Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 196«. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 - Sími 30135. Sófasett — sófasett Verð aðeins 18.900,-. Hag- kvæmir greiðsluskilmálar. Nýja Bólsturgerffin, Lauga vegi 134, sími 16541. AEG og Bosch heimilistæki. Sérstök af- borgunarkjör. Sendi um allt land. Guðmundur Kjartansson Isafirði. Sími 507. Keflavík — Suðurnes Volkswagen, hraðbátar, úr val bíla. Góðir greiðsluskil málar. Bílasala Suffurnesja, Vatnsnesveg 16, Keflavik. Sími 2674. Tökum að okkur klæðninigar, gefum upp verð, áður en verk er haf- ið. Úrval áklæða. Hús- gagnaverzlunin Húsmunir Hverfisgötu 82. S. 13655. Skrifstofuhúsnæði Til leigu skrifstofuhúsnæði við Laugaveginn. UppL í síma 15508 og 34608. Iðnaðarhúsnæði Til leigu húsnæði fyrir léttan og þrifalegan iðnað. Uppl. í síma 15508 og 34608. Skrúðgarðagerð og lagfæring lóða. Skrúffgarffa- og lóffa- skipulag s.f., símar 14149 - 17730. Kona óskar eftir vinnu margt kemur til greina. Uppl. í síma 84004. 2ja—3ja herh. séríbúð jafnvel einbýlishús á ró- legum stað í Rvík óskast milliliðalaust, ef gott tilb. fæst. Tiib. senöist Mbl„ menkt „8751“. Keflavík — Suðurnes Höru. og Politex-málning, verkfæri, plastþvottahús- vaskar, garðyrkjuáhöld. Stapafell, sími 1730. Til sölu lítiff einbýlisihús á falleg- um stað í útjaðri borgar- innar. Uppl. í síma 84111. 4ra—5 herbergja íbúð óskast til leigu. UppL í símum 41037 og 51676. Barngóð stúlka óskar eftir vist. Sími 99-4135. íbúð óskast til leigu tveggja til þriggja herb. Sími 37531. ódff&L að 1 tilefni H-dagsins ætlaðihann að vera sérlega H-tíðlegur í dag, enda má geta þess, að annað sæm- ir ekki, með tilliti til þess, að þeir standa á H-lum ís fyrir norð- an og austan ennþá. Svei mér, ef mér finnst ekki, að framkvæmda- nefnd H-umferðar ætti að stofna H-stúku, þar sem allir hægri menn gætu notið samvistanna við hvern annan. Og svo flaug ég þá niður í borg í síðasta skipti í vinstri umferð, brá mér svona stundum út á hægri kant, þótt albannað sé öllum að æfa sig í H-umferð fyrr en á H- dag, nema þeim, sem virðast hafa meiri nauðsyn á æfingu en aðrir, svosem eins og lögregla og slökkvi lið, en þau lið fengu heila flug- braut tii æfinga, og ekki nema gott eitt um að segja. En eins og allir vita, ber fólki að vera skælbrosandi að hvert öðru á H-dag, og ekki einu sinni bíl- beyglur mega koma I veg fyrir það, að menn geti brosað til hægri á þessu Brosandi landi, og jafn- vel þótt eitthvað því líkt, sem Sig- mund, vinur minn, teiknar hér fyr ir ofan, komi fyrir, sem við skul- um vona að Guð forði, þá eiga menn bara að brosa til hægri, og segja: „Þakka þér kærlega fyrir vinur.“ Svona kemst náungarkær- leikurinn á H-púnkt á H-degi. Og með það var storkurinn flog- inn upp í H-aloft, og sönglaði á fluginu af gleði yfir öllu brosinu, og ákvað einnig að hafa í H-veg- um daginn 26. maí framvegis. Því að Drottinn huggar lýð sinn, leysir Jerúsalem (Jes.52,9). í dag er sunnudagur 26. maí og er það 147. dagur ársins 1968. Eftir lifa 219. dagar. í dag er H-dagur, og hægri um- ferð hefst á íslandi. 6. sunnu- dagur eftir páska. Rúmlega vika. Tungl fjærst jörðu. Árdegisháflæði kl. 5.51 Dpplýslngar u/n iæknaþjðnustu I norginni eru gefnar i gíma 18888, simsvara Læknafélags Reykjavík- or. Slysavarðstofan i Heilsuverndar- stöðinni. Opin allan sólarhringinn — aðeins móttaka siasaðra — ifmi: 2-12-30. Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5 (iðdegis til 8 að morgni. Auk þessa nlla helgidaga. — Sími 2-12-30. Neyðarvaktln i»varar aðeins á vrrkum dögum frá kl. 8 tll kl. 5, •imi 1-15-10 og laugard. kl. 8—1. Ráðleggingastöð Þjóðkirkjunnar oic hjúskaparmál er að Lindar- götu 9, 2. hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4—5, viðtalstími prests, þriðjud. og föstud. 5—6. Kvöldvarzla í lyf jabúðum í Reykjavík vikuna 25. mal - 1. júní er i Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði, helgarvarzla laugard. mánudags morguns, 25.-27 maí: Eiríkur Bjöms son sími 50235, aðfaranótt 28. maí Grímur Jónsson sími 52315 Næturlæknir í Keflavík 24.5 Arnbjöm Ólafsson 25.5 og 26.5 Guðjón Klemenzson 27.5 og 28.5 Kjartan Ólafsson 29.5 og 30.5 Ambjöm Ólafsson 31.5 Guðjón Klemenzson Keflavikurapótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð 1 Blóð- bankann, sem hér segir: mánud., þrlðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sér«tök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtimans. Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutima er 18-222. Næt- ur- og helgidagavaraia, 18-230. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, 1 SafnaðarheimiU Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð Hfsins svarar í síma 10-000. sá NÆST bezti Kristján frá Garðsstöðum, kom inn í bakarí á ísafirði á sunnoi- degi. Hann bað um þrjár tebo'llur og tvö vínarbrauð, en segir svo. „Nei, ætli það sé ekki bezt að hafa tebolluirnar fjórar, það gætu komið gestir“. BROSi-p s\joúrie> . 'I HfiEQRÍ UMFERÐÍMM/ UÍÐ £RUtf ÖLL «3 .o y? ífctfOMD- FRETTIR KFTJM og K, Reykjavík Aldarafmæli séra Friðriks Samkoma kl. 8.30 Efni: „Boð- andinn“. Sigurbjörn Þorkelsson flyt ur inngangserindi. Lesnir kaflar úr ræðum séra Friðriks. Kórsöngur. Einsöngur. Kirkja Óháða safnaðarins Messa kl. 11 árdegis (athug- ið breyttan messutíma). Séra Emil Björnsson. V erðlaunagiipir Gluggasýning í verzluninni Sport Laugavegi 13 Um þessar mundlr eru til sýnis í glugga verzlunarinnar Sport, flest ir verðlaunagripir, þeir, sem um verður keppt á Evrópumeistara- móti Sjóstangaveiðimanna, sem hér á landi verðnr haldið um Hvíta- sunnuna. AIls verður keppt um 75 verðlaun á mótinu, en keppendur verða um 140, þar af helmingur útlendingar. Róið verður frá Kefla vík. Bænastaðurinn Fálkagata 10 Kristileg samkoma sunnudaginn 26. mai kl. 4. Bænastund alla virka daga kl. 7 e.m. Allir velkomnir. Vottar Jehóva í Reykjavík, Hafn arfirði og Keflavík. örn Kaldalóns flytur í dag kl. 5 fyrirlestur í Rvík í Félagsheimili Vals við Flugvallarbraut. Ræðan heitir: „Hagnaður okkar af Ljóða- ljóðum Salómons". í Keflavík kl. 8 verður bibliu- legi fyrirlesturinn: „Lambið og brúð ur þess vinna lokasigur yfir öll- um óvinum Guðs“. í Hafnarfirði flytur Guðmundur H. Guðmundsson opinberan fyrir- lestur í Verkamannaskýlinu kl. 8 Ræðan heitir: „Þeir, sem kallaðir eru til himnesks ríkis Guðs“. Allir eru velkomnir á samkom- umar. Kvenfélag Kópavogs fer í skemmtiferð þriðjudags- kvöldið 4. júní nk. Lagt af stað frá Félagsheimilinu kl. 8 stund- víslega. Konur vitji farmiðanna í Fé- lagsheimilinu föstudaginn 31. maí kl. 8—10 e.h. Vegaþjónustubílar F. í. B. verða á H-dag á þjóðvegum út frá Reykjavik. Kranaþjónusta FÍB er, eíns og fyrr, starfrækt, og verð ur sími varðmanns á H-dag 50628, nætursími 52450. Hjálpræðisherinn Sunnud. kl. 11 helgunarsamkoma kl. 4 útisamkoma á Lækjartorgi. kl. 8.30 Hjálpræðissamkoma. Flokks foringjar og hermenn taka þátt i samkomum dagsins. ‘Hjálpræðisherinn Munið skemmtiferð Heimilasam- bandsins á mánudag þ. 27. maí. Lagt af stað frá Herkastalanum kl. 1 stundvíslega. Kristileg samkoma verður i samkomusalnum Mjóu- hlíð 16 sunnudagskvöldið 26. maí, kl. 8 verið hjartanlega velkomin. Stýrimannafélag íslands. Orlofsheimili Stýrimannafélags ís lands í Laugardal verður opnað 1. júní. Væntanlegir dvalargestir eru beðnir að hafa samband við Hörð Þórhallsson hafnsögumann í síma 12823 sem allra fyrst. Átthagafélag Kjósverja heldur aðalfund smn í Tjarnar- búð (uppi) þriðjudaginn 28. maí kl. 9. Kvenfélag Neskirkjn Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 30. maí kl. 8.30 i fé- lagsheimilinu. Frú Geirþrúður Bern höft flytur erindi um velferðamál aldraðra. Myndirnar frá afmælis- hófinu tilbúnar. Kaffiveitingar. Kristniboðsfélag Karla. Fundur mánudaginn KL. 8.30 í Betaníu. Haraldur Ólafsson kristni- boði talar. Allir karlmenn velkomn ir. Fíladelfía Reykjavík. Almenn samkoma laugardags og sunnudagskvöld 25. og 26. þ.m„ bæði kvöldin kl. 8 Jón Andersson frá Glasgo talar. Hann dvelst hér aðeins yfir þessa helgi. Safnaðar- samkoma kl. 2 á sunnudag. Hægri nmferð Sjónvarpið er sallafínt sizt þar lýgi mælir nokkur. H-daginn það hefir brínt i í hundruð skipti fyrir okkur. Kastar engu korni á glæ kunnum öll það vel að meta. Alltaf sagt hann sé í maí seinni partinn, þess má geta. Þrotlaust hefir þetta H þrumað fyrir eyrum vorum. Og í myndum máttum sjá menninguna í hægri sporum. Þó er eins og þetta allt þvælist fyrir okkur lengi. Vinstri og hægri vega salt vitaskuld á lágu gengi. Þótt við séum þunn og sljó þreytist ekki Sjónvarpsgreyið. Aldrei verður nærri nóg nýtt á stalli gamla heyið. Nú er allt í H-dags hrinu hátt til lands og út með sæ Séð og heyrt í Sjónvarpinu, I sunnudaginn 12. maí. Góð ábending fyrir fólk fróðlegt var að sjá og heyra. Hver sem drekkur H-dags mjólk hugsar ekki um vinstri meira. Drekki allir sopann sinn sæmilega af H-mjólkinni. Töluvert mun traffíkin traustari í umferðinni. Reyndar svo á réttri mjólk rennum áfram breiða veginn. Eflaust verðum fínna fólk. förum alltaf hægra megin. Hvoli, Innri-Njarðvík, 15. maí Guðmundur A. Finnbogason. í dag eiga gullbrúffkaup hjónin frú Þórunn Jónsdóttir og Eyjólfur E. Jóhannsson, rakarameistari. Eyjólfur er flestum Reykvíkingum aff góffu kunnur, enda vafalaust komið viff hár flestra, en hann hefur um langan aldur stundað rakaraiffn hér í borg. Heimili þeirra er aff Sólvallargötu 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.