Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1068 Kosningabarátta Kennedys Margir töldu enda bundinn á bar- áttuna eftir ósigurinn i Oregon MEÐAN John F, Kennedy var forseti Bandaríkjanna á ár- unum 1061—1963 var þess oft getið í viðræðum að seinna kæmi að „Bobby“, hann ætti einnig eftir að setjast í for- setastólinn. Robert F. Kenne- dy átti ekki hvað minnstan þátt í því að eldri bróðirinn náði kosningu haustið 1960, og hann var mikill áhrifamaður í ríkisstjóminni á forsetaárum Johns Kennedys. Almennt var reiknað með því að John Kennedy yrði á ný í framboði tii forsetakjörs 1964, en þar sem bandarísk lög mæla gegn því að sami maðurinn gegni forsetaembættinu meira en tvö kjörtímabil, var ymprað á því að ef til vill tæki Robert við af bróður sínum 1968. Morðið á John F. Kennedy í nóvemiber 1963 setti strik í þessar vangaveltur. Þáver- andi varaforseti, Lyndon Johnson, tók við forsetaemb- settinu, og allar líkur bentu til þess að hamn ætlaði að gegna símum tveimur kjör- tímabiluim að útrunnum kjör- tíma Kennedys haustið 1964. Þýddi þessi breyting það að Robert Kennedy kæmist varla að sem forsetaefni fyrr en 1972, því algengast er að flokk arnir tefli ekki fram forseta- efnum gegn flokksbróður, er sækist eftir endurkjöri. Styrjöldin í Víetnam, óá- nægja í Bandaríkjunum, óeirð ir í stórborgunum, barátta fyr ir jafnrétti kynþáttanna og fleiri stórmál ollu miklum inn byrðis deilum í Bandaríkjun- um í stjórnartíð Johnsons, og fóru þessar deilur vaxandi á síðasta ári. Varð það til þess að andstaða magnaðist innan Demókrataflokksins við stefnu forsetans, og gerðust þær raddir æ háværari, sem kröfðust þess að Johnson léti af forsetaembættinu fyrir kosningarnar 1968. — Meðal gagnrýnendanna var Robert F. Kennedy, og um skeið leit út fyrir að hann ætlaði sér að keppa við Johnson um fram- boðið í ár. En Kennedy hik- aði, og það -féll í hlut Eugene McCarthys að verða forsvars- maður fyrir gagnrýnisöflin. McCarthy hóf ótrauður kosn- inigabaráttu gegn Johnson, en Kennedy sat hjá, og telja mangir nú að sú hjáseta Kennedys hafi kostað hann framboðið. Fyrstu forkosningarnar fyr- ir flokksþingin í ágúst voru í New Hampshire ríki 12. marz, og gerðist þá það óvænta að McCarthy hlaut 20 af 26 þing- fulltrúum ríkisins, en Johnson forseti aðeins fjóra. Hlaut McCarthy 42% atkvæða demó krata og auk þess 5.500 atkv. repúblikana, eða alls fjórum sinnum fleiri atkvæði, en skoð anakannanir höfðu gert ráð fyrir. Rétt fyrir kosningarnar í New Hampshire höfðu vinir og stuðningsmenn Kennedys gefið í skyn að hann væri að endurskoða ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér. Töldu þeir að fyrir þessari endurskoðun væru tvær á- stæður. í • fyrsta lagi teldi hann Johnson forseta ekki gegna forustuhlutverki sínu sem skyldi, og í öðru lagi hefði svonefnd „Tek-sókn“ kommúnista í Víetnam sýnt að aðstaða Bandaríkjamanna þar væri mun verri en látið hafði verið í veðri vaka. Kennedy í framboð Kennedy beið fram yfir kosningarnar í New Hamp- shire, en laugardaginn 16. marz boðaði hann fréttamenn á sin fund í Washington og tilkynnti að hann hefði á- kveðið að gefa kost á sér sem forsetaefni. Fund þennan hélt Kennedy í þinghúsinu í Was- hington, í sama herbergi og bróðir hans heitinn hafði rætt við fréttamenn átta árum áð- ur til að tilkynna þeim fram- boð sitt. Sagði Robert Kenne- dy að með framboði sínu væri hann ekki að veitast að einum eða neinum, heldur teldi hann rétt að gefa kjósedum tækifæri til að velja og hafna. Hann kvaðst þess fullviss að en ekki vonleysis, flokkur samlyndis en ekki aukinnar hættu á alheimsstyrjöld". Þessi yfirlýsing Kennedys var gefin löngu áður en á- kveðið var að hefja friðarvið- ræður í París milli Banda- ríkjamanna og fulltrúa stjórn ar N-Vietnam. Hét Kenne- dy því jafnframt að láta stöðva loftárásir á Norður- Víetnam, ef hann yrði kjörinn forseti, og að taka upp friðar- viðræður. Vegna þess hve áliðið var, gat Kennedy ekki tekið þátt í forkosningunum í Wisconsin 2. apríl og Massachusetts 30. apríl. Tímafrestur til fram- boðs var runninn út. Hann á- kvað því í fyrstu að taka að- eins þátt í forkosningunum í Nebraska, Oregon og Kali- forníu, en bætti síðar við fleiri ríkjum, þeirra á meðal Indíana, þar sem kosningar fóru fram 7. maí. Voru það fyrstu forkosningamar, sem Kennedy tók beinan þátt í, og var úrslitanna beðið með mik- illi eftirvæntingu. Ljóst var að Kennedy varð að sigra með yfirburðum í Indíana til að sannfæra flokksleiðtogana um að hann væri rétti maður- inn til að tefla fram í kosning unum í haust. Fjórum vikum fyrir kosningarnar hóf Kenne dy baráttuna í Indíana, og var ekkert til sparað við að ná til sem flestra íbúa ríkis- ins. Fundir hans voru mjög fjölsóttir, og kom þá strax í silgin, en þær spá-r rættust ekki, því Kennedy hlaut rrueiri hluta atkvæða og alia full- trúa höfuðborgarinnar. Rúmum mlánuði fyrir kosn ingarnar í Indiana, og háiifum mánuði eftir að Kennedy til- kynnti framboð sitit, hatfði það gerzt að Johnison forsieti tilkynnti þjóðinni að hann gæfi ekki kost á sér tifl. endlur kjörs. Þótti þessi yfirilýsing aðal skemmtunin á heimilinu var gamansaga um að bar- átta McCartíhys væri svo illa undirbúin að engu væri lík- ara en að Konstantín Grikkja konungur hefði undirbúið hana. Og hvar var alvaran seint í fébrúar þegar Kenne- dy lýsti því yfir ...... að hann gæti ekki séð neina á- stæðu til að beita sér gegn endurkjöri Johnsons forseta.“ Nebraska Þótt baráttan væri erfið, hélt Kennedy henni áfram og sóitti fast á. Viku eftir kosn- ingarnar í Indiana voru for- kosningar í Nebraska og Vestur Virginiu, og nú var um að gera að auka forskot- Sigri fagnað í Indíana. forsetanis slá vopn úr hendi Kennedys, því hann byggði baráttu sína að miklu leyti á gagnrýni á stjórnina. Nokkru eftir þessa yfirlýsingu kom svo Humphrey varaforseti friam á sviðið ctg ti'lkynnti framboð sitt, en of seint t'il að taka þátt í nokkrum foríkiasningum. Naiut hann hinsvegar situðn- ings fylgismanna Johnsions, stefna stjórnarinnar væri þjóðinni hættuleg, og bætti við: „Ég býð mig fram sem fulltrúa nýrrar stefnu — stefnu, sem miðar að því að binda enda á bardaga í Víet- nam og í borgum okkar, að brúa bilið milli hvítra manna og dökkra, auðugra snauðra, ungra og gamalla Ég býð mig fram vegna þess að ég vil að flokkur demó- krata sé flokkur vonarinnaT Ijós að hann átti sérstaklega miklu fylgi að fagna meðal láglaunamanna og blökku- manna. Átti þetta eftir að koma enn betur í ljós eftir því sem leið á kosningabar- áttuna. og Fyrstu sigrarnir Kosningaþátttaka varð ó- venju mikil í Indjana 7. maí, og greiddu alls um 764 þús- und demókratar atkvæði. — Frambjóðendur flokksins voru þrír, Kennedy, Mc- Carthy og Roger Branigin ríkisstjóri, sem að nafninu til átti að heita óháður, en vitað var að studdi Humphrey vara forseta. Atkvæði féllu þannig að Kennedy hlaut 42%, Brani gin 31%, og McCarthy 27%. Sigraði Kennedy í 9 af 11 kjördæmum, en Branigin í hinum tveimur. Mest var fylgi Kennedys í hverfum lág- launafólks og blökkumanna, og er talið að hann hafi hlot- ið um 90% af atkvæðum blökkumanna. Sama dag og kosið var í Indiana, voru einnig fortoosn- ingar í höfuðborginni Was- hington. Þar hafði Humphrey almennt verið spáð yfir.burða- sem unnið böfðu að framboði forsetans, og gat þannig tekið þátt í fortoosningunuim í Washington. Það var erfitt fyrir Kenne- dy að berjast gegn Humfþhrey, siem hvergi var í fnamíboði, ag ekki átti hann hægt um vik að gagnrýna McCartíhy, þar sem báðir börðust fyriir sivip- aðan miáistað. Það háði Kenne dy einnig mijög í banáttunni að marigir ásökuðu hann fyrir að hafa beðið mieð framboð siitt þar til McCartlhy hafði sýnt fram á að stetfna hans átti verulegu fylgi að fagma. Töldiu margir þeir, sem bötfðiu hatfið banáttu fyrir kjöri Mc- Carflhys, að Kennedy hetfði þritfið ignunnfánann úr hönd- um McCarthyis eftir að hatfa ienigi setið aðgerðariauis mieð- an McCarthy stóð einn og barðis't fyrir saimeigirultegum miáistað þeinra. Þannig spyr Anthony Howard, fnéttaimað- ur breztoa biaðsins „Observer" í grein á hvítasunnud.: „Hvar var huigrekki Kennedys í nóv ember í fyrra þegar McCart- hy hóf baráttuna og Kennedy sat þögu'll hj'á. Hvar var sam- staðan í desember þegar Kennedy hélt jólahátíð, og ið, vinna glæsilegan sigur. Ekki var Nebraska beint vel til þess fallið að auka hróður Kennedys. Hann hafði sýnt það að fylgi hans var mest meðal fátækra og blökku- manna, í láglaunahverfum stórborganna og meðal æsku fólks. Nebraska er hinsvegar landbúnaðarríki, og blökku- menn þar fáir. í fyrstu hatfði Kennedy hugsað sér að taka ekki þátt í forkosning- um þar, en stuðningsmenn hans gerðu honum þá ljóst að hann mætti engu tseki- færi sleppa. Hóf Kennedy leiftursókn í ríkinu, og er tal ið að hann hafi gefið um 97% allra kjósenda kost á að mæta á kosningafundi hjá sér. Hann ferðaðist um ríkið með flugvélum bílum og járn brautarlestum, og lét ekkert tækifæri ónotað til að rabba við kjósendur. Herferðin tókst, og Kennedy vann sinn fyrsta yfirburðarsigur. Hann hlaut 51% atkvæða en Mc- Carthy 31%. Humphrey, sem ekki var í framboði, hlaut 8% og Johnson forseti, sem varð of seinn til að tilkynna að hann gæfi ekki kost á sér, og var því á kjönseðlinum, hlaut 6%. í Vestur Virginíu átti að heita að kosningarnar væru óháðar frambjóðendum, þann ig að kjörnir fulltrúar hefðu óbundnar hendur á flokks- þinginu. Er því erfitt að segja ákveðið um úrslitin þar, en talið er Humphrey hafi hlotið meirihluta fulltrú- anna, eða um 20, en Kennedy 11. Eftir sigurinn í Nebraska jukust mjög mögulei'karnir á því að Kennedy gæti stöðv- að sókn Humphreys varafor- seta, sem hafði tryggt sérmik ið fylgi í þeim ríkjum, þar sem flokksdeildknar og stjórnir þeirra kjósa fulltrúa á flokksþingin, en þeir eru ekki kjörnir í forkosningum. Framundan voru forkosning- ar í Oregon, og ef Kennedy tækist að halda áfram sigur- göngu sinni í þeim kosning- um, og síðar í Kaliforníu og Suður Dakota, yrði tvísýnt um það hvor þeirra Humph- reys gengi með sigur af hólmi frá flokksþinginu. Framh. á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.