Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 196« 3 Los Angeles, Kaliforníu, Pierre, S.-Dakota, 5. júní — — AP-NTB — ROBERT KENNEDY vann sigur í forkosningunum í Kaliforní'u á þriðjudag. Lengi framan af var mjótt á mun- unum milli hans og öldunga- deildarþingmannsins Eugene McCarthy. Talningu er ekki enn að fullu lokið, en Kenne- Úrslitin í Kaliforníu: Kennedy fagnar kosningasigr inum á fundi stuðningsmanna sinna á Ambassador-hótelinu. Ethel kona hans er við hlið hans, þetta er síðasta myndin sem tekin var af Kennedy fyrir tilræðið. Kennedy bar sigur af hólmi, fær um 47 % atkvæóa Sigraði einnig ■ próf- kosningum í S-Dakota dy hafði síðast fengið 47% atkvæða og McCarthy 41%. Kosningatölur voru sendar út með örskömmu millibili í allt gærkvöldi og það var ekki fyrr en um miðnætti (að staðartíma) að ljóst mátti vera, að Kennedy hafði borið sigurorð af McCarthy. Mikil kjörsókn var víðast hvar í Kaliforníu, sem sendir 174 fulltrúa á flokksþing demó- krata í ágúst nk. Sigur í þess- um kosningum var talinn al- ger nauðsyn fyrir Kennedy, ef hann ætti að hafa von um, að hljóta útnefninguna. Ýmsar spár höfðu verið gerðar um úrslit; útvarps- stöðin NBC hafði spáð Kenné dy 49% og McCarthy 40%, en CBS spáði Kennedy hins veg- ar 52% og McCarthy 38%. Fyrst voru talin atkvæði í norðurhéruðum ríkisins og hafði McCarthy forystuna um nokkra hríð, en vígstaðan breyttist skjótt, þegar byrjað var að telja atkvæði í Los Angeles og niðurstöður urðu sem fyrr segir, að Kennedy vann öruggan sigur. Mc Carthy játaði ekki ósigur sinn berum orðum, og kvaðst reiðu búinn að halda baráttunni áfram, hvort sem hann sigr- aði eða biði lægri hlut. Kennedy sagði í viðtali í gærkvöldi, að hann téldi þenn Glæsileg söngför ísfiröinga Viðtal við Ragnar H. Ragnar í GÆR komu til Reykjavíkur Karlakór fsafjarðar og Sunnu kórinn ásamt söngstjóra sín- um, Ragnari H. Ragnar og undirleikara, Hjálmari Ragn- arssyni, sem er sonur Ragn- ars H. Ragnars. Einsöngvari er Herdís Jónsdóttir. Er ferðin farin til þess að syngja fyrir útvarpið en kórarnir munu nota tækifærið og halda hljóm leika, annan í Keflavík í kvöld og hinn í Gamla Bíói á morg- un. „Þetta er auðvitað öðrum þræði skemmtiferð“, sagði Ragnar H. Ragnar, þegar við hittum hann á flugvellinum við komuna, „og við vonum að þeir Vestfirðingar, sem eru búsettir hér fyrir sunnan hafi gaman af söng okkar. Það eru líka að verða fleiri Vestfirðingar búsettir hér sunnanlands en á Vestfjörðum sjálfum. Að visu er fólks- flutningar að minnka, en ein- angrun er enn töluverð. Og núna er allt að lokast aftur af ís og í morgun var óskaplega kalt á ísafirði". „Við erum 67 í allt og á hljómleikunum verður bæði samsöngur og eins syngja kór- arnir sérstaklega, og kvenn- raddirnar í Sunnukórnum munu einnig koma sérstaklega fram. Við höfum æft nokkuð vel í vetur og vorum svo an sigur mikilvægan, ekki sízt eftir ósigurinn í Oregon. Leiðin virtist nú opin og greið til að ná útnefningunni. Hann hvatti enn McCarthy til að taka höndum saman við sig gegn Hubert Humphrey, en McCarthy hafnaði því óð- ar. Stjórnmálasérfræðingar höfðu lagt áherzlu á, að sá sem biði lægri hlut í forkosn- ingunum í Kaliforníu, mætti teljast gersamlega úr leik, en sigurvegarinn yrði síðan að heyja harða baráttu við Hu- bert Humphrey um útnefn- ingu demókrata. Ronald Regan, ríkisstjóri í Kaliforniu, hlaut nær öll at- kvæði repúblikana, eins og búizt hafði verið við. A þriðjudag fór einnig fram prófkjör í heimaríki Hump- hreys, Suður-Dakota. Einnig þar sigraði Kennédy glæsi- lega, er 87% atkvæða höfðu verið talin, hafði hann feng- ið 49%, Humphrey 31% og McCarthy 20%. ísafjarðarkórarnir við komuna. Ragnar H. Ragnar heppin að Sigurður Dementz Fransson kom í vor og þjálf- aði kórana“. „En þér eruð aðalstjórn- andi kóranna?“. „Já, ég hef stjórnað Sunnu- kórnum í 20 ár og karlakórn- um kringum 15 ár. Annars vorum við Jónas Tómasson, sem stofnaði alla þessa kóra á ísafirði, saman með þá fyrst eftir að ég kom frá Bandaríkj unum, en ég kom til ísafjarð- ar þaðan fyrir milligöngu dr. Urbancic. Raunar ætlaði ég mér aldrei að setjast að í Bandaríkjunum og eftir þetta sem skeði í morgun er ég giaður yfir því að hafa ekki setzt þar að“. 8IAKSTEII\1AR Hver beitir oíbeldi? 1 Bæði samtök stúdenta við Há- skóla Islands, sem ná til allra, er þar stunda nám, hafa lýst því yfir, að þau muni ekki beita sér fyrir mótmælaaðgerðum vegna ráðherrafundar Atlantshafs-* bandalagsins, sem haldinn verð- ur í skólanum í þessum mánuði. Aðeins eitt félag stúdenta, Félag róttækra stúdenta, hefur látið í það skína, að það muni grípa til óyndisúrræða vegna fundarins. Félag þetta hefur löngum verið mótað af sama ofbeldishugarfar- inu og lýsti sér í málningarstarf- seminni hjá kommúnistum á H- daginn. Islenzkum stúdentum er hins vegar almennt ljóst, að hag- ur þeirra verður ekki bættur með aðgerðum, er aðeins hafa það eitt að markmiði að skapa glundroða og valda eyðileggingu. Kommúnistar tala jafnan um „ofbeldi“, þegar minnzt er á að- ild íslands að NATO. Þeir telja það jafnvel „ofbeldi“, þegar al- þingi íslendinga samþykkti aðild landsins á sínum tíma. Ef ein- hverjir beittu ofbeldi þá, voru það kommúnistar, sem gerðu að- súg að alþingishúsinu og reyndu að trufla störf þingsins. Eitt af meginhlutverkum löglega kjör- inna íslenzkra stjórnvalda hlýtur ætíð að vera að tryggja öryggi landsins og efla það. Margoft síð- an árið 1949 hefur verið kosið í almennum þingkosningum um þá utanríkisstefnu, sem mótuð var með aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu. í þessum kosn- ingum liafa kjósendur ætíð hafn- að sjónarmiðum kommúnista og fylgifiska þeirra. Ef til vill eru kosningar til alþingis íslendinga „ofbeldi" í augum þessarra manna. Að sækja í sig veðrið i Eins og sézt hefur í kommún- istamálgagninu undanfarið og skýrt hefur verið frá í þessum dálki, eru íslenzkir kommúnistac* að sækja í sig veðrið til mót- mælaaðgerða vegna ráðherra- fundar Atlantshafsbandalagsins. Ekki liggur enn ljóst fyrir hverju þeir ætla raunverulega að mót- mæla. En ljóst er, að í þetta sinn láta þeir ekki eiginn dug nægja, heldur hafa þeir boðað hingað til lands hóp útlendinga, sem væntanlega hefur meiri reynslu. Munu m.a. koma hingað til lands Norðurlandabúar, en í því sambandi má geta þess, að við bandaríska sendiráðið í Oslo er lögregluvörður nótt sem nýt- an dag, þar sem norskir „mót- mælendur" leggja leið sdna gjarnan þangað, líklega til þess að vekja athygli á sér, eins og kommúnistarnir íslenzku við NATO-skipin fyrir skömmu. Hugsa islenzkir kommúnistar væntanlega gott til glóðarinnar, þegar hinir þaulreyndu „starfs- bræður“ þeirra byrja að streyma til landsins. Rökþrot Staðreyndin er sú, að nú sem jafnan áður eru andstæðingar að- ildar íslands að Atlantshafs- bandalaginu rökþrota í málflutn- ingi sínum. Bandalagið hefur á starfsferli sínum ekki brugðizt þeim vonum, sem við það voru bundnar í upphafi. Hins vegar er öllum stuðningsmönnum þess ljóst, að bandalagið er ekkert takmark í sjálfu sér, helduí" tæki og vettvangur, þar sem að- ildarþjóðirnar geta treyst og tryggt sameiginlega hagsmuni sína til eflingar öryggi og friði í okkar heimshluta. Þegar andstæðingar Atlants- hafsbandalagsins geta bent á heppilegri og öruggari lausn á öryggismálum vestrænna þjóða geta þeir barizt fyrir málstað sín- um með rökum, þangað til verð- ur ofbeldið þeirra eina haldreipi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.