Morgunblaðið - 22.06.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.06.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 196« Útflutningsverðmæti S.H. 1008 millj. króna 1967 Uidrdttur úr ræðu Gunnars Guðjónssonar, form. S.H. d aðalfundi Sölumiðstöðvarinnar „HEILDARFRYSTING hrað frystlhúsa landsmanna mun hafa orðið 70 þús. smál. árið 1967, samanborið við um 80 þús. smál. árið 1966 og tæpar 93 þús. smál. árið 1965. Hefur því orðið mjög mikill samdráttur í frystingu s.l. 3 ár. Heildarútflutningur lands- manna á frystum sjávarafurðum árið 1967 var 75.295 smál. eða ium 16.9% minni en árið áður, en að verðmæti er þessi útflutn- ingur 1305 millj. krónur, en var árið 1966 1612 milij. Árið 1967 var hann því 19.1% minni en árið áður. Verðmæti frystra sjávaráfurða í hundraðshluta af heildarútflutningi var árið 1967 80.2% árið 1966 26.6% og árið 1965 28.9%. Þrátt fyrir nokkra lækkun á útflutningsverðmæti hraðfrystra Bjávarafurða og magnsamdrætti, þá er greinilega meira jafnvægi í útflutningi þessara afurða, heldur en t.d. síldarafurða, en hlutdeild þeirra lækkaði stór- lega árið 1967, samanborið við næsta ár á undan. Útflutningur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna árið 1967 var samtals 55.529 smál. (árið 1966 60.846 smál.) að verðmæti 1008 millj. krónur í f.o.b. Var það um 9% samdráttur miðað við verðmæti frá árinu áður. Út flutningsverðmæti frystra sj áv- arafurða á vegum S.H. hefur verið sem hér segir s.l. 3 ár. Ár: 1965 1966 1967 Millj. kr.J 1043.1 1'116.7 1008.0 Allt frá árinu 1961 til ársloka 1966 hafði verið um að ræða jafna og stígandi aukningu í út- flutningsverðmæti sjávarafurða á vegum Sölumiðstöðvarinnar. Árið 1961 nam útflutningsverð- mæti 633 millj. króna og komst, sem að framan greinir, upp í 1116.7 millj. króna árið 1966, en á síðasta ári bregður svo við, að verðmæti fer að mun lækk- andi. Verðmæti útfluttra sjávar- afurða á vegum S.H. s.l. ár var nm 76% af heildarútflutnings- verðmæti frystra sjávarafurða frá íslandi á þ’ú ári. Helztu markaðslönd S.H. árið 1967 voru sem lyrr Bandaríkin og Sovétríkin. Megin markaðir fyrir fryst fiskflök, fiskblokkir og heil- frystan fisk eru í Bandaríkjun- um, Sovétríkjunum og Bretlandi, en fyrir hraðfrysta síld í Aust- ur-Evrópu. Helztu markaðir fyr ir frystan humar eru Bandarík- in og Italía, sem keyptu um 80% útflutningsins og ennfremur Bretland og Sviss“. Þá rakti formaður erfiðleika hraðfrystihúsanna á s.l. ári og í byrjun þessa árs og þær ráð- stafanir, sem gerðar höfðu ver- ið, til að tryggja áframhaldandi rekstur hraðfrystihúsanna, og eagði síðan: i „Enn standa hraðlfrystihúsin frammi fyrir þeirri ömurlegu staðreynd, að ekki er grundvöll- ur fyrir rekstri þeirra. Það má að vissu leyti segja, að þau standi nú á tímamótum. Fyrir þá, sem hafa staðið í þessum at- vinnuvegi á grundvelli einka- reksturs er vandamálið að sjálf- sögðu enn alvarlegra heldur en fyrir hina, sem bera ábyrgð á rekstrinum gagnvart bæjar- og sveitarfélögum eða ríkinu, vegna þess, að einstaklingarnir þola ekki mikinn taprekstur nema mjög takmarkaðan tíma, en hins vegar hafa bæjarútgerðirn- ar og fyrirtæki, sem rekin eru aí sveitarfélögum, haft hið opin bera sem bakhjarl og getað snú- ið sér til þeirra um þann fjár- hagslega stuðning, sem einka- peksturinn hefur ekki átt kost á. Orsakir þessa ástands þarf ekki að tíunda, þær eru fyrst og fremst hið mikla verðfall, sem varð á afurðum erlendis, og svo sú staðreynd, að framleiðslu- kostnaðurinn er of hár hér inn- anlands, miðað við hinar nýju og ríkjandi aðstæður. Fyrir liggja reikningar um af- komu undanfarinna ára. Afkoma frystihúsanna var góð árið 1965. Vegna þeirrar jákvæðu þróunar, sem varð á því ári, gerðu menn sér vonir um áframhaldandi hátt verðlag, þegar samið var um verulegar fiskverðhækkanir fyr ir árið 1966. Vonir um óbreytt hátt verðlag brugðust, og í stað þess byrjaði verðlagið að falla og jókst það mjög eftir því sem á árið leið. Afleiðingin varð mikill tap- rekstur, og nam tap frystihús- anna árið 1966 yfir 80 milljón- um króna, og er þá ekki talið með tap á útgerð til hráefnis- öflunar. Vegna fyrirsjáanlegs áfram- haldandi verðfaíls árið 1967, var hraðfrystihúsunum tryggt að bætt yrði 55%—75% af verðfall- inu á því ári, miðað við verðlag ársins 1966. Árið 1967 var verð- fallið um 14%. Af þessu þurftu frystihúsin sjálf að bera um 4%, ' auk þess sem framleiðslukostn- aður hækkaði enn frá ár- inu 1966. Þar við bættist minni framleiðsla, óhagstæð hlutföll á aflaskiptingu með tilliti til fram- leiðslu einstakra afurðategunda og nær algjört hrun skreiðar- markaðsins, og varð því útkom- an 3Ú, að afkoma ársins varð mjög slæm. Mun tap frystihús- anna hafa tvöfaldazt miðað við árið 1966 og nema eigi minna en 160 milljónum, en miklum mun hærri upphæð, ef taprekst- ur útgerðar til hráefnisöflunar er meðaltalinn. Sá misskilningur virðist all- almennur, að gengisbreytingm í nóvember s.l. og aukin framlög ríkissjóðs hafi tryggt starfs grundvöll þessarar atvinnugrein ar á yfirstandandi ári. Hér gleymist, að verðhækkun afurð- anna í krómutölu vegna gengis- breytingarinnar nægir hvergi til að bæta upp það verðfall, sem orðið var á erlendum mörk- uðum, ásamt þeim aukna fram- leiðslukostnaði, sem af gengis- breytingunni hefur leitt. Þrátt fyrir þetta var hráefn- isverð til frystihúsanna hækkað um 19% í byrijuin þessa árs og hrekkur þessi hækkun ríkis- framlags á þessu ári ekki nema fyrir 2,3 þeirra útgjalda, sem af þessu leiðir. Eins og málum er nú háttað, má gera ráð fyrir, að afkoma frystihúsanna versni enn meir miðað við vinnslu síð- ari hluta ársins og ekki fyrir- sjáanlegt, að búast megi við nokkrum verðhækkunum á er- lendum mörkuðum á þessu ári, nema síður sé. Það er augljóst, að einkarekst ur hefur ekki fjárhagslegt bol- magn til að standa undir jafn stórfelldum taprekstri mörg ár í röð, eins og verið hefur. Er það því nauðsynlegt, að starfs- grundvöllur frystihúsanna á þessu ári sé tekinn til endur- skoðunar til að forðast almennt hrun í atvinnugreininni, og einn ig þarf að marka ákveðnari framtíðarstefnu um 3töðu og hlutverk hraðfrystiiðnaðarins í þjóðaibúskap íslendinga. Um markaðina er þetta að segja í stuttu máli. Framboð hraðfrystra sjávaraf urða eykst 3töðugt, sérstaklega vegna hinna nýju frysti- og skut Gunnar Guðjónsson. togara, sem Englendingar, Vest- ur-Þjóðverjar, Frakkar, Norð- menn Sovétmenn og Pólverjar hafa komið sér upp á síðustu árum. Leita framleiðsluvörur þeasara þjóða nú inn á alla helztu markaði heims, þar sem unnt er að selja hraðfrystar sjáv arafurðir, og eigum við nú í mjög harðri og erfiðri sam- keppni af þeim sökum. Þá hefur það haft mjög alvarleg áhrif á íslenzkan hraðfrystiiðnað að hafa glatað hinum hefðbundnu mörkuðum fyrir hraðfrysta síld í Austur-Evrópu, eins og t.d. í Póllandi og Austur-Þýzkalandi. Vert er að undirstrika, að það ástand, sem íslenzkur hraðfrysti iðnaður er nú kominn í, er fyr3t og fremst að kenna ytri aðstæð- um, sem hafa verið hraðfrysti- húsaeigendum og sölusamtökun um óviðráðanlegar. Hins vegar er óhætt að fullyrða, að Sölu miðstöðin hefur á undanförnum árum náð í mjög mörgum til- fellum hærra verði fyrir afurð ir sínar en t.d. hinir erlendu keppinautar. Af hálfu samtak- anna hefur verið lögð mjög mik- il áherzla á að stunda af fremsta megni alla þá markaði, sem til greina geta komið fyrir hrað- frystar sjávarafurðir og tryggja betur þá markaði, sem þegar hafa unnizt, eins og sjá má af hinu mikla átaki, sem fólst í því að koma upp nýrri og fullkom- inni fiskiðnaðarverksmiðju í Bandaríkjunum. Það sannar ekki hvað sízt, þegar örðugleik ar steðja að, að nauðsynlegt er að hafa fyrirhyggju í uppbygg- ingu markaðanna. Harðnandi samkeppni erlendis og breyttar kringumstæður innanlands, munu gera stöðu hraðfrystiiðn- aðarins um margt erfiðari á kom andi árum. Þess vegna er áríð- andi að hið opinbera, ríkisstjórn og Alþingi, geri sér grein fyrir, að hraðfrystiiðnaðurinn verður að hafa þá afkomu, að hann geti fylgzt með tímanum og mætt nýjum og breyttum viðhorfum. En þess verður hann ekki megn- ugur, ef hann verður kominn i kalda kol. Þeim, sem að hraðfrystiiðnað- inum standa, er fyllilega ljóst, að það er ekkert auðvelt verk- efni fyrir ríkisstjórn og Alþingi að þurfa að leysa þann mikla vanda, sem í þessu felst, eins og högum er háttað í íslenzku atvinnulífi í dag. En þeir hljóta að treysta því, að stjórnarvöld- unum sé ljóst, að hér er um vanda að ræða, sem verður að leysa án tafar. Enda er hag mik- ils hluta hraðfrystihúsanna þann ig komið, að skuldasöfnun er orðin þvílík, að þar við verður ekki neinu bætt. Hér er því nú raunverulega um að tefla líf eða dauða einkareksturs í hraðfrysti iðnaði íslendinga. Clifford bjartsýnn á ár- angur Parísarfunda Washington, 20. júní. AP. CLAR.K M. Clifford, varnarmála ráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með fréttamönnum í Was- hington, að sér virtist sem ofur- lítið hefði mjakazt í samkomu- lagsátt á viðræðunum í París, þrátt fyrir að ýmsir teldu að um algera kyrrstöðu væri að ræða. Hann sagði, að viðræðurnar væru í þann veginn að komast á nýtt stig og mætti ugglaust vænta talsverðra tíðinda, þegar aðilar einbeittu sér meira að einkafundum í stað þeirra opin- beru fundarhalda að undan- förnu, þar sem hvor aðili læsi upp skrifaða ræðu með endur- teknum ásökunum og klögumál- um. Aðspurður sagði Clifford, að hann væri engan veginn sann- færður um réttmæti þeirra full- yrðinga, að heriþyrlur frá N- Víetnam væru á hlutlausa belt- inu, en það mál væri í athugun. Ráðherrann sagði, að þrátt fyrir auknar hernaðaraðgerðir and- stæðinganna I S-Víetnam undan- faið, hefði hann ekki trú á, að tekin yrði ákvörðun um að fjölga í herstyrk Bandaríkja- manna í landinu. Hann benti og á, að meðan von væri um sam- komulag í París, byggist hann LEIÐRETTIIMG um FRÁSÖGN Mbl. af skólaslit- Verzlunarskóla íslands varð dálítið brengl, er rætt var um verðlaun stúdenta fyrir námsár- angur. — Rétt er málsgreinin þannig: „Verðlaun Verzlunarráðs ís- lands fyrir beztan árangur í við- skiptagreinum hlaut Guðmundur Hannesson. Fyrir frábæran ár- angur í stærðfræði og náttúru- fræði hlauit Örn Aðalsteinsson, peningaverðlaun frá skólanum kr. 3000“. í frásögn af skólaslitum MA hafa fallið niður línur, þar sem þess var getið, að stofnframlög- um í Minningarsjóð Þórarins Björnssonar, skólameistara, verði veitt viðtaika í Bóikaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, Reykjavík, til 15. ágúst. ekkj við, að hert yrði á loftárás- unum á nýjan leik. Clifford sagði einnig, að í lok næsta árs mundi S-Víetnam hafa á að skipa milljón manna her, vel þj'álfuðum og vopnum búnum. Kveðjuhóf fyrir sænsku ræðis- munnshjónin fslenzk-sænska félagið heldur kveðjuhó.f fyrir Helgu og Gunn- ar Rocksén, ræðismann Svía, í Átthagasal Hótel Sögu fimmtu- dagnn 27. júní. Hófið hefst með sameginlegu borðhaldi kl. 20.00. Þátttaka er frjáls öllum vinum þeirra hjóna. Gluggasýning á lopa-hannyrðum FRÚ BARBARA Ámason held ur þessa dagana sýningu á verk um sínum í Álafossglugganum. Eru það teppi og púðar, sem frúin hefur búið til og ýmsar flíkur, svo sem háir skíðavettl- ingar, inniskór skikkja, höfuð- föt, svo að nokkuð sé nefnt. Sýn ingin stendur yfir í fjóra daga, en að henni lokinni verða mun- ir frúarinnar til sölu í Baðstof unni, minjagripaverzlun Ferða- skrifstofu Ríkisins. Sagði frúin meðal annars: Þegar ferðamenn fara að leita að minjagripum, þá stöndum við að ég held mitt á milli fjöldaframleiðslunnar í mörgum Evrópuborgum og fágaða hand- unnins verka frá Finnlandi og öðrum Norðurlöndum — eins og í sólarlöndum suðursins, en þó ekki eins hátt og við vildum. Lopapeysurnar eru einstakar — Þær þykja bæði nýstárlegar og sígildar, þær eiga ekki sinn líka utanlands, eða hvergi hef ég orðið þess vör. Lopi er hráefni í sinni beztu merkingu: ekki sízt þar sem nýj ar hugmyndir og meðferð kemur til skjalanna. í Vestmannaeyj- um í vetur datt ég ofan á hug- mynd fyrir sokka og vettlinga, sem ferðamenn muniu ekki sjá annars stððar. Ég var búin að sjá skósölumenn í Marakesj með írdð eftir röið af handunnum skinnskóm, litfögrum, eins og æv intýri. Maður getur ferðast víða til Austurlanda og Suðurlanda, en áhrifin héðan að heiman eru sterk ari en áhrifin að utan, og það aem snertir mann utanlands end urfæðist í rammíslenzku svip- móti. Lopinn og fuglar landsins hafa ráðið að öllu leyti mynstr- Sýningarstúlka með skíðavett linga frú Barböru. - Ljósm. Páll Steingrímsson. um þeirra hluta, nema þar sem hraunið og norðurljósin segja til isín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.