Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1968 23 KENNEDY Framhald af bls. 11 orðið fyrir skotum um leið og hann. Síðan aflýsti hann öllum kosningaáætlunum sínum næstu ^aga og sagðist mundu fara fyrst í sjúkrahúsið, en síðan beint til Washington og ræða þar við for- ystumenn kosningabaráttu Kennedys, Hubert Humphrey og Jo'hnson, forseta. Hann lét svo um mælt, að Bandaríkja- menn í heild hlytu að bera byrði sektar eftir þetta tilræði. Richard M. Nixon frestaði einnig kosningabaráttu sinni um óákveðinn tíma og lét í Ijós furðu og skelfingu yfir því sem gerzt hafði. Hann lýsti samúð sinni með Kennedy-fjölskyldunni er hann sagði hafa fengið meira en sinn skerf af sorg og hörmung- um. hannig voru viðbrögð banda- riskra forystumanna allra á sama veg og hver af öðrum spurði: „Hvað er að gerast 1 landi okkar“, „Hvert stefnum við“. Ekkja Dr. Martins Luthers Kings, sem myrtur var fyrir réttum tveimur mánuðum í Memphis í Mississippi, sendi frú Ethel Kennedy persónulega sam- úðarkveðju, þar sem m.a. sagði: „Ég bið fyrir eiginmanni yðar, sem ég virði svo mjög og ég bið fyrir þjóð okkar sem virðist nú ganga gegnum tímabi'l hörmung- ar og hættu“. 0 Skothljóðin kveða við Svo sem fyrr var getið, fyrir skipaði Johnson, forseti, þegar í morgun, að frambjóðendum og fjölskyldum þeirra skyldi héðan í frá séð fyrir vernd. Fyrirskip- erts, hafði fyrir nokkru lagt fram í öldungadeildinni frum- varp, þar sem meðal annars var kveðið á um, að ríkiseftirlit skyldi vera með sölu skot- vopna gegn póstsendum pönt- unum. Frumvarpið var fellt en annað samþykkt í þess stað, sem ekki gekk nálægt því eins langt. Johnson, forseti, lýsti megnri ó- ánægju sinni með það frumvarp vegna þess hversu gagnslítið það væri. Lög um skotvopn eru mjög breytileg í Bandarí'kjunum eftir því hvar er. Að undanförnu hefur marg- faldlega fjölgað þeim borgurum, sem hafa skotvopn undir hönd- um, vegna kynþáttaóeirðanna, sem verið hafa í bandarískum borgum síðustu árin. Lagafrumvarpið, sem fyrr var getið ,er öldungadeildin sam- þykkti á dögunum, átti einmitt að fara fyrir fulltrúadeildina í dag til samþykkis. Meðferð máls ins var frestað en mjög um það rætt, að taka bæri frumvarpið upp að nýju til umræðu og breyta því í átt til strangara ríkiseftirlits. Þeir aðilar, sem harðast hafa beitt sér gegn öllu slíku eru skot- og veiðifélög ýmiss konar. Þau hafa með sér samband, er telur um eina milljón félaga. í dag fóru 200 mamns hóp- göngu til aðalstöðva sambands- ins í Washington, þar sem stend- ur skrifað stórum stöfum: „Ekki skal skerða réttindi manna til að eiga og bera skotvopn". Hóp- göngumenn mótmæltu tilræðinu við Robert Kennedy og höfðu uppi spjöld og fána, þar sem á Á mynd þessari sést Rafer Johnson olympíumeistari í tug- þraut 1960, en á fundinum í gær var hann lífvörður Róberts Kennedys og handsamaði árásarmann hans og hélt honum, þar til vopnaðir lögreglumenn tóku hann í sína vörzlu. Með Rafer Johnson á myndinni er Ingvar Hallsteinsson, prentsmiðjustjóri, og er hún tekin í Kaliforníu árið 1962, en þar stundaði Ingvar háskólanám. Myndin sýnir, er hann af- henti Rafer Johnson að gjöf íslenzkt víkingaskip, þegar olym- píumeistarinn heimsótti skólann í fyrirlestrarferð. stóð m.a., „að samtökin hefðú1* fært Bandaríkin nær stjórnleysi11 og „Skothljóðin kveða við“. -ÁRÁSARMAÐUR Þannig leit fyrsta AP-skeytið út, sem skýrði frá banatilræð inu á Kennedy. Það barst Morg unblaðinu kl. 7.25 í gærmorgun. Þá var klukkan 0025 í Los Angeles. unina þarf öldungardeild þingsi ins að samlþykkja og sagði Mike Mansfield, leiðtogi demókrata í deildinni að þar yrði málið tek- ið til meðferðar þegar á morgun. Þessari ráðstöfun forsetans fylg ir kastnaður, sem nemur senni lega um tveimur milljónum doll ara. Þá fréttist í WaShington síð- degis í dag, að forsetinn hefði skipað að herlið skyldi viðbúið, ef til óeirða kæmi vegna til- ræðisins við Kennedy, sérstak lega í hverfum blökkumanna, sem höfðu Kennedy í hávegum. Ennfremur fyrirskipaði forset- inn, að Ramsey Clark, dómsmála ráðherra, og FBI hefðu yfirum- sjón með rannsókn málsins og sagði ráðherrann í dag, að rann- sakaðir yrðu allir möguleikar, þar á meðal hvort um samsæri gæti verið að ræða — en að svo stöddu benti ekkert til þess. Tilræðið við Kennedy hefur vakið að nýju upp umræður um þær gloppur, sem margir telja vera í bandarískum lögum, varð- andi ley.fi til að bera vopn. Ár- um saman hafa ýmsir stjórn- málamenn barizt árangurslaust fyrir því, að hert verði eftirlit með vopnaleyfi og þeir hafa bar- izt gegn því, sem þeir hafa kall- að „gamalgróna skotgleði Banda ríkjamanna". Edward Kennedy,bróðir Rob- Framhald af bls. 1. var, að nauðsyn bæri til að drepa Kennedy fyrir 5. júní. Var hvað eftir annað minnzt á Kennedy í bókinni, en lög- reglan telur nær öruggt, að hún sé eign Sirhans Sirhans og hann hafi skrifað allt sem í henni stendur. 0 Framkvæmdastjóri nefnd ar, sem lætur sig miklu skipta samskipti Araha og Banda- ríkjanna, dr. Mohammed T. Mehdi, sagði í kvöld, að mað- ur sá, sem ákærður væri fyr- ir árásina, hefði að öllum lík- indum fyllzt bræði yfir því, sem Kennedy hefði sagt í sjónvarpskappræðum þeirra McCarthys sl. laugardags- kvöld, að Bandaríkjamenn hefðu skyldur við ísraels- menn. Borgarstjórinn í Los Angeles, Yorty og lögreglustjórinn, Redd in, héldu fund með fréttamönn- um síðla dags í dag, þar sem þeir skýrðu frá því helzta, sem um tilræðismanninn er viltað. Sirhan Sirhan er búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Pasa- dena í Kaliforníu, og þriðji bróð irinn Adel býr einnig þar í grennd. Sirhan er ókvænt- ur. Yorty sagði að fjórir 100-dollara seðlar hefðu fund- izt í fórum Sirhan og sömuleið- is úrklippa úr blaði í Pasadena, með óhróðri um Kennedy. Yorty sagði, að enn hefði Sirhan ekki fengizt til að segja nokkurn skap aðan hlut, síðan hann var hand- tekinn. Samkvæmt frásögn bróð- urins kom Sirhan til Banda- ríkjanna árið 1957. Bróðir hins ákærða Said Sir- han sagði í útvarpsviðtali í Los Angeles í kvöld, að þráJtt fyrir allt drægi hann mjög í efa, að maður sá sem sagður er vera Sirhan Bishara Sirhan hefðiskot ið Kennedy. Said kvaðst hafa hitt bróður sinn síðast fyrir um það bil mánuði. Hann hefði aldrei heyrt hann segja hnjóðs- yrði um Robert Kennedy. Reddin, lögreglustjóri, sagði, að enginn annar væri grunaður um að hafa staðið að tilræðinu. Áður en hann var fluttur í eins manns klefa í Aðalfangelsinu í Los Angeles var leitað gaumgæfi- lega á honum, svo að hann gæti ekki grandað sér. Honum var boð ið að tala vfð lögfræðing, en skeytti því engu. Reddin sagði, að samkvæmt bókum lögreglunnar, væri Sir- han fæddur í arabiska bæjar- hlutanum í Jerúsalem, en ekki væri vitað um þjóðerni hans með fullri vissu. Yorty borgarstjóri sagði, að Sirhan tal- aði góða ensku með nokkrum kúbönskum hreim. Þó gæti verið, að sá hreimur stafaði frá dvöl á Jamaica. Sirhan er grannur, dökkhærð- ur og með dökku yfirbragði. í fyrstu voru uppi getgátur um, að hann væri frá S.-Ameríku. Samkvæmt fréttastofufregnum starfaði Sirhan við afgreiðslu í matvöruverzlun í Pasadena fram til 7. marz sl. Eftirlitsmaður verzlunarinnar segir hann hafa verið uppreisnargjarnan og ekki þolað neins konar aga. Áreiðanlegar heimildir í Jer- úsalem sögðu í kvöld, að Sirhan Bishara Sirhan væri ættaður frá litlu þorpi skammt frá Jerúsal- em. Ættingjar hans, sem þar ganga undir nafninu Sarhan, búa enn í borgarhluta þeim, sem áður var á yfirráðasvæði Jórda- níu- Fréttaritari AP segir, að ekki sé vitað til, að neinn úr fjölskyldunni hafi áður komizt í kast við lögin. Framkvæmdastjóri vináttufé- lags Bandaríkjanna og Araba- landanna í New York, Dr. Mohammed T. Mehdi, sem fyrrr var getið, hafði í kvöld sína skýringu á tilræðinu á takteinum. Hann minnti á sjón- varpskappræður þeirra Kenn- edys og McCarthys á laugar- daginn. Dr. Mehdi sagði, að Kennedy hefði rætt Vietnammálið og síð- an sagt, að Bandaríkin ættu að styðja ísrael í deilu þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það er þessi óvirðing fyrir Aröbum sem manneskjum, er kemur af stað slíku ofbeldisverki," sagði dr. Mehdi. í kappræðunum sagði Kenn- edy orðrétt: „Ég er þeirrar skoð unar, að við höfum skuldbind- inga að gæta alls staðar á jarð- arkringlunni. Ég er þeirrar skoð unar, að við höfum skuldbind- ingar við ísrael til dæmis, sem við verðum að standa við“. Dr. Mehdi sagði síðar, að ekki væri unnt að afsaka né fyrir- gefa gerð Sirhans og þeir (þ.e. félagar í hreyfingu þessari) væru þrumu lostnir. „En fram- koma hans endurspeglar von- leysi margra Araba í garð bandarískra stjórnmálamanna, sem hafa selt Araba í Palest- ínu í hendur Gyðingum." Hann sagði ennfremur, að á sama hátt og árásin á Kennedy væri fordæmd, þá vildi hann einnig fordæma þá staðreynd, að Kennedy hafði látið þvinganir Gyðinga hafa áhrif á sig og þar með aðhyllzt hina hættulegu stefnu Bandaríkjanna gagnvart löndunum fyrir botni Miðjarðar hafs. Dr. Mehdi gagnrýndi einn ig afstöðu McCarthys í umræð- unum. McCarthy sagði aðspurð- ur, að hann teldi að Bandarík- in ættu að hjálpa ísraelum til að byggja upp herstyrk þann, sem þeir hefðu misst í styrj- inni. Mehdi sagði að lokum, að nefnd sú, sem hann væri tals- maður fyrir hefði 10 þúsund fylgismenn í Bandaríkjunum og markmið hennar væri að koma á algerri breytingu í banda- rískum stjórnmálum, hvað snerti afstöðuna til deilu Araba og ís- raela. Engin opinber yfirlýsing hef- ur verið birt í Amman, höfuð- borg Jórdaníu, vegna frétta um, að ódæðismaðurinn sé sennilega Jórdaníumaður og fæddur í Jer úsalem. Talsmaður jórdanska þingsins kvaðst aldrei hafa heyrt að fjölskylda með þessu nafni hefði búið í Borginni helgu. Sendiráð Jórdaníu í Washing ton harmaði í kvöld aitburðinn og vísaði því ákveðið á bug, að nokkur tengsl kynnu að vera milli jórdönsku stjórnarinnar og þessa glæpsamlega atburðar. Talsmaður sendiráðsins sagði, að fréttin hefði vakið óbiandna sorg og það bæri að harma, að hinn grunaði væri sennilega Jór daníumaður. „Jórdanska stjórn- in fordæmir harðlega þetta glæpsamlega athæfi gegn merk um forystumanni og trúum syni þjóðar sinnar,“ sagði talsmaður- inn að lokum. Tilræðismaðurinn var leiddur fyrir rétt, sem haldinn var fyrir luktum dyrum og að því loknu tilkynnt, að hann hefði verið á- kærður fyrir sex morðtilraunir. Borgarstjórin í Los Angeles, Sam Yorty tilkynnti seint í kvöld, að fundizt hefði vasabók, sennilega eign hins ákærða. í henni stóð á einum stað „að nauðsynlegt væri að myrða Robert Kennedy, öldungardeM- arþingmann fyrir 5. júní 1968". Borgarstjórinn sagði, að vasa- bókin hefði fundizt í hýbýlum ákærða og hefði fjölskylda hans veitt leyfi til að lögreglan kynnti sér hana. Yorty sagði, að allt benti til að Sirhan Sirhan hefði skrifað allt það sem í bókinni stæði. Mikið væri um pár ýmis- konar og oftlega vikið að Roibert Kennedy og sömuleiðis að Art- huT Goldlberg. Skrif þessi væru ekki öll jafn greinileg, en mjög ákveðið væri skrifað um að nauðsynlegt væri að drepa Kennedy fyrir 5. júní. Þá er víða lýst hrifningu á Nass- er og sömuleiðis kemur í ljós, að Sirhan er hlynntur kommún- isma, hvort sem hann er sovézk- ur, kínverskur o.s.frv. Víða kerp- ur í ljós andúð hans á „heims- valdastefnu“ og stefnu Bandaríkj anna sérstaklega, og bert er að hann hefur tví- mælalaust verið fylgjandi Ar- öbum en andsnúinn ísraelum. Borgarstjórinn sagði, að mjög erfitt væri að greina eftir skrif- um hans hvers vegna hann ákvað að Kennedy skyldi verða fórnarlambið og ekki er fullkomlega ljóst hvort og hvers vegna hann telur, að það hafi þurft að fórna Kennedy, nema hann hafi álitið, að það ætti að bæta úr öllu böli“, sagði borgarstjórinn. Reddin, lögreglustjóri, sagði ennfremur í kvöld, að Sirhan Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.