Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1968næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1968 - KENNEDY Tveir menn reyna að ná byssunni af tilræSismanninum sk ömmueftir ódæöið. Höfuð hans ber við borðröndina. Framhald af bls. 1. skipaði, að hér eftir skyldi öllum frambjóðendum og fjöl skyldum þeirra séð fyrir öfl- ugri vernd og ennfremur, að herlið skyldi viðbúið að taka í taumana, ef til óeirða kæmi. Var sérstaklega óttast við- blögð blökkumana, en meðal þeirra naut Kennedy mikilla vinsælda. 0 Ethel Kennedy, sem gengur með ellefta barn þeirra hjóna, var með manni sínum í gær, er hann var skotinn í eldhúsi Ambassa- dor gistihússins í Los Ange- les, eftir að hafa hrósað sigri í prófkosningunum í Kali- forníu (sjá bls. 3). Margir létu svo um mælt í gær, að Kennedy-f jölskyldan hefði fengið stóran skerf af sorg og hörmulegum áföllum. Joseph elzti sonur gömlu Kennedy- hjónanna, féll í heimsstyrj- öldinni síðari, næst elzti son- urinn, John, forseti, féll fyrir hendi morðingja í Dallas í Texas árið 1963; nokkru seinna lenti Edward, yngsti sonur þeirra, í flugslysi og slasaðist svo alvarlega í baki, að hann var óvinnufær í heilt ár og ber enn merki slyss- ins. Þriðja elzta barn þeirra, Kathleen, sem misst hafði mann sinn í heimsstyrjöld- inni, fórst í flugslysi; Rose- mary, næst elzt systkinanna, hefur mestan hluta æfinnar verið á hæli fyrir vangefna. Fjölskyldufaðirinn, Joseph Kennedy, hefur um árabil verið að verulegu leyti lam- aður af völdum heilablóðfalls. Og er þá ekki allt talið. Til- finningum þessarar auðugu, en á margan hátt lánlitlu fjölskyldu, verður sennilega bezt lýst með orðum Jacque- line, ekkju forsetans, er hún heyrði um banatilræðið við mág sinn: „Ég trúi því ekki — ekki aftur.“ 0 Robert Kennedy var að því spurður í sjónvarpsvið- tali sl. sunnudag, hvort hann hefði ánægju af því að stofna sér í hættu. Hann svaraði að það væri þáttur í lífi hvers manns að taka slíka áhættu og vitnaði í ritgerð, sem Edith Hamilton hafði skrifað pm Æskylos þar sem sagði: „Mönnnum er ekki ætlað öryggi himnanna.“ Los Angeles, 5. júní — AP í fyrstu fréttinni, sem Associ- ated Press-fréttastofan sendi frá sér af þessum ótrúlega atburði, nákvæmlega kl. 7.25 að íslenzk- um tíma, var aðeins sagt, að Kennedy hefði verið skotinn í mjöðmina tíu mínútum áður, er hann var á leið frá ræðupal'lin- um í aðalsal Ambassador-gisti- hússins í Los Angeles þar sem hann hafði haldið sigurræðu sína, við áköf fagnaðarlæti um tvö þúsund stuðningsmanna. Ræðunni var sjónvarpað og út- varpað. Síðan var sagt, að Kennedy lægi á gólfinu í eldhúsi gisti- hússins, blóð streymdi yfir and- lit h'ans, augu hans væru opin, en ekki væri hægt að merkja, að hann sæi það, sem gerðist í kringum hann. Stuðningsmenn Kennedys höfðu þá náð haldi á tilræðismanninum og á fólkinu umhverfis var hvarvetna að sjá þrúgandi sorg og reiði. 0 Tilræðismaðurinn náðist strax Fáeinum mínútum síðar, kl. 7.31, sendi fréttastofan út nýja frétt frá fréttamanni sínum í hó- telinu, Bob Thomas. Þá vissi hann ekki enn hve alvarlega Kennedy var særður, en sendi hinsvegar lýsingu á árásarmann- inum, sem lögreglumenn höfðu nú náð taki á og tóku með sér burt úr eldhúsinu. „Maður á að gizka 25 ára, hrokkinhærður, dökkur yfirlitum, virðist fljótt á litið af suðrænu þjóðerni“, sagði fréttamaðurinn. Frásögn- um fleiri sjónarvotta bar saman um þessa lýsingu og lögreglan staðfesti hana nokkru síðar, taldi, að hann gæti verið á aldr- inum 25—28 ára, væri 160 cm. á hæð, 67 kg. að þyngd, klædd- ur bláum gallabuxum. (Sjá nán- ari lýsingu á tilræðismanninum í annarri frétt). Smám saman skýrðist myndin af því, sem gerzt hafði. Sjón- varps- og útvarpsmenn, sem voru á staðnum lýstu jafn- óðum öllu, sem fyrir augu og eyru bar. Þeir upplýstu, að tilræðismaðurinn hefði verið í um það bil þriggja metra fjarlægð frá Kennedy, þegar hann skaut, og sagt var, að hann hefði staðið uppi á kassa. Síð- ar kom fram, að það voru tveir blökkumenn, fylgdarmenn Kennedys, tugþrautarmeistar- inn Rafer Jahnson og annar íþróttamaður, Roosevelt Grier, sem ruku á tilræðismanninn og sneru byssuna úr höndum hans. Sagði einn sjónarvotta, að það hefði tekið þá fulla mínútu að afvopna hann. Fjölmenni var í eldhúsinu, þegar þetta gerðist — en tölur nokkuð ósamhljóða, sumir segja að þar hafi verið um 50 manns, aðrir,að þeir hafi verið allt að því 200 talsins. Þegar byssan féll úr hönd til- ræðismannsins, hljóp þriðji mað urinn til ,greip hana og hróp- aði: „drepið hann“ — en Rafer Johnson og maður að nafni Bill Barry, þrifu byssuna af honum og gættu hennar, þar til lögregl- an tók við henni. 0 Sigurgleði snerist í sorg og reiði Nú urðu nánari tildrög til- ræðisins einnig smám saman ljós. Úrslitin í forkosningunum höfðu verið að berast allt kvöld- ið og mikil eftirvænting verið hvarvetna, því að þeir virtust mjög jafnir, Kennedy og Eugene McCarthy, helzti keppinautur hans. Framan af hafði McCarthy aðeins vinninginn, en þegar leið á 12. tímann fór Kennedy fram úr honum og breikkaði stöðugt bilið milli þeirra. Á mið- nætti að staðartíma (kl. 7 í morg un að íslenzkum tíma) höfðu um tvö þúsund aðstoðar- og stuðn- ingsmenn Kennedys komið sam- an til þess að fagna sigri í stærsta sal Ambassador- gistihússins, sem var aðalkosn- ingabækistöð Kennedys. Kom þá Kennedy fram á ræðupallinn ásamt konu sinni, Etíhel, og hélt ræðu, þar sem hann fagnaði sigri sínum og þakkaði öllum þeim, sem höfðu lagt hönd á plóginn honum til stuðnings. Jafnframt skoraði hann enn á ný á Eugene McCartihy að taka höndum saman við sig í kosn- ingabráttunni. í ræðunni sagðist Kennedy meðal annars þeirrar trúar og vonar að Bandaríkja- menn gætu sigrazt á innbyrðis sundrungu og ofbeldi. Það var mjög létt yfir Kenne- dy, ræðu hans allri og stuðnings- mönnum og geysileg fagnaðar- læti. Að ræðunni lokinni veifaði hann til stuðningsmanna sinna og hélt að svo búnu áleiðis yfir í annan sal, þar sem hann átti að halda blaðamannafund. Til þess að hann þyrfti ekki að fara gegnum mannþröngina var hon- um vísað gegnum eldhúsið, þar sem hann heilsaði starfsfólkinu og þakkaði því aðstoðina við hann og lið hans. Úr eldhúsinu var gangur yfir í salinn þar sem blaðamenn biðu hans. Þegar Robert Kennedy var að stíga út á ganginn kváðu við skot, sumir segja fjögur, aðrir fimm, enn aðrir að þau hafi verið enn fleiri og kemur það heim við það, sem síðar upp- lýstist, að í byssu tilræðismanns- ins höfðu verið átta skot .og voru öll notuð. Rafer Johnson taldi sig sjá skot fara gegnum háls Kennedys í annan mann, en það er nú talið ólíklegt, því að lækn- ar upplýstu seinna ,að kúla sæti í hálsi hans ennþá. Sjónarvott- um ber saman um, að Johnson hefði átt heiðurinn af því að ná tilræðismanninum. Hann hafði svo haldið honum og með að- stoð fleiri manna náð að snúa byssuna úr hendi hans. Einn sjónarvotta, Edward Minasion, starfsmaður gistihúss- ins, taldi sig hafa heyrt tilræð- ismanninn hrópa: „ég get skýrt þetta, leyfið mér að skýra þetta“, og annar, ónafngreindur taldi sig hafa heyrt hann segja: „ég gerði þetta fyrir land mitt“. Einn af sjónarvottum, Brooker Griffin, einn af starfsmönnum Kennedys sagði, að Ethel Kenne- dy hafi kropið hjá manni sín- um og tekið utan um höfuð hans — og það hafi minnt sig átakan- lega á það, er Jaqueline Kenne- dy hélt höfði manns síns, Johns F. Kennedys, þá Bandaríkjafor- seta, í kjöltu sinni í bifreið- inni eftir morðið í Dallas, 21. nóv. 1963. Ethel hafði orðið viðskila við mann sinn svolitla stund á leið- inni gegnum eldhúsið og var hann að svipast um eftir henni í þann mund er skotin háðu við. 0 Öngþveiti Áður en Robert Kennedy var fluttur af staðnum, þar sem hann féll niður, reyndi kaþólsk- ur prestur úr fylgdarliði hans að komast þar til að veita hon- um síðasta sakramenti að kaþólskum sið, en mannfjöldinn ýtti honum burt. „Mér tókst að fá honum talnabandið og hann tók þéttingsfast utan um það. Svo var mér ýtt í burt. Þá var blóð á höfðinu á honum“, segir presturinn. Einhverjir af stuðningsmönn- um Kennedys hrópuðu á hand- klæði og fréttamaður nærstadd- ur brá við skjótt, reif flauels- dúk af borði og þusti með hann inn í eldhúsið. Læknar voru á staðnum og reyndu að veita hin um særða fyrstu hjálp en algert öngþveiti var umhverfis þá. Fréttamenn, útvarps- og sjón- varpsmenn hlupu fram og aftur, myndatökumenn stukku upp á borð með myndavélar sínar og fréttamenn reyndu hvað af tók að koma hljóðnemum sínum fyr- ir svo að gagn væri að. Ljós- hærður maður, sem enginn vissi í fyrstu deili á, var meðal hinna særðu, hann virtist mæða mjög blóðrás og notuðu læknar borð- dúka til þess að stöðva hana. Haft var eftir konu eins læknis- ins, sem fylgdist nákvæmlega með Kennedy, að hann hefði virzt með meðvitund, hann hefði sleikt blóð af vörum sínum og rennt til augum. Meðan verið var að bua um Kennedy á sjúkrabörum var lög- reglan á leið með tilræðismann- inn út úr gistihúsinu. Mannfjöldi var í fordyri hússins og þar úti fyrir. Fregnin um tilræðið hafði þá örskömmu áður bor- izt til fólksins, sem hrópaði: „Nei, guð minn góður, ekki aft- ur“, „nei, nei, það er ekki satt“, „Guð minn góður, hvað er að gerast meðal okkar“ og fleira þess háttar. Og þegar lögreglan birtist með tilræðismanninn heyrðist hrópað: „hengið hann, hengið hann“, og margir reyndu að ná til hans. 0 Hjartað hætti að slá Frá gistihúsinu var Kenne- dy fluttur í slysamiðstöð. Þegar þangað kom var hann orðinn rænulaus og var síðar haft eftir læknum ,sem þar önnuðust hann undir forystu dr. Victors Baz, að segja mætti, að hann hefði þá verið látinn — hjartað hefði ver- ið hætt að slá. Þegar í stað var hafizt handa við að hnoða hjart- að — án þess þó að brjóstholið væri opnað, honum var gefið súr- efni og adrenalin og gerðar ráð- stafanir til þess að auðvelda öndun. „Ég var tilbúinn að gefa hon- um adrenalin í æð“, sagði dr. Baz við fréttamenn, en fljótt Morðvopnið, 22 caliber skammbyssa, 8 skota. Kennedy þar sem hann liggu r á gólfinu skömmu eftir bana- tilræðið, hættulega særður. H ann missti ekki miðvitund strax.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað (06.06.1968)
https://timarit.is/issue/113805

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað (06.06.1968)

Aðgerðir: