Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBL.AÐIí), SUNNUDAGUR 26. MAl 1968, 15 — Sjómannadagnrinn — ar þágu og fáum unga áhuga- menn til liðs við okkur, þá er ég viss um að togaraútgerðin verður bjargvættur þjóðarinnar eins og fyrr. Tæknileg menntun og fjölþætt starfsþekking verður að koma til. Aukin kunnátta þýðir aukinn og verðmætari afla. Rannsóknir og tilraunir með veiðarfæri hafa ekki verið til og leiðbeiningarstöð fyrir skip- stjórnar- og útgerðarmenn í því efni er engin til. Verðmætum tima hefir verið kastað á glæ SVEINBJÖRN Helgason vélstjóri er 59 ára gamall og stundar nú nám í Vélskólanum, í „Öldunga- deildinni", en þar eru vél- stjórar sem ekki hafa tekið vél stjórapróf frá Vélskólanum. Við ræddum við Sveinbjörn: — Hvað ert þú búinn að vera lengi til sjós? — Ég er búinn að vera til sjós í sl. 20 ár og alltaf á Úran- usi. Ég byrjaði sem kyndari á Úranusi og er núna 1. vélstjóri, en það hef ég verið sl. 5 ár. — Nú stundar þú nám í vél- stjómarfræðum 59 ára gamall. og sjómenn hafa sjálfir orðið að þreifa sig áfram í blindni til að ná þeim árangri, sem þeir þó hafa náð til þessa. Auðvitað nær þetta engri átt. Og ef við förum ekki strax að gera eitthvað í þessum málum þá missum við frá okkur þá fáu menn, sem ennþá starfa að tog- araútgerð í landinu. Ég tel þetta mál málanna hvað við kemur sjávarútvegi okkar í dag, sagði Loftur Júlíusson að lokum. — Já, þetta hefur verið prýði- legt í skólanum, þar mæt- um við framúrskarandi kennslu. Skólastjóri og kennarar vilja allt fyrir okk- ur gera til þess að þetta verði okkur sem að mestu gagni. Við höfum náttúrlega margir ágæta reynslu, en við fáum hér nýja þekkingu, sérlega í smáatriðum og það veitir betri innsýn. Kann ég skólastjóra og kennurum beztu þakkir fyrir lipurð og vel- vilja til okkar allra. — Er eitthvað sériega minnis stætt fyrir þig frá sjómennsk- Sveinbjörn Helgason. unni? — Það er náttúrlega margt minnisstætt, en mér kemur í hug þegar við fengum brotsjóinn á Úranusi á hafinu á milli Fær- eyja og íslands. Það tók af okk- ur báða björgunarbátana og sjór inn braut allt fram að brú. Ann ars er æði margt sem komið hef ur fyrir á langri leið. — Og svo er það sjórinn aft- ur? — Já, skipið bíður og maður er nú orðinn órólegur að kom- ast ekki á sjó, það er komið nóg af landi í bili- Þetta eru ekkert nema helgidagar, þegar maður er í landi. Sveinbjörn Helgason, vélstjóri: „ Þetta eru ekkert nema helgi- dagar, þegor moður er í landi" Þorvaldur Ottóson, skipstjóri: „Ég vil ekki vinna í landi“ ÞORVALDUR Ottóson er skip- stjóri á eigin bát m.b. Tvisti, sem er 15 tonn að stærð með 4 áhafn armeðlimi. Við ræddum stuttlega við Þor vald: — Hvað ert þú búinn að eiga þjnnan bát lengi? — Síðan í vetur, við byrjuð- um um miðjan apríl og höfum verið á handfærum síðan. — Hvernig hefur gengið? — Það hefur gengið svona frekar stirt. Ég hef aldrei ver- ið á færum fyir og er því ókunn ugur miðunum. Það hefur verið mikið að segja að þekkja mið- in. — Eru þetta ungir menn, sem eru hjá þér? — Já, allt ungir menn. Það er meiningin að fara norður í sumar og vera á skaki þar, ef þá ísinn fer. — Líkar ykkur vel á sjónum? — Já, mjög vel. Ég vil ekki vinna í landi, sjórinn togar mann alltaf aftur til sín. Ég vonast bara til að þetta gangi vel, og þá er að fá sér stærri bát. Þorvaldur Ottóson. Forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson í fylgd Guðmundar Odd ssonar, skoðar bátslíkan af segl-og áraskipi. Því er slegið föstu: Hvergi meira fyrir ferðapeningana: IVVallorca og London 17 dagar krónur 8.900— NÝJUNC: Á 4 tímum beint til Mallorca með Boeing-þotu Flugfélags íslands. Nú komast íslendingaT eins og aðrar þjóðir ódýrt til sólskinsparadísarinnar á Mallorca, vinsælasta ferðamannastað álfunnar. Mallorca er vinsælust allra staða vegna þess að sólskinsparadísin þar breg'st ekki og þar er fjölbreyttasta skiemmtanalíf og mestir möguleikar til skoðunar og skeimmtiferða um eyjuna sjálfa sem er stærri en Borgar- fjarðar- og Mýrarsýslur til samans og einnig hægt að komast í ódýrar skemmtiferðir t:l Afríku, Barcelona og Madrid (dagsferð r). Monte Carlo og Nizza. Flogið beint til Spánar með íslenzkri flugvél. Tveir heilir sólarhringar í London á heimleið. Þægilegar ferðir tiil eftársóttra staða. SUNNUFERÐIR eru ferðirnar sem fólkið velur. Brottfarardagor annan hvorn miðvikudag Næstu ferðir: 5. júní, 19. júní, 3. júlí, 17. júM, 31. júlí, 14. ágúst (fullbókað), 28. ágúst (fuffllbókað, 11. septemiber (fullbókað), 25. septemiber, 9. öktóber og 23. október. Ferðaskrifstofan Athugið aff SUNNA hefir fjölbreytt úrval annarra hópferffa einnig meff íslenzkum fararstjórum. Og ferða- þjónusta SUNNU fyrir hópa og einstaklinga er viffurk ennd af þeim mörgu sem reynt hafa. Bankastræti 7 símar 16400 og 12070. SUIMIMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.