Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1968. SAMTAL VID GUNNAR THORODDSEN Dr. Gunnar Thoroddsen er Reykvíkingur, fædduir við Tjörnina 29. des. 1910, sonur Maríu Kristínar og Sigurðar landsveirkfræðings Thoroddsens sem var fyrati íslenzki verk- fræðingurinn. Sigurður, faðir G<unnars, var yngsti aon- ur Jóns Thoroddsens, sýalu- manns og skálds, og Kristín- ar Ólínu Þorvaldsdóttur konu hans, en María Kristín var dóttir Valgarðs Claessens, kaupm anns á Sauðárkróki og síðan landsféhirðis, og konu hans Kristínar Briem. Gunnar Thoroddsen varð stúdent 1929. Hann fór í laga- deild Háskóla íslands og lauk þaðan lögfræðiprófi 1934. Síð- ar fór hann til framhaldsnáms í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi, og lagði eink- um stund á refsirétt og stjórn- lög, en kom heim aftur haust- ið 1936. Þess ber að geta, að sumarið 1934 var hann kos- inm á Alþingi, aðeins 23 ára gamall, og sat á þingi frá hausti það ár til vors 1935, þegar hann héit utan. Gunnar Thoroddsen var pró fessor í lögum við Káskóla fs- lands frá 1940 til 1947, þegar hann varð borgairstjóri í Reykjavík. Því starfi gegndi hann tæp 13 ár, eða þar til hann var skipaður ráðherra í stjórn Ólafs Thors, 20. nóv. 1959. Hann var fj ármiálaráð- herra í stjórnum Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar þar til í maí 1965, þegar hann var Skipaður sendiherra íslands í Danmörku og gegnir hann því Starfi enn. f febrúar sl. vaTði Gunnar Thoroddsen doktorsritgerð við Háskóla íslands og fjallar hún um æruna og vernd hennar og heitir ritið Fjölmæli. Gunnar Thoroddsen er kvæntur Völu Ásgeirsdóttur Thoroddsen. f upphafi samtals okk- ar spurði ég Gunnar Thorodd- sen um Jón Thoroddsen skáld, og hvaða áhrif þessi afi hans hefði haft á hann. Hann svaraði: „Skáldsögur Jóns, „Pilt og stúlku“ og „Mann og konu“, las ég í bemsku og síðan aft- ur og aftur næstum árlega. Hið kjammikla málfar ís- lenzkrar alþýðu greyptist á þann hátt í hug minn strax í æsku. Ég hafði einnig miklar mætur á kvæðum Jóns, svo sem „HMðin mín fríða“, „Til skýs- ins“, „Vorið er komið“ og ,,Ó, fögur eir vor fósturjörð". „Nú sástu aldrei Jón afa þinm, en varstu alinn upp í þeim anda að þér fyndist hann nákominn þér?“ „Já, það fannst mér, þótt hann væri látinn rúmum 40 árum áður en ég fæddist. Það stafaði bæði af frásögnum for- eldra minna og lestri verka hans. Sérstaklega er mér minn- isstæð „dálítil ferðasaga" eftir Jón Thoroddsen. Þar lætur hann kerlinguna á Kerlingar- skarði segja við Drang, bónda sinn, meðan fsland var undir erilendri stjórn: „Það hefur Drangur aldrei getað gjört mér skiljanlegt, að það sé í nokkuru betra, að aðrir ráði manni en hann sjálfur". „Hvaða áhrif hafði þjóðmála- barátta Skúla Thoroddsens föð urbróður þíns á þig?“ „Ég var 5 ára gamall, þegar Skúli féll frá, en man hann þó. Mér þótti hann í senn svip- miíkill og hlýr. Ég ólst upp við mikla aðdáun á Skúla, raunar einnig á höfuðandstæðingi hans, Hannesi Hafsrtein, en móðir mín og Hannes voru þremenningar. Ég tel mig hafa mótazt í æsku af hugsjónum Skúla: bar- áttu hans fyrir sjálfstæði ís- lands og félagslegum umbótum og brennandi áhuga á því að bæta kjör bágstaddra.“ „Margir afkomenda Jóns Thoroddsens hafa gengið kommúnismanum á hönd“ sagði ég nú. „Tómas Guðmundsson segir, að fasismi Hamsuns sé hugtakaruglingur — getur ekki verið að svipaða sögu megi segja um kommúnisma afkom- enda Skúla Thoroddsens?" „Sumir frændur mínir eru sósíalistar. Allir eru þeir fyrst og fremst íslendingar og ætt- jarðarvinir, sem unna sjálf- stæði lands og þjóðar: ég veit með vissu, að afkomendur Skúla Thoroddsens telja sig trúa hugsjónum hans.“ „En hann þekkti aldrei komm únisma í verki“. „Hann var unnandi jafnrétt- is og mannréttinda. Ég læt ó- sagt um viðhorf hans til at- vinnurekstrar og eignarréttar, ef hann hefði lifað í dag, hvort hann hefði fylgt þjóðnýtingu eða einstaklingsrekstri eða hóf legri og hyggilegri beitingu beggja aðferða“. „Hugur þinn beindist snemma að stjórnmálum — mundu það vera einhver áhrif frá þjóðmálabaráttu Skúla, frænda þíns?“ „Vafalaust, en þar koma aðr- ar orsakir einnig til. Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykja vík, var mikill stjórnmálaáhugi meðal nemenda, sem höfðu ó- líkar skoðanir í þeim efnum. Um tíma hvarflaði að mér að sækja um inngöngu bæði í fé- lag ungra jafnaðarmanna og ungra sjálfstæðismanna tilþess að kynnast viðhorfum beggja. Mönnum bar þó saman um, að þetta væru engin tiltök. En um þessar mundir fóru að mótast skoðanir mínar á þjóðmálum. Ég valdi Sjálfstæðisstefnuna. Ég var að vísu óánægður með margt í stefnu og starfi Sjálf- stæðisflokksins og vildi breyta þar ýmsu. Við hófum nokkrir ungir menn baráttu fyrir því, að stefnt væri afdráttarlaust að skilnaði við Dani og stofn- un lýðveldis strax að loknu 25 ára tímabili sambandslag- anna, þ.e. á árinu 1944. Við vildum beita okkur fyrir marg- víslegum félagslegum umbót- um, auka almannartryggingar og reyna á sem flestum sviðum að sveigja flokkinn í frjálslyndari átt. Þótt þar væri nokk- uð þungt fyrir hjá ýmsum hinna eldri, mættum við skjót- lega ski'lningi hjá leiðtogum flokksins, Jóni Þorlákssyni og Ólafi Thors“. „Hvers vegna fórstu svo ung ur í framboð?" „Skömmu eftir að lagaprófi var lokið fékk ég áskorun frá sjálfstæðismönnum í Mýrasýslu um að verða frambjóðandi við alþingiskosningar sumarið 1934. Þetta rakst á fyrirætlan- ir mínar, því ég hafði þá um vorið ætlað mér utan til fram- haldsnáms. En þegar Jón Þor- láksson og Ólafur Thors lögðu að mér að fara í framboð, gerði ég það. Hinn ágæti vinur minn og vinsæli þingmaður, Bjarni Ásgeirsson, náði kosningu í Mýrasýslu, en ég komsrt á þing sem landskjörinn þingmaður. Þessi úrslit frestuðu utanför minni um eitt ár.“ „Finnst þér, að lögfræðin hafi komið þér að góðu gagni í þeim störfum, sem þú hefur þurft að inna af höndum?" „Lögfræðin hefur verið mér traust undirsrtaða í öllum störf- um. Og ég vil leyfa mér, fyrst þú spyrð, að vitna í þjóðskáld- ið cand. jur. Tómas Guðmunds- son, en hann segir í viðtals- bók ykkar, „Svo kvað Tómas“, að engin fræðigrein taki fleiri mannleg viðfangsefni til með- ferðar en lögfræðin og hún eigi að geta kennt mönnum að hugsa rökvíslega.“ „Nú segja margir, að ekki eigi að hafa „æfðan stjóm- málamann“ í forsetaembætti. Svo sögufróður maður sem Jón- as Kristjánsson, skjalavörður, segir m a. í blaði stuðnings- manna Kristjáns Eldjárns, „30. júní“, að „draga megi fram margar röksemdir. sem mæla á móti því að velja til forseta atkvæðamikinn stjórnmála- málamann en með því að velja í embættið hlutlausan mann og ópólitískan“ — og nefnir m.a. Paderewski sem dæmi. Hvað segir þú um þertta?“ „Ég held, að allir séu á einu máli um, að Paderewski hafði betri tök á hljóðfærinu en stjórnartaumunum. Þessi frá- bæri píanósnillingur hélt skamman tíma um stjórnvöl- inni; þótti flestum vel ráðið að hann sneri sér aftur að slag- hörpunni, en fegnastur var hann víst sjálfur. Ef við lítum til þeiirra lýð- velda í Evrópu, þar sem em- bætti og valdsviði forseta svip ar til þess, sem er hér á landi, þá eru forsetar þeirra reyndir stjórnmálamenn: í Finnlandi Kekkonen, á Ítalíu Saragart, á írlandi De Valera. Fyrri af- skipti þessara manna af stjórn- málum hafa ekki orðið þeim til trafala í forsetaembættinu, heldur þjóðinni og þeim til gagns“. „Svo við snúum okkur að öðru, Gunnar. Á öðru ári lýð- veldisins, eða 1. des. 1945, flutt- ir þú ræðu um nauðsyn hlut- leysis — skiptirðu síðan um skoðun, eða er þetta rangminni hjá mér?“ „Ræða mín fjallaði um óskir Bandaríkjastjórnar um her stöðvar á íslandi til allt að 99 óra. Ég mótmælti því, að ís- lendingar yrðu við þeim óskum. Frá þessum kröfum var fall- ið“. „Og ekki þarf að spyrja þig um afstöðuna til Natos". „Ég greiddi atkvæði með þátt töku íslands í varnarsamtök- um vestrænna þjóða 1949. Þeir, sem fylgzt hafa með stjórnmála- þróuninni síðan, vita um af- stöðu mína. Hún liggur ljós fyr- iir“. „Þú ert enn gagnrýndur fyr- ir afstöðu þína í forsetakosn- ingunum 1952. Hvernig mundir þú vilja skýra hana?“ „Afstaða mín til forsetakjörs 1952 var þessi: Ég taldi, að stjórnmálaflokkarnir ættu ekki að bjóða fram eða standa að framboði. f flokksráði Sjálf- stæðisflokksins lagði ég til, að Sjálfstæðisflokkurinn sem slík- ur léti forsetakjör afskipta- laust og gæfi flokksmönnum frjálsar hendur. Við það for- setakjör, sem nú er framund- an, virðast allir stjómmála- flokkar telja rétt að gera for- setakjör ekki að flokksmálL Mér virðist sú afstaða bezt í samræmi við eðli embættisins og vilja fólksins“. „Sumum finnst, að þessi af- staða þín hafi ekki verið við- felldin eða smekkleg, ef ég mætti komast svo ósmekklega að orði, vegna þess að annar frambjóðandinn var tengdafað- ir þinn. Að vísu hef ég heyrt að eitthvert blað hafi sagt um daginn, að þú gætir ekki gert að því, þótt þú værir tengda- sonur forsetans!" Gunnar Thoroddsen gat ekki varizt brosi Svo sagði hann: „Ég taldi, ásamt þúsundum annarra íslendinga, að Ásgeiir Ásgeirsson væri betur til þess fallinn en aijrir frambjóðendur að verða forseti íslands. Sú staðreynd, að ég er kvæntur dóttur hans, gat ekki breyrtt þessari skoðun minni. Það var ekki heldur sanngjarnt eða eðlilegt, að ég félli af þeirri ástæðu frá stuðningi við þann mann, sem ég áleit hæfastan. Auðvitað var það sárt aðverða viðskila í þessu máli við marga vini og samherja. Því vil ég bæta við, fynst þú spyrð um þessi mál, að séra Bjarni Jóns- son var mikill vinur minn og fjölskyldu minnar, hann hafði fermt okkur hjónin og gift, og skírt börn okkar. Þegar ég frétti, að skorað hefði verið á séra Bjarna til framboðs, fór ég á fund hans og ræddum við tvívegis saman einslega, áður en hann tók endanlega ákvörð un. Ég skýrði honum frá við- horfi mínu og margra annarra sjálfstæðismanna. Mér vitan lega vörpuðu þessir viðburðir engum skugga á vináttu okk- ar. „Sumir vilja halda því blá- kalt fram, að þú hefðir frek- ar klofið Sjálfstæðisflokkinn, en hætta stuðningi við Ásgeir Ásgeirsson*1. „Af minni hendi var því lýst yfir, að ágreiningur væri að- eins um þetta eina mál, for- setakjör. Sá ágreiningur snerti ekki stefnuimál Sjálfstæðis- flokksins eða atörf hans að Framhald á bls. 13 Vala og Gunnar Thoroddsen Myndina tók ljósm. MbL: Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.