Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUU 30. APRÍL 196« 21 Loftur Bjarnason sjötugur í DAG er Loftur Bjarnason, út- gerðarmaður í Hafnarfirði sjötug ur. Á Lofti sannast flestum öðr- udi fremur að: „Táp og fjör og frískir menn, finnast íhér á landi enn“. Loftur stundaði sjómennsku frá 12 ára aldri í nær 16 ár. Vor ið 1916 lauk hann farmannaprófi frá Stýrimannnaskólanum í Reykjavík, 18 ára gamall. Þegar farmennsku Lofts lauk árfð 1926 var hann orðinn 1. stýri maður á Lagarfossi. Loftur er fæddur á Bíldudal við Arnarfjörð, sonur hjónanna Bjarna Loftssonar, kaupmanns og Gíslínu Þórðardóttur. Ólst Loftur þar upp á þeim árum, sem útgerð Féturs Thorsteinsson ar og Milljónafélagsins var þar í miklum blóma. Rak Pétur þar þilskipaútgerð, fiskverkun og verzlun með hinum mesta myndarskap, svo sem alkunnugt er. Loftur hóf sjómennsku á ára- skipi. Þaðan lá leiðin á þilskip, síðan á togara og loks á farm- skip ríkisins og Eimskipafélags íslands. Loftur var í siglingum síðustu mánuði heimsstyrjaldarinnar fyrri. Hann var háseti hjá Júlí- usi Júlínussyni, skipstjóra á es. Willemoes, þegar íslenzki fáninn var dreginn að hún á skipinu í Oslóarhöfn, að morgni fullveldis dagsins 1. desember 1918. Var þeim sjómönnum þá hlýtt um hjartarætur að eiga þátt í því að (hefja í fyrsta sinn frelsistákn ís- lenzku þjóðarinnar, fjarri fóst- urjarðarströndum, til þess vegs sem því ber. Loft skorti rúm tvö ár í þrí- tugt, er hann hætti sjómennsku, ungur að árum en ríkur af reynslu sem sjómaður og fyrir að hafa kynnzt fjölda manna á sjó og landi. Rúm 42 ár eru liðin síðan Loft- ur hóf störf sín við sjiávarútveg- inn í landi. Þau störf hans hafa ekki síður verið fjölbreytt en störf hans á sjónum. Er það of langt m'ál að telja upp öll þau störf í þessari stuttu grein. Ég læt þess aðeins getið, að Loftur hefur verið formaður hvalveiðifélagsins Hva-ls h.f. frá stofnun félagsins 1947 og jafn- framt framkvæmdastjó'ri þess frá 1950. f stjórn Landssambands ísl. útvegsmanna hefur hann verið frá 1944 og varaformaður frá 1947. í stjórn Félags botnvörpu- skipaeigenda frá 1933 og formað- ur þess frá 1959. Þótt Loftur hafi starfað við sjávarútveginn á sjó og í landi 'hátt á sjötta áratug, sjást þess ekki merki, að hann' hyggist leggja árar í bát. Efast enginn um, að honum mtu-ni taikas-t að halda í horfinu meðam líf og beilsa endist. Þegar Loftur varð sextugur, vil-du menn ekki trúa því að hann væri eldri en fimmtugur. og enn sýnist hann vera miklu yngri en kirkjubækur votta. Loftur hefur alla sína daga biaft létta lund. Hefur það meðal annars komið fram í því, að hann er að jafnaði manna kát- astur og skemmtilegastur á góðra manna fundum og heldur manna beztar tækifærisræður. Loftur kann þá list sjómanns- ins, sem eimnig hefur fylgt hon-- um í störf-um hans í lamdi, að forðast áföll og grynningar og sigla fleyi sínu heilu í höfn. En gefi á bátinn, sem oft vill verða hjá þeim, sem, mikið færast í fang, vex honum móður og hann finnur lag til að komast úr krepp unni og rétta við eftir áfallið og ihalda heill leiðar sinnar. Loftur hefur mikinn áhuga á menningarmálum. Hefur hann meðal annars stutt byggingu Hallgrímskirkju að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd af miklum myndarskap. Fyrir atbeina Lofts og séra Sigurjóns Guðjónssonar er í kirkjunni freskomynd, gerð af nafnkunnnm Finna, prófessor Lennart Segerstr&le, hinum á- -gætasta listamanini. Þótt kirkj-an sé ekki stór og láti lítið yfir sér, þá er hún utan sem innan eitt faið veglegasta guðshús á landi hér. Loftur er höfðingi heim að sækja og nýtur hann þar at- beina sinnar ágætu húsfreyju, Sólveigar Sveinbjarnardóttur og uppkominna barna þeirra, Krist jáns og Birnu, sem bæði eru hin mannvænl-egustu. Ég og fjölmargir aðrir eigum þeim m,argt gott upp að inna og höfum notið hjiá þeim margra ánægjulegra stunda, sem seint verða fullþakkaðar. Sendi ég Lofti og fjölskyldu hans i-nnilegar heillaóskir nú á afmælisdaginn og óska þeim gæfu og gengis á ókomnum ár- um. Lifið heil! Sveinn Benediktsson. LOFTUR Bjarnason útgerðar- maður er sjötugur í dag. Ég mun ekki rekja æviferil hans, en minnist hans sem manns og húsbónda í hvalveiðistöðinni. Það er þjóðkunnugt, með hve hvílíkum dugnaði og forsjá það fyrirtæki hefur verið rekið, þótt nokkrir erfiðleikar steðji nú að vegna mikilla markaðsörðug- leika og lágs verðs á afurðum. Tendrast ljós, sem lýsa Iengi á foldarvegum Ótal yndi veita með ýmsum hætti og góðum. Fegra mannlíf og f jörga. Farsæld auka og gleði. Vekja vor í huga í vetrar hörkubyljum. Til eru menn, þó ei margir, er megna stórt að gera. Byggja á bjargi traustu borgir er lengi standa. Sækja á svikul miðin sjávarfeng og gróða. Erfiðleikar þó ergi upp lyfta Grettistökum. Hér er í Hafnarfirði höldur einn minnisstæður Bjarnason, bezti drengur. Ber sá nafnið Loftur. A heima að Álfaskeiði. Agætlega kvæntur. Börnunum blíður faðir. Búnast á öllum sviðum. Vaskur er hann til verka. Viljasterkur og traustur. Gætinn en gleði nýtur hjá góðum vinum og sprundum Enginn vafi er á, að hin góða afkoma hvalveiðistöðvarinnar er Lofts Bjarnasonar. Og hann mun finna það í dag, frá okkur verkamönnunum, að við kunn- um að meta hans starf, hans ljúfa viðmót og gamansemi. Ég veit, hversu mikið hann leggur upp úr því, að rekstur hval- veiðistöðvarinnar gangi vel. En ég veit einnig, að hann leggur ekki síður mikið upp úr nánu persónulegu sambandi við þá, sem hjá honum vinna. Verður er verkamaðurinn launanna í hans framkvæmda- stjórn. Og eins og um aðra þá. sem þannig hugsa ætlast hann til, að vel sé unnið og vandað til vörunnar. Þeirra vinur er hann sannur, sem það gjöra. Ég á margar minningar úr Hvalfirði. Þegar ég lít til baka, koma gamalkunnug andlit upp í hugann. En fyrst og fremst er mér hugstætt hið góða andrúms- loft, sem þar hefur ríkt. Þar hefur aldrei verið stéttaskipting. Rausn og alþýðleiki Lofts Bjarnasonar og Sólveigar Svein bjarnardóttur hafa sett svip á staðinn. Þess vegna minnumst við þeirra með hlýju og þakk- læti og óskum þeim alls góðs. Halldór Blöndal. Hugljúfur heim að sækja. Höfðingi ekki lítill. Aldur þó færist yfir engin sjást þess merkin. Hefur sá hildi háða, harla marga með prýði. Bognað hvorki né brotnað. Byggt þegar aðrir rifu. Látið oft gamminn geisa. Góðmiði stundum teygað. Yndi er ótal kvenna. Aldrei skort vinnugleði. Léttur er oft í lundu. Lífgar með gamanyrðum. Sögur kann og að segja, svo að tárin renna. Víðsýnn og vel greindur. Víllaus og brekkusækinn. Félagi forkunnar góður. Fáir eru hans líkar. Loftur á leiðum sínum ljós hefur fögur tendrað. Framkvæmdum farsæll stjórnað fyrir hag lands og þjóðar. S jötugur sæmdum vafinn situr að Álfaskeiði Heill þér og hamingja fylgi. Hafðu þökk fyrir liðið. Eirikur Pálsson. Einbýlishús í Fossvogi 8 herb. um 200 ferm. auk bílskúrs. Húsið er nú í byggingu, pússað að utan, hitalögn og með tvö- földu gleri. Til greina kemur að taka upp í 4ra herb. hæð á góðum stað. EINAR SIGURÐSSON IIDL., Ingólfsistræti 4, sími 16767, ' kvöldsími 35993. Lögtaksúrskurður Að beiðni innheimtumanns hafnarsjóðs hér í bæ, úr- skurðast hér með til lögtaks gjaldfallin ógreidd gjöld til hafnarsjóðs Hafnarfjarðar, 1966, 1967 og 1968 auk vaxta og kostnaðar. Lögtaksúrskurður, lögtök fyrir ofangreindri beiðni fer fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar. Hafnarfirði, 19. april 1968, Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Skúli Thorarensen fulltrúi. Kveðjn til Lofts Bjarna- sonar d sjötugsofmæli hnns 30. apríl 1968. eftir kröfu Hafstein-s Sigurð-ssonar hrl., Jóhanns Ragn- arssonar hdl. og Kja-rtans R. Ólafssonar hdl., verða eftirtaldir lausafjátm-unir seldir á opinberu uppboði sem haldið yerður í húsakynnum Verzlunar Friðjóns Þo-rl-eifssonar, Faxabnaut 2, Keflavík, þriðjudaginn 7 maí næstkomandt k!l. 14. Þrjú kæliborð, BENE gerð, tvær búðarvogir af Icetop gerð, kæliskiápur Admir að g-erð, Regne peningakassi, Berkel áieggsskurðarvél, Olivetti samLagninga-rvél, -handsnúin. Bæjarfógetinn í Keflavík. HARÐPLAST Vestur-þýzk gæðavara. Grensásvegi 3, sími 83430. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að steypa gangstéttir, setja upp götuljósastólpa o. fi. við Háaleitisbraut, Fellsmúla, Safamýri, Skipholti og Ármúla, hér í borg. Útborðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 2.000.— króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 Skptafundir sem auglýstir voru í 21. og 24. tbl. Lögbirtinga- blaðsins verða haldnir sem hér segir í dánarbúi Elínar Ingvarsdóttur, föstudaginn 3. maí n.k. kl. 10.30 f.h. í þrotabúi Núma Ólafssonar Fjeldsted föstudaginn 3. maí n.k. kl. 11.30 f.h. í þrotabúi Önnu Guðmundsdóttur, föstudaginn 3. maí n.k. kl. 1.30 e.h. í þrotabúi Þorgeirs Péturssonar, föstudag- inn 3. mai n.k. kl. 2.30 e.h. Tilkynning um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl, 1956, fer fram í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Hafnarbúðum við Tryggvagötu, dagana 2., 3. og 6. maí þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h., hina tileknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Borgarstjórinn í Reykjavík. R-RKÍ R-RKÍ Sumardvalir Tekið verður á móti umsóknum um sumardvöl fyrir börn hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Is- lands, dagana 2. og 3. maí n.k., kl. 10—12 og 14—18 á skrifstofu Rauða krossins, Öidugötu 4. Ekki tekið við umsóknum í síma. Eingöngu verða tekin Reykjavíkurbörn fædd á timabilinu 1. janúar 1960 til 1. júní 1963. Áætlað er að gefa kost á 6 vikna eða 12 vikna tímabilum. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross lslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.