Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6, JUNI I3TO M. Fagias: FIMMTA KOmN — Gætuð þér ekki skipt um sæti, fröken Ragnlieiðiur, ég á von á konunni minni? frú Schulz. Eða hjá Bandi Soos. Nei, ekki dugar það. Það liggur of beint við. Þangað koma Rússarnir allra fyrst. Er þá eng- inn andskotans staður í allri borginni, þar sem okkur er óhætt: Hann lá þögull og studdi höku í hendur og starði stöðugt á hana með augum rannsóknar- dómara. — Vertu ekki að bölva, sagði hann. — Það fer ekki ungri stúlku vel. Og æstu þig ekki upp. Ég skal segja þér, að ég fer ekki eitt né neitt, heldur verð ég hérna kyrr. Hún var of niðursokkin í hugsanir sínar til þess að heyra, hvað hann sagði. — Æ, mikill bölvaður asni get ég verið! sagði hún allt í einu. — Bekeveg 120! Hjá Joska Jor- dan! Þangað getum við farið. Hún gekk að legubekknum og hvíslaði í eyrað á honum, rétt eins og hún óttaðist, að einhver stæði á hleri. — Joska Jordan, Bekevegi 120. Það leit ekki út fyrir, að hann kannaðist neitt við þetta, svo að hún bætti við: — Það er hjá manninum hans Lori Kun! Hann sem sagði hvort sem er að hann mundi alltaf vita, hvernig hægt væri að ná í Lori. Þangað færum við í kvöld! Og svo yfir landamærin á morg- un! Eða á miðvikudaginn! Hugs aðu þér bara að geta verið kom- in til Austurríkis á fimmtudag! — Nei! var eina svarið, sem hún fékk hjá honum, en það var greinilega neitun í fullri mein- ingu. — Já, en ég skil þetta ekki, Zoltan. Fyrir fáum dögum varstu reiðubúinn að fara, Enda þótt út litið væri miklu betra þá og all- ir væru trúaðir á framtíðina. En nú — þegar enginn trúir lengur á framtíðina — þá viltu vera kyrr. — Kemur heim, jánkaði hann. — Ég held ég viti, hvað held- ur þér hér kyrrum. Þér finnst vera þörf á þér hérna. En ef Rússarnir taka þig nú fastan. Þá er sjúkrahúsið búið að missa þig, hvort sem er. — Þeir taka mig ekki fastan. Ekki eftir loginni ákæru. Svo miklir klaufar eru þeir ekki. Þeg ar þeir eru á annað borð komn- ir hér til valda, sjá þeir svo um, að allt komist í samt lag sem allra fljótast. Ungverjaland er orðið smánarblettur á skildinum þeirra. Og þeir óska einskis frem ur en að heimurinn gleymi bylt ingunni sem allra fyrst. Þess- vegna láta þeir endurreisa hús- in, aka burt múrbrotunum, jarða þá dauðu og rimpa þá særðu saman. Þeir koma til að þarfnast allra múrara, götusóp- ara, grafara og lækna, sem þeir geta náð í. 71 — Vertu ekki svona vitlaus, Zoltan! Þú ert ekki eini lækn- irinn í borginni. Talaðu við Bal- int prófessor. Hann útvegar áreiðanlega einhvern í staðinn þinn. Hann stökk á fætur og tók að stika fram og aftur, í illu skapi. — Gott og velj hafðu það þá eins og þú vilt! Ég er andskot- ans píslarvottur. Nútíma dýrl ingur! Ég óska að vera til taks, þegar þarf að taka af fót, sauma saman þarma og flytja húð. Ég verð kyrr afþví að ég er miskun samur Samverji, klipptur beint út úr biblíunni! Af því að ég er úttroðinn af kristilegri með- aumkun og náunganskærleika! Afþví að ... Hann þagnaði snögglega og fleygði sér niður á stól. Jazzballett- skóli RÁHU Nýtt 5 vikna námskeið að hefjast. Innritun daglega í síma 83730 eftir kl. 2. Dagtímar — kvöldtímar. Barnafl. — unglingafl. Byrjendur á öllum aldri. Sýningarflokkar fyrir framhaldsnemendur. Jazzballett- skóli BÁRU Stigahlíð 45. Konur Megrunarleikfiml fyrir konur á öllum aldri. Fimm vikna kúr. Aðeins tíu konur í hverjum flokki. Dagtímar — kvöldtímar. Góð húsakynni. Böð á staðnum. Konum einnig gefinn kost- ur á matarkúr eftir læknis- ráði. Prentaðar leiðbeiningar fyrir heimaæfingar. Nú er rétti tíminn tii að grenna og fegra líkamann fyrir sumarleyfin. Tímapantanir eftir kl. 2 alla daga í síma 8 37 30. Jazzballettskóli Báru Stigahlíð 45. Hún horfði á andlit hans, sem var hrukkótt af reiði, þangað til hana verkjaði í augun. — Hversvegna ertu mér svona reiður? spurði hún. — Ég er ekki þér reiður. — Jú, víst ertu það. Og það veiztu bezt sjáláur. Stundum er rétt eins og þú bsinlínis hatir mig — eða sem verra er — hafir óbeit á mér. — Nei, hvorugt sagði hann, — en ég vildi óska, að svo væri. — Já, en hversvegna? Hún var að gráti komin. Hún vissi aldrei hvenær honum var alvara og hvenær hann var bara að stríða henni. — Afþví að þá væri ég frjáls. Þá væri mér frjálst að taka þær ákvarðanir, sem ég tel réttastar, án þess að vera dreginn í hina áttina af .. . töfrum þínum — Töfrum? Þá ber annað nýrra við. Svei mér ef ég skil, hvað þú ert að fara! — Jú, víst veistu það! sagði hann um leið og hann stóð upp og gekk til hennar, greip í axl- ir hennar og hélt henni frá sér. — Þú veizt mætavel, hvaða vald þú hefur yfir mér. Á hverju kvöldi þegar þú afklæðir þig og horfir á sjálfa þig í speglinum, meturðu vopnin þín. Andlitið, brjóstin, hörundið, mjaðmirnar, lærin. Þú veizt sem sé mætavel, að það er alveg sama, hve marg- ar konur afklæða sig fyrir aug unum á mér, þá mundi ég aldrei finna neina, sem jafnaðist við þig. Þegar ég sé þig ganga um í hvíta sloppnum, get ég spurt sjálfan mig: Hvað er það eigin- Stúlka vön vélritun og almennri skrifstofuvinnu óskast sem fyrst. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir n.k. föstudagskvöld merkt: „8719“. * _ ■■ K0RS0NGUR Karlakór Isafjarðar og Sunnukórinn á ísafirði syngja í Gamla Bíói, Reykjavík föstudaginn 7. júní kl. 21, Söngstjóri: Ragnar H. Ragnar. Undirleikari: Hjálmar Helgi Ragnarsson. Einsöngvarar: Herdís Jónsdóttir, Margrét Finn- björnsdóttir, Gunnar Jónsson, Gunnlaugur Jónasson og Guðmundur Guðjónsson óperu- söngvari. Aðgöngumiðar hjá Lárusi Blöndal og Eymundsson. Gróðrarstöðin Garðshorn tilkynnir: Mjög góðar limgerðisplöntur á kr, 10.00, 15.00 og 20.00. Víðir, birki o. fl._ GRÓÐRARSTÖÐIN GARÐSHORN FOSSVOGI. TRÉSMIÐIR gm -i. Höfum fyrirliggjandi ýmsar gerðir Y P M ~TW og stærðir af rý CARBIDE HJÓLSAGARBLÖÐUM CARBIDE NÓTASAGARBLÖÐUM CARBIDE & HSS FRÆSIHAUSUM VESTUR-ÞÝZK ÚRVALSVARA. R. GUDMUNDSSONIK1IARANI ÁRMÚLA 14, REYKJAVÍK, SÍMI 35722 iTIL SOLIJi er nýtt mjög glæsilegt einbýlishús í sunnanverð- um Kópavogi, alls um 210 ferm., með innbyggðum bílskúr. Allar inniréttingar enu mjög vandaðair, teppi eru á gólfum. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN, Austurstræti 17, 3. hæð. Símar 16870 og 24645. Kvöldsími 30587. Hrútiirinn 21 marz — 19. apríl. Hafðu hreinar línur í öllu og farðu varlega. Gömul vandamál kynnu að skjóta upp kollinum. Nautið 20. april — 20. maí. Spaug er dýrt i dag. Taktu ekki nærri þér það sem þú heyrir Líttu í eigin barm. Tvíburarnir 21 maí — 20. júní. Láttu ekki skapið fara með þig í neinar ógöngur, þú munt njóta lífsins með kvöldinu. Kabbinn 21. júní — 22. júlí. Haitu þig utan við allar kappræður. Haltu þig utan umferðar- innar ef hægt er. Þú átt óhægt um ferðalög. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þetta er ekki tíminn til að blanda félagslífi og fjármálum saman. Þeir eru fleiri með fingurna löngu, en þér býður 1 grun. HreinSkilnin er happadrýgst. Meyjan 23. ágúst — 22. sptember. Þér er gjarnt að láta þröng sjónarsvið þín njóta sannmæljs Þetta getur orðið þér til álitshnekkis, einkum þar sem þér gefst tækifæri til að láta smekkvísina feoma þess í stað. Vogin 23. september — 22. október. Láttu eðlisávísun þína snuðra uppi það sem þú þarft að fá að vita, og gerðu síðan þínar ráðstafnair. Hættu ekki á neitt Taktu þér eitthvað rólegt fyrir hendur með kvöldinu. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Öll lánastarfsemi er betur geymd í dag Vera má að eitthvað gangi á eigur þinar, vegna taps eða smástuldar. Láttu ekkert glepja þig. Bogmaðurinn 2 2.nóvember — 21. desember. Haltu þig í fámenni eftir megni. Þú fréttir eitthvað merkilegt innan tíðar, og nógu fljótt. Steingeitin 22. desember — 19. ajnúar. Einbeittu þér að losna við óþarfa ómak. Þú hefur nægan starfa án þess. Haltu þig utan við allar erjur. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Gættu barna sem kunna að vera 1 kringum þig Blandaðu þér ekki í deilur annarra. Þér reynist erfitt að skiija hvom þú átt að styðja. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Láttu bitstál og önnur vopn eiga sig I dag. Til slfkmr sýslu eru aðrir dagar h eppilegri. Vertu ekki m/eð hleypidóma. ^ ^ ^ ^ ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.