Morgunblaðið - 22.06.1968, Side 8

Morgunblaðið - 22.06.1968, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1968 íslenzk menning hefur að geyma boðskap til allra þjóða - Rætt við Valdimar J. Líndal höfund bókarinnar „íslendingar í Kanada" f SAMBANDI við 100 ára afmæli Kanada á síðasta ári var gefinn út bókaflokkurinn „Canada Ethnica“, þar sem fjallað var um sögu þeirra ýmsu þjóðflokka, sem Kanada byggja. Valdimar Jakobsson Líndal, fyrrum dóm- ari í Manitoba, var fenginn til að skrifa um íslendinga í Kana- da og kom bók hans — íslend- ingar í Kanada — út í nóvember sl., önnur bókin í flokknum. Morgunblaðið hitti Valdimar að máli fyrir skemmstu, en hann er nú staddur hér á landi sem blaða maður þeirra vikurita í Kanada, sem ekki eru gefin út á enskri eða franskri tungu. — Þú ert fæddur á íslandi, Valdimar? — Já, ég fæddist í Forsæludal í Húnavatnssýslu í aprílmánuði 1887. Þremur mánuðum síðax fluttust foreldrar mínir vestur um haf og það liðu 7>6 ár þangað til ég kom aftur til íslands — og nú er ég kominn hingað öðru sinni. Engu að síður hefur mér alltaf fundizt ég vera hvort tveggja í senn — Kanadamaður og íslend- ingur. Lagalega séð er ég auð- vitað Kanadamaður, en ísland hefur alltaf átt mikil ítök í mér. — Hvað getur þú sagt okkur um bók þína „íslendingar í Kanada“? — Þegar ég hófst handa við ritun bókarinnar vakti annað og meira fyrir mér en aðeins að skrifa _ sögu íslendinga vestan hafs. Ég hafði kynnt mér nokk- uð íslenzka sögu og menningu og taldi, að hér á íslandi hefði þróazt viss hugspeki, sem land- nemarnir vestan hafs tóku með sér og að þetta vegarnesti hefði reynzt grundvöllur þeirrar vel- gengni, sem fólk af íslenzku bergi brotið hefur átt að fagna i Kanada. Þetta vegarnesti hef- ur fólkið þróað með sér og þann- ig haldið órofa samhengi ís- lenzkrar menningar, þótt í öðru landi væri. í þessari löngu sögu er hægt að finna margt, sem mætti nota sem bendingu, sem af sögunni má draga, gætu bæði komið íslend- ingum sjálfum og öðrum þjóðum að góðu haldi. Einkum á það vel við á þessum örlagatímum, þeg- ar allt virðist vera að bregðast — sómatilfinningin, réttlætið, lýð ræðið og jafnvel trúin sjálf. Það er eins og mannkynið standi þarna agndofa og í mestu vand- ræðum. Stríð og allskonar óeirðir eiga sér stað um allan heim. Mér finnst, að í þessari löngu sögu sé hægt að finna fjögur heil ræði. Eins og búast má við, koma þau fram í fornum spakmælum og nútímans ljóðlínum. Fyrsta heilræðið er fornt spak- mæli. Það er hvort tveggja í senn, hugvekja og aðvörun, og er á þessa leið: „Hann má ekki vamm sitt vita“. Þetta er hin öflugasta hvöt, sem nokkur maður getur sett sjálfum sér. Hún er einstæð að því leyti, að annars staðar er ævinlega bent á það, sem aðrir eiga að gjöra. Hér snýr maður að sjálfum sér, heimtar að fram- koma manns gagnvart öðrum sé á svo háu stigi, að enginn hafi ástæðu til að kvarta. Það má segja, að sá, sem er vammlaus, sé syndlaus. Þetta á við þjóðir engu síður en einstaklinga. Næsta heilræðið er í þjóðsöng íslands: „Ó, Guð vors lands“. Leiðbeiningin, sem felst í þess- um dýrmæta lofsöng, er í tveim- ur Ijóðlínum, en þær eru síð- ustu tvær hendingarnar í þriðja versinu og hljóða þannig: „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðs-ríkis braut“. Annað er það, að Guðsríki, sem skapa á, er ekki bundið við krist indóminn einan, heldur guðsrík- ishugmyndir allra trúarbragða. Kommúnistar setja verkalýðinn á háan stall og tigna hann eins og guð af þeim hita og sannfær- ingarkrafti, sem veldur því, að þeir eru til með að leggja lífið í sölurnar fyrir hugsjónir sínar engu síður en einlægur trúmað- ur. Þegar sjóndeildarhringurinn er orðinn svo víður, að allir skilja þetta, — þá er auðséð, að markmiðið er aðeins eitt, og á leiðinni að því marki ættu allir að geta orðið bræður; þá, en ekki fyrr, verður hægt að skipuleggja alheimsfrið. Þriðju ráðlegginguna finnum við í Ijóðum Klettafjallaskálds- ins, Stephans G. Stephanseonar, þar sem hann segir: „Að hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum því svo lengist mannæfin mest“. Byltingar nútímans lýsa í afar skýrum dráttum, hvað er nauð- synlegt, ef mannkynið hér á jörðu á að haldast við. Þessi heim speki Stephans heimtar, að bæði einstaklingurinn og þjóðin eigi að hugsa um meira en sinn eiginn stundarhag. Hluta af kröftunum verður að verja til þess að byggja fyrir framtíðina — fyrir alla og allar þjóðir. Á þann hátt er hægt að leggja grundvöll þann, sem alheimsfriður getur byggzt á. Til þess að sýna, að hið órofna samhengi íslenzkrar menningar geti haldizt við vestan hafs, jafn- vel þótt tungan sé ekki töluð nema á einstöku heimilum meðal íslenzkra manna þar vestra, og í mörgum tilfellum liðin undir lok, vil ég fara með erindi úr kvæði eftir Vestur-íslending, sem yrkir á ensku. Skáldið er Paul A. Sig- urdson, sem býr í Morden, í Manitoba-fylki. Kvæðið kallar hann „Illgresi" (Weeds) og lýsir skáldið baráttu þeirri, sem á sér stað, er illgresið sækir að því, sem ræktað er, og er nauðsynlegt fyrir mannkynið. Ekki er til neins að kvarta, segir skáldið, en bendir um leið á varnar-vopnin. Aðal erindið er á þessa leið í laus legri þýðingu: „Illgresið; það ögrar manni; það hvetur mann áfram; þá tekst manni að átta sig; lífsstefnumar eru tvær; en það er guð, sem sameinar". AÐALFUNDUR Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga hófst að Bifröst í Borgarfirði í morgun, fimmtudag, kl. 9. Fundinn sitja 98 fulltrúar frá 50 kaupfélögum, auk Sambandsstjórnar, fram- kvæmdastjórnar og gesta. í ræðu sinni greindi fram- kvæmdastjóri SÍS, Erlendur Ein arsson, frá því, að hinn mikli samdráttur sem orðið hefði á þjóðarframleiðslunni hefði einn- ig komið fram á rekstri Sam- bandsins og hefði tekjuhalli þess árið 1967 numið 39.8 milljónum króna. í gærkvöldi barst Mbl. frétta- tilkynning um aðalfundinn og segir þar á þessa leið: Að lokinni rannsókn kjörbréfa voru kosnir starfsmenn fundar- ins, en síðan flutti formaður, Jakob Frímannsson, skýrslu stjórnarinnar, en Erlendur Ein- arsson, forstjóri Sambandsins, flutti ýtarlega skýrslu um rekst- urinn á árinu 1967. Kom þar m.a. fram, að vegna samdráttar í efnahagsmálum þjóðarinnar varð einnig samdráttur í starf- semi Sambands ísl. samvinnu- félaga. Umsetning aðaldeilda Sam- bandsins nam á árinu 2.567 millj. króna, sem er 3.3 millj. kr. lægri upphæð en árið áður. Heildar- umsetning varð hins vegar 2.695 millj. króna, sem er 81 milljón króna lægri upphæð en árið áð- ur. Sala sjávarafurða minnkaði hjá Sambandinu um 192 millj. króna, einnig varð samdráttur í sölu hjá Véladeild og Skipadeild hafði minni farmgjaldatekjur en áður, m.a. vegna þess að olíu- skipið Hamrafell var selt á ár- inu 1966. Hinir miklu erfiðleikar, sem ríktu í atvinnu- og efnahagsmál- um þjóðarinnar á síðasta ári, höfðu mikil áhrif á rekstur Sam- bandsins og rekstrarafkomu. Tekjuhalli á rekstrarreikningi var 39.8 millj. króna eftir að færðar höfðu verið til gjalda Valdimar Jakobsson Líndal með Þessi fjögur heilræði úr sögu íslendinga finnst mér að sýni glögglega fram á þessa vissu teg- und hugspeki, sem ég minntist fyrningar að upphæð 22.4 millj. króna, gengishalli vegna er- lendra vörukaupalána og skipa- gjalda að upphæð 15.2 millj. króna og opinber gjöld að upp- hæð 17.1 millj. króna. Forstjórinn gerði grein fyrir helztu orsökum taprekstursins. Erfiðleikar frystihúsanna og sjáv arútvegsins komu hart niður á Sambandinu og kaupfélögunum. Erfitt árferði til sveita hafði í -för með sér versnandi lausafjár- stöðu sambandsfélaganna. Tvö verkföll á árinu ollu skiparekstr inum verulegu tjóni og einnig var gengistap Sambandsins í er- lendum skuldum mjög tilfinnan legt. — Þá gerði forstjórinn grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið af hálfu Sambandsins til að mæta erfið- leikum og binda enda á taprekst- urinn. Ýmsar greinar, sem gáfu slæma rekstursafkomu, hafa ver ið dregnar saman eða lagðar nið ur og starfsfólki hefur verið fækkað, voru í árslok 1967 starf- andi 145 eða 11% færri hjá Sam- bandinu en í ársbyrjun. Það kom einnig fram, að slæm afkoma Sambandsins á að nokkru leyti rætur að rekja til erfiðari afkomu hjá sambands- félögunum. Smásöluverzlun með nauðsynjavörur berst nú mjög í bökkum, enda hefur enn verið hert á verðlagsákvæðum. Á vegum Sambandsins og kaupfélaganna er nú unnið að umfangsmiklum skipulagsbreyt- ingum og aukinni reksturshag- kvæmni í því skyni að lækka kostnað við vörudreifinguna, en bilið milli tekna af vörusölunni og kostnaðar við hana er þó orð- ið breiðara en svo að þess sé að vænta að það verði bruað fljot- lega með endurbótum á rekstr- inum einum saman. En þá þjón- ustu sem kaupfélögin veita sam- vinnufólkinu víðs vegar um land við hin erfiðustu skilyrði verður fólkið að greiða. Það verða félagsmenn jafnan að hafa í bók sína „íslendingar í Kanada“ (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) á í upphafi, og einnig það hvem ig hún hefur haldizt og þróazt í okkar menningu. huga og stilla kröfum sínum til félaganna í eðlilegt hóf, sagði forstjórinn. Sér í lagi yrði að forðast skuldasöfnun við félög- in, því þau gætu ekki verið lána stofnanir. Erlendur Einarsson benti einnig á, að þrátt fyrir skakka- föllin, sem íslenzkt atvinnulíf hefði orðið fyrir, væri Samband- ið og samvinnuhreyfingin fjár- hagslega og félagslega öflug, en vegna ástandsins yrði að breyta um stefnu. Sýna yrði meiri að- gæzlu í fjármálum en áður, láns- verzlun væri nú orðin svo áhættusöm og lausafjárstaðan hefði versnað til þeirra muna, að samvinnufélögin yrðu nú að stórminnka og í sumum tilvik- um stöðva með öllu lánsverzlun. Taka yrði upp sparnað í rekstri á öllum sviðum og yrði sam- vinnufólkið í landinu að standa saman um félögin og sýna full- an skilning á þeim brýna vanda sem nú væri við að etja í at- vinnurekstrinum. Með samstöðu samvinnufólksins mundu sam- vinnufélögin geta mætt erfið- leikunum. Þá taldi forstjórinn, að árið 1967 hefði almennt verið mjög erfitt fyrir allan rekstur og mikill halli hefði orðið í flest- um greinum atvinnulífsins. Stærsta verkefnið framundan væri að skapa atvinnulífi þjóð- arinnar raunhæfan reksturs- grundvöll, um það þyrfti þjóð- in að sameinast, ef girða ætti fyrir samdrátt og atvinnuleysi. Samvinnufélögin væru fús til að taka höndum saman við alla þá aðila sem að þessu vildu vinna af raunsæi og réttsýni. Að lokinni skýrslu forstjórans, voru frjálsar umræður um hana, en síðan hófust umræður um landbúnaðarmál og voru fram- sögumenn þeir Gunnar Guð- bjartsson, formaður Stéttarsam- bands bænda og Agnar Tryggva- son, framkvæmdastjóri Búvöru- deildar SÍS. Verkstæðispláss til sölu með eða án verkfæra. Coring vélskófla með drag- skóflu 45 feta bómu og Bacho. Upplýsingar í síma 33318. Hestamannafélagið Fákur Dregið var í happdrætti Fáks 3. júní síðastliðinn. Upp komu þessi númer, 412, 1842, 2263. Fáksfélagar það er lagt af stað í Jónsmessuferðina laugardaginn 22 .júní kl. 18, frá Hafravatnsrétt. STJÓRNIN. Rekstrarhalli SfS varð 39,8 millj. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.