Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1968. 21 FYRIR DA6INN Kðflðttar naiklnsbuxur i bsrn ig ungllnga IMWMDJM HEKLA Merkið tryggir gœðin. wella- grnm EEEEŒBM flex HALLDÓR JÓNSSON H.F. Hafnarstræti 18. — Sími 2 2170. Minning: Haukur Oddsson Fæddur 4. september 1920. Dáinn 16. maí 1968. Á morgun, mánudag, verður til moldar borinn Haukur Odds- son sjómaður, Holtsgötu 41. Hann varð bráðkvaddur á hafi á heim leið frá Bretlandi með b/v Karls efni fimmtudaginn 16. þ.m. Fyrir nokkrum árum gekk hann undir læknisaðgerð er- lendis og mun aldrei hafa orðið alheill síðan. Haukur var fæddur hér í Reykjavík 4. september 1920. Hann var sonur Rannveigar Guð mundsdóttur og Odds Tómasson- ar málarameistara, en uppeldi frá fyrstu bernsku hlaut hann hjá föðurforeldrum sínum, Vil- helmínu S. Sveinsdóttur og Tómasi Jónssyni skipstjóra, þar eð vegir foreldanna skildu. Gift- ist Rannveig síðar í Danmörku, en er nú látin, Oddur er enn á lífi og á hann heima hér í Reykjavík. Haukur naut mikils ástríkis hjá afa sínum og ömmu, enda alla tfð sem þeirra eigið barn, alinn upp með þeirra börnum og einum fósturbróður. Haukur átti fjögur hálfsystkini frá föðurnum, og sex frá móðurinni. Haukur var Vesturbæingur í þess orðs fyllstu merkingu, því að þar átti hann alla tíð heima að undanteknum tveim árum, er hann barnungur dvaldist með fósturforeldrum sínum í Viðey. Hann átti um árabil heima að Jó- fríðarstöðum við Kaplaskjólsveg, en síðast að Holtsgötu 41. Ungur hug’ðist Haukur læra málaraiðn, en hvarf frá því, þar sem hann þoldi ekki starfið. Upp frá því lagði hann fyrir sig sjó- mennsku, sem varð hans ævi- starf. Árið 1941 kvæntist hann Mál- fríði Jónsdóttur og eignuðust þau þrjú börn og eru tvö þeirra á lífi, Loftur, sem kvæntur er Margréti Jóhannsdóttur, og eiga þau þrjá syni, — og Oddbjörg Kolbrún, sem gift er Gunnari Þorlákssyni, og eiga þau þrjú börn. Þau Haukur og Málfríður slitu síðar samvistum. Haukur kvæntist öðru sinni eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig- ríði Önnu Magnúsdóttur, og hafa þau eignast þrjú börn. Arnar 20 ára, sem nú í vor lýkur stúdents prófi frá Verzlunarskólanum, Vilhelmínu 17 ára er stundar nám í Verzlunarskólanum, og Tómas Reyni, sem er 11 ára að aldri. Var sambúð þeirra hjóna alla tíð með miklu ástríki og auð- kenndist af gagnkvæmri vir'ð- ingu og umhyggju fyrir húsi og heimili. Stjúpsyni sínum, Hafliða Kristjáni Péturssyni, reyndist Haukur sem umhyggjusamur fað ir og sannur vinur í raun, enda alla tíð með þeim mikil og inni- leg vinátta. Milli Hauks og Odds föður hans voru alltaf mjög náin tengsl. ÍI)úð til leigu Alveg ný hæð á Melunm til leigu. 4 svefnherbergi, gólfteppi, giuggatjöld, eldavél og ísskápur fylgja. Ennfremur getur nokkuð af húsgögnum fylgt. Þeir, sem hafa áhuga, skrifi í pósthólf 756. Reyndist Haukur honum sem sannur sonur og sýndi honum um hyggju og ástúð, góðvild og rækt arsemi. Þannig var hann og öll- um ástvinum sínum, fósturfor- eldrunum, afa of ömmu, og frænd liði. Haukur var vinmargur og munu þess vegna nú margir minnast góðs drengs, sem hlaut að kveðja löngu fyrir aldur fram. Hann var mikill vinur vina sinna, hjálpsamur, greiðvikinn og glaðlyndur, hrókur alls fagnaðar á vinafundum, enda greindur vel og skemmtilegur. Hann var hlýr í viðmóti og umhyggjusamur, nærgætinn og dagfarsprúður og þess vegna sérstaklega umgengn isgó'ður. Ferðin til Aberdeen í Skotlandi átti að verða hans seinasta um hríð, því að hann hugðist að henni lokinni taka sér frí um tíma, er heim kæmi. Og þessi ferð varð og hans seinasta, þótt það yrði með öðrum hætti en á- formað var. Hann hafði hlakkað mikið til þeirrar stundar, er son urinn Arnar lyki stúdentsprófi, •en þeirrar gleði fékk hann ekki notið í lifenda lífi. Þannig er það, að vér kunnum ekki að telja daga vora, því að vér höfum ekki öðlast alviturt hjarta'. Haukur var hin síðari árin sjúk ur maður, en hann bar þjáningar sínar eins mikið einn og hann gat. Honum var ekki um að bera tilfinningar sínar á torg fyrir aðra, sízt hi'ð neikvæða, því að svo var hann gerður, að hann vildi ekki annarra hryggð. Nú, þegar þessi mæti drengur hlýtur að kveðja,, hvarflar hugur inn heim til ástvinanna, til eigin konunnar og barnanna og allra þeirra, sem um sárt eiga að binda eftir þungbæran ástvinarmissi. Megi Guð styrkja þau öll og gefa þeim frið og huggun í hug og hjarta, að þau megi gleðjast í voninni um endurfundi handan við gröf og dauða. Heim, heim, er orð svo signað sætt, þa'ð sálu veitir ró. Heim, heim. er orð, sem böi fær bætt og blíða skapað fró; í klukknahringing hljómar það í helgra tóna sveim, sem himindagga blessað bað og býður sálu heim. (Fr. Fr.) Vinur. Nýkomið - gott verð Telpnasiá og buxnapils loOöíri Laugavegi 31 — Sími 12815.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.