Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 196«.
31
Frú Jutta Devulder Guðbergsson opnar S dag málverkasýningu
að Hallv-eigarstöðum við Túngötu. Sýningin er opin daglega frá
kl. 14 til 22. — Á sýningunni verða 32 myndir og verður sýn-
ingin opin til 2. júní. Á myndinni er frú Jutta við eina mynda
sinna. — Ljósm.: Sv. Þorm.
— „Brinirúnar
Framhald af bls. 32.
I skránni eru upplýsingar um
sýnimguna og sýningaraðila. Að-
gangseyrir að sýningunni er 50
kr.
Eggert G. Þorsteinsson sjávar-
útvegsmálaráðlherra sagði við
opnun sýningarinnar að sýningin
væri verðug byrjun í nýrri sókn
til eflingar sjávarútvegi og sigl-
ingum. Ráðherrann gat þess
einnig að það vaeri mikill kostur
fyrir alþjóð að geta séð þessa
vönduðu sýningu, þar sem fortíð
og nútíð væru tengdar þannig að
undirtónninn í sýningunni væri
framtíðin.
í ávarpi sjávarútvegsmálaráð-
herra í sýningarskrá segir m.a.:
- FRAKKLAND
Framhald af bls. 1.
Lyon þriðju stærstu borg lands
ins beið lögregluforingi bana,
er hann kramdist undir vörubíl,
hlöðnum grjóti sem æstur múg-
urinn lét renna á lögreglumenn,
sem komu á vettvang.
í latínuhverfinu í París eru
göturnar líkastar vígvelli, eftir
átökin í nótt og í morgun og
öllum ber saman um að óeirðirn-
ar í nótt hafi verið hinar alvar-
legustu síðan óeirðir tóku að
blossa upp í Frakklandi fyrir
nokkrum vikum.
Georges Pompidou, forsætisráð
herra sagði í dag, að óeirðirnar
og ofbeldið í borginni og öðr-
um stöðum í landinu væri til-
raun til að koma af stað borg-
arastyrjöld. Hann hét á lögreglu
lið landsins að brjóta allar frek-
ari mótmælaaðgerðir miskunnar-
laust á bak aftur. Ráðherrann
tilkynnti að hann hefði gefið
lögreglu fyrirmæli um, að dreifa
samstundis hópum sem söfnuð-
ust saman bæði í París og úti
um tandið.
Þúsundir stúdenta í París gerðu
aðsúg að kauphöllinni og gerðu
tilraun til að kveikja í bygg- |
ingunni. Víða rifu stúdentar upp
gangstéttir og tré til að gera
gangstéttarsteina og tré til að
gera sér götuvígi. — Lögreglan
beitti óspart táragassprengjum til
að hrekja mannfjöldann á flótta.
Við þýzku landamærin, skammt
frá Strasbourg urðu miklar ó-
eirðir og lögreglan beitti kylf-
um og öðrum tiltækum ráðum
til að dreifa mannf jöldanum, sem
hafði komið upp vegatálmunum
við svonefnda Evrópubrú. Nokkr
ir stúdentanna hreiðruðu um sig
á miðri brúnni og lýstu því yf-
ir, að þeir hefðu hér með stofn-
að alþjóðlegt stúdentaráð og
mundu hvergi hopa. Lögreglu
tókst síðar að reka stúdentana
brott af brúnni.
Segja má, að um gervallt Frakk
land hafi komið til meiri og minni
átaka í nótt og víða skipulögðu
bændur og verkamenn mótmæla-
aðgerðir, en þær fóru víðast hvar
tiltölulega spektarlega fram.
Bandaríska stórblaðið New
York Times skrifar í dag, að
hvernig svo sem þjóðaratkvæða-
greiðslan fari, muni mótmæla-
og verkfallsalda sú, sem hefur
gengið yfir Frakkland marka
endalok á stjórn de Gaulle.
Greinairhöfundur veltix fyrir sér
hvort persónuleg áhrif forsetans
séu svo mögnuð að óljós loforð
hans nægi til að verkamennirnir
hverfi aftur til vinnu og stúd
entarnir til háskólanna.
NTB-fréttastofian segir að
xnairgir ráðvilltir og kvíðnir
Frakkar muni sennilega veita de
Gaulle stuðning í atkvæðagreiðsl
unni, þar sem almenningur ótt-
ist upplausn og jafnvel borgara
styrjöld. Hinu megi þó eins gera
ráð fyTÍr, að borgarar Frakk-
lands vantreysti de Gaulle til að
tooma í fram'kvæmd þeim umbót-
um og breytingum á þjóðlfélags-
kerfi landsins, sem nauðsynleg-
ar og aðkallandi séu að margra
dómi.
Fjölmennustu bændasamtöik í
Frakklandi hafa farið fram á
við Pompidou að fá að senda full
trúa á fund forsætisráðherrans
og forystumanna flestra verka-
lýðs- og stéttarfélaga landsinis,
sem hefst í Paris í dag.
Eggert G. Þorsteinsson
,,Út af fyrir sig þarf engan að
undra þó að í jafn sveiflukennd-
um atvinnuvegi og sjávarútvegi,
sé við margskonar erfiðleika að
etja. J»að er ekki, og hefur aldrei
verið, á vísan að róa, þar sem
erlent markaðsverð, diuttlunga-
fuU veðrátta og síðast en ekki
sízt aflagengdin sjálf, ráða úr-
slitum um fjárhagslega afkomu
þjóðarinnar ailrar.
Um mikilvsegi sjávarútvegsins
fyrir íslenziku þjóðina er því
óþarft að ræða hér. Það er á
allra vitorði, að yfir 90% af út-
Pétur Sigurðsson
flutningi okkar eru sjávaraf-
urðir, þessvegna eru engar öfgar
að halda því fram, að flest önn-
ur starfsemi í landinu eigi allt
undir því komið, að vel takist til
við sjávarsíðuna.
Erfiðleikar þar eru a. m .k.
fljótir að segja til sín á nánast
bevrju heimili landsmanna.
En eru það þá einungis fiski-
mernn okkar og starfsfól'k vinnslu
stöðvanna í landi, sem vinna
þessi þjóðnytjastörf?
Hvað er af hálfu þjóðfélagsins
sjálfs, einstaklimga og félaga gert
til að sem bezt megi takast til
um veiði og vininslu aflans?
Sýningin íslendingar og hafið
á m. a. að svara þessum spurn-
ingum og öðru er varðar upp-
byggingu og þróun í fisikveiðum
og vininslu aflans í landi.
Engin þjóð á jafnmikið undir
neinni einni grein atvinnuvegar
eins og íslendinigar eiga, og
munu eiga um ófyrirsjáanleiga
framtíð, undir sjávarútvegi. —
Þjóðinni allri er því bein lífs-
nauðsyn að fá sem haldbeztar
upplýsingár og fræðslu um alla
þætti þeirrar starfsemi sem á
sér stað á hafinu og við það.
Sýninigin íslendingar og hafið
á að skapa landsmönnum mögu-
leika á að kynnast þessum mikil-
vægu málum í sjón og raun.“
í ávarpi Péturs Sigurðssonar í
sýningarskrá segir svo m. a.:
„í þrjátíu ár hefur slík sýning
ekki verið haldin hér á landi
fyrr en nú, er þessi sömu samtök
hafa forgöngu um þá sýningu,
sem nú er hald-in hér í Sýninig-
arhöllinni í Laugardal og hlotið
hefur nafnið „fslendingar og
hafið.“ Frá því að undirbúningur
hófst hefur verið stefnt að því
að sýning þessi yrði sem fjöl-
breytilegust, þótt óneitanlega
hafi þeir efnahagslegu örðuig-
leikar, sem að atvinnuvegum
okkar steðja um þessar mundir,
dregið nokkuð úr upphaflega
ákveðinni þátttöku.
Megintilgangm- sýningarinnar
er að kynna almenningi í ladinu
hina margþættu starfsemi sjáv-
arútvegsins, gildf fyrir þjóðina
og hvert kapp hefur verið lagt
á að efla hann.
Sýnd er í stórum dráttum þró-
un íslenzks sjávarútvegs á liðn-
um áratuigum og á hvaða stigi
hann stendur í dag, t. d. hinu
tæknilega sviði, svo sem si'gl-
ingatæki, veiðarfæri og hjálpar-
tæki til veiðanna. Einnig hvaða
þjónusta er innt af hendi á
mörgum sviðum af hinu opin-
bera, tii að auka öryggi sjó-
manna, auka aflann og tryggja
gæði þeirrar vöru, sem úr hon-
um er unnin. Þá er sýnt hvernig
uppbygging skipastóls og fisk-
iðnaðar er grundvölluð á starf-
semi lánastofnana og sjóða.
Hversu víða kaupskipafloti lands
manna flytur afurðir okkar og í
hverju starfsemi sölusamtakanna
er fólgin, enda er hér m. a. um
sölusýningu að- ræða og hefur
verið leitazt við að vekja athygli
útlendinga á sýningunni með
auglýsingum erlendis.
Þá eru meðal þátttakenda
fjölmargir innflytjendur ým-
issa rekstrarvara sjávarútvegsins
ásamt innlendum þjónustufyrir-
tækjum.
Undinbúningur sýningarinnar
hefur kostað mikið og fórnfúst
starf.“
Búizt er við mikilli aðsókn að
sýningunni, 40-50 þúsund manns
og er skipulagning öll miðuð við
það.
Danska
knattspyrnan
STAÐAN í 1. deiM er nú þessi':
AB 6 5 0 1 10—5 10
Vejle 7 5 0 2 14—8 10
B 1909 7 4 4 2 10—10 10
KB 6 3 12 14—9 9
Esbjerg 7 3 3 1 6—4 9
Frem 7 3 2 2 11—9 8
B 1913 7 2 3 2 10—10 7
Hvidorve 7 3 0 4 10—9 6
Akureyri, 25. maí.
ÞRIÐJA svæðismót Norðurlands
í bridge stendur nú yfir á Ak-
ureyri. Þar keppa sex sveitir frá
Akureyri, Húsavík og Siglufirði
auk einnar gestasveitar frá
Akrahesi. Eftir fimm umferðir í
hinu eiginlega Norðurlandamóti
(Akranessveitin ekki talin með)
er staðan þessi: Sveit Boga Sig-
urbjörnssonar frá Siglufirði er
efst með 34 stig og hefur þannig
unnið mótið þó að hún eigi eina
umferð eftir. Önnur er sveit
Guðjóns Jónssonar, Húsavík,
með 22 stig, þriðja sveit Harðar
í erliðleikum
í Tungnuú
NOKKRIR ungir menn fóru á
fimmtudagsmorgun af stað í ferð
á Vatnajökul með snjóibílana
Depil og Nagg aftan á trukkum.
í gær voru þeir staddir við
Tungnaá, höfðu lent í erfiðleik-
um við að komast yfir ána á
Hlófsvaði og farið va'tn inn á
vélar 'bílanna. Var þar hlýtt á
hálendinu og áin óx mjög.
í gærkvöldí voru þeix félaigar
komnir yfir ána og höfðu tjald-
að á eystri bakkanum og biðu
þess að fá nýja olíu á trukkana
úr byggð. í förinni eru menn,
sem vanir eru jöklaferðum, og
kunnU'gir leiðinni inn eftir.
Sjómunnudugs-
bluð Vestm.eyju
Sjómannadagsblað Vestmanna-
eyja er komið út. Blaðið er vand
að að frágangi og í því er fjöldi
greina frá gömlum og nýjum
tíma. Blaðið er til sölu í blað-
söluturnum í Reykjavík og víðar.
Arnþórssonar, Siglufirði, með
12 stig, fjórða sveit Baldvins
Ólafssonar, Akureyri, með 10
stig, fimmta sveit Karls Hannes-
sonar, Húsavík, með 7 stig, og
sjötta sveit Knúts Otterstedts,
Akureyri, með 3 stig. Sveit Hann
esar Jónssonar, Akranesi hefur
hlotið 18 stig og á tvo leiki eftir.
Sveitirnar eiga raunar allar
allar eftir tvo leiki, nema sveit
Guðjóns og Boga, einn leik. Mót-
inu lýkur á morgun, sunnudag.
Keppt er um mjög fagran og veg
legan bikar, sem Samvinnutrygg
ingar hafa gefið. — Sv. P.
Saigon:
Nýju stjórnin
tekin við
Saigon, 25. maí — AP
NÝ STJÓRN S-Vietnam undir
forustu Tran van Houng tók í
gær formlega við völdum. Að-
eins tveir ráðherrar — þeir sem
fara með innanríkismál og varn
armál — eru hershöfðingjar. í
ávarpi sem Van Houng hélt er
hann hafði tekið við embætti for
sætisráðherra, sagðist hann
mundu starfa í þágu frelsis
og lýðræðis í S-Vietnam.
- MUNIÐ
Framh. af bls. 3
um bensinstöðvum á landinu frá
og með H-degi. Ætlazt er til að
tvö slík merki a.m.k. séu á
hverjum bíl, utan á hliðarrúðu
ökumanns og á mælaborðinu fyr
ir framan ökumanninn. Fram-
kvæmdanefnd hægri umferðar
leggur til við ökumenn, að þeir
færi merkið á mælaborðinu til
öðru hvoru, svo að merkið komi
að fulllum notum við að minna
ökumanninn á hægri umferð.
Auk þess sem merkin verða til
afhendingar á öllum bensín-
stöðvum, verður hægt að fá þau
hjá umferðaröryggisnefndum og
á lögregluvarðstofum.
Hægri reglan gildir líka fyrir
gangandi vegfarendur
Það er ekki aðeins að á H-dag-
inn verði tekinn upp hægri um-
ferð fyrir ökutæki og reiðhjól,
heldur er ætlunin að ganigandi
vagfarendur taki líka upp hægri
umferð.
Gangandi vegfarendur skulu
því frá H-degi ávallt víkja til
hægri er þeir mætast, ganga
hægra megin á gangstígum, gang
stéttum og yfir ganigbrautir. Jafn
vel þegar fólk mætist innanhúss,
ex gott að venja sig á að víkja
til hægri, því þá festist hægri
reglan fyrr í fólki.
Tvíburasysturnar Guðrún Þor-
leifsdóttir, Móhúsum, Garði og
Sigríður Þorleifsdóttir, Brautar-
holti, Grindavík, verða sextugar
í dag. Þær verða að heiman.
A H-daginn byrjar Lionsklúbburinn Ægir að kynna nýjar auglýs-
ingar í samstarfi við leigubilstjóra. Ilefur klúbburinn flutt inn
„Taxa“ ljósskilti, en á þau eru festir tveir rammar fyrir auglýs-
ingaspjöld. A myndinni má sjá bíla með þessi skilti. Umferðarnefnd
Rvíkur keypti upp öll auglýsingaspjöldin fyrstu vikurnar, en síðan
munu fyrirtæki eiga þess kost að hagnýta sér þessar sérstæðu aug-
lýsingar. (Ljósm.: Mbl. Sv. Þorm.)
Sveit Siglfirðinga hefur
þegar unnið Bridgemótið