Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1968.
17
Aldarafmæli
séra Friðriks
Nú í d»g, laugardaginn 25.
maí, eru liðin 100 ár frá fæð-
ingu séra Friðrika Friðriksson-
ar. Fáir samtímamenn séra Frið-
riks á íslandi höfðu meiri áhrif
um sína daga né eru enn svo
lifandi í hugum margra sem
hann. Þetta á ekki við íslend-
iniga eina. Einn helzti valdamað-
ur í Danmörku, atkvæðamikill
ráðherra í hinni nýju ríkisstjórn
þar í landi, hafði í vetur orð á
því við íslending, að séra Frið
rik hefði haft mikil áhrif á sig
Þessi mynd er tekin í bás S. V. F. í. á sýningunni Islendingar og hafiö og sýnir líkan af björg-
un úr strönduðum togara við brimaða strönd.
björgum mót við Ránar regin fár,
vit þó samt, að voðamagn þitt
digra,
vinnur aldrei sama tjón sem fyrr:
æðra magn þinn æðiskraft mun
sigra
unz þú flýr’ð um Heljar dyr!
Veit ég glöggt, þú þykist sá hinn
sami,
suttungs arfinn jökulrami,
þyrstur enn í íslands merg og
blóð.
En þó fjari fjörið mitt og þorni,
fagna ég með hverjum nýjum
morgni,
meðan sólin signir mína þjóð.
Víst má segja margt sé enn í
molum,
meir, því meir sem lengra áfram
vinnst,
raunir líka þyngri þolum,
þar til hjálparráðið finnst.
Og á meðan völd þín þverra og
þrotna,
þrældómsfjötrin sundur brotna,
þar til hrökkva hinztu landsins
bönd.
Glatt mun þá á bláum bárulegi,
betra þó á sléttum ísarnvegi,
bezt í lofti fljúga strönd af
strönd.“
REYKJAVÍKURBRÉF
á æskuárum. Svipað hefur Kan-
adamaður, uppalinn í Winnipeg,
sagt og var þó ekki af íslenzk-
um uppruna en hafði haft sam-
gang við vestur-íslenzk ung-
menni um þær mundir, sem séra
Friðrik dvaldi þar vestra. Kunn-
astur varð séra Friðrik þó að
sjálfsögtðu í heimalandi sínu og
áhrif hans mest hér. Séra Frið-
rik hafði einstakt lag á því að
skilja imglinga og ná tökum á
þeim. Hann var ætíð léttur og
kátur, skrafhreifinn, hugmynda-
ríkur, vei hagmæltur, hafði gam-
an af söng, kryddaði ræðu sína
skemmtilegum sögum, ólatur tS
gönguferða, hvatti unglinga til
íþróttaiðkana, átti þátt í stofn-
un Vals og efndi til skátafélags,
Væringja, svo að nokkur dæmi
séu nefnd. í fáum orðum sagt,
þá var séra Friðrik öllum mönn-
um óeigingjarnari og lifði fyrir
þá hugsjón að efla kristna trú á
meðal ungra manna. Hann skildi,
að það varð ekki gert með þurri
bókstafsboðun, heldur víðfeðmu
starfi og þátttöku í lífi þeirra,
sem hann vildi vinna fyrir. Að
sjálfsögðu geðjaðist mönnum,
jafnt ungum sem gömlum, mis-
jafnlega að boðskap séra Frið-
riks, en enginn, sem honum
kynntist, getur neitað ávinning
af þeim kynnum. Séra Friðrik
var ekki eingöngu einlægur trú-
maður, heldur sannmenntaður á
gamla vísu, mikill latínumaður,
gerkunnugur hinum sígildu höf-
undum á því máli. Þess vegna
höföu einnig þeir menntamenn,
er aldrei hrifust af trúarboðskap
séra Friðriks, á honum miklar
mætur sem menningarfrömuði.
íslendingar hafa ekki reist lík-
neski af mörgum sinna merkis-
manna, allra sízt í lifanda lífi.
Svo var þó gert af séra Friðrik
og þótti flestum eðlilegt og eng-
um starf hans þar með of þakk-
að.
Ægifögur sýn
Það var ægifögur sýn að fljúga
yfir ísland og umhverfis mikinn
hluta þess sl. laugardag, hinn
18. maí. Þó að túnblettir inn á
milli húsa í Reykjavik væru að-
eins að byrja að grænka, var
úti á landi úr lofti naumast að
sjá stingandi strá. Allur Borg-
arfjörður var enn með visnum
vetrarsvip. Það var ekki fyrr en
flogið var inn yfir landið austan
frá yfir Meðalland og Álftaver
að sjá mátti grænum lit bregða
fyrir á túnum svo að nokkru
næmi. Mátti þó fremur merkja
litaskipti vegna löngunar til að
sjá þau, heldur en þau í sjálfu
sér skæru í auga. Hrútafjörður
■Laugardagur 25. maí
var fullur af ís og íshrafl víða
um Húnaflóa. Siglingaleið var
hins vegar opin fyrir Horn,
Strandafjöll og öll fjöll önnur
austur um alla leið að Horna-
firði spegluðust í sjó, þar sem
hann var ekki ísilagður, því að
blæjalogn var og bjart yfir. Úr
lofti var lítinn ís a'ð sjá á Skaga-
firði og Eyjafirði, og ekki mik-
inn á vestanverðum Skjálfanda,
enda voru bátar á veiðum á öll-
um þessum slóðum. Úti við hafs-
brún sýndist hins vegar liggja
samfelld ísspöng svo langt sem
augað eygði. Eftir því sem aust-
ar kom þéttist ísinn og virtist
með öllu ósiglandi fyrir Langa-
nes. Frá Langanesi alla leið vest-
ur að Ingólfshöfða var ístunga
með landinu og fyllti firði og
víkur eftir því, sem séð varð,
en komst þó ekki inn á Horna-
fjörð sjálfan e'ða lónin þar fyr-
ir austan. Þessi ístunga var
breiðust nyrzt, áreiðanlega nokk
uð yfir 10 sjómílur, um 3 sjóm.
út af Hornafirði en mun mjórri
þegar nálgaðist Ingólfshöfða.
Allur er þessi ís lagnaðarís og
hvergi borgarísjaka að sjá. Hátt
úr lofti skoðað er ísinn gersam-
lega flatur, en þegar neðar kem-
ur birtast töluverðar ójöfnur.
Jakarnir eru mjög mismunandi
stórir, minnka eftir því sem
sunnar dregur, enda er ekki um
að villast, að sjávargangur og
hiti smávinna á ísspönginni og
mola hana í sundur.
Ekki tjáir að
æðrast
Úr lofti og talsverðri fjarlæg'ð
ytfir hafi virtist Norð-Austur-
land sem samfelldur jökull nið-
ur að sjávarmáli og landföst ís-
breiða fyrir utan og mátti telja
með ólíkindum, að hægt væri
fyrir venjuleg skip að brjótast
þar í gegnum. Þegar komið var
suður undir Skrúð, þá lá strand-
ferðaskipið Blikur þar fyrir utan
ísröndina, og sýndist ekki líklegt
að það mundi skjótlega ná til
lands, því að þéttur ís lá me'ð
strandlengjunni. Daginn eftir
tókst skipinu þó að komast inn
á Stöðvarfjörð. ísinn er á stöð-
ugri hreyfingu, svo að vakir
myndast ætíð öðru hvoru. Hin
sífellda hreyfing gerir hinsvegar
erfiðara að opna braut, t.d. með
ísbrjót, því að allar líkur benda
til að hún fyLltist jafnóðum
aftur. Allt þetta verður nú bet-
ur kanna’ð. Víst er það, að ís-
inn hefur valdið miklu tjóni,
hindrað flutninga, stöðvað sjó-
sókn og haft kulda í för með eér.
Engu að síður verður að vona,
að komið verði í veg fyrir beina
neyð af þessum sökum. Hryll-
ingsskrif Tímans af þessu tilefni
eru engum til framdráttar. Hjört
ur Hjartar varð sér til lítillar
sæmdar með því að reyna a'ð
snúa sjónvarpsviðræðum í
stjórnmálakarp. Ingólfur Jónsson
svaraði eins og efni stóðu til,
en Tíminn reynir síðan að ó-
frægja hann gersamlega að
ástæðulausu. Ásakanir um sein-
virk störf hafísnefndar eru og
algjörlega út í hött. Að sjálf-
sögðu hefði fulltrúa Framsóknar
verið auðvelt að fá fund í nefnd-
inni, ef hann hefði borið fram
kröfu um það. Hvorki hann né
aðrir sáu fyrir, hvernig fara
mundi og flestir vonuðu um sl.
imiánaðamót, að mesta hættam
væri liðin hjá. Hinsvegar hefur
ríkisstjórnin að sjálfsögðu ætíð
fylgzt með málum, þ.á.m. greitt
fyrir að nægar fóðurvörur væru
til í landinu og verið reiðubúin
til að aðsto'ða við flutninga efti*
því sem óskir hafa komið fram
og efni hafa staðið til. Hvorki
nú né ella tjáir að æðrast yfir
örðugleikum, heldur leitast við
að bæta úr þeim eftir föngum og
læra tii undirbúnings fyrir fram-
tíðina.
„Lamlsins forni
fjandi“
Að undanförnu hefur mörgum
orðið á að halda, að hafísinn
væri úr sögunni, bæ'ði vegna
breytts veðurfars og vegna þess
að með nútímatækni yrði tiltölu-
lega auðveldlega við hann ráðið.
Reynslan á eftir að skera úr um
hið síðartalda. Hinu verðum við
að vera viðbúnir, að hafis eigi
enn eftir að hrella okkur um ó-
komin ár. Af nýlegum skrifum
mætti ætla, að t.d. á síðustu öld
hafi það verið undantekning, ef
hafís bar að landi. Sannleikurinn
er hinsvegar sá, að undanteknimg
var, ef hann kom ekki, þó að
hann væri að vísu mjög misjafn-
lega nærgöngull og þar með
skaðsamlegur. Þess vegna var
það, sem Matthías Jochumsson
kvað fyrir 80 árum, á laugar-
dag fyrir páska 1888, sitt fræga
kvæði, er byrjaði svo:
„Ertu kotttinn, landsins forni
fjandi?
Fyrstur varstu enn að sandi,
fyr en sigling, sól og bjargarráð.
Silfurfloti, sendur oss að kvelja!
situr ei í stafni kerling, Helja,
hungurdiskum hendandi yfir
gráð?“
Hvar er hafið?
Þegar menn fljúga yfir hafís-
brei’ðuna vaknar ætíð þessi
spurning: Hvar er hafið? Það,
sem gerði ístunguna, er teygði
sig alhvít suður með landinu
svo ægifagra, var einmitt að sjá
fyrir utan hana hið opna, bláa
frjálsa haf. Litaskiptin voru ó-
gleymanlega fögur og mikilfeng
leg, en ægilegt var að hugsa til
þess hvílíkan skaða þessi mjóa
tumga, er sleikti landið, gæti gert.
Þeir, sem innan við búa sjá
ekkert nema hvítan, hljóðlaus-
an, nístingskaldan ísflötinn.
Eins og Matthías segir í sama
kvæði:
„Hvar er hafið? hvar er beltið
bláa,
bjarta, frjálsa, silfurgljáa?
Ertu horfin svása svalalind? —
Þá er slitið brjóst úr munni
barni;
björn og refur snudda tveir á
hjarni,
gnaga soltnir sömu beinagrind.
Þá er úti um frið og fagra daga,
frama, dáð og vit og hreysti-
þrótt,
þá er búin þjóð og saga,
þá er dauði, reginnótt".
Nú á hátíðisdegi sjómanna er
sérstök ástæða til þess að minn-
ast þess, hvílík lífslind hafið er
Íslendingum og hvílíka hreyati
sjómenn okkar hafa fyrr og
síðar sýnt við að sækj a þangað
lífisbjöng.
Skáldið lét og ekki bugast
heldur segir í síðasta erindi
þessa kunna kvæðis:
„Veikur maður, hræ'ðslu eigi,
hlýddu,
hreyk þér eigi, þoldu, stríddu.
Þú ert strá, en stórt er Drottins
vald.
Trú þú: — upp úr djúpi dauða,
Drottins rennur fagrahvel."
„Vinimr aldrei
sama tjón
sem fyrr“
28 árum síðar kveður Matthí-
as nýtt hafískvæði, „Hafismál
hin nýju.“ Hann gerir það hinn
31. maí 1915, þegar ísinn fyllti
Akureyrarpoll. Þá minnist hið
áttræða skáld síns gamla kvæð-
is, þykir ísinn „hlæja og storka
sér“ en svarar:
„Grimmdar seggur! fer þér
aldrei aftur?
Undrar mig þinn fítons kraftur,
eftir talin tuttugu og átta ár!
Nærri sjálfum Niflheim áttu
sæti,
Norðri þó að börn þín sundur
tæti,
Víst má segja
að margt sé enn
í molum
Þessar hendingar sanna, að hið
áttræða skáld hefur hvorki skort
bjartsýni, andagift né framsýni,
og heldur ekki það raunsæi, sem
e.t.v. er mest um vert. Hann
viðurkennir, að margt sé enn í
molum, en bætir við þeim sann-
indum, sem vi'ð enn eigum ákaf-
lega erfitt með átta okkur á en
verða nú með hverjum deginum
ljósari ekki eingöngu hér á
landi heldur miklu fremur og
enn átakanlegar úti í hinuim
stóra heimi, að það er eins og
því fleira verði í molum, „því
meir, sem lengra áfram vinnst.“
En þó að margt sé í molum, þá
skapar frelsi þjóðarinnar og tækn
in nýja möguleika til að sigrast
á hinum ytri erfiðleikum, með
siglingum á sjó, með vegum
á landi, — járnbrautum ef svo
vill verkast — og með því er
eftirtektarverðast af öllu er, að
áttrætt skáld skyldi sjá fyrir
1915, a'ð í baráttunni við hafís-
inn yrði „bezt í lofti fljúga strönd
af strönd“.
„Annar jötunn
ógurlegri æðir“
Þess vegna óttast hið áttræða
skáld ekki lengur svo mjög
landsins forna fjanda, heldur
segir:
„Annar jötunn ógurlegri æðir,
allra þjóða menning hræðir,
miklu meir en eldur, ís og él,
Það er mannsins æfagamla æði,
eldra en sögur, þjóðir, Nóaflæði'
auðs og valda óþrotlegu él!
Allur heimsins ís er lítilræði
á við etríðsins blinda heljar fár:
Þá er lokið líkn og næ'ði,
lífið orðið blóð og tár.“
Þetta orti Matthías Jochumsson
í upphafi heimsstyrjaldarinnar
fyrri á meðan hún enn var barna
leikur miðað við það, sem hún
sjálf síðar varð, svo að ekki sé
talað um þau ósköp, er eftir áttu
að gerast fram á þennan dag.
Enn sjáum við „mannsins æfa-
gamla æði“ í fullum kratfti. Jafn
vel á okkar litla landi hafa öfl-
ugir talsmenn þess efnt til ófrið-
ar og reyna að koma illu af stað,
hvetjandi til þess, að í stað rök-
ræðna og skynsamlegrar íhugun-
ar, þá sé tekið upp skrílsræði,
grjótkast og ofbeldi. Ömurlegast
af öllu er þó, þegar þeir, sem
blása sig út af fordæmingu yfir
stríðsvilja og siðleysi annarra
gera sig sjálfir seka um siðleysi
gagnvart þeim, sem þeim er trú-
að fyrir, og prédika að stétta-
stríð og innbyrðis hatur sé ráð-
fð til þess að lækna hin sárustu
þjóðarmein.