Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ Poul Engberg — sextugur — HANDRITAMÁLIÐ hefir sýnt oss og sannað, að ísland á’ marga ágæta vini í Danmörk. Einn af þeim er Poul Engberg, lýðskólastjóri í Snoghöj við Litlabelti. Hann á nú sextugsaf- mæli í dag (26. maí) og mættu íslendingar senda honum margar hlýjar kveðjur og árnaðaróskir og sýna með því, að þeir kunna að meta góðvini. . Engberg er lögfræðingur að menntun og stundaði lögfræði- að hann lauk námi. En þá gerð- ist hann kennari við lýðskólann í Askov, en sá skóli er mörgum fslendingum að -góðu kunnur. Þarna kynntist hann fljótlega Bjarna M. Gíslasyni rithöfundi. Þeir voru jafnaldra og tókst þeg. ar með þeim kær vinátta, er haldizt hefir æ síðan. Á árunum 1951—1958 var Enig- berg skólastjóri lýðskóla danskra verzlunarmanna, en að því loknu stofnaði hann lýðskólann í Snog- höj. Formaður skólanefndar þess skóla er hinn kunni íslandsvin- ur, Bent A. Koch ritstjóri, og í skólanefndinni á Bjarni M. Gísla son einnig sæti. Má því segja að Engberg hafi úrvalsmenn sér við hlið, enda hefir skóli hans þegar hlotið verðskuldaða viðurkenn- ingu einkum sem boðberi og vígi norrænnar menningar. Engberg hefir ferðast víða um Norðurlönd og flutt fyrirlestra til eflingar norrænum bróðurhug og norrænu menningarstarfi. Og það var einmitt vegna brennandi áhuga hans á þessum málum, að bann gerðist framherji í barátt- unni um lausn handritamálsins og kvikaði aldrei frá þeirri kröfu, að íslendingar fengi hand. ritin. Hann ritaði margar grein- ar um málið og lét sig hvergi vanta á þeim vettvangi þar sem harðast var deilt um það mál. M. a. má benda á mynd, sem birtist í Morgunblaðinu 1961 af hinum merkilega stúdentafundi, sem haldinn var í Kaupmanna- höfn, skömmu áður en afhend- ing handritanna var samþykkt, og á þessari mynd má sjá hann heldur ætti hauka í horni meðal danskra menntamanna. Enberg er heilsteyptur maður og öll lítilmennska er honum viðurstyggð og þvi hefir stund- um staðið nokkur styr um hann. Hann er sístarfandi ,eigi aðeins sem skólamaður, heldur einnig sem rithöfundur. Hann hefir rit- að bók um Grundtvig á þýzku og var hún gefin út í Stuttgart 1950. Þá hefir hann og samið yfirlit um sögu og starf allra norrænna lýðskóla og kom það út 1948. En merkasta bók hans mun vera „Romantikken og den danske folkehöjskole“ og kom hún út 1940. Þax sýnir hann hvernig mikilvægustu áhrif róm- antísku stefnunnar, þjóðernis- kenndin, hefir umskapazt í lýð- síkólunum. dönsku. Með þessum fáu orðum viljum vér þakka Engberg skólastjóra fyrir heilan hug hans til íslands í handritamálinu, og óska hon-urn og skólanum hans í Snoghöj allra heilla. — Á. stórf um tveggja ára skeið eftir VÉLAMARKAÐUR Höfum opnað vélamarkað að Seljavegi 2. Margs konar vélar og vélahlutir, nýtt og notað. Nýjar járnsmíðavélar Kr. Kr. Borvél VS-32 55.800.— Vélsög 16” 41.300,— Rafsuðuvél „Triodin 320A 44.300.— Rafsuðutæki TR-260 19.845.— Rennibekkur „Lesto“ 24.000.— Loftpressa 70 cu. fet ,,Stenhoj“ 29.900,— Notaðar jársmíðavélar Kr. Kr. Súluborvél 5/8’’ 18.000.— Súluborvél 1” 30.000,— Rennibekkur „Nebel“ 9” 75.000.— Slípivél „Norton“ 80.000.— Planhefill 20.000.— Rennibekkur, lóðréttur 60.000,— Punktsuðuvél 25.000.— Vökvapressa m/dælu 30.000.— Hraðsteypuvél 30.000,— Gasskurðarvél 20.000,— Rafsuðutæki ,,Esab“ 350A 24.000,— Rafsuðutæki „Esab“ 200A 16.000.— Rafsuðuvél „Esab“ 250A 25.000,— Ýmsar vélar og tæki Kr. Kr. Vél fyrir trésköft 4.000,— ísblásari 15 tonna m/mótor 45.000.— Mjólkurkælir m/kælivél 8.000.— Rennilokar st. járn 6”—14 »» Loftviftur margar stærðir Rafmagnstalíur Dælur margar stærðir Tannhjól Rafmagnsspil Rafmótorar Hlaupakettir Reimskífur Snekkjudrif Gangsetjarar KOSTABOÐ. „Stroj“-rafsuðuþráður 3.15 — 4.0 — 5 m/m, 30 kg. pakkinn kr. 150.00. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Komið og skoðið. — Hafið samband við söludeild. — Gengið inn um skrif- stofudyr. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN SÍMÍ 24260 sitjandi á fremsta beikk. Það var á þessum fundi, að Bjarni M. Gíslason var málshefjandi og tætti sundur villukenningar prófessors Bröndum-Nielsen, sæll ar minningar, en þá var það að Enigberg vildi með nærveru sinni stappa stálinu í vin sinn og sýna honum að hann stæði ekki einn, Nauðungariippboð Eftir kröfu Tryggingarstofnunar ríkisins, Búnaðar- banka íslands og Framkvæmdasjóðs íslands, verður síldar- og fiskvinnslustöð við Brekkustíg 36, Ytri- Njarðvík, þinglesin eign Áka Jakobssonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri þriðjudaginn 28. maí 1968, kl. 4.45 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 11., 14. og 16. tölu- blaði Lögbirtingablaðsins 1966. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 10 ARA ABTRGÐ TVÖFALT EINANGRUNAR hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON «CO HF 10 ÁRA ÁBYRGÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.