Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1968. M. Fagias: FIMMTA hOXÍX spurði aðeins: — Hvar sástu börnin seinast, nákvæmlega til tekið? Hún lýsti staðnum og hann hringdi af. Það sem eftir var dagsins leitaði hann í öllum göt- um í námunda við þinghúsið. Um sólarlag hafði hann enn ekki séð neitt til Péturs og Agn- esar. ískaldur vindurinn næddi gegn um buxnaskálmarnar hans og upp í ermarnar. Hann bölv- aði Lillu og velti því fyrir sér, hvort hún mundi hafa haft vit á að láta börnin vera í vetrar- yfirhöfnum. Klukkan fimm hætti hann leit inni og fór heim. í íbúðinni fann hann Lillu, umkringda af með- aumkunarfullum nágrönnum, en af börnunum hafði ekkert frétzt. Nemetz fór inn í herbergið sitt og hringdi til allra lögreglu deilda og bað um að svipast eft- ir börnunum. Hann hringdi líka í sjúkrartúsin, en þar voru þau hvergi á skrá yfir innkomna sjúklinga. Aftur á móti þorði hann ekki að hringja til Rauða- krossdeildarinnar, sem safnaði saman líkum. Látið ekki dragast að athuga bremsurnar, séu þær ekki lagi. — Fullkomin bremsu- þjónusta. Stilling Skeifan 11 - Sími 31340 Síðan fór hann aftur til lög- reglustöðvarinnar. Venjulega var þetta tuttugu og fimrn mín- útna gangur, en nú gekk hann það á fimmtán minútum. — Er nokkurt svar frá deild unum? spurði hann Irene. — Nei, ekki eitt orð, svaraði hún. Síðan benti hún á bekk- inn við vegginn. — Þetta fólk bíður yðar, sagði hún. Nú fyrst sá Nemetz fólkið, en það voru tveir karknenin og ein kona. Eldri maðurinn var um sextugt, lítill vexti og hjólfætt- ur. Hinn var nokkru yngri, á fimmtugs aldri, hærri vexti og helmingi dignari. Andlitið var kringlótt, hörundið dökkt og olíugljáandi. Allra fyrst sýndist Nemetz konan vera karknaður, því að hún var í buxum og frakka og með húfu, sem var dregin niður fyrir eyru. Það var ekki fyrr en hún stóð upp, að hann sá, að frakkinn lá þétt að umfangsmiklum brjóstum hennar, að hann sá að hún var — eða hafði verið — kvemkyns- vera. Mennirnir stóðu líka upp og sá eldri gekk eitt skref fram. — Það er sagt, að þér hafið Halmymálið til meðferðar? sagði hann. Nemetz hafði allt frá því að hann leit manninn augum, haft einhverja hugmynd um að hafa séð þennan mann áður, en nú beindi Halmy-nafnið honum á rétta braut. Hann minntist brúð- kaupsmyndarinnar, sem hann hafði séð í íbúð læknisins. Litli maðurinn með skarpleita andlit- ið, var brúðguminn, Janos Toth, tengdafaðir læknisins. Konan var sýnilega frú Toth. Aftur á móti var honum ekki vel ljóst, hver sá olíugljáandi var. — Jú, það stendur heima, það er ég, sem er með Halmymálið, svaraði hann stuttaralega. Hann hafði andstyggð á þessu ,,Fé- laga“ nafni. — Ef þér eruð að leita að morðingjanum get ég vísað yð- ur á hann, sagði Toth. — Það er læknirinn! Sjálfur eiginmaðurinn hennar! Konan gekk fram og beinlínis hrækti þessum orðum framan í Nemetz. Nú var sá olíugljáandi líka staðinn á fætur og þessi þrjú stóðu nú eins og ókleifur múr kring um Nemetz. — Þetta er býsna alvarleg á- sökun, sem þið komið með, sagði Nemetz. — Það er ekki hægt að kæra neinn fyrir neitt, nema hafa raunhæfar upplýsingar á hendinni. — Ég hef nægar upplýsingar til að flá hann dæmdan fyrir föðurlandssvik. Fyrir að vinna gegn þjóðarlýðveldinu, fyrir að taka þátt í samsæri til að koll- varpa ríkisstjórninni, fyrir árás ir gegn öryggi landsins og fyr- ir að vera njósnari fyrir útlend- inga. Toth taf'saði ásakanirnar, rétt eins og þær væru viðkvæði. Nemetz tók að svitna á háls- inum. — Við höfum engan áhuga 65 á pólitískri starfsemi hér. Þetta er ekki leynilögreglan, og það ættuð þér að vita. — Við höfum heila hrúgu af sönnunum, sagði oliuandlitið. — Anna vildi ekki leyfa okkur að nota þær gegn honum, en við eigum þær engu að síður. — Við höfum nægar sannan- ir til að fá hann hengdan, bætti Toth við. — Og hengdur skal hann verða. — Þér eigið við, að þér hafið sannanir fyrir því, að læknir- inn hafi framið morð? spurði Ne- metz. — Já, þær sanna að minnsta kosti, að hann er sekur, sagði sá digri. — Já, sekur eins og fjandinn sjálfur, bætti Toth við. — Rússarnir eru þegar farn- ir að leysa upp fasistahópana. Og hann er fasisti. Það er ein- mitt það, sem hann er, bætti frú- in við. Nemetz sneri sér að Toth. — Kjörgarður auglýsir Nýkoniið mikið úrval af DRALON gluggatjalda- efnum, nýjar gerðir. Ódýr rósótt crepelone efni. Storesar með blúndu, finnsk bómullarefni. gardínudeild — Sími 18478. llúsmteður ? Óhreinindi og blettlr, tvo sem fitublettir, eggja- blettir og blóSblettir, hverfa á augabragði, ef notað er HENK-O-MAT f forþvottinn eða til aS leggja f bleyti. Síðan er þvegið á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALS VARA FRÁ Heyrið þér nú, maður minn. Annaðhvort vei'ðið þér að kom- ast strax að efninu, eða þá hafa yður burt. Ég hef engan tíma til að hlusta á bull og þvaður. Hvað viljið þér okkur? — Það hef ég þegar sagt, sagði Toth. — Þér hafið einmitt ekkert sagt. Bkki einusinni hvað þér heitið. Hvað heitið þér? — Janos Toth, faðir hinnar myrtu. Hann rétti úr sér. — Er daman konan yðar? Ne- metz benti á frú Toth. Irene hafði setið þögul, með- an þessu fór fram. En við orðið „daman“ leit hún upp. — Stendur heima, svaraði frú Toth fyrir mann sinn. — Og hver er hann? spurði Nemetz og benti á þann digra. — Karoly zloch, tengdasonur minn. Hann er giftur hinni dótt- urinni okkar, Rósu- Má ég segja nokkuð? spurði Toth. — Ég er sjálfur með nokkrar spurningar fyrst, sagði Nemetz stuttaralega. Hann bauð þeim ekki að setj- ast og þau urðu að standa upp á endann með fýlusvip. — Hvar voruð þér, laugardag- inn 27. október milli klukkan 20 og 22? spurði hann Toth. — Hvað kemur það við dauða dóttur minnar? spurði Toth móðg aður. — Þér gerið svo vel að svara, þegar þér eruð spurður, sagði Nemetz. — Gættu þess, að hann geri þig ekki að morðingjanum, sagði frúin og sneri sér að Toth. — Hvar voruð þér? spurði Nemetz og brýndi raustina. — í Tököl. Anna átti vinkonu þar, sem var gift rússneskum liðþjálfa. Þegar allt fór að ó- kyrrast, spurði Anna, hvort hún gæti hýst okkur í nokkra daga. — Höfðuð þér þá eitthvað að óttast af hendi uppreisnarmann anna? — Ég hef ekkert að óttast af neins hendi, sagði Toth með há- tíðlegri sjálfsánægju. — Þakka yður fyrir. Þér höfð uð með öðrum orðum ekkert að óttast en Skriðuð samt í felur. Nemetz sneri sér að konunni. — Og hvar voruð þér milli klukk- an 20 og 22, þetta kvöld? — Ég var hjá manninum mín- um. Og Karolyi var lika með okkur. Og hún Rósa dóttir mín og bömin þeirra tvö. Ég get leitt fram tíu vitni, sem hafa séð okkur, svo að við þurfum ekk- 26. MAÍ 1968. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Taktu loforð dagsins ekki of hátíð’lega. Það er ekki líklegt að þau verði efnd. Hailtu í skildinginm seinni hluta dagsins. Betra hefði verið að verja honum tii að styrkja kirkju þína í morgun Nautið 20. apríl — 20. maí Leggðu áherzlu á samvinnu, hún horfir ekki of byrlega. Leggðu dkki of mikinn trúniað á ailt. Hreinskitod í dag kamn að létta þér staxfið síðar. Tvíburarnir 21. mai — 20. júní Farðu í sparifötto áður en þú ferð tii kirkju. Talktu elkki skiln- ingsleysi annaira of hátíðlega. Bjóddu einihverjum kunningjum heim síðari htoita dags. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Þú skalt slást í för með vinum þinum í kirkju, taka lífinu með ró síðdegiis, og skemmta þér regtolega vei með kvöldinu. Bjóddu einhverjum í mat. Ljónið 23 júlí — 22. ágúst Þvi færra sem þú segir út á við, þeim mun betra. Eitthvað dularfullt skeður, sem aldrei verður almennilega ráðið framúr. Þú Skalt ökki bregða út af vana í netou. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Taktu það ekki til þín sérstaklega, sem þú kannt að heyra við kirkju í dag. Það gæti átt við einhvem annan. Breyttu alveg til seinni hluta dagsins. Vogin 23. sept. — 22. okt. Farðu í heimsóknir, og njótfcu þeirra snUli sem góðar sam- ræður geta borið í Skauti. Þú kannt að verða mangs vdsari. Ráð- stafaðu tíma þímum í kvöld í alvarleg mál. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Dagurinn verður erilssamur, er á láður. Þú munt lenda 1 kapp- ræðum Þú skalt hvergi hopa. Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des. Þú ert trúgefinn í dag. Taktu afstöðu í ýmeum málum. Það geifcur verið befcra að gera sér greto fyrir útlitimu. Steingeitin 22. des. — 19. janúar Smátafir eru allan daginn að raska ró þtoni. Hafðu samband við fóik, sem þú hefur ékki talað við um hríð. Þú verður margs áskynja. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Haltu áfram að sigrast á erfiðleikunum. Þú skalt bjóða vtoum þínum heim með kvöldtou. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Vertu ekki að hætta á meitt með óþarfa mælgi. Það er elkkl vfst að þú gerir þér ljósar þær aðstæður er rfkjanidi eru annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.