Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JTTNT 199« 25 - SAGA STÓRRA Framh. af bls. 17 greinilegt var, að Manchester naut víðtækrar samúðar. Etft- ir kosningu Kennedys til öld- ungadeildarinnar 1964 fór aft- ur að bera á þessari gagnrýni, sem bersýnilega er að miklu leyti sprottinn af öfund og gremju vegna sérstöðu hans í bandarískum stjórnmálum og metnaðar hans um að ná skjót- um frama, og hafa andstæð- ingar hans haldið þessum ásök- unum óspart á lofti, fáir meir en stuðningsmenn Johnsons for- seta. Bilið óbrúanlegrt. Kennedy hefur þó altaf ver- ið hógvær í afstöðu sinni til Johnsons, og deila þeirra kom ekki upp á yfirborðið fyrr en veturinn 1966—67, en samskipti þeirra hafa hins vegar alltaf einkennzt af kuldalegri kurt- eisi. Það sem varð til þess að ýfa upp væringar þeirra var, að eftir ferðalag til höfuðborg- ar í Evrópu, þar sem Kennedy uppgötvaði sér til mikillar von- brigða að Vietnamstefnan var fordæmd af flestum ábyrgum aðilum, skýrði hann frá því, að nýtt friðartilboð hefði verið borið fram af Hanoi-stjórninni. Johnson leit á þessa yfirlýs- ingu sem frekleg afskipti af utanrikismálum Bandaríkjanna, kallaði Kennedy fyrir sig og ávítaði hann harðlega. Kennedy sárnaði þessi árás, sem honum fannst ósanngjörn, og upp frá þessu jókst ágreiningur hans og forsetans stig af stigi unz hann varð óbrúanlegur með öllu. Skömmu eftir Evrópuferð ina, í marz í fyrra, hélt Kenn- edy fræga ræðu þar sem hann hvatti til þess að hætt yrði loftárásum á Norður-Vietnam, án þess að sett yrðu nokkur skilyrði fyrir friðarviðræðum. 8. febrúar sl. réðst Kennedy á öll atriði Vietnamstefnunnar og sagði, að mat Johnsons á ástandinu væri helber blekking Ræðunni var víða vel tekið, en yfirleitt hafa ræður hans einkennzt af hófsemi þótt ýms- um hafi þótt þær nokkuð rót- tækar. 16. marz sl. batt Kennedy enda á bollaleggingarnar um, hvort hann mundi gefa kost á sér sem frambjóðandi demókra við forsetakosningarnar og til- kynnti, að hann mundi leita eftir útnefningu og þar með breikkaði bilið milli hans og Johnsons enn meir. Hann sagði, að þjóðin væri á háskalegri leið og hvatti til nýrrar stefnu til að binda enda „á blóðbaðið í Vietnam og í borgum okkar, til að brúa bilið milli svartra og hvítra, ríkra og fátækra, ungra og gamalla, hér í þessu landi og annars staðar í heim- inum.“ Á því leikur enginn vafi, að Kennedy hefur hugleitt lengi og vel vandamál þau, sem Band aríkin eiga við að stríða, og talið, að til þess að tekin yrði upp ný stefna, yrðu nýir menn að koma til sögunnar, en sigur Eugene McCarthys öldungar- deildarmanns í forkosningun- um í New Hampshire hatfa líka á'tt mikinn þátt í ákvörðunum hans og sannfært hann um, að möguleikarnir á að hljóta út- nefningu væru hagstæðir, því að þótt Kennedy sé hugsjóna- maður er hann einnig raunsær. Hann tók skýrt fram, að hann hefði ekki gefið kost á sér fyrr vegna þess, að annars hefði það verið túlkað sem persónu- leg óvild en ekki málefnaleg- ur áhugi. Dömur — loðskinn Minkaskinn komin í 7 litum. Einnig treflar, trefilbönd og möttulskinn. FELDSKERINN, Skólavörðustíg 18, 4. h. Lokað til hádegis vegna jarðarfarar. Verzlunin BRYNJA. Tilboð óskast í byggingarframkvæmdir við virkjun Smyrlabjargaár í A-Skaftafellssýslu. Útboðsgögn afhendast á skrifstofu vorri gegn kr. 3.000,00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 24. júní 1968, kl. 11 f.h. Hluti af geislunartækinu flu ttur inn í Skúlagötu 4 í gær. Ljósm.: Sv. Þorm. — Geislunartilraunir Framlh. af bls. 32 un. Gefi þessar tilraunir góða raun, má telja að það geti orð- ið til mikils gagns fyrir fisk- iðnaðinn í heild og gert fleiri þjóðum unnt að neita fersks fisks en nú er. Tilraunum þessum mun ljúka að ári, eða í maí 1969. Er þá áætlað að geisluð hafi verið 5 tonn af fiski. Ákvörðun um að ráðast í þess ar tilraunir var tekin á fundi ofangreindra þriggja aðila í Vín síðastliðinn vetur. Er hér um könnunartilraunir að ræða og geislunartækið mun Kjarnorku- málahefnd Bandaríkjanna lána, en það var upphaflega smíðað til notkunar í veiðiskipi í þeim tilgangi að gera langar veiði- ferðir mögulegar. Tilraunirnar munu geta hafizt - VIÐBRÖGÐ Framh. af bls. 16 lýstu harmi og skelfingu sinni voru forsætisráðherra Kanada, Trudot, forsætisráðherra Mal. asiu, Tunku Abdul Rahman, Per Borten, forsætisráðherra Noregs, Torsten Nilsson, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, John Gorton, forsætisráðherra Ástralíu, Bauns gaard, forsætisráðherra Danmerk u, talsmenn stjónanna í Sviss, Belgíu, Hollandi, S-Kóreu, Fil- ippseyjum og Thailandi. Blaðafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, Robert J. McCloskey, sagði í kvöld, að ekkert hefði komið fram, er benti til að er- lend stjórn væri flækt í þetta sorglega mál. innan mánaðar og væntanlegir eru til landsins ýmsir áhuga- menn frá þróunarlöndunum, sem áhuga hafa á þessum málum og fylgjast vilja með tilraununum. fslenzka ríkisstjórnin mun láta í té húsrými og rannsóknarað- stöðu í Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins, svo og hráetfni, starfs lið og aðra þjónustu, sem þarf vegna tilraunanna. Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun lána geisl- unartæki, ásamt fylgitækjum og einnig senda hingað sérfræðing til þess að annast uppsetningu tækisins. Alþjóða-kjarnorkumálastofnun in mun senda hingað sérfræð- ing um geislun fiskafurða. Sú stofnun hefur og kostað að nokkru leyti stutta dvöl tveggja íslenzkra sérfræðinga, Guðlaugs Hannessonar, gerlafræðings og Björns Dagbjartssonar, efnaverk fræðings. Fóru þeir til Banda- ríkjanna til þess að kynna sér geislunartækni og meðferð geisl- unartækja. íslenzka ríkisstjórnin mun sjá um að fylgt verði ör- yggisreglum Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar um geisla- varnir. Þótt íslenzk yfirvöld hafi enn engin áform um notkun geisl- unar til geymslu á sjávarafurð- um taka þau þátt í þessum til- raunum til þess að öðlast reynslu í geislun matvæla, sem þegar fram í sækir gæti orðið mikil- væg geymsluaðferð. Geislunar- tækið, sem verið er að setja upp nú við Skúlagötu vegur án umbúða 17 tonn. Þess má að lokum geta, að sala á fiski, sem hlotið hefur geislun á þennan hátt er ekki leyfð af heilbrigðiseftirlitinu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10740 VEUUM ÍSLENZKT <H> ISLENZKAN IÐNAÐ HÚSGÖGN Bólstruð húsgögn, klæði görnul húsgögn. Góð áklæði m.a. pluss, kögur, leggingar, og snúrur. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, sími 16807. í sveitinu | VELJUM ÍSLENZKT-/V'»|V ÍSLENZKAN IÐNAÐ j PEYSUR HVERGI BETRA — HVERGI ÓDÝRARA. Teddy m U \oOö\r\ Laugavegi 31. Fyrir börnin BUXUR ÚLPUR BREIÐHOLTSHVERFI Höfum til sölu nokkrar tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í Breiðholtshverfi. 'k íbúðimar seljast fullfrágengnar. ★ Vandaðar innréttingar úr harðviði. ★ Sameign fullfrágengin. ir Lóð fullfrágengin með hellulögðum gangstígum. Barnaleikvöllur á lóðinni frágenginn. ir Beðið eftir húsnæðisláni. Verð íbúðanna er fast að því leyti, að það hækkar ekki, en lækkar eftir ákveðnum reglum, . reynist byggingarkostnaður lægri en nú er áætlað. Þetta eru tvímælalaust hagstæðustu kjörin á nýjum íbúðum í dag. Líkan af Breiðholtshverfinu og teikningar til sýni s á skrifstofunni. ■ > FASTEIGIMASKRIFSTOFAN Austurstræti 17 BJARNI BEINTEINSSON ' Símar 17466 og 13536. Kvöldsími 34441. i f ! t i J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.