Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUlR 6. JÚNÍ 196« 31 „Reynum að láta börnin haf a eitthvað við að vera" — Rætt v/ð Jón Arnason um sumarnámskeið Fræðsluskrifstofu FRÆÐSLUSKRIFSTOFA Keykjavikur mun í sumar ffangast fyrir sumarnámskeið- um fyrir börn á aldrinum 10 —13 ára. Eru námskeiðin fyrst og fremst hugsuð fyrir þau börn, sem ekki hafa feng- ið eitthvað fast viðfangsefni. Þessi starfsemi hófst í fyrra- sumar og gafst þá vel. Við hittum að máli Jón Ámason, sem hefur umsjón með þessum námskeiðum og spjölluðum stuttlega við hann um tilhögun þeirra. „Námskeiðin eru fyrst og fremst fyrir þau börn, sem vonu í fjórða, fimmta og sjötta bekk barnaskóla í vet- •ur og ekki hafa fengið föst viðfangsefni yfir sumarið. — Námskeiðstíminn er frá 10. júní til 5. júlí og fyrirhugað er, ef nseg bátttaka verður og þau gefa góða raun, að halda annað námskeið frá 8. júlí til 2. ágústs. Þátttöku- gjald er 550 krónur og bar í er innifalið allt bað, sem þ&tt- takendiur þurfa á að halda í sambandi við námskeiðið sjálft“. „Hvernig verður tilhögun námskeiðanna? “ „Þau verða á tveim stöðum í borginni. Melaskóla fyrir hádegi og í Laugarnesskóla Reykjavikur Jón Arnason. eftir hádegi. Börnin eru á námskeiðunum þrjá tíma á dag og þeir skiptast þannig, að einn tími er til leikja og íþróttaiðkana úti við. Annax tími fer í föndur og í þeim þriðja eru ýmsir hlutir teknir fyrir, svo sem hjálp í viðlög- um, bókmenntakynninig, kvik- myndasýningar, náttúruskoð- un og fleira. Hugmyndin er einnig sú, að reyna að fara með börnin á söfn og í smá gönguferðir um nágrenni kennslustaðanna. Þá er einnig í ráði að fara með þau í a.m.k. eina ferð út fyrir borgina“. „Hvernig virðist þátttaka ætla að verða?“ „Hún er heldur minni en upphaflega var ráðgert og það held ég að sé fyrst og fremst vegna þess að fólk hef ur ekki áttað sig á, hvað þarna er um að ræða. Inn- ritun mun því halda áfram í dag og næstu daga, hún fer fram í Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12“ „Telur þú mikls virði að halda svona námskeið?" „Já, tvímælalaust. Mörg börn eiga þess ekki kost að dveljast í sveit yfir sumartím ann, heimilin hafa ekki næg viðfangsefni handa þeim og þarna er þeim veitt ákveðin viðfangsefni við sitt hæfi. Ég hef orðið var við, að margir ■halda að hér sé um að ræða skóla, en hér er fyrst og fremst á ferðinni frjáls starf- semi, sem á engan hátt er í tengslum við skólanámið. í eðli sínu eru námskeiðin því skyldari sumarbúðastarfi en skólastarfi“. - SILDARLEIT Framhald af bls. 32. blett um 66 gr. N. br. og 1 gr. og 50 mín. A.I., eða tæpax 400 mílur austur af landinu. Seinni hluta maímánaðar urðum við svo varir við síld á töluvert stóru svæði milli 66 gr. og 50 mín. og 68 gr. Nbr. og 2 gr. og 30 mín. og 4 gr. og 30 mín. A.l. Síld þessi var í stökum og frekar smáum torfum og yfirleitt á 150 til 200 faðma dýpi mestan hluta sólahringsins, en leitaði upp eft- ir lágnættið. Sjórinn austur af landinu er mjög kaldur allt að 8 gr. V.l. en síðan hlýnar hann mjög hægt austur eftir. Og enda þótt síld- arstofninn í sumar sé mest 7,8 og 9 ára síld, sem ætti að hafa tilhneigingu til að ganga vest- ur á bóginn, en með öllu óvíst að svo verði vegna kuldans í sjónum. Þá er mikil áta djúpt í hafi og trúlegt að hún dragi úr göngu síldarinnar. Við urðum þess varir á heim- leiðinni, að sjórinn hefur eitt- hvað hlýnað út af sunnanverð- um Austfjörðum og er hugsan- legt, að síldin gangi vestur með suðurjaðri kalda sjávarins og komi þá að landinu þar sem sjór- hefur eitthvað hlýnað. — Hefur einhver síld veiðzt í norðanverðu Atlantshafi í ár? — Það getur vart heitið. Um miðjan maí veiddu Norðmenn mjög blandaða síld við Finn- mörk, 4 til 6 stykki í kg., en nú hefur það breyzt svo, að þar fæst aðeins smásíld, 10 til 12 stykki í kg. Fyrri hluta maí leituðu fær- eysk skip síldar norður, austur og norðaustur af Færeyjum. Þessi skip köstuðu talsvert en fengu aðeins kolmunna og makríl. Þá hafa færeysk skip sótt á mið norður og norðvestur af Shet- landseyjum síðari hluta maímán- síld, en hún er stygg og hetfur aðar og fundið þar töluvert f veiði verið treg. — Hvenær verður farið í næst síldarleitarleiðangur? — Við reiknum með að fara á föstudaginn til áframhaldandi leitar á svipuðum slóðum og við vorum nú. - ARASARMAÐUR Framhald af bls. 23. hefði ekki borið þess nein merki, að hann væri undir áhrifum annarlegra lyfja, er hann var handtekinn. AP-fréttastofan hefur haft tal af nokkrum nágrönnum Sirhan fjölskyldunnar í Pasadena og bera allir hinum ákærða gott orð og segja fjölskylduna hæg- láta og prú'ða, og Sirhan sé yfir- leitt rólegur og hægur í fram- komu. Sirhan er kristinn- ar trúar, að því er séra Cowles prestur í sóknarkirkju fjölskyldunnar sagði en sjálfur sótti Sirhan sjaldan guðsþjón- ustu. Annar nágranni fjölskyld- unnar ber móður Sirhans hið bezta orð og segir að hún sé við- felldin kona og sonurinn prúð- mannlegur og góður drengur. Sami granni segir, að Sirhan hljóti að hafa brjálazt snögglega á því augnabliki, er hann hleypti af skotunum. ÆSKULÝÐSNEFND Árnespró- fastsdæmis, sem undanfarin ár hefur rekið starfsemi sína í Haukadal og á Laugarvatni, starfrækir í sumar æskulýðsbúð ir í Skálholti og munu þær hefj- ast 25. júní. Þær verða aðallega í viku flokkum. Þó geta þeir, sem þess óska fengið tveggja vikna dvöl. Flokkaskipting verður þessi: Fyrsti og annar flokkur fyrir 9-12 ára drengi verður dagana: 25. júní til 2. júlí og 2. júlí til 9. júlí. Þriðji og fjórði flokkur fyrir stúlkur 9-12 ára verður dagana 10. júlí til 17- júlí og 17. júlí til 14. júlí. I Washington hefur verið skýrt frá — eins og fram kemur í fréttinni — a'ð Sirhan hafi kom- ið til Bandaríkjanna árið 1957, en í dagblaðinu Star-News í Pasa dena segir, að fjölskyldan hafi búið í Bandaríkjunum undanfar- in 20 ár. í gærkvöldi var tilkynnt að símahótanir hafi verið hafðar í frammi við að minnsta kosti þrjár sendinefndir frá Araba- löndum, sem sitja á þingi SÞ. Lögreglan í New York fyrirskip- aði samstundis aukna lögreglu- vernd fyrir sendiherrana, sem voru al Farra frá Jórdaníu, Nouttoura frá Alsír og Oveh frá Sýrlandi. Símahótanir þessar hófust eftir að birt hafði verið að tilræðismaðurinn væri Jórd- aníumaður. — Ambassador Jórdaníu lét ekkert hafa eftir sér um hótanirnar, en hinir sendiherrarnir tveir létu í Ijósi áhyggjur um að atburðurinn mundi valda reiðiöldu í Banda- ríkjunum í garð Arabaþjóða. Fimmti og sjötti flokkur fyr- ir drengi 12-14 ára verður dag- ana: 24. júlí til 1. ágúst og 1. ágúst til 8. ágúst. Sjöundi og áttundi flokk- ur fyrir stúlkur 12-14 ára verð- ur dagana: 9. ágúst til 16. og 16. til 23. ágúst. Til dægradvalar verða þar úl- reiðar, bátaferðir, smá ræktun og ef kleift reynist verður kom- ið upp sundlaug til bráða- birgða. Börn af Suðurlandsundirlend inu ganga fyrir, en börn ann- arsstaðar að fá einnig aðgang meðan rúm leyfir. Upplýsingar gefa prestarnir á Suðurlandi bg æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Æ skulýösbúðir í Skálholti Áhugamenn um þjóö- fræði stofna félag Að undanförnu hefur hópur áhugamanna um íslenzk þjóð- fræði unnið að undirbúningi stofnunar félags, er stuðlaði að söfnun, varðveizlu og rannsókn íslenzkra þjóðfræða. Var undir- búningsstofnfundur haldinn 24. maí sl. Þar flutti Hallfreður Örn Eiríksson cand. mag ávarp og lýsti aðdraganda og undirbún- ingi félagsstofnunarinnar. Þá var rætt um tilgang félagsins og væntanleg viðfangsefni. Með al þeirra, er til máls tóku, voru próf. Einar Ó1 Sveinsson, sem lýsti fyrri tilraunum til félags- stofnunar í þessum stíl, og Vil- hjálmur Þ. Gíslason, fyrrverandi útvarpsstjóri, er flutti væntan- legu félagi hvatningarorð. Samþykkt var á fundinum að stofna félagið og þessir menn kjörnir í bráðabirgðastjórn: Jón Hnefill Aðalsteinsson, for- maður, Guðrún Ólafsdóttir, Haf steinn Guðmundsson, Hallfreður Örn Eiríksson og Þór Magnús- son. Jafnframt var samþykkt að fresta stofnfundinum til 6. júní. Verður honum þá fram haldið kl. 20.30 í I. kennslustofu Há- skólans. Þar verða bornar upp og ræddar tillögur til laga fé- lagsins og því kjörin stjórn. Það skal tekið fram, að stofn fundurinn var öllum opinn og eru allir þeir, sem áhuga hafa á íslenzkum þjóðfræðum, sérstak- lega hvattir til að mæta. (Fréttatilkynning) Stúdentar skólanum Belgrad, 5. júní NTB. JÚGÓSLAVNESKIR stúdentar tilkynntu í dag, að þeir hefðu náð á sitt vald öllum deildum háskólans í Belgrad til að leggja áherzlu á kröfur sínar um auk- ið iýðræði og andúð á fram- komu lögreglu við stúdentana í fyrri óeirðum. Stúdentanefnd, sem skipuð var hefur nú tilkynnt að allmargir prófessorar hafi sagt upp stöð- um sínum til að sýna samstöðu með stúdentum, og að þeir mund ekki taka að gegna embættum sínum aftur fyrr en gengið væri að kröfum stúdentanna. Óeirðirnar hófust á sunnudag, þegar stúdentum lenti saman við lögreglumenn, eftir að þeim hafði verið meinaður aðgangur að pop- tónleikum. Sagt er að 59 stúd- ráða há- í Belgrad entar hafi meiðzt í átökunum og var lögreglan sökuð um, að hafa sýnt mikinn ruddaskap. Meðan ókyrrðin jókst lögðu stúdentar undir sig heimspekideild skólans og settu fram ákveðnar kröfur meðal annars um aukið frelsi og lýðræði í júgóslafnesku þjóð- lífi og þar með að sjálf sögðu innan kommúnistaflokksins. Stú- dentar kröfðust þess einnig að þeir lögregluþjónar yrðu reknir úr starfi, sem beitt hefðu stú- dentana mestum fantabrögðum á sunnudag. NTB-fréttastofan heldur því fram, að stúdentar í Belgrad hafi fengið skeyti frá stúdentum í Moskvu, þar sem þeir votta þeim hollustu, og sams konar skeyti hafi borizt frá stúdent- um í V-Berlín. Biskupinn tegur fyrstu skóflu stunguna að Egilsstaðakirkju. (Ljósm. Mbl. H. A.) Kirkju reist ó Egilsstöðum Egilsstöðum, 5- júní. BISKUP íslands, herra Sigur- hjörn Einarsson tók á laugar- dag fyrir Hvítasunnu fyrstu skóflustunguna að Egilsstaða- kirkju. Kirkjan verður reist nyrzt á þorpinu við svokallaðan Gálga- klett og á að rúma 250 manns í sæti. Arkitekt er Hilmar Ólafs- son, en Byggingarfélagið Brúnás er verktaki og yfirsmiður Þór- hallur Eyjólfsson. — Ha.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.