Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 19
MORCUNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1968 19 Félagar siglingaklúbbsins á Reykjavíkurhöfn. Fjölbreytt sumarstarf Æskulýðsráðs R.víkur Æskulýðsráð Reykjavikur er reiðubúið að taka á móti fleiri þátttakendum í starfsemi sinni í sumar en undanfarið, samkvæmt upplýsingum, sem komu fram hjá Reyni Karlssyni, fram- kvæmdastjóra ráðsins, á blaða- mannafundi borgarstjóra Verður ýmis nýbreytni tekin upp í starfsemi ráðsins, eins og fram kemur í eftirfarandi grein argerð um starfsemina. Fríkirkjuvegur 11. Starfsemi Tómstundaheimilis Æskulýðsráðs er að Fríkirkju- vegi 11, verður með líku sniði og áður. Þar verða meðal annars skrif- etofa ráðsins, ferðamiðlun, „Op- litnbrot í myntverzlun ÁHUGI fyrir myntsöfnun virð- ist hafa gripið um sig hér að undanförnu, og er ekkert nema gott um það að segja, svo fram- arlega að hann verði ekki að þeirri ástríðu að leiði til óheilla- verka, eins og varð hjá ungum piltum nú um helgina. Á laugar- dagsnóttina áttu þeir leið fram- hjá verzl. Bókum og Frímerkj- um að Baldursgötu 11 og þar er einnig verzlað með mynt. Þeim virðist hafa orðið það of mikil freisting að horfa á safn af íslenzku kórónumyntinni gömlu þar í glugganum til sýnis. Brutu þeir rúðu í glugganum og teygðu sig eftir spjaldinu sem pening- unum 40 var raðað á, og stálu verðmætum silfurpeningi, sem þar var einnig. Einn íhúi hússins heyrði brothljóðið og hringdi umsvifalaust til lögreglunnar. Brugðu lögregluþjónar skjótt við og gripu þar þjófana, tvo pilta, að iðju sinni. Fyrr um daginn hafði einhver notað sér það að mikið var að gera í búðinni og kaupmaðurinn upptekinn við af- greiðslu. Var þá stolið einum hinna svonefndu „Ásmundarpen- inga“ frá 1930, sem er dýrmætur peningur. Varð sá þó að skilja eftir öskju, sem peningurinn á að vera í. Eru menn því beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita ef slíkur peningur er boðinn án öskju, og ekki er gerð viðunandi grein fyrir. ið hús“ fyrir æskufólk og að- sietur klúbba er starfa að sumr- inu. Þar eru einnig veittar upplýs- ingar um ýms félög í Reykja- vík er hafa starfsemi fyrir æsku fólk. Skrifstofan er opin virka daga kl. 2—8 eh. Sími: 15937. Stangaveiðiklúbbur unglinga 11-14 ára. Aðsetur klúbbsins er að Frí- kirkjuvegi 11. Félagar munu fá tilsögn í með ferð veiðitækja og efnt verður reglulega til veiðiferða. Búvinnunámskeið. Að venju gangaat Æskulýðs- ráð og Búnaðarfélag íslands fyr ir búvinnunáimskeiði fyrir ungl- inga 11-14 ára, síðustu viku maí mánaðar. Litli ferðaklúbburinn. Stofnaður 1962, formaður er Rúnar Guðjónsson. Skriflstofa og fundarstaður er að Fríkirkjuvegi 11, skrifstof- an er opin fimmtudagskvöld kl. 8-10 eh. Höfuðtakmark Litla ferða- kbibbsins er að gangast fyrir ó- dýrum skemmtunum á vetrum og skemmtiferðalögum á sumrin, víðs vegar um landið, fyrir æskufólk, og stuðla þannig að auknu útilífi ungs fólks undir kjörorðinu: „Ferðist án áfiengis". Golfskálinn á Öskjuhlíð. Sími 22096. Þar er annað tóm- stundaheknili Æskulýðsráðs og eftixfarandi klúbbar starfandi: Vélhjólaklúbburinn Elding. Stofnaður 1960. Formaður Ágúst Guðmundsson. Fræðslu og skemmtifuindir á fimmtudögum kl. 8-10,30 e.h. ÞÚFUM, N-fs, 29. maí — Hinn 24. marz sl. fann Kristján bóndi á Kirkjubóli í Langadal tvær ær í svokölluðum Lambatungum fremst í Langadalsbotni, báðar með dilkum í góðu ástandi. Ærn ar voru frá Koti í Kollafirði í Gufudalssveit. Ærnar bornar og er önnur tvílembd. Um svipað leyti fannst ein dilkær í botni Skötufjarðar, skammt frá Kleifum, eign Bjarna bónda þar. Þykir þetta sérstætt í jafn hörðum vetri. Nú stendur sauðburður yfir og gengur vel, enda kominn gróður fyrir sauðfé. Ekki er séð ennþá hversu mikil brögð eru að kali í túnum. Á verkstæði klúbbsins geta fé lagar unnið að viðgerðum hjóla sinna flest kvöld vikunnar. Skilyrði fyrir ökuprófi á vél- hjóli, að bafa sótt námskeið í umferðarreglum og meðferð vél- hjóla hjá Vélhjólaklúbbnum Eld ingu. Innritun á slík námskeið fer fram daglega kl. 2-8 e.h. að Frí- kirkjuvegi 11 og á fund- um klúbbsins. Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur. Stofnaður 1964. Formaður Ás- geir Þorvaldsson sími: 41698. Markmið klúbbsins: 1. Veita félagsmönnum að- stöðu til eigin viðgerða á bifreiðum sínum. 2. Efna til akstursæfinga. 3. Stuðla að hópferðum um landið á vegum klúbbsins. Fræðslu- og skemmtifundir á mánudögum kl. 8-11 e.h. I nágrenni borgarinnar er viðgerðarverkstæði klúbbs- ins til aflnota fyrir skráða félaga. Flugmodelklúbbur Reykjavík- ur. Formaður Hannes Kristinsson. Fundir á þriðjudögum kl. 8,10, -10,30 e.h.. Vinnustofa klúbbsins er opin flest kvöld vikunnar. Auk þess starfa bifhjóliaklúbbur og jeppa klúbbur í Golfskálanum. Saltvík á Kjalarnesi. I Saltvik á Kjalarnesi verður rekin fjöliþætt starfsemi á veg- um Æskulýðsráðs í sumar. Þar verður komið upp tjald- og leik- svæðum fyrir almenning og verða þau opin um helgar. Hóp- ar æskufólks munu vinna að á- kveðnum verkefnum, haldiniar verða 3-4 helgarskemmtanir, fé- lagsmála- og leiðbeinenda nám- skeið o.fl. Vinnuskóli Reykjavíkur mun hafa þar flokka að starfi við ým iss viðfangsefni. Einnig verður unnið að rækt- unarstörfum. Siglinga og róðraaðstaða. í Fossvogi við Nauthólsvík hefur Æskulýðsráð reist báta- skýli og var þar unnið við báta- smíðar í vetur. Með aðstoð Reykjavíkurhafin- ar hefur verið gerð bryggja við bátaskýlið, og mun því þama verða mjög góð aðstaða til sigl- inga og róðra. Siglingaklúbburinn Siglunes, en hann starfar á vegum Æsku- lýðsráðanna í Reykjavík og Kópavogi, hóf siglinga- og róðra æfingar laugardaginn 25 maí s.l. Klúbburinn er ætlaður ungu fólki (12 ára og eldra). Nýir þættir. Athuganir og tilraunir munu verða gerðar með nýja þætti í starfi, svo sem skipulagðar hjól- reiðaferðir um nágrenni borgar- innar kynnisferðir á stærri vinnustaði og stofnanir, gróður- setningarferðir, náttúruskoðun- arferðir, söfnunarferðir (jurta, steina o.fl.), námskéið í reiðhjóla viðgerðum vélhjólaviðgerðum, umferðarreglum o.fl. Nauðimgaruppboð Eftir kröfu Iðnaðarbanka fslands h/f og Áma Gunn- laugssonar hrl., verður húseignin Lyngholt í Garða- hreppi, þinglesin eign sveitarsjóðs Garðahrepps, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 7. júní 1968, kl. 2.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 19., 21. og 23. tölu- blaði Lögbirtingablaðsins 1968. Bæjarfógctinn í Hafnarfirði. Mun hagstæðari vertíð en í fyrra — í verstöðvum fyrir austan Fjall SUÐURLAND, blað sjálfstæðis- manna í Suðurlandskjördæmi, birti í síðasta tölublaði yfirlit yfir vertíðina í Þorlákshöfn, á Stokks eyri og Eyrarbakka. Þar kemur fram að vertíðin nú var mun hag stæðari en vertíðin í fyrra. Aflánn í þessum vérstöðvum var á lokadag: Þorlákshöfn: Þorlákur ÁR 5 985,080 tonn Dalaröst 882,220 tonn Draupnir 700,880 tonn Giissur x 718,360 tonn Rieynir 602,470 tonn Þoriilákur II. (tnodll) 107,530 tonn ísléifur (trolil) 195,220 tonn Samltalis 4191,760 tonn Meðalafli á bát er 598,9 tonn niú en var í fyrra 445,6 tonn. Þá öfluðu 11 bátar alls 4901,61 tonn. Hæstuir hlliutuir er á Þorláki ÁR 5, kr. 120 þús. en meðalaÆlti í róðri hjá honuim var 15,155 tonn. Jón Sturlaugsson hefu/r landað a ýmisum stöðum í vetur. AHs hefiur hann aflað 225 tonn miðað við slægðan fisk. Hann var á troEi allan tímann. Stokkseyri: Pétuir Jónsson 556,219 tonn Hólmsteinn 554,408 tonn Bjarni Ólaifsison 543,955 tonn Samltals 1654,582 tonn í fyrra ofluðu 4 Stokkseyrar- bátar ailis 1519,555 tonn. Hásetahiliutur er 102 þúsund krónur hjá Pétri Jónssyni og Hólmsteini, en Bjarni Óiafsson er með 97 þús. króna hlut. Á Stokkseyri eru hlútaskipti nokk- uð frábr-ugðin því, s-em annairs staðar gerist. Skipt er í 27 staði, miðað við 10 menn, en 25 staði, ef níu rnenn eru á, s-em mun láta nær-ri að vera 37% á móti 31%%, sem víðast mun gil-da. Eyrarbakki: Þorlákur Helgi 664,990 tonn Kriistján Gu'ðmunds. 516,950 tonn Hrungn-ir 453,570 tonn Fjalar (fiáir róðra-r) 74,680 tonn Hafrún (tröll) 171,264 ton-n Sam-tals 1881,454 tonn Sé aflli Fjalars ekki tekinn með, er heilldarafili 4 báta 1806,774 ton-n, en í fyrra var afli fimm báta 1872 tonn. Hlutahæstur Eyrar-bakkaibáta er Þorlákiur Heigi með 94 þús. kr. hlut. Þá segir blaðið, að alilir bátax séu nú sem óðast að unidirbúa sumiarúthaldið, eða byrjaðir. Al'lir fara þei-r á troll og miunu fliastir fara tiil hum-arv-eiða. Síld- -vei'ðar eru sem fcunnugt er bann- aðar fyrir Suð^rlan-di niú í su-mar og er því búizt við að miiklu f-lieiri bátar ætli sér að s-tunda h-umar- veiðar en áður. Síðustu ár hefiur huma-rafli minnkað, þrátt fyrir aukna sókn. Á sl. ári munu hafa verið gefin út um 140 leyfi til humarveiða. Hrappur frá Garðvika er stóðhestur í Saarbrucken. Hann er út af Hrönn Jóns Pálssonar, dýralæknis á Selfossi, og Geysi frá Stóru-Giljá, en móðurættin er frá Garðvika. Heimsækir hestasýn- ingar í 5 löndum EINS OG undanfarin tvö ár, er Gunnar Bjarnason, ráðunautur, á förum til Evrópu á vegum Landbúnaðarráðuneytisins og S.Í.S., og mun heimsæ-kja hesta- menn í mörgum löndum, svo sem Þýzkalandi, Sviss, Austurríki, Hollandi og Danmörku. Yexða haldin nokkur mót, ekki ósvip- uð þeim sem haldin eru hér á landi, þar sem fram koma ein- göngu íslenzkir hestar, og keppt er á mismunandi gangtegundum. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, veitir fyrstu verðlaun í tö'treið á hverju þessara móta. Fær sá maður, sem bezt ríður stóðhesti á tölti, ágrafna silfur- skeifu, sem fest er á slípaðan gabbróstein. Sá sem er á bezt töltandi hryssu fær ágrafna silf- ursvipu, og sá sem ríður bezt tóitandi geldingi fæ-r al- íslenzkt beizli, með ágrafinni silfurspöng á ennisól. Svona mót verða bæði í Þýzka landi, Sviss og Hollandi. íslenzku hestunum fjölgar stöðu'gt á meginlandinu, og voru síðastliðið ár skrásett um sex þúsund íslenzk reiðhross í þess um löndum. Af þeim hafa tæp- lega fjögur þúsund verið flu-tt út frá íslandi, hin eru fædd er- lendis. Til þess eingöngu að halda við þessum stofni, þarf um 600 hross áirlega, og auk þess þarf talsvert til fjölgunar stofnsins vegna aukinnar eftir- spurnar. Á þessu ári er nú vit- að að um 250—300 hross verði seld úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.