Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30 APRÍL 1968 15 fara til Hjalteyrar, var allt komið um borð í Snorra goða og þar á meðal voru margar söltunarstúlkur, svo að við kviðum ekki fyrir ferðinni. En einhver Thorsaranna átti einnig að vera með skipinu ... ég man ekki hver þeirra ... en hann var ekki kominn og þurfti að bíða eftir hon- um nokkrar mínútur. En þegar við Egill sjáum dönsku skonnortuna, tókum við léttbátinn á Snorra goða og rerum til Dananna. Þeir voru nýbúnir að láta akkerið falla, þegar við komum og við fórum strax um borð og tókum skipstjórann tali og báðum um áfengi. Egill tala'ði vel dönsku, því hann hafði verið við verzlun í Kolding í Danmörku. Hann kynnti mig sem „navig- ator“ og traustan mann, svo að karlinn fengi trú á okk- ur. En honum leizt nú upp og ofan á þessa fíra og varð mjög smeykur um að tollþjón- arnir kæmu á hverri stund. En þá bentum við honum á togarann, sem lá undan Kveldúlfshúsinu og sögðum að hann mundi strax fara norður ag við með honum, og því væri engin hætta á ferð- um enda sá hann að við kom- um frá skipinu. Danski skipstjórinn kallar okkur þá niður í káetu. „Jeg har en kvartel af Malagavin", segir karlinn. Egill segir: „Det köber vi, hvis De ikke har noget stærkere'" Karlinn hristir höfuðið og segir að við fáum ekkert sterkt vín, því að við séum svo ungir. Við keyptum svo kútinn í hvelli, fórum upp á dekk oe út í bátinn. En þá sjáum við okkur til mikillar skelfingar, að togarinn hefur létt akk- erum og siglir frá landi. En við róum allt hvað af tekur í veg fyrir hann, skíthrædd- ir um að karlinn muni ekki stöðva, en láta okkur eiga sig, því að í þá daga var ekki verið að mylja undir svona kappá eins og okkur. En skipstjórinn stöðvaði skipið og glotti, þegar hann sá, hvað var í bátnum. Kúturinn var svo tekinn um borð með var- færni og látinn niður í keðju- kjallarann, þar sem hann var geymdur, þar til við fórum einu sinni til Akureyrar að blása út af katlinum og taka kol. Þá var kúturinn tekinn upp og öllum veitt, sem voru á skipinu, og þá var margur glaður og kjarkurinn mikill, þegar farið var í land, því að margir töldu að þetta hefði verið sterkara en raun bar vitni.“ „En þú varst einnig á sjó fyrir vestan." „Ég var á árabátum strák- ur og svo tvö sumur á skak- skútu, kútter Helgu.sem Pét- ur Thorsteinsson átti, en hann lét skúturnar heita í höfuðið á dætrum sínum. Á Helgu var ég tvö sumur. Þar var skipstjóri Jón Þorsteinsson, sem hafði verið á togurum í Bretlandi, mikil aflakló. Hann var vinur Árna Byr- ons, skipstjóra í Hull.“ „Hvernig var aðbúnaður- inn á Helgu?“ „Eins góður og þá tíðkað- ist. Eldað í lúkarnum, tveir um kojuna sinn á hvorri vakt og brimsalt saltkjöt og sætsúpa með rúsínum á sunnudögum. En beztur þótti okkur samt hundsbelgurinn.“ „Hundsbelgurinn, hvað var það“. „Ja, það var hundsbelgur." „Var hann étinn með skinn- inu, rófunni og öllu saman?“ „Nei, þú getur verið alveg rólegur þess vegna: það var farið aftur í lest og tekið myglað rúgbrauð, sem var geymt ofan á saltinu og það skorið ofan í pott, smjörlíki sett saman við, púðursykur og vatn — og svo var þetta soðið í mauk og þótti lost- aeii og undirstöðumatur og kallað hundsbelgur, ekki veit ég hvers vegna. En auðvitað var fiskurinn aðalfæðan um borð, enda hollasta fæða sem völ er á. Mér þótti hunds- belgurinn eitt mesta sælgæti sem ég hef bragðað og okk- ur varð gott af.“ , „Lentuð þið aldrei í neinu hafaríi á skútunni?" „Hafaríi, nei. En vökurn- ar voru miklar hjá dráttar- mönnunum, sem lögðu sig eft- ir fiskinum, og mikið kapp og jafnvel væringar milli manna um, hver mest drægi. En þó alltaf án líkamsmeiðinga. Menn voru upp á hálfdrætti, þ.e. þeir fengu helming þess sem þeir drógu og beztu dráttarmennirnir auk þess einhver fríðindi. Vökurnar um borð í skútunum voru jafn- vel meirj en á togurunum, áður en Vökulögin voru lög- fest, en þó höfðu menn leyfi til að sofa 12 tíma á skút- unum.“ Loftur fór nú að hugsa um eitthvað, svo ég segi: „Hvað ertu að hugsa um?“ „Ekkert". „Ég sé það á svipnum að það hlýtur að vera eitthvað, sem á heima í þessu samtali." „Ja ... það er ekki ... það er nú kannski ekki á- stæða til að fara út í neinn ing-ur, hann hefði fyilgt móð- uraett minni, en aðeins í bein- an karllegg. En hvað ... varstu eitthvað að'spyrja um, hvort ég hefði lent í hafaríi ... “ „Já, eða lífsháska ... ?“ „Nei, aldrei svo ég viti.“ „En hvar varstu í Hala- veðrinu, Loftur?“ Nú þarf hann ekki að hugsa sig um, en segir: „Ég var á Goðafossi. Við lágum á ísafirði og ætluðum að fara seint um kvöldið. Þá kom um borð til okkar gam- all ísfirðingur og segir: Ja, nú gerir hann vont veður. Því anzaði auðvitað enginn. Ég var á vakt, þegar við fórum út. Það var blanka- stillilogn, en gerði strax mikla snjódrífu, þegar kom út fyrir oddann, ag sá ekki handaskil. Þá fór ég af vakt, en kom upp aftur kl. 4 um nóttina, og þá lá skipið fyrir tveim- ur akkerum í vitlausu veðri, norðan roki og byl, og dreif inn í sundin við ísafjörð og stöðvaðist þar, þegar það hafði rekið nokkurn spöl. Þá fyrst föttuðu akkerin. En af þessu sérðu að maður skyldi hlusta á reynslu sér eldra fólks, því að oft er gott það sem gamlir kveða. Við lágum svo á ísafirði eina tvo daga, en fórum til Siglu- fjarðar, þegar veðrinu slot- aði. Þegar við vorum komn- „Hver studdi þig til náms í Stýrimannaskólann?" „Faðir minn. Annars vann ég að miklu leyti fyrir mér sjálfur, því að ég var á tog- ara milli þess sem ég var í skólanum, eins og ég sagði þér.“ „Og þú hefur kynnzt mörgu góðu fólki á námsár- unum?“ „Já. Ég eignaðist marga góða skólafélaga. 1966 héld- um við upp á hálfrar aldar prófsafmæli okkar, en ekki ætla ég að fara að telja upp alla félaga mína. í hópnum er margt þekktra manna. Þegar ég var strákur, var ég í Selárdal — á bæ sem heitir Skeiði, hjá Bjarghildi Jónsdóttur og Gesti Jónssyni, ' sem voru mér mjög góð. Svo var ég ráðinn til séra Magnús- ar Þorsteinssonar frá Húsa- felli, sem var prestur í Sel- árdal, og konu hans, frú Ást- ríðar. Þau voru ágætisfólk. En ég vildi ekki vera á prest- setrinu, því að niðri á Skeiði voru tveir frændur mínir á líku reki og ég, og þar hafði faðir minn útgerð og var formaður á bát, sem hann átti. Daginn eftir að ég kom í Selárdal, fór ég með féð fram í dalinn, en hélt svo beinustu leið niður að Skeiði. Prests- hjónin tóku þetta strok ekki illa upp, og faðir minn skammaði mig ekki. En eftir að þau fluttust til jÉÉT ' ZlZ' ■«%-«*■ óþverra, e n staðreynd var það nú samt, að ekki var laust við að menn fengju lús í nábýlinu um borð í skút- unum. En málið var vitan- lega afgreitt á þann einfald- asta hátt, sem til var — að lúsin losaði menn við ýmsa óþarfa vessa í líkamanum, c.g því til staðfestingar var farið með þetta vísubrot: Fáðu aldrei kláða eða kvef komi þér aldrei hor í hef — en þetta var sagt við ein- hvern og varð að áhrínisorð- um, því að hann dó skömmu síðar vegna þess að hann fékk hvorki kláða, kvef né hor í nef. Svona komust for- feður okkar undan óþægileg- um staðreyndum í lífi sínu. En eftir þetta amaðist eng- inn við lúsinni, að minnsta kosti ekki fyrir vestan og menn tóku kvefi eins og sjálf- sögðum hlut. Á þessum árum eimdi eftir af hjátrú ýmiskonar, bæði á Vestfjörðum og annars stað- ar, og þar þótti ekki frá- gangssök, þótt menn hefðu fylgjur, en þær voru auðvit- að misgóðar og flestir vorum við dauðmyrkfælnir um borð í Helgu. Þeir sögðu að draug- ur að nafni Dalli fylgdi mér en þegar þeir sáu að ég var fatrinn að hafa áhyggjur af þessu, enda aðeins 14 ára, hugguðu þeir mig með þvi að þetta væri einhver misskiln- Hjá Hval hJf. ir út af Strákum, var fjörð- urinn eitt hvítfyssandi brot, en læna á milli — og sigldi Einar Stefánsson, skipstjóri, skipi sínu í hana. Þegar við nálguðumst Siglufjarðarkjaft- inn, var eins og skipið væri að fara niður foss og hrikti svo í stýriskeðjunni, að við vorum hræddir um að hún mundi slitna þá og þegar, en þá hefði skipið rekið stjórn- laust á land og brotnað. Fólk á Siglunesi sagði að það hefði verið hrætt um skipið, því að það hvarf alveg, þeg- ar það fór niður í öldudalina og sáust ekki einu sinni möstrin, þótt svo skammt væri undan landi. Slíkt hefði aldrei komið fyrir áður. En þó gekk þetta vel.“ „Ég heyri að þú hefur ver- ið hræddur.“ „Ég var ... ja, ég hugsaði mikið um stýriskeðjuna. Kristján, bróðir minn, stóð við stýrið og Einar Stefáns- son var eins og kempa í brúnni, báðir óhræddir. Kristján varð löngu síðai* fyrsti stýrimaður á Heklu og fórst með henni í stríðinu á leið til Ameríku." „Varstu lengi hjá Eim- skip?“ „Til 1926, og lengst af á Willemoes og Goðafossi. Fyrst með Þórólfi B eck og síðar Júlíusi Júlínussyni, og sigld- um á Ameríku.“ Reykjavíkur, frú Ástríður og séra Magnús, hafði ég gott samband við þau. Ég hafði séð séra Magnús slá í Selárdal og undraðist, hvað hann var góður sláttu- maður, því ekki átti ég von á, að orfið gæti leikið svo vel í höndum langskólageng- ins manns, og prests þar að auki. Það varð mér því minnis stætt að sjá hann standa við slátt. Áður hafði ég haldið að embættismenn gætu ekkert annað en handfjallað bækur og verið fínir menn með hvíta flibba. En reynslan breytir skoðunum okkar, eins og þú veizt. „Hvenær sagðistu hafa far- ið í land?“ „Það var 1926.“ „Ekki varstu kvæntur þá, Loftur?" „Nei, ég kvæntist ekki fyrr en á lokadaginn 1939 og hef satt að segja haft nokkrar á- hyggjur af því undanfarið hvort ég væri löglega kvænt- ur, því að séra Sigurgeir, síð- ar biskup, gaf okkur hjónin saman, en hann var ekki í embætti um það leyti, því hann var hættur prestskap, nýbúið að kjósa hann biskup, en hann hafði ekki verið vígð ur til þess embættis. Nú hef- ur hæstiréttur, sem betur fer, létt af mér og mörgum mann- inum þessum áhyggjum, en kannski eiga sumir um sárt að binda vegna dómsúrskurð- ar hans, ekki skal ég segja um það. Hitt vil ég leggja áherzlu á, að niðurstöður hans voru mér kærkomnar. Þegar ég fór í land 1926, fluttist ég til Hafnarfjarðar. Og eitt af því fyrsta sem ég tók mér fyrir hendur, var að setja upp kosningaskrifstofu fyrir Frjálslynda flokkinn. Sigurður Eggerz var þá í landskjöri og vildi ég veita honum og flokknum allan þann stuðning, sem ég mátti. Ég var á fundinum í Bár- unni, þegar frjálslyndi flokk- urinn og íhaldsflokkurinn voru sameinaðir í Sjálfstæðis- flokkinn 1929, en fundar- stjóri var Bjarni Benedikts- son. Ég álít að það hafi verið mikið happaverk að sameina flokkana og þjóðinni til heilla. Með Frjálslynda flokknum komu margir dug- miklir athcifnamenn inn í Sjálfstæðisflokkinn og ungir hugsjónarmenn, sem hafa gert 1 garðinn frægan, og læt ég nægja að nefna Bjarna Benediktsson og þá bræ’ður, sem ég kynntist á Skóla- vörðustíg. Mestur hefur mér þótt Bjarni vera í Þingvallaræðunni 1943. Ræð an hafði þau áhrif á mig að síðan hef ég vitað, að ef ég ekki þori að gera hlutina sjálfur — þá gera ekki aðrir þá fyrir mig. Andstæðingar Bjarna kölluðu ræðuna Fjallræðuna í háðungar- skyni. Mér og mörgum öðrum var hún opinberun og réð áreiðanlega miklu um, hversu heillavænlega var að farið á lokastigi sjálfstæðisbarátt- unnar við Dani. Ég kynntist þeim bræðrum og æskuheimili þeirra við Skólavörðustíg mjög náið, þegar ég var kominn í land og farinn að taka þátt í störfum Frjálslynda flokks- ins. En þeir voru miklir stuðningsmenn hans. Að koma inn á þetta heimili og vera ávallt velkominn til frú Guð- rúnar Pétursdóttur og Bene- dikts Sveinssonar — var mér ómetanlegt: að hlusta á þær umræður, sem þar fóru fram um landsmál og upplifa þá stóru drauma um frelsi og sjálfstæði íslands sem þar urðu að veruleika — verður mér ógleymanlegt. Benedikt Sveinsson sagði einu sinni, þegar verið var að ræða um sjálfstæðismálið: IXJón Sig- urðsson sagði við tækifæri líkt og nú er: Róið þið, pilt- ar, nú er lag.“ . Ég smítaðist af þessum ís- lenzka anda, sem ríkti á heimilinu, og hef búið að þessu andrúmslofti alla tíð. Á Skólavörðustíg var okk ur innrætt að ísland gæti og ætti að standa á eig- in fótum. Mig hefur ávallt langað til að sýna í verki, hve mikils ég met þennan anda — og þá með því að reyna að vera athafnamaður og leggja mitt lóð á þá vog- arskál að íslendingar geti bjargað sér sjálfir.“ „Og svo fórstu að hugsa um að verða ríkur." Loftur stendur á fætur, pjakkar stafnum í gólfið og svipast um eftir frakkanum sínum. „Nei, ég hef aldrei hugsað um að verða ríkur. Ég er að vísu orðinn milljónamæring- ur, því að ég á hús. En á þessum verðfalls- og afla- leysistímum er ekki gróða- vænlegt að eiga hlutabréf í útgerðarfélögum. En ég vil reyna að vinna fyrir þau fyr- irtæki, sem mér er trúað fyrir.“ Svo flýtir hann sér í frakk- ann, og kveður. Það er eins og hann muni allt í einu eftir því, að tíminn er peningar. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.