Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAl 1968. Kristján Karlsson sextugur á morgun — KTÍstján Karlsson, áður skóla- stjóri á Hólum í Hjaltadal, á sex- tíu ára afmæli á morgun, hinn 27. maídag. Hann er fæddur að Landa- móti í S.-í>ingeyjarsýslu, kom- inn af kjarnmiklum bændaætt- um, sonur Karls Arngrímssonar bónda þar og konu hans Karitas- ar Sigurðardóttur. Er Kristján systursonur Sigurðar búnaðar- málastjóra, og því eðlilegt, að honum sé ræktun, atorka og um- bótaáhugi í e'ðli borið. Snemma reyndist Kristján af- kastamaður í störfum og í fremstu röð námsmanna. Eftir viðbúnaðarnám hér heima lauk hann cand. agric-prófi við Land- búnaðarháskólann í Kaupmanna höfn árið 1933. Gerðist hann skólastjóri bændaskólans á Hól- um tveimur árum síðar og hélt því starfi til 1961, lengur miklu en nokkur annar hefur gert til þessa tíma. Mun það einróma álit nemenda hans og allra, er þekktu, að það starf hafi hann rækt með sæmd og hlíft sér hvergi. Fór saman hjá honuna, að hann var ágætur skólamaður og framsýnn og atorkusamur bóndi. Hann var starfsamur vökumaður, jafnan við því búinn að samhæfast nýjum tíma, ást- sæll af nemendum og naut vin- sælda nágranna og héraðsbúa. Hann kunni vel fræði sín og allt það, er hann hafði numið, en bezt mundi hann jafnan skyldur sínar. í>að er einkenni Kristjáns, að hann virðir aðra menn, þótt þeir standi honum miklu neðar í stöðu og að manngildi og lítur á þá sem jafningja sína. En slíkt hefur marga mikilhæfa menn skort raunarlega. Þeim hefur sézt yfir þáð, að enginn nýtur virð- ingar, nema hann kunni að virða aðra. Nú hefur Kristján breytt um starf. Hann er hættur að rækta jörðina og búféð, en er erindreki Stéttarsambands bænda. Enn vinnur hann bændastéttinni af árvekni og trúmennsku allt, er hann má. Nú er ég að kvöldi dags rek minningar mínar frá heimaslóð- um og heimasveít, verða mér Hólar í Hjaltadal ofarlega í huga. Þó eru mér ekki síður í Ijósu minni margar ágætar stundir, sem ég átti þar með Kristjáni skólastjóra og hinni mikilhæfu og gáfuðu konu hans, Sigrúnu Ingólfsdóttur frá Fjósatungu. Lifi ég þá upp aftur dýrmæt kynni, sem ég hafði þar af þeim góðu hjónum, og sendi þeim hljóðar þakkir fyrir órofa vináttu, dáð og dug. Vil ég að síðustu, fyrir mína hönd, konu minnar og dætra, senda Kristjáni Karlssyni og fjöl skyldu hans hugheilar árnaðar- óskir. Megi starfsfjör, starfsþrek og vinnugleði endast honum enn um langa framtíð. Og auðnist honum að sjá allar dýrmætustu óskir sínar rætast. 26. maí 1968. Kolbeinn Kristinsson. Hús^affnasmiðir o Húsgagnasmiður óskast. llúsgagnaverkstæði ÞÓRS & EIRÍKS Súðavogi 44 — Sími 31360. Hórgreiðslustoía Kópovogs HRAUNTUNGU 3 1. Athugið nýja símanúmerið okkar er 42240 Hárgreiðslustofa Kópavogs. Húsnæði til leigu Þrjár efri hæðirnar og hluti af neðstu hæð hús- eignarinnar Brautarholti 18 eru til leigu. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, og Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6. Símar: 12002, 13202, 13602. í glæsilegu úrvali. Ódýr ensk og þýzk gólfteppi Nauðungaruppboð Eítir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Fiskimála- sjóðs, Búnaðarbanka fslands og Brunabótafélags Is- lands, verður sildar- og fiskvinnshistöð við Brekkustíg 32—34, Ytri-Njarðvik, þinglesin eign Áka Jakobssonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri þriðjudaginn 28. maí 1968, kl. 4.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 11., 14. og 16. tölia- blaði Lögbirtingablaðsins 1966. Sýsluntaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nemendasamband Kvennasknlans í Reykjavík heldur árshátíð í Leikhúskjallaranum fimmtudag- inn 30. maí er hefst með borðhaldi kl. 19.30. Danssýning (Heiðar Ástvaldsson) og fleiri skemmtiatriði. Illjómsveit hússins leikur. Aðgöngumiðar afhentir í Kvennaskólanum mánu- daginn 27. og þriðjudaginn 28. maí kl. 5—7 eftir hádegi. STJÓRNIN. Sængurveradamosk lakaefni, frottehandklæði Hefi fengið nokkur stóra sendingu af þeirri vöru, en vegna sérstakra hagkvæmra innkaupa, get ég nú selt þær mun ódýrara en áður og get ég afgreitt út á land í póstkröfu. Verzlunin H. TOFT Skólavörðustíg 8 — Sími 11035. FYHIR HVÍTASUNNUNA Tjöld Allar stærðir með og án himins. Kaupið vörumar hjá þeim sem hafa reynslu í notkun hennax. Svefnpokar Dúnpokar islenzkir og enskir teppapokar íslenzkir, enskir og sænskir. Gasprímusar litlir og stórir eins ag tveggja hólfa. Pottasett litffl og stór með og án fötu. Vindsængnr 5 gerðir með 1 árs ábyrgð frá kr. 595.— SKÁTABÚÐIN, Snorrabraut 58. Sími 12045. Lítið í gluggana. Drætti verður ekki frestað + Vinningxir: Mercedes Benz 220, ný gerð. Dregið: 16. júní 1968. + Styrkið starf Rauða kross-deildarinnar í Reykjavík. Happdrætti Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.