og sendi hann smyglvam- inginn til starfsfélaga sins, er var í leyfi heima hjá sér í Reykjavik. Mánafoss fór frá Austfjarðarhöfnum síðdegis á fimmtudag til Þýzkalandshafna. Hér fer á eftir frétt fréttarit- ara Mbl. á Egilsstöðum, Hákonar Aðalsteinssonar. ,,Egilsstaðir, 20. april. Á föstudaginn kom upp óvenju legt mál hér í Egilsstaðakaup- túni, er upp komst um smygl. Smyglvarningur úr Mánafossi, sem var að lesta á Seyðisfirði var upptækur ger hjá hrepp- stjóranum á Egilsstöðum. Forsaga málsins er sú, að mað ur frá Egilsstöðum, er staddur var á Seyðisfirði var beðinn um að taka þar nokkra pakka og flytja til Egilsstaða í veg fyrir flugvél suður til Reykjavíkur. Þegar maðurinn var kominn í norðurbrún Fjarðarheiðar kastað aðist farmurinn til í bifreið hans, vegna þess hve vegurinn var j ósléttur. Gaus þá upp megn áfengisþefur í bílnum og fór manninn þá að gruna margt. Þar eð maðurinn ér löghlýðinn borgari sneri hann sér tii hrepps stjórans á Egilsstöðum og tjáði honum, að hann myndi vera með allóvenjuiegan farangur í bíln- um. Hreppstjórinn tók pakkana Framhald á bls. 31 Fyrstur japanskra skip- stjóra í íslenzkri höfn Alþýðubandalagið á Akureyri: Kveðst engan þátt hafa átt í dreifingu Víetnamsbréfs — Stutt spjall við Sato skipstjóra, sem sœkir hingað frysta loðnu og hrogn K. SATO varð fyrstur jap- anskra skipstjóra til að sigla í islenzka höfn, þegar skip hans DA IHO Maru lagðist upp að Ægisgarði laust eftir hádegi í gær. Hingað er skip- ið komið til að lesta 500 tonn af frystri loðnu og 135 tonn af frystum og söltuðum hrogn um, sem Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og sjávarafurða deild S.Í.S. selja til Japan. Við brugðum okkur um borð í DA IHO Maru og hvít- klæddur þjónn vísaði okkur veginn upp í brúna, á fund skipstjórans. Sato skipstjóri er 37 ára, dökkur á brún og brá, og fremur lágvaxinn á okkar vísu, eins og raunar allir skip verjar hans. Hann bauð okk- ur þegar niður ,í setustofu og lét bera okkur japanskt kaffi. — Hvað er skipið stórt.? — DA IHO Maru er 2000 tonn að stærð og í eigu The Kyokuyo Hogei Co, Ltd. í Tok yo. Áhöfnin er venjulega 23 manns, en við erum 22 núna, því einn skildum við eftir á sjúkrahúsi í Las Palmas. — Og hérna lestið þið loðnu? — Já, við eigum að taka 500 tonn af frystri loðnu, 125 tonn af frystum þorsk-, ýsu- og ufsahrognum og 10 tonn af söltuðum grásleppuhrognum. — Okkur er sagt, að í Jap- an þyki loðnan herramanns- matur. — Já, já. Við steikjum hana Framhald á bls. 31 MBL. hefur borizt yfirlýsing frá Alþýðubandalaginu á Akureyri þess efnis, að þau félagssamtök hafi engan þátt átt í því „uppátæki 2ja menntaskólakennara og nokk urra nemenda þeirra að lauma svokölluðu Víetnam- bréfi innan í Morgunblaðið“, eins og komizt er að orði í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin fer hér á eftir: „Að marggefnum tilefnum vil ég sem formaður Alþýðubanda- lagsins á Akureyri lýsa því yfir að hvorki Alþýðubandalagið hér í bænum, né nokkur stofnun þess, á hinn minnsta hlut að máli í sambandi við það uppátæki 2ja menntaskólakennara og nokkurra nemenda þeirra að lauma svokölluðu Víet-Nam-bréfi innan í Morgunblaðið til þess að spara sér fé og fyrirhöfn vegna dreifingar bréfs þessa. Persónulega tel ég athæfi þetta óviðurkvæmilegt og til þess eins fallið að skaða góðan málstað baráttunnar gegn striði Bandaríkjanna gegn Víet-Nam- þjóðinni“. Akureyri 28. apríl 1968. , Jón Helgason (sign) Læknoskipti ó Eskiiirði í LÖGBIRTINGABLAÐINU er frá því skýrt að hinn 1. april 1968 hafi forseti íslands veitt Jónasi Oddssyni, héraðslækni I Eskifjarðarhéarði lausn frá em- bætti. Jafnframt er sagt frá því að sama dag hafi dóms- og kirkju málaráðuneytið sett cand. med & chir. Þorvarð Brynjólfsson til að gegna héraðsæknisembættinu í Eskifirði til 30. júní. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.