Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 11
11 »>01 TAM as íTTTTTACn.TVTVrTTF’ CTTf-TA TRVrTTDÍTC'! MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1968. SAMTAL VIÐ KRISTJÁN ELDJARN DR. KRISTJÁN Eldjárn er Svarfdælingur, fæddur 6. des. 1916. Foreldrar hans eru Þór- arinn Eldjárn hreppstjóri, sem enn er á lífi, sonur sr. Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar, sem var síðasti prestur á Tjörn, og Sigrún Sigurhjartardóttir frá Urðum í Svarfaðardal, sem var hálfsystir Sigfúsar Sigurhjart- arsonar, alþingismanns. Kristján Eldjárn er álinn upp á Tjörn í Svarfaðardal, en fór í Menntaskólann á Akur- eyri og lauk þaðan stúdents- prófi 1936. Hann las fornleifa- fræði í Kaupmannahöfn næstu þrjú ár og tók fyrrahluta próf í þeirri grein, en 1939 varð hann kennari í Menntaskólan- um á Akureyri, „ — í þeirri trú, sem margir reyndari menn báru í brjósti, að stríðið, sem hófst um haustið, mundi ein- ungis vera él, sem fljótt mundi stytta upp, og eins gott að standa það af sér hér heima“. En þegar ljóst var, að styrjöld- in mundi dragast á langinn innritaðist hann í heimspeki- deild Háskóla íslands 1941, og lauk prófi í íslenzkum fræðum Vörið 1944, en síðar doktors- prófi við sama háskóla 1957. Ðöktorsritgerð hans fjallar um fornleifar og heitir „Kuml og hugfé úr heiðnum sið á ís- landi“. Hann hefur ritað margt annað, t.d. „Gengið á reka“ og „Hundrað ár í Þjóðminjasafm" o. fl. Kristján Eldjárn tók við starfi þjóðminjavarðar af Matt- híasi Þórðarsyni 1. des 1947. Kona Kristjáns er Halldóra Ingólfsdóttir Eldjárn, fædd og uppalin á ísafirði. Það er ekki úr vegi að spyrja Kristján Eldjárn að því í upphaf i máls okkar, hvað helzt hafi dregið hann að nor- rænum fræðum. Hann svarar: „Sennilega hefur það verið mitt eigið upplag og svo hefur skólagangan á Akureyri og and- inn, sem ríkti í Menntaskólan- um þar átt einhvern þátt í að draga huga minn að húmanísk- um fræðum. Ég* fékk mikinn áhuga á tungumálum, og ætl- aði fyrst að verða tungumála- kennari, en svo sneri ég fljót- lega yfir í fornleifafræði og loks íslenzk fræði. Annars get ég ekki gert mér fullnægjandi grein fyrir, hvað úrslitum réð um persónulega þróun mína. Ég var alinn upp á sveita- heimili sem var eins og mörg örinur heimili reist á gömlum íslenzkum grunni, en áhrif þaðan réðu ekki beinlínis úr- slitum um þá ákvörðun mína að helga mig norrænum fræð- um“. „Þessi norrænu og íslenzku fræði hafa auðvitað orðið þér drjúgt veganesti, en á hvern hátt hafa þau einkum orðið þér til góðs?“ „Þessu er ekki með öllu auð- velt að svara. Ég varð fyrir áhrifum tvenns konar um- hverfis, í Kaupmannahöfn og hér heima, og ég held að það hafi verið fremur heppilegur undirbúningur undir það starf, sem ég tók að mér. Mikið af starfskröftum þjóðminjavarðar fer að vísu í alls konar dagleg- an eril, eins og að líkum læt- ur, en fræðimennsku hef ég þó reynt að stunda nokkuð, þótt þar sé reyndar fyrst og fremst um ígripavinnu að ræða. En starfið er líflegt og skapandi og í nánum tengslum við ís- lenzkt þjóðlíf, og það met ég mikils og hef haft af því gagn og gleði“. „Einhvers staðar hef ég heyrt að Gustav Svíakonungur sé „þjóðhöfðingi, sem hefur áhuga á fornleifafræði“, en þú sért „fornleifafræðingur, sem hefur áhuga á að verða þjóð- höfðingi“. Hvað segirðu um það?“ „Jú, ég skil þessi gamanyrði, en þessi „áhugi“ minn, sem þú talar um, hann kviknaði að vísu ekki hjá sjálfum mér, en hms vegar kom hann frá fólki úr mörgum stéttum og flokk- um, sem skoraði mjög eindreg- ið á mig að gefa kost á mér til framboðs við forsetakosning arnar. Og nú mun ég vitanlega keppa með áhuga að þessu marki og vona að ég kunni að taka hvort heldur sem er sigri eða ósigri með því hugarfari sem sæmir“. „Heldurðu að þú gætir stund að einhver fræðistörf, ef þú yrðir kosinn forseti". „Ég hef látið mér það til hug- ar koma ,að eitthvert tóm kynni að gefast til fræðistarfa og ritstarfa án þess að það bitnaði á embættinu. Forseta- embætti og áhugi á íslenzkri menningarsögu eru vitanlega engar andstæður ,en um tíma og tóm veit ég ekki fyrir víst. Slíkt yrði að ráðast. „Heldurðu að nám þitt hafi gert þig að betri íslendingi?" „Vafasamt teldi ég að orða það svo. Vandséð mun vera hvar er að finna bezta íslend- inga, og það er mjög erfitt að meta hverju eitthvert tiltekið nám hefur orkað til að gera mann að betri íslendingi en maður hefði annars orðið. En mér finnst að nám mitt hafi víkkað sýn mína sem íslend- ings, og það er vonandi að nám í íslenzkum fræðum geri það yfirleitt". „Að vera íslendingur, er það eitthvert einangrað fyrirbæri að þínum dómi?“ „íslenzk menning verður auð vitað ekki skilin sem einangr- að fyrirbæri. Hún er grein af vestrænni menningu, og til að skilja íslenzka menningu verð- ur að vita deili á bakgrunni hennar og þekkja hann.“ „Ertu hræddur um erlend á- hrif á íslenzkan samtíma, Krist ján“? „Nei, erlend áhrif hafa allt- af frá upphafi byggðar hér, borizt til fslands, þau gera það enn og munu alltaf gera. Ég er ekkert hræddur við þessi áhrif. íslenzk menning hefur sogið næringu úr þessum er- lendu áhrifum." „Þú ert þá ekki að þessu leyti uggandi um hag þjóðar- innar í framtíðinni“? „Nei, alls ekki“. „Á hvaða forsendu varstu þá einn af „60-menningunum“ svo kölluðu“? „Ég var á móti Keflavíkur- sjónvarpinu, það er rétt — en ekki fyrst og fremst vegna þess að ég væri hræddur um íslenzka menningu af þess völd um, eða teldi að hún færi for- görðum eða biði tjón á sálu sinni fyrir áhrif þess — þótt ég gerði mér auðvitað grein fyrir mætti þess og vissi að hann var þeim mun meiri, þar sem við höfðum ekkert sambærilegt innlent tæki: en mér datt aldrei í hug, að það mundi kollvarpa íslenzkri menningu. Ég hef meiri trú á henni en svo, þó að ég vilji ekki gera of lítið úr áhrifum Keflavíkursjón- varpsins að þessu leyti, meðan ekkert sambærilegt íslenzkt fjölmiðlunartæki var til í land- inu. En ég var á móti Kefla- víkursjónvarpinu og gekk í flokk „60-menninganna“ af metnaðarástæðum fyrir hönd þjóðarinnar, því að ég taldi að sjálfstæð menningarþjóð eins og við íslendingar gæti ekki þegið þjónustu eins og þá, að útlendingar rækju einu sjón- varpsstöðina í landinu." „Þessi afstaða þín hefur þá ekki sérstaklega beinzt að Bandaríkjamönnum". „Nei, alls ekki. f mínum aug- um var þetta íslenzkt metnað- armál“. Margir telja Kristján Eldjárn vinstrisinnaðan um of og full- yrða, að svo mikill andstæð- ingur Atlantshafsbandalagsins sem hann væri, mundi ólíkleg- ur til að halda uppi merki þeirrar öryggisstefnu, sem lýs- ir sér í aðild okkar að NATO. Það er því ekki að ófyrir- synju, að hann tali út úr poka- horninu um þetta mál, enda verður vafalaust eitthvað rætt um áframhaldandi aðild íslands að þessu varnarbandalagi vest- rænna ríkja á næsta ári, þegar þau ríki sem vilja, geta hætt þátttöku í bandalaginu. Ég sagði því við Kristján. „Þú varst á sínum tíma í Þjóðvarnarfélaginu?" „Já, Þjóðvarnarfélagið yar stofnað 1946 vegna herstöðvar- samningsins við Bandaríkin, og ég held að óhætt sé að segja að í því hafi verið menn af ýmsum stjórnmálaflokkum. Það var kvíði í mönnum út af því að ísland drægist inn í ein- hver hernaðarsamtök og hér yrði ævarandi herstöð. Félag- ið lifði svo allt fram yfir það að ísland gekk í Atlanzhafs- bandalagið og gaf út blað sitt öðru hverju og þar urðu margir til að mæla varnaðar- orð í sambandi við það mál“. „En hvað álíturðu þá um að- ild fsands að bandalaginu nú? „Ég geri ráð fyrir að það sé von allra, að herbandalög yf- irleitt verði talin óþörf í fram- tíðinni. En ekki verður því neitað að við erum hér lítil þjóð á áhrifasvæði Atlanzhafs- bandalagsríkjanna. Og nú þeg- ar við erum búnir að vera í bandalaginu í tvo áratugi, þá er það skoðun mín, að þátttaka okkar hafi ekki reynzt eins varhugaverð og ég og margir óttuðust í upphafi. Það er m.a. þess vert að benda á, að banda- lagið er ekki lengur herbanda- lag eingöngu, heldur hefur það á ýmsan hátt tekið sinni þró- un og lætur meðal annars menn ingarleg samskipti til sín taka. Um framtíð bandalagsins get ég engu spáð, en það er svo sem sjálfsagt fyrir okkur að fylgj- ast sem bezt með hver þróun- in verður. Og því er nú þannig farið, að meðal þjóða Atlanz- hafsbandalagsins eru flest okk ar næstu nágrannalönd og við eigum þar mikilla hagsmuna að gæta á viðskipta- og menning- arsviði. Við eigum því að leggja ríka áherzlu á vinsamlega sam- búð við þessar þjóðir og gefa gaum að hvað þær gera, og á ég þar ekki hvað sízt við Norð- urlandaþjóðirnar. Mér finnst við eigum að styrkja fjöl- skylduböndin við þær sem fast ast, þær eru okkur skyldastar og standa okkur næst að hugs- unarhætti, menningu og þjóð- félagsskipan". „Mér skilst að þú mundir þá ekki vinna gegn áframhaldandi aðild okkar að NATO“. „Nei, það er Alþingis og rík- isstjórnar að meta viðhorfið og marka stefnuna, þegar þar að kemur. Það er beinlínis ekki til þess ætlazt, að forseti beiti sér í slíku máli“. „Líturðu á þig sem ópólitísk- an frambjóðanda?" „Já, það geri ég, enda hef ég aldrei gengið í neinn stjórn- málaflokk og mjög lítinn virk- an þátt tekið í stjórnmálum, þótt ég hafi auðvitað fylgzt eins vel með og ég hef getað. Afskipti mín af flokkspólitík eru hverfandi." „Þú hefur þó verið í fram- boði fyrir Framsóknarflokk- inn við alþingiskosningar”. „Ég var í félagi frjálslyndra stúdenta í Háskólanum og tók dálítinn þátt í stúdentapólitík. Síðan var ég á lista Fram- sóknarflokksins í kosningum hér í Reykjavík, fyrir mörg- um árum. Þar með eru afskipti mín af stjórnmálum upp talin, að ég held.“ „En nú fullyrða margir að forsetinn verði að vera æfður st j órnmálamaður ? “ „Já, það er mikið um það tal- að. En þó eru greinilega um það skiptar skoðanir, eins og raunar kom rækilega fram 1 kosningaundirbúningnum 1952. Mér dettur ekki í hug að neita því að pólitísk reynsla og þekk ing á stjórnmálabaráttu og stjórnmálasögu geti komið for- seta vel. En benda má þó á, að sá sem lengi hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum get- ur átt erfiðara með að meta að- stæður á hlutlægan hátt held- ur en hinn sem hefuir ekki komið naerri slíku, en vitan- Framhald á bls. 13 Halldóra og Kristján Eldjárn Myndina tók ljósm. Mbl. Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.