Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JUNÍ 1968 5 íslandsmet í Laugardalslaug — á fyrsta mótinu þar eftir vígsluna Frá keppninni. Hjálmar ólafsson, bæjarstjóri, Kópavogi, slær. Bæjarstjórakeppni í golfi hjá Keili A Sundmeistaramóti Reykjavík- ur, sem var fyrsta mótið sem haldið er í Sundlaugunum í Laugardal eftir vígsluna og fram fór í gærkvöldi, voru sett 4 ís- landsmet og hið fimmta jafnað. Er ]>að glæsilegur árangur hjá sundfólkinu, því keppt var í 10 greinum. Metin sem sett voru í gær- kvöldi voru þessi: 100 m flugsund kvenna. Hrafnhildur Kristjánsdóttir Á 1:17.6 en gamla metið átti hún sjáif 1:19.7 frá því í fyrra. 200 m bringusund kvenna: Ell en Ingvarsdóttir Á 3:01.6. Gamla metið átti Hrafnh. Guðmundsd. ÍR 3:03.3 sett 1963. 4x100 m skriðsund kvenna. Þjóöverjar unnu 4-0 ÞÝZKA atvinnuliðið Schwartz- Weiss sigraði í gærkvöldi lið Vestmannaeyinga með 4 gegn 0. Leikurinn fór fram í Keflavík og var norðan strekkingur eftir endilöngUm vellinum. Þjóðverj- ar léku undan vindi í fyrri hálf- leik og skoruðu 3 mörk. í sið- ari hálfleik bættu þeir einu við. Vestmannaeyingar reyndust harðir í* horn að taka en vörn- in var svifasein og spilið ekki nægilegt, en driffjöður þess var Guðmunur Þórarinsson. Vest- mannaeyingar áttu aðeins örfá skot að marki Þjóðverjanna og ekkert hættulegt. 1 gærkvöldi fóru fram undan- úrslit í bikarkeppni landsliða í Evrópu. Léku annars vegar fta- lía og Sovétríkin og hinsvegar England og Júgóslavía. Úrslita- keppni þessara fjögura liða fer fram á Ítalíu og á laugardag- inn fer fram úrslitaleikurinn og keppnin um 3. sætið. í Napoli mættust ftalir og Sovétmenn. Hvorugu liðinu tókst að skora mark jafnvel ekki í framlenginu. Kom þá til að láta hlutkesti ráða úrslitum og upp kom hlutur ítala. ítalir voru nær sigri í leikn- um. Áttu m.a. stangarskot. — Sovézka liðið var greinilega veikara en áður vegna fjarveru góðra leikmanna er meiddir eru. Hlutkesti'ð var því ekki ranglátt eftir allt. En rússnesku vörninni tókst vel upp og hélt velli fyrir ítölsku framherjunum í 120 mínútur. Sveit Ármanns 4:48.0 en það eldra átti sveit Selfyssinga 4:49.0 sett í fyrra. 4x100 m skriðsund karla: Sveit Ármanns 4:129 en það eldra var sett í fyrra af Ár- mannssveit 4:41.1. í 100 m flugsundi jafnaði Guð- mundur Gíslason Á met sitt 1:03.6, sett í fyrra. Af öðrum úrslitum í öðrum greinum skal aðeins minnast á 100 m baksund kvenna þar sem varð hörkukeppni milli Sigrún- ar Siggeirsd. Á og Hrafnhildar Guðmundsdóttur ÍR. Fengu þær báðar tímann 1:18.6 sem er skammt frá meti en Sigrún var dæmd sjónarmun á undan. Hrafnhildur Guðmundsd. náði 1:06.0 í 100 m skriðsundi og 2. varð Guðmunda Guðmundsd. Selfossi 1:07.7. í 200 m skriðsundi sigraði Guðm. Gíslason 2:14.0 en met JUavíðs á vegalengdinni er 2:12-9 Leiknir Jónsson Á sigraði í 200 m bringusundi á 2:45.7 en met Harðar B. Finnssonar ÍR er 2:42.1. ÍÞRÓTTANÁMSKEIÐ fyrir börn og unglinga hefjast á fjór- um leikvöllum í Reykjavík í dag. Verða þau á þessum stöð- um: Golfvellinum við Hvassa- leiti, Ármannsvelli, Álfheima og leikvellinum við Rofabæ. En peningurinn var ítölunum hliðhollur. England tapaði í Flórenz mættust Englend- ingar og Júgóslavar. Leikurinn var allgóður allan tímann og mátti ekki milli sjá. Baráttan þegar 4 mín voru eftir skoraði Dajiu v.úth. eina mark leiksins og enska HM-liðið varð af mögu leika til betri frammistöðu en 3. sætið veitir, vinni þeir Sovét á laugardag. Júgóslavar eiga nú mjög sterkt lið einkum fráa og harða sóknar- menn tvo sem skapað hafa sig- urför þeirra í þessari keppni. Og fyrir þeirra baráttu tókst um síðir að tryggja, að enn hafa Júgóslavar ekki tapað leik fyrir Englendingum utan Eng- lands. Italir og Júgóslavar keppa því um Evrópubikar landsliða á laug ardag í Róm. Á UPPSTIGNINGARDAG hófst keppnistímabil hjá Golfklúbbn- um Keili, Hvaleyri, með hinni árlegu bæjarstjórakeppni. Keppn in fór fram með þeim hætti, að bæjarstjórarnir í Hafnarfirði og Kópavogi, sveitarstjórinn í Garðahreppi og oddviti Bessa- staðahrepps kepptu í 9 holu keppni á golfvelli klúbbsins, en félagssvæði golfklúbbsins tekur til þessara sveitarfélaga. — Þá keppti sem gestur ráðuneytis- stjórf félagsmálaráðuneytisins, Hjálmar Vilhjálmsson. Keppendur, sem eru byrjendur í golfi, höfðu sér til aðstoðar vana kylfinga, sem slóu annað hvort högg. Keppt var um farandbikar, sem Jónas A. Aðalsteinsson, hdl., Á þessum stöðum verður kennt á þríðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum, fyrir hádegi kl. 9.30—11,30 börn 5—9 ára og kl. 14.00—16.00 börn 9 —12 ára. Með sama fyrirkomulagi verð- ur kennt á mánudögum og föstu- dögum á þessum stöðum: K.R.- velli, Víkingsvelli, Þróttarsvæði við Skipasund og við Austur- bæjarskólann. Skráning fer fram á hverjum stað og þátttökugjald er kr. 25.00. 17. júní mótið Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARMÓT frjáls- íþróttamanna í Reykjavík 1968 verður haldið á Iþróttaleikvangi Reykjavíkurborgar í Laugardal dagana 15. júní (kl. 2) og 17. júní (kl. 5). Keppt verður í þessum íþrótta greinum: Fyrri dagur, 15. júní kl. 2 e.h.: 400 m grindahlaup, 200 m hlaup, 800 m hlaup, 3000 m hlaup, kringlukast, spjótkast, sleggjukast, þrístökk. Hástökk kvenna, langstökk kvenna. Seinni dagur, 17. júní kl. 5 e.h.: 110 m grindahlaup, 100 m hlaup karla, kvenna, sveina og drengja, 400 m hlaup, 1500 m hlaup, kúluvarp, hástökk, lang- stökk, stangarstökk. Þátttökutilkynningar sendist Þórði Sigurðssyni, pósthólf 215, Reykjavík, fyrir 10. þ.m., en þátt taka í mótinu er algjörlega háð tilkynningu fyrirfram eins og verið hefur undanfarin ár. gaf til þessarar keppni í fyrra, en þá vannst bikarinn af Kópa- vogi. Keppninni lauk þannig: 1. Eyþór Stefánsson, oddviti Bessastaðahrepps, 48 högg. Að- stoðarmaður hans var Jóhann H. Níelsson, framkvstj. Hjartavernd ar. 2. Hjálmar ólafsson, bæjar- stjóri Kópavogs, 49 högg. Aðstoð armaður hans var Þorvarður Árnason, framkvæmdastjóri. 3. Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, 56 högg. Aðstoðarmaður hans var Stefán Reumert. 4. Ólafúr G. Einarsson, sveit- arstjóri Garðahrepps, 59 högg. Aðstoðarmaður hans var Jóhann Eyjólfsson, framkvstj. Hjálmar Vilhjálmsson, ráðu- neytisstjóri, 51 högg. Aðstoðar- maður hans var Sveinn Snorra- son, hrl. Dómari í keppninni var Þor- valdur Ásgeirsson. Var gerður góður rómur að keppninni, sem var mjög tvísýn, en keppni þessi er liður í því að kynna golfíþróttina og starfsemi Golfklúbbsins Keilis. Að lokinni keppni bauð stjórn Keilis keppendum og bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúum til kaffi drykkju í skála klúbbsins. Þar afhenti Jónas A. Aðalsteinsson, hdl., formaður klúbbsins, verð- laun. Jónas gat þess, að Gísli Sig urðsson, lögregluþjónn, hefði af- — Kosningabarátta Framh. af bls. 14 McCarthy kemur á óvart Fyrir kosningarnar í Oreg on voru þeir taldir hafa svip aðar sigurlíkur, Kennedy og McCarthy, en líkur Kenned- ys þó aðeins meiri. Hér sem annarsstaðar virtist Kenn- edy óþreytandi í baráttunni. Hann ferðaðist um ríkið og ræddi við kjósendur. Fundir hans voru fjölsóttir, og allt virtist leika í lyndi. Kosningadagurinn í Oreg- on, 28. maí, rann upp, og kjós endur streymdu á kjörstað- ina. Daginn eftir komu svo úrslitin. Kennedy hafði beð- ið mikinn ósigur, sem nefnd- ur var fyrsti ósigur Kenn- edy-ættarinnar í rúmlega 20 ára baráttu. McCarthy kom mjög á óvænt og hlaut 45% atkvæða, en Kennedy aðeins 39%. Eftir þennan ósi'gur töldu flestir að keppninni væri lokið, og Humphrey væri tryggður sigurinn á flokksþinginu. Þrátt fyrir þennan ósigur gafst Kennedy ekki upp, heldur hélt áfram baráttu sinni í Kaliforníu og Suður Dakota, þar sem kosið var á þriðjudag. Hann bar sigur af hólmi í báðum ríkjunum, þótt sigrarnir breyttu lítið víg- stöðu hans. hent klúbbnum ábúendatal á Hvaleyri, og nær það frá um 1300 til dagsins í dag, en á stefnuskrá klúbbsins er m.a. að viðhalda örnefnum og sögu Hval eyrar, en á Hvaleyri er margt gamalla örnefna og saga staðar- ins er öll hin merkasta. Þá kvaddf sér hljóðs Árni Gunnlaugsson, forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, þakkaði Árni f. h. bæjarstjórnarfulltrúa, framtak Keilis og skýrði frá þvi, að í nýjustu tillögu um skipu- lagsmál Hafnarfjarðar og ná- grennis væri reiknað með, að Hvaleyri verði framtíðarútvistar svæði. Gísli Sigurðsson, lögreglu- þjónn, tók til máls og lýsti á- nægju sinni yfir áhuga félags- manna á að forða örnefnum Hvaleyrar og sögu staðarins frá gleymsku. Að lokum kvaddi Sveinn Snorrason, formaður Golfsam- bands íslands, sér hljóðs og rakti sögu golfiþróttarinar frá önd- verðu. Golfklúbburinn Keilir, Hval- eyri, var stofnaður í febrúar 1967. Klúbburinn rekur nú góð- an 9 holu golfvöll á Hvaleyri, og í skála félagsins er rekin sala á veitingum. f stjórn klúbbsins eru: Jónas A. Aðalsteinsson, hdl., formað- ur, Pétur Auðunsson, framkvstj., gjaldkeri, og Hafsteinn Hannes- son, ritari. Þegar Kennedy var að fagna sigri í Kaliforníu, dundi ógæfan yfir. Hvernig svo sem nú fer með heilsu Kennedys, hefur morðtil- raunin mikil áhrif á kosn- ingabaráttuna og niðurstöð- ur hennar. Mikið veltur að sjálfsögðu á því hvort Kenn- edy nær heilsu til þess að halda baráttu sinni áfram, en þótt hann geri það ekki í tæka tíð, er morðtilraunin Humphrey hættuleg. Humph- rey hefur jafnan haldið þvi fram að Bandaríkin séu sælu ríki, og að þrátt fyrir al'lt hafi íbúarnir aldrei búið við jafn góð kjör og nú. Þessi baráttuaðferð Humphreys hefur reynzt honum árangurs rík, og er talið að hann hafi nú þegar tryggt sér fylgi um 1.200 fulltrúa á flokksþing- inu í ágúst, en til útnefning- ar sem forsetaefni flokksins þarf atkvæði 1.312 fulltrúa. Morðtilraunin á Kennedy getur dregið úr áhrif- um Humphreys. Bandaríkja- menn geta dregið þá ályktun af tilrauninni, að Bandaríkin séu ekki það sæluríki, sem Humphrey heldur fram. Get- ur þetta valdið því til dæm- is, að kjósendur flykkist um McCarthy, mannsins sem hóf baráttuna fyrir breyttri stefnu, baráttuna, sem Kenn edy gerðist málsvari fyrir. ítalir og Júgóslav- ar í Evrópu-úrslit ítalir á hlutkesti í úrslitin — England tapaði fyrir Júgóslövum Iþróttanámskeið fyrir börn og unglinga í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.