Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR M. APRIL 1968 23 Axel Clausen 80 ára ÞEGAR ég minnist þess að það er í dag sem Axel Clausen sölu- maður hjá Burstagerð Reykja- víkur stingur við fæti á áttatíu ára langri göngiu sinni á lífs- brautinni fer að vonum að mér sem þekkt hefir manninn í röska fimm tugi ára finnist sem ég eigi margs að minnast. Það læt- ur þó að líikuim þótt ég geri til- raun með að minnast vinar míns á þessum tímamótum, að svo kunni nú að fara um ræðu mína sem svo margra annara áð sú þyki ræðan bezt sem aildrei var haldin. En þar sem um svo mætan mann er að gera sem Axel Clausen er þá ræðst ég undirritaður af veikum mætti í að ganga fram fyirir skjöldu okkar Sandara að gjalda hon- um að nokkru þau fósturlaunin sem við teljum hann verðaistan með því einu sem við eigum handbærast en það er að senda honum með þessum fáu línum þakklæti okkar.og virðingu fyr- ir umliðin ár og láta með því aðra sjá áð ekki hafi þurft að minna obkur á það. Axel er fæddur í Stykkishólmi í annari viku sumars 30. apríl 1888. Voru foreldrar hans hin góðkunnu kaupmannshjón Helg- er Clausen kaupmaður í Stykk- ishólmi og Ólafsvík og kona hans Guðrún Þorkelsdóttir prests Eyjólfssonar á Staðar- stað. Árið 1905, þá seytján ára áö aldri, hóf Axel sölumennsku og verzlunarstörf í Stykkishólmi en þrem árum síðar fluttist hann til Ólafsvíkur og gerðist þar verzlunarmaður og verk- stjóri hjá Jóni Proppé á vegum hins svokallaða milljlónafélags Og 1912 gerðist hann svo bók- haldari við Proppé-verzlunina á Hellissandi og nokkru síðar varð hann verzlunarstjóri við útibú Sæmundar Hálldórssonar á Hell- issandi, en stuttu eftir 1920 hóf hann sjálfur kaupmennsku á Hellissandi er Sæmundur hætti verzlun þar. Verzlaði Axel þar við mjög góðan orðstír til árs- loka 1931 er kreppan mikla geisaði sem hæst. Var hann þá orðinn eignalaus maður, þótt áður hefði hann verið ágætum efnum búinn. Þanniig var góð- mennska hans og hjartahlýja við viðskiptamenn sína honum að fótakefli, því hann fann sig aldrei geta neitáð nokkrum manni um úttekt úr verzlun sinni, þótt ekki kæmi gjald fyr- ir um sinn, og allra sízt bugaði hann frá sér fátækum bamafjöl- lífi þorpsbúa, vann meðal ann- ars mikið og happasælt braut- ryðjendastarf í þágu leiklistar- innar þar vestra. Söngvinn er Axel í bezta lagi og gekk mjög í fararbroddi í þeim efnum og starfar raunar mikið ennþá og hefur til skamms tíma verið í ýmsum kórum síðan hann flutt- ist hingað suður og verið þar með fremstu einsöngvurum, og síðast í vetur vissi ég til að hann söng einsöng á skemmtun til ágóða fyrir munáðarlaus börn að vestan, auk þess sem hann sjálfur hefur um þrjátíu ára skei’ð lagt nokkuð af mörfcum um jólaleytið ár hvert til glaðn- ings fátækum og umkomulans- um bömum fyrir vestan. Axel er félagi í mörgum samtökum hér í bæ, má þar nefna Félag sölumanna og Góðtemplararegl- una, þar sem hann hefur um áraskeið verið mikilvirkur og traustur baráttumaður og hefur meðal annars innan vébanda regi unnar stofnað barnastúkuna Sunnu í Árbæjarhverfi og er starf hennar í miklum blóma. Þegar Átthagafélag Sandara var stofnað hér í Reykjavík fyr- ir 15 árum var Axel meðal stofnendanna og hefur setið í stjórn þess síðan. Er 50 ár voru liðin frá því Axel kom fyrst til Sands" var hann staddur þar og færði þá af því tilefnd félags- heimilinu Röst fagurt málverk að gjöf til minningar um veru sína í þorpirw. Enda kveðst hann hafa kvatt Sand af mikl- um trega og áð sér finnist hann í raun og veru hvergi annars staðar eiga heima. Að endingu vil ég, sem þessar línur skrifa, votta Axel Clausen fyrir hönd Sandsbúa heima og að heiman alúðar þökk okkar allra. Megi hann að lokum njóta góðrar og friðsællar elli til æfiloka. K. Þ. Það er ekki ætlun mén með þessum fáu línum að rekja ætt og uppruna Axels Clausen, hann er það kunnur maður að þess tel ég ekki þörf. En myndi ekki færri trúa því, sem ræða við og sjá þennan glaðlega mann að hann eigi 80 ár að baki sér í dag. Þess sjást engin merki að svo sé. Það er ekki almennt að maður á þessum aldri starfi dag hvern, með óbil- andi áhuga og dugnaði og aki sínum jeppa um allan bæ og út á landsbyggðina, hvert sem er eftir því, sem starf hans krefst hverju sinni. Flestir eiga nóg með að inna af hendi sitt eigið starf og gefst lítill tími til að sinna öðru. Því er ekki þannig varið með Axel Clausen. Þótt hann sé önnum hlaðinn, þó virð ist alltaf vera tími til að ljá öðrum lið, og leysa annara vanda ef kostur er, og þá haldast í heldur drengskapur þekking og lífsreynsla. Átthagafélag Sandara hef- ur átt því láni að fagna að njóta Framhald á bls. 24 Óskum að kaupa 2 báta 5—7 m. langa. Helzt með Færeyjalaginu. Upplýsingar í síma 52438. Hochtief-véltækni. Nauðungaruppboð annað og síðasta á efri hæð Þingíhólsbraut 41, m..m., þinglýstri eign Þorkels Helga Pálssonar, fetr fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. maí 1968 kl. 16. Upp- boðið var auglýst í 60., 61. 64. tóluiblaði Lögbirtinga- blaðsins 1967. Bæjarfógetinn í Kói»avogi. Húsnæði til leigu íbúð, 5 herbergi og eldhús um 100 íerm. í timbur- húsi í Austurbænum, er til leigu. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „5 herbergja íbúð nr. 8116“. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Ara ísberg, hdl. og Árna Gunnlaugssonar, hirl. verður byggingarlóð nr. 35 við Hegranes, Garða- hreppi, þinglesin eign Indriða Halidórssonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálf'ri fimmtudaginn 2. maí 1968, kl. 4.30 e.h. Uppboð þetta var aiuglýst í 31., 32. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. KJÖRSKRÁ Njarðvikurhrepps til kjörs forseta ísiands, sem fram fer 30. júní n.k. liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu hreppsins að Þórustíg 3, Ytri Njarðvík, alla virka daga nema laugardaga á venjulegum skrifstofu- tíma frá og með 30 apríl til 27. maí. Kærur yfir kjörskránni skulu hafa borizt skrifstof- unni eigi síðar en 8. júní n.k. Njarðvík, 26. apríi 1968. Sveitarstjórinn í Njarðvíkurhreppi. Sumarpeysur mjög fallegar italskar sumarpeysur fyrir dömur, mikið og fallegt litaval. Mörg munstur. Lítið magn af hverri gerð. .(itMtOtllU.lLU.imiihdHitbUllilMMiimUlHHMIlH;. Miklatorgi og Lækjargötu 4. skyldum. Hann skyldi svo vel sjálfur í hverjum sporum barn- margur maður stendur svo mik- inn fjölda barna sem hann sjálf- ur hefur eignazt. Honum fannst sem hann á þann hátt bezt geta sýnt forsjóninni þakklæti sitt fyrir hvað hún hafði gefið sjállf- um honum mör,g vel gerð og heilbrigð börn. Kona Axels var Svanfríður Ámadóttir, atgervis- kona að allri gerð, hún er nú látin fyrir allmörgum árum. Þegar Axel flutti frá Sandi til Reykjavíkur gerðisit hann starfs- maðúr hjá fyrirtaeki bróður síns, Pappírspokagerð Reykja- vikur, og var þar sölustjóri og fulltrúi fyrirtækisins í full þrjá- tíu ár, en hefur nú um nokkur undanfarin ár verið sölumaður fyrir framlefðsluvörur Bursta- gerðar Reykjavíkur. Alla stund mieðan Axel dvaldi fyrir vestan og raunar tveim árum betur eftir að hann flutti alfarinn það- an, gegndi hann ýmsum opinber- um störfum fyrir sveitarfélag sitt, svo sem tuttugu ár í hrepps nefnd og þar af lengi hrepps- nefndaroddviti og tuttuigu og átta ára að aldrei gerðist hann sýslunefndarmaður og þá telinn yngsti maður á landinu sem gegndi því starfi, og þótti að vonum mikill vegsauki. Formað- ur skólanefndar var hann fjölda ára og lengi afgreiðslumaður strandferðaskipanna. svo og um- boðsmaður Brunabótefélags Is- lands, ásamt mörgu öðru, sem of langt yrði upp að telja. Lengst af dvöl sinni fyrir vestan stóð hann framarlega I skemmtana- Gerið þér yður ljóst, að ef sérhver Islendingur kaupir innlendar iðnaðarvörur fyrir kr. 1000 í staðinn fyrir erlendar, þá skapast við það atvinna fyrir 300 manns í iðnaðinum. VELJUM ÍSLENZKT ÍSLENZKAN IÐNAÐ Með því að kaupa íslenzkar iðnaðarvörur stuðlið þér að atvinnuöryggi og aukinni velmegun í landinu. ástmar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.